Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.01.2003, Page 6

Sveitarstjórnarmál - 01.01.2003, Page 6
Húsaleigubætur Bótaþegum fjölgar og raunvirði hækkar Fjöldi þeirra sem þiggja húsaleigubætur hefur margfaldast frá því tekið var að greiða þær út á árinu 1995. Þá voru greiddar húsaleigubætur til 1.249 leigjenda en til 4.611 á árinu 2001. Fjölgun bótaþega var um 8% á milli áranna 2000 og 2001. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu samráðsnefndar um húsaleigubætur. Þar kemur fram með hverjum hætti húsaleigubótakerfið hefur verið að festa rætur á þeim sjö árum sem liðin eru frá því var komið á fót. í könn- un Hagstofu íslands á húsa- leigumarkaðinum frá árinu 1999 kemur fram að 27% leigjenda nutu húsaleigu- bóta á þeim tíma. í dag er fjöldi leiguíbúða á landinu talinn á bilinu 15 til 17 þúsund. Út frá því má ætla að á bilinu 25 til 30% leigjenda í almennum og félagslegum leiguíbúðum fái greiddar húsaleigubætur og skiptast bæturnar sem næst til helminga á milli almennra og félagslegra leiguíbúða. Á árinu 2001 greiddu 97 sveitarfélög húsaleigubætur og eru öll stærstu sveitarfélög landsins í þeim hópi. Þau 27 sveitarfélög sem ekki höfðu tekið upp greiðslur húsaleigubóta eru flest fámennir dreif- býlishreppar. Fleiri og fleiri í félagslegum íbúðum í upphafi voru húsaleigubætur aðeins greiddar til íbúa í al- mennum leiguíbúðum en á ár- inu 1998 voru teknar upp greiðslur bóta til íbúa í félags- legum leiguíbúðum. Frá þeim tíma hefur hlutfall greiðslu bóta til íbúa í félagslegum íbúðum hækkað ár frá ári og nálgaðist að vera jafnt greiðslum húsaleigubóta til íbúa á almennum leigu- markaði á árinu 2001. Ef litið er á stöðu bóta- þega húsaleigubóta eins og hún var í maí 2001 kemur fram að aðeins 36% þeirra voru á vinnumarkaði. Um 25% bótaþega voru öryrkjar, 14% eldri borgarar og 18% bótaþeganna voru við nám. Á sjö ára tímabili sem greiðslur húsaleigubóta ná yfir hefur hlutfall bótaþega á meðal aldraðra og öryrkja hækkað nokkuð en hlutfall fólks í námi og á vinnumark- aði lækkað nokkuð að sama skapi. Barnafólk er í minni- hluta bótaþega húsaleigubóta, eða um 38% heildarfjöldans. Stöðug hækkun raunvirðis Heildargreiðslur húsaleigubóta hafa farið stighækkandi ár frá ári þau sjö ár sem bæturnar hafa verið greiddar. Árið 2001 var raun- virði húsaleigubóta 2,67 sinnum hærra en á árinu 1995 þegar þær voru fyrst greiddar. Mest varð aukning raunvirðis bótanna á árinu 1998 eða um 30%. Raunvirðisaukningin varð 20% árið eft- ir og á árunum 2000 og 2001 varð um 10% raunvirðis- aukning húsaleigubóta hvort árið um sig. Skýrslu samráðsnefndar- innar, sem ofangreindar upplýsingar eru sóttar í, má nálgast f heild á vefsíðu félagsmálaráðuneytisins. Á sjö ára tímabili sem greiðslur húsaleigubóta ná yfir hefur hlutfall bótaþega á meðal aldraðra og öryrkja hækkað nokkuð en hlutfall fólks í námi og á vinnumarkaði lækkað nokkuð að sama skapi. Um 68% íbúa í félagslegum leiguíbúðum höfðu lægri árstekjur en 1.400 þúsund krónur. Breytingar á lögum um húsaleigubætur Frá og með áramótum tóku gildi breytingar á lögum um húsa- leigubætur. Helsta breytingin er í samræmi við samning sem und- irritaður var f byrjun desember um fjármálaleg samskipti Sam- bands íslenskra sveitarfélaga og ríkisins. Ákvæði um þátttöku rík- issjóðs í greiðslu húsaleigubóta var fellt niður en jafnframt var gerð breyting á lögum um tekjustofna sveitarfélaga um að hluta af framlagi ríkissjóðs til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verði ráðstafað til sveitarfélaga vegna greiðslu húsaleigubóta. Þá hefur verið lögfest heimildarákvæði vegna veikinda um- sækjanda um húsaleigubætur eða fjölskyldu hans. Þar með verð- ur sveitarfélagi heimilt að greiða húsaleigubætur til leigjanda sem þarf að búa tímabundið í öðru sveitarfélagi vegna veikinda. í slík- um tilvikum er sótt um bætur til þess sveitarfélags þar sem um- sækjandi hefur lögheimili. Ástæða þessarar heimildar er að f mörgum tilvikum hefur annað hjóna eða sambýlisfólk þurft að flytja til höfuðborgarsvæðisins til að fá læknisþjónustu sem það hefur sjálft þurft á að halda eða börn þeirra og því fylgir jafnan mikill kostnaður. 6

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.