Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.01.2003, Síða 8

Sveitarstjórnarmál - 01.01.2003, Síða 8
Fegurri sveitir Samstarf við sveitarfélögin mikilvægast „Sveitarfélögin hafa verið mikilvægasti samstarfsaðili okkar að frátöldum ábúendum jarða í dreifbýlinu," segir Ragnhildur Sigurðardóttir, verkefnisstjóri Fegurri sveita. Verkefnið er unnið á vegum landbúnaðarráðuneytisins og 70 sveitarfélög hafa verið virkir þátttakendur í því. Fjölmenn ráðstefna var haldin á vegum verkefnisins á Selfossi 29. nóvember síðastliðinn. Verkefninu „Fegurri sveitir" var hrundið af stað af landbúnaðarráðuneytinu undir forystu Guðna Ágústs- sonar landbúnaðaráðherra á árinu 1999. Um er að ræða átaksverkefni um hreinsun á landi og fegrun mannvirkja þar sem áhersla er lögð á sveitir landsins. Tilgangur þess er einkum að koma í veg fyrir mengun og að draga út slysahættu auk þess að bæta ásýnd og ímynd dreifbýlisins. Þótt verkefnið sé á forræði land- búnaðarráðuneytisins er það unnið í nánu samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, Bændasamtök ís- lands, Kvenfélagasamband íslands og umhverfisráðu- neytið en þessir aðilar verkefnisins eiga allir fulltrúa í framkvæmdastjórn þess. Átaksverkefninu sem slíku lauk nú um áramótin en mikill vilji er til þess að halda starfinu áfram. Á tólfta hundrað sveitabæir heimsóttir Ragnhildur Sigurðardóttir verkefnisstjóri segir mikinn áhuga hafa skapast í kringum þetta verkefni. Hún hefur verið í fullri vinnu síðastliðin þrjú sumur, ferðast um landið og ráðlagt þátttakendum. Á tólfta hundrað sveitabæir voru heimsóttir í sumar og þátt- tökusveitarfélögin hafa fengið þá aðstoð sem þau hafa óskað eftir. í 28 sveitarfélög- um var hver einasti bær heimsóttur og bændur og aðrir landeigendur fengu ein- staklingsráðgjöf auk upplýsinga um þjón- ustu sveitarfélaga. Fundað var með sveitar- stjórum, hreppsnefndum, umhverfisnefnd- um eða öðrum tengiliðum í 35 sveitarfélög- um, talað á opnum fundum eða boðið upp á heimsóknir til íbúa. í sjö sveitarfélögum hefur verkefnisstjóri verið í sam- bandi við tengilið og sent við- komandi þær upplýsingar sem óskað hefur verið eftir. Hildur Stefánsdóttir, Sigríður lóhannesdóttir og Ragnhildur Sigurðardóttir - allar starísmenn Fegurri sveita síðastliðið sumar. Á ráðstefnunni sögðu þær frá því staríi sem þær hafa unnið og samskiptum við þátttakendur þess. góðum árangri. Sveitarstjórnir hafi auk þess átt að hafa lokið úttekt á ástandi í umhverf- ismálum og skilað greinargerð til Náttúru- verndar ríkisins fyrir lok síðasta árs sam- kvæmt bráðabirgðaákvæði nýrra náttúru- verndarlaga. Greinargerðirnar verði síðan notaðar sem gögn varðandi ákvarðanir í sambandi við aðstoð við hreinsunarstörf af hálfu hins opinbera. „Það er hægt að kom- ast langt ef sveitarfélögin ganga á undan með góðu fordæmi og metnaður íbúa er vakinn til þess að gera gott betra," segir Ragnhildur. Ragnhildur Sigurðardóttir, verkefnisstjóri Fegurri sveita: „Það er hægt að komast langt ef sveitaríé- lögin ganga á undan með góðu fordæmi og metn- aður íbúa er vakinn til þess að gera gott betra." Flest sveitarfélög hafa tekið vel við sér í sambandi við móttöku og förgun spilliefna en Ijóst er að Sigurðardóttur. Sveitarstjórnir hafa mikilvægu hlutverki að gegna Sveitarfélögin eru það stjórn- vald sem næst er íbúunum og bera ábyrgð á mikilvægri þjónustu, til dæmis sorphreinsun og frárennslismálum. Ragnhildur segir að mörg sveitarfélög hafi beitt sér fyrir umhverfisverkefnum með aðstoðar er víða þörf við hreinsun og flutning brotajárns af sveitabæjum að sögn Ragnhildar Gera upp og farga Ragnhildur segir verkefnið ná inn á mörg svið og nánast allt sem við kemur umhverfi og mannvirkjum og um- gengni um þau. Sem dæmi megi nefna málningu bygg- inga og endurbyggingu og viðhald gamalla mannvirkja sem hafi varðveislugildi. Einnig niðurrif og förgun mannvirkja sem ekki feli nein _________________________________ verðmæti í sér auk þess að fjarlægja ónýtar vélar og tæki, brotajárn og girðingar sem hættar eru að þjóna tilgangi sín- um. Ragnhildur nefnir sérstaklega mikilvægi þess að bændur gæti vel að því að safna plasti á borð við áburðarpoka og rúlluplast, 8

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.