Sveitarstjórnarmál - 01.01.2003, Síða 4
Efnisyfirlit
Lánasjóður
sveitarfélaga
Lánasjóður sveitarfélaga ....................................................... 4
Forystugrein: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson........................................ 5
Húsaleigubætur: Bótaþegum fjölgar og raunvirði hækkar ................... 6
Fegurri sveitir: Samstarfið við sveitarfélögin mikilvægast............... 8
Nýr framkvæmdastjóri Varasjóðs húsnæðismála..................................... 9
Ráðstefna um landsupplýsingar: í framvarðasveit við notkun upplýsingatækni 10
Vistvæn byggingarstarfsemi: Bæta þarf orkunýtingu á notkunartíma bygginga 12
Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn: Áhersla á raunhæf verkefni ........ 15
Reykjavíkurborg:
Styrkur höfuðborgarinnar hefur afgerandi áhrif á lífskjör í landinu ... 16
Minnt er á að umsóknarfrestur
um lán úr Lánasjóði sveitarfélaga
rennur út 31. janúar.
Samkvæmt lögum um Lánasjóð sveitarfé-
laga nr. 35/1966 veitir sjóðurinn sveitarfé-
lögum stofnlán til nauðsynlegra fram-
kvæmda, fjárfestinga og skuldbreytinga.
Lán sjóðsins af eigin ráðstöfunarfé eru
með breytilegum vöxtum, nú 4,5%, verð-
tryggð miðað við vísitölu neysluverðs og
lánstími að jafnaði 5 til 15 ár.
Endurlán frá öðrum lánastofnunum eru
veitt til sömu verkefna og lán af eigin fé
sjóðsins og eru veitt á lántökukjörum að
viðbættu 0,15% vaxtaálagi og er lánstím-
inn að jafnaði 10 til 15 ár.
Ungmennaráðum komið á fót ....................................... 19
Sundleikfimi vinsæl meðal eldri borgara.......................... 20
Eyþing: Áhersla lögð á samtökin sem samstarfsvettvang ............... 21
Samningur um rekstur náttúrustofa ......................................... 23
Athyglisverðar niðurstöður ................................................ 23
Viðtal mánaðarins: Sá bæinn í nýju Ijósi ............................ 24
Um 460 dagmæður hér á landi.......................................... 25
Evrópusambandið: Innleiðing tilskipana ESB - hagsmunir sveitarfélaga . . 26
Fimmtán sveitarfélög með innan við 100 íbúa ......................... 28
Fjögur sveitarfélög með lágmarksútsvar .................................... 28
Forvarnamál: Forvarnaverkefni ýtt úr vör ............................ 29
Styrkir til rafrænna samfélaga ............................................ 30
Nýtt launakerfi fyrir um 10 þúsund starfsmenn........................ 30
Ákvörðun liggi fyrir í byrjun maí
í lánsumsókn þarf að tilgreina þá fjárhæð
sem sótt er um og ástæður lánsumsóknar-
innar. Umsókninni þurfa að fylgja upplýs-
ingar um heildarlánsþörf sveitarfélagsins,
hvort óskað er eftir láni af eigin fé sjóðsins
eða af endurlánafé og hvort óskað er eftir
endurláni í íslenskum krónum eða í er-
lendri mynt. Ákvarðanir um lántökur
sjóðsins taka meðal annars mið af þessum
upplýsingum. Útlán takmarkast af eigin
ráðstöfunarfé sjóðsins og ákvörðun um
heildarlántöku. Áformað er að ákvörðun
um lánveitingar af eigin fé og endurlánafé
liggi fyrir í byrjun maímánaðar.
í lok febrúar verða sveitarfélögunum
send eyðublöð með fyrirspurnum um ýmis
atriði varðandi lánsumsóknina og fjárhag
sveitarfélagsins, jafnframt því sem óskað
verður eftir að sjóðnum berist ársreikning-
ur þess fyrir árið 2002, fjárhagsáætlun
2003 og þriggja ára áætlun sveitarfélags-
ins.
Lánasjóðurinn hefur nýlega sent bréf til
allra sveitarfélaga með ofangreindum upp-
lýsingum.