Sveitarstjórnarmál - 01.01.2003, Qupperneq 9
pressi það og fargi á viðurkenndan hátt. Vatnsból og frárennslis-
mál þurfi líka alls staðar að vera í góðu lagi.
Ragnhildur segir að flest sveitarfélög hafi tekið vel við sér í
sambandi við móttöku og
förgun spilliefna en Ijóst
sé að aðstoðar sé víða
þörf við hreinsun og
flutning brotajárns af
sveitabæjum. Áætlað er
að um átta til tíu tonn af
brotajárni séu að meðal-
tali á hverjum sveitabæ
þar sem aldrei hefur verið
farið í brotajárnshreinsun
og Ijóst að kostnaðarsamt
er að flytja það. Níels
Árni Lund, formaður
verkefnisstjórnar, gerði
niðurrif gamalla húsa að
umtalsefni á ráðstefnunni.
Hann sagði margar bygg-
ingar til sveita gerðar úr
varanlegum byggingarefn-
um sem tímans tönn
vinni hægt á eftir að
notkun þeirra og umhirðu sé hætt. Slíkar byggingar þurfi að rífa
því hálfhrundar húsarústir séu engum til prýði.
Hátt á annað hundrað
tengiliðir
Þrír starfsmenn unnu að kynn-
ingu og leiðbeiningarþjónustu
vegna Fegurri sveita á liðnu sumri. Auk Ragnhildar ferðuðust þær
Hildur Stefánsdóttir, frá Laxárdal í Norður-Þingeyjarsýslu, og Sig-
ríður Jóhannesdóttir, frá Gunnarsstöðum í sömu sýslu, um landið
og kynntu ábúendum jarða verkefnið en þær stunda báðar nám
við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Á ráðstefnunni á Sel-
fossi gerðu þær ásamt Ragnhildi grein fyrir starfi sínu og sam-
skiptum við ábúendur, sveitarstjórnarmenn og aðra þátttakendur
og sögðu þau samskipti
undantekningalítið hafa
verið mjög góð.
Nauðsynlegt að
halda áfram
Á ráðstefnunni á Selfossi
kom fram mikill vilji til
þess að tryggja framhald
þessa verkefnis í einhverri
mynd eftir formleg lok
þess nú um áramótin.
Fundarmenn voru sam-
mála um að þótt góður ár-
angur hafi náðst sé starfið
rétt að byrja og því Ijúki
væntanlega aidrei. í um-
ræðum lagði Magnús B.
Jónsson, rektor Landbún-
aðarháskólans á Hvann-
eyri, áherslu á að fram-
hald þess starfs sem unnið
hefur verið yrði vistað hjá einhverri tiltekinni stofnun eða samtök-
um. Hann nefndi þrjá kosti sem honum finnst að komið geti til
greina í því sambandi; Bænda-
samtökin, Samband íslenskra
sveitarfélaga og Landbúnaðar-
háskólann á Hvanneyri. Guðni
Ágústsson landbúnaðarráð-
herra lagði einnig áherslu á að áfram yrði haldið og hét áfram-
haldandi stuðningi sínum við þetta verkefni.
Frekari upplýsingar um verkefnið Fegurri sveitir má finna á
heimsíðu þess á Netinu, undir slóðinni www.simnet.is/umhverfi
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra afhendir Ara Teitssyni, formanni Bændasamtaka ís-
lands, viðurkenningu verkefnisins til samtakanna.
Átaksverkefninu sem slíku lauk nú um áramótin
en mikill vilji er til þess að halda starfinu áfram.
Nýr framkvæmdastjóri Vara-
sjóðs húsnæðismála
Sigurður Árnason hefur verið ráðinn fram-
kvæmdastjóri Varasjóðs húsnæðismála og
tekur hann við því starfi af Garðari Jóns-
syni, skrifstofustjóra í félagsmálaráðuneyt-
inu. Sjóðurinn hefur haft starfsemi sína í
félagsmálaráðuneytinu frá því að hann var
stofnaður 1. ágúst á þessu ári en hefur nú
aðsetur á Sauðárkróki.
Hlutverk sjóðsins er að veita fé til sveit-
arfélaga og félaga á þeirra vegum vegna
félagslegra íbúða en jafnframt hefur sjóð-
urinn tekið við öllum réttindum og skyld-
um Varasjóðs viðbótarlána sem lagður
hefur verið niður. Nánar tiltekið er hlut-
verk sjóðsins skilgreint þannig í 44. grein
húsnæðislaga nr. 44/1998 með síðari
breytingum:
• Að veita rekstrarframlög til sveitarfé-
laga vegna hallareksturs félagslegra
leiguíbúða eða íbúða sem hafa stað-
ið auðar í lengri tíma.
• Að veita framlög til sveitarfélaga
vegna sölu félagslegra eignar- og
leiguíbúða á almennum markaði.
• Að hafa umsýslu með Tryggingar-
sjóði vegna byggingargalla.
• Að gera tillögur til íbúðalánasjóðs
um að afskrifa að hluta eða að öllu
leyti útistandandi veðkröfur íbúða-
lánasjóðs á ákveðnum félagslegum
leiguíbúðum sveitarfélaga í þeim til-
vikum þar sem leiguíbúðir, sem
standa að veði fyrir viðkomandi
kröfum, verða ekki leigðar út vegna
slæms ástands þeirra.
Að veita ráðgjöf og leiðbeiningar
þeim sveitarfélögum sem vilja breyta
um rekstrarform félagslegra leigu-
íbúða eða hagræða í rekstri þeirra.
Að sjá um upplýsingavinnslu og út-
tekt á árangri af verkefnum sjóðsins.
9