Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Blaðsíða 58
FJÁRMÁL
Endurmat á kostnaði og fjárþörf við
framkvæmd grunnskólalaganna
í samkomulagi ríkisins og sveitarfélaganna frá 4. mars
1996 um flutning grunnskólans frá riki til sveitarfélaga
var í 12. gr. ákvæði þess efnis að fyrir 1. ágúst 2000 yrði
endurmetinn í ljósi reynslunnar kostnaður og tekjuþörf
sveitarfélaganna við framkvæmd grunnskólalaganna.
Sex manna starfshópi sem menntamálaráðherra skipaði
var falið að annast þetta mat. Af hálfú sambandsins voru
í hópnum Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður þess,
og Sigrún Magnúsdóttir, formaður fræðsluráðs Reykja-
víkur. Jafnhliða réð sambandið Ólaf Darra Andrason,
fyrrverandi forstöðumann rekstrarsviðs á Fræðslumið-
stöð Reykjavíkur, til að meta kostnað sveitarfélaganna
við flutninginn.
Ólafur Darri gerði grein fyrir niðurstöðum sínum á 58.
fúndi fulltríiaráðs sambandsins sem haldinn var í Reyk-
holti 30. og 31. mars 2000. Einnig kynnti hann þær í
grein í 3. tbl. Sveitarstjómarmála á sl. ári.
Helstu niðurstöður Ólafs Darra voru þær að kostnaður
við þau verkefni sem sveitarfélögin tóku við frá ríkinu
hafi að jafnaði verið tæplega 6% umfram tilsvarandi
tekjur en að sá kostnaður væri innan þess tekjuramma
sem ríki og sveitarfélög sömdu um á árinu 1996.
Ennfremur flutti Sigrún Magnúsdóttir framsöguræðu
unr málið á fundinum í Reykholti.
í ályktun fúlltrúaráðsfundarins í Reykholti, sem birt
var í 4. tbl. Sveitarstjómarmála 2000, var lögð áhersla á
að sveitarfélögin fengju að fullu bættan þann kostnað
sem kynni að hafa orðið umfram tekjur vegna verkefna
sem þau tóku við af ríkinu við yfirfærslu grunnskólans
og að endurskoðuninni yrði lokið fyrir tilsettan tíma svo
tími gæfist til að endurskoða tekjustofna sveitar-
félaga í samræmi við niðurstöðu hennar.
Á fjármálaráðstefnu sambandsins, sem haldin var 2.
og 3. nóvember sl., kynntu þau Sigrún Magnúsdóttir og
Ólafur Darri Andrason rækilega sjónannið sveitarfélag-
anna varðandi kostnað og tekjur sveitarfélaganna vegna
yfirfærslu gmnnskólans.
Af hálfu ríkisins voru gerðar tilteknar athugasemdir
við niðurstöður Ólafs Darra.
Hinn 12. október 2000 var samið við fyrirtækið
KPMG Endurskoðun hf. að það kannaði áðurgreind
gögn og einkum hvort þeir tekjustofnar sem færðir vom
frá ríki til sveitarfélaga við yfirfærslu þess hluta gmnn-
skólans, senr áður hafði verið á ábyrgð ríkisins, hefðu
verið nægjanlegir.
Niðurstöður KPMG Endurskoðunar hf. vom kynntar á
59. fúndi fúlltrúaráðs sambandsins, sem haldinn var hinn
24. nóvember sl. Þær vom á þá leið að heildarkostnaður
af rekstri gmnnskólans, bæði vegna þeirra verkefna sem
sveitarfélögin önnuðust fyrir ágúst 1996 og þeirra verk-
efna sem þá fluttust frá ríki til sveitarfélaga, hafi farið
um 300 millj. kr. fram úr tekjurn á árunum 1996 til
1999. Fyrri hluta tímabilsins hefðu tekjur verið meiri en
gjöld en á árinu 1999 hefðu gjöld umfram tekjur numið
yfir 600 millj. kr.
Samstarfshópurinn sem falið hafði verið endunnatið
lauk störfum með bréfi til menntamálaráðherra 12. des-
ember.
Fulltrúar sambandsins í hópnum, þau Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson og Sigrún Magnúsdóttir, gerðu sérstaka
bókun sem fylgdi skilabréfinu til ráðherra.
Bókun þeirra fer hér á eftir:
„Fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga í nefnd-
inni telja að skýrsla KPMG, „Flutningur á rekstri gmnn-
skólans frá ríki til sveitarfélaga“, dags. í nóvember 2000,
sé vel unnin og gefi glögga mynd af þróun útgjalda og
tekna sveitarfélaga vegna yfirtekinna grunnskólaverk-
efna á árunum 1996 til og með árinu 1999.
í framhaldi þess að starfshópurinn lýkur störfum
leggjum við til að nú þegar verði skipuð samninganefnd
með tveimur fúlltrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga
og tveimur fulltrúum ríkisins. Samninganefndin yfirfari
nánar eftirtalin atriði og geri tillögur um meðferð þeirra
og hvemig sveitarfélögunum verði bættur kostnaður um-
fram tekjur í samræmi við ákvæði samningsins frá 1996
um endunnat í ljósi reynslunnar.
í skýrslu KPMG kemur fram að árleg útgjöld umfram
tekjur nema 625 millj. kr. á árinu 1999. Sá mismunur er
fyrst og fremst til korninn vegna almennrar launaþróunar
í landinu. Frá janúar 1997 til desember 1999 hækkuðu
meðal-heildannánaðarlaun sem hér segir:
BHM 25,77%
Þar af hjúkrunarfræðinga 41,69%
Þar af framhaldsskólakennara 15,48%
Grunnskólakennara í Rvík 22,08%
Launavísitalan hækkaði um 23,66%
1 20