Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Side 36

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Side 36
MENNINGARMAL Frá undirritun fyrsta bakhjarlasamkomulagsins sem var gert við Landsvirkjun. Á mynd- inni eru, talið frá vinstri, Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúl Landsvirkjunar, Frið- rik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, formaður stjórn- ar Landsvirkjunar, Helgi Gíslason, formaður stjórnar Gunnarsstofnunar, Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofnunar, og Sigríður Sigmundsdóttir, fulltrúi At- vinnuþróunarfélags Austuriands í stjórninni. Myndina tók Agnes Vogler. hennar sé í raun Austurland allt. Greinarhöfundur tók við starfi forstöðumanns Gunnarsstofnunar 1. október 1999 og má segja að fyrstu mánuðir í starfi hafi farið í mótun stefnu fyrir stofnunina ásamt hug- myndavinnu og skipulag vegna framtíðarstarfs á Skriðuklaustri. Stjóm stofnunarinnar tók þá ákvörð- un að uppbygging Skriðuklausturs sem menningar-, sögu- og ffæðaset- urs yrði að njóta forgangs fram yfir aðra þætti í starfi stofnunarinnar. Því var allur kraftur settur í að koma af stað endurbótum á húsakosti að Skriðuklaustri svo að þar mætti opna fyrir almenningi eigi síðar en í júní 2000. Endurbótasjóður menningarbygg- inga féllst á að leggja fé i endurbæt- urnar sem skipti sköpum fyrir hversu miklu tókst að hrinda í verk. Ljúka tókst á tilsettum tíma um- fangsmiklum endurbótum á húsi skáldsins og gerðu húsinu kleift að sinna sínu nýja hlutverki. Segja má að lokið hafi verið við allar stærri endurbætur innandyra ásamt því að koma vatns- og ffáveitumálum í rétt horf. Því til viðbótar var húsið Skriða síðan gert upp. Næsta skref í endurbótum er að taka Gunnarshús í gegn að utan sem brýn þörf er á. Vonandi tekst að afla fjár til þess að hefja það verk sem fyrst. Fjölsóttur staður Frá 20. júní til 10. september á síðasta ári var Skriðuklaustur opið almenningi alla daga nema mánu- daga. Gestir fengu leiðsögn um hús- ið og gátu skoðað sýningar af ýms- um toga auk þess að kaupa sér veit- ingar. Óhætt er að segja að strax á fyrsta sumri hafi staðurinn orðið fjölsóttur af ferðamönnum því að ríflega 3.500 gestir lögðu leið sína þangað á þessum tíma. Voru það nær eingöngu Islendingar, sem sýnir að áhugi fyrir menningarsetri af þessum toga er svo sannarlega fyrir hendi. Ætlunin er þó að hafa á boðstólum sýningar og viðburði sem ekki síður höfða til erlendra ferðamanna yfir sumarið. Starfsemin að Skriðuklaustri er með nokkuð öðru sniði yfir vetrar- tímann. Þennan fyrsta vetur hefur verið bryddað upp á ýmsu. Má þar nefna kvöldvökur með blandaðri dagskrá, Grýlugleði, listsýningar, fyrirlestra, tónleika og lomberspila- mennsku. Auk þess tók stofnunin þátt i rithöfundarallíi i desember- byijun og bókavöku í Safhahúsinu á Egilsstöðum. Ánægjulegt er ffá því að segja að aðsókn á viðburði að Skriðuklaustri sl. vetur var með ein- dæmum góð og hafa íbúar víða úr fjórðungnum sótt staðinn heim. Lítil fundarstofa í fyrrum kolageymslu. 98

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.