Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Side 32

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Side 32
MENNINGARMÁL Árlegir kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri eru fastur þáttur í menningarlífi í Skaft- árhreppi. Myndin er af flytjendum tónlistar við minningarkapellu Jóns Steingrímssonar. Ljósm. Páll Stefánsson. Leiklist í mörg ár hefur Bandalag íslenskra leikfélaga óskað eftir að stuðningur við starf áhugaleikhópa verði stór- efldur. Kostnaður við að halda úti leikstarfsemi um landið hefur margfaldast og erfitt reynist fyrir mörg fé- lög að setja upp reglubundnar leik- sýningar. Undanfarin ár hafa ffamlög ríkisins farið stighækkandi. Þjóðleik- húsið hefur eftir föngum veitt aðstoð og þjónustu við leikstarfsemi á lands- byggðinni og ber að styðja það ffum- kvæði. Hvatt er til að stjórnvöld haldi áfram að hækka framlög til starfsemi áhugaleilfélaga. Lagt er til að Þjóðleikhúsinu verði veitt sérstök fjárveiting til að þróa frekar samstarf og þjónustu við landsbyggðina. Tónlist A undanförnum árum hafa verið þróuð verkefni og sjóðir sem veita landsmönnum öllunt betri aðgang að tónlist. Samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga, Tónlist fyrir alla, er mikilvægt framlag til menntunar grunnskólabama. Verkefnið nær nú til Reykjavíkur, Reykjaness, Vestur- lands og Suðurlands. Fjárveiting til Félags íslenskra tónlistarmanna hefúr einnig fjölgað tækifærum byggðar- laga til að efna til tónleika með metn- aðarfúllri dagskrá. Starfsemi tónlistarskóla er undir- staða blómlegs tónlistarstarfs á lands- byggðinni. I þessu sambandi skal bent á mikilvægi þess að framhalds- námi i tónlist, sbr. aðalnámsskrá tón- listarskóla, verði tryggðar fjárveiting- ar. Starfshópurinn vekur sérstaka at- hygli á því umfangsmikla starfi sem fram fer í kórum, hljómsveitum og öðrum tónlistarhópum í landinu. Stuðningur stjómvalda hefúr fyrst og fremst komið fram í framlögum frá Menningarsjóði félagsheimila í formi ferðastyrkja, en mikil þörf er á stuðn- ingi við þróun og eflingu tónlistar. Lagt er til að verkefnið „ Tónlist Jyrir alla “ nái til alls landsins þegar á árinu 2001. Framlag til verkefnis- ins verði aukið um 2 milljónir kr. íþví skyni. Hvatt er til að Félag íslenskra tónlistarmanna njóti áfram framlags úr ríkissjóði til tónleikahalds um landið. Myndlist Meðal viðmælenda starfshópsins komu greinilega Síldarminjasafnið á Siglufirði hefur iaðað til bæjarins fjölmarga ferðamenn um verslun- armannahelgar á undanförnum árum. Myndin er af síldarsöltun. 94

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.