Sveitarstjórnarmál - 01.01.2003, Blaðsíða 5
Forystugrein
Sveitarfélögin,
lýðræðið og
íbúarnir
Á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfé-
laga, sem haldið var á Akureyri í lok sept-
ember sl., fjallaði Styrmir Cunnarson, rit-
stjóri Morgunblaðsins, í afar athyglisverðri
ræðu um þjóðfélagsumræðuna á íslandi
undanfarna áratugi, samskipti hins al-
menna borgara og opinberra aðila og á
hvern hátt tölvu- og tæknibylting síðustu
ára hefur í raun gjörbylt samskiptaferli
stjórnmálamanna og almennings. Hann
sagði að eftir að íslenskt þjóðfélag fór að
færast í eðlilegt horf eftir fjörutíu ára átök
kalda stríðsins og það sem því fylgdi þótt-
ust þeir á Morgunblaðinu merkja nýja
strauma í samfélaginu, sem einkenndust af
auknum áhuga Iesenda blaðsins á sínu
nánasta umhverfi. Einnig nefndi Styrmir að
breytingar á þjóðlífinu á síðasta rúmum
áratug hefðu orðið til að auka vægi sveitar-
stjórnarstigsins í stjórnkerfi okkar og hvatti
sveitarstjórnarmenn til að beita sér fyrir
aukinni þátttöku íbúanna í ákvarðanatöku
um stór og mikilvæg sveitarstjórnarmál,
sem varðaði hagsmuni og framtíð þeirra.
Óhætt er að fullyrða að sveitarstjórnar-
menn gera sér góða grein fyrir þeim miklu
breytingum, sem orðið hafa í umhverfi
sveitarfélaganna og ekki síður á hlutverki
og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Aukið
upplýsingastreymi, skýrari réttarstaða íbú-
anna og aukinn áhugi þeirra á viðfangsefn-
um sveitarfélaganna kallar á meira samráð
sveitarstjórna og íbúa og opnari og lýðræð-
islegri stjórnsýslu. Sveitarstjórnarmenn
þurfa nú að takast á við gjörbreytt umhverfi
frá því sem áður var og til þeirra eru gerðar
sífellt meiri kröfur um vönduð og fagleg
vinnubrögð.
Lýðræðislegir stjórnarhættir sveitarfélag-
anna felast í því að íbúarnir séu vel upp-
lýstir um stjórnsýslu viðkomandi sveitarfé-
lags, erindi þeirra séu afgreidd eins fljótt og
kostur er með rökstuddum hætti og jafn-
ræðis sé gætt í hvívetna. Þeir felast einnig í
því að stærri mál, svo sem skipulag fram-
tíðarbyggðar, breytingar á skipulagi í eldri
hverfum, skóla- og leikskólamál, aðgerðir í
umhverfismálum og ýmis stærri verkefni í
samgöngumálum séu kynnt íbúunum á
upphafsstigum með skýrum hætti og að
sjónarmið þeirra og athugasemdir séu í
framhaldinu rædd á jafnræðisgrunni.
í raun má fullyrða að því betri og lýð-
ræðislegri sem stjórnsýsla sveitarfélaganna
er, því líklegra er að traust og virðing íbú-
anna gagnvart kjörnum fulltrúum aukist og
styrkur sveitarfélaganna eflist. íbúarnir vilja
eðlilega að góð þjónusta sé til staðar í sínu
sveitarfélagi og sífellt eru gerðar meiri kröf-
ur um bætta og eflda þjónustu. Þó er Ijóst
að útilokað er að mæta öllum þessum kröf-
um á þeim tíma sem þeirra er óskað. Því er
mikilvægt að markvisst samstarf og samráð
milli sveitarstjórna og íbúa sé stöðugt
þannig að báðir aðilar geti sameiginlega
gert sér grein fyrir möguleikum sveitar-
stjórnarinnar til aðgerða í tilteknum mál-
um. í mjög stórum málum, sem hafa mikla
þýðingu fyrir framtíðarhagsmuni einstakara
sveitarfélaga, er nánast allt sem mælir með
því að slík mál séu lögð undir atkvæði íbú-
anna, enda viðkomandi mál vel kynnt og
spurningar skýrar.
í ræðu sinni á landsþinginu sagði Styrm-
ir Gunnarsson ritstjóri eftirfarandi og undir
það skal tekið: „Við fslendingar erum fá-
menn en vel menntuð og vel upplýst þjóð.
Við erum í hópi best efnuðu þjóða heims.
Við erum í hópi þeirra þjóða, sem lengst
eru komnar í að hagnýta hina nýju upplýs-
ingatækni. Við höfum þar af leiðandi ein-
stakt tækifæri til þess að verða í fremstu
röð þeirra lýðræðisríkja heims, sem taka
sér fyrir hendur að þróa lýðræði 21. aldar-
innar í átt til þess, sem hér hefur verið lýst,
að hinn almenni borgari sjálfur taki fullan
og milliliðalausan þátt í ákvörðunum um
þau málefni, sem mestu skipta hvort sem er
á vettvangi sveitarstjórna eða á landsvísu.
Það er hins vegar hyggilegt að þróa þessa
stjórnarhætti upp á sveitarstjórnarstiginu.
Þar er hægt að prófa þá og slípa vankant-
ana af þeim áður en lengra er haldið."
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
formaður
SVEITAR STJ ÓRNARMÁL
Útgefandi: Samband íslenskra sveitarfélaga Háaleitisbraut 11-13 • 108 Reykjavík. Sími: 515 4900 • Bréfasími: 515 4903 Netfang: samband@samband.is • Veffang: www.samband.is Ritstjórar: Magnús Karel Hannesson (ábm.) magnus@samband.is Bragi V. Bergmann bragi@fremri.is Auglýsingar: P. J. Markaðs- og auglýsingaþjónusta Símar: 566 8262 & 861 8262 Netfang: pallj@islandia.is Umbrot og prentun: Alprent, Glerárgötu 24, 600 Akureyri, s. 462 2844. Dreifing: íslandspóstur Forsíðumyndin: Reykjavíkurtjörn skartaði sínu fegursta í skammdeginu undir lok nýliðins árs. - Mynd: Þórður Ingimarsson.
Ritstjórn: Fremri kynningarþjónusta Furuvöllum 13 600 Akureyri Sími 461 3666 • Bréfasími: 461 3667 Netfang: fremri@fremri.is Tímaritið Sveitarstjórnarmál kemur út mánaðarlega, að undanskildum júlí- og ágústmánuði, í 3.500 eintökum. Áskriftarsíminn er 461 3666.
5