Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.01.2003, Síða 11

Sveitarstjórnarmál - 01.01.2003, Síða 11
gagnaskrár og gagnaskipta innan og á milli stjórnsýslustiga hins opinbera. í fjórða lagi menntun og fræðslu og í fimmta Iagi mörkun gagnastefnu. Halldór sagði fyrstu þrjá þættina tengjast innviðum umhverfis landsupplýsinga hér á landi en síðasti þátturinn þeirri vinnu sem unnin hefur verið á vegum fjármálaráðuneytis- ins. í framvarðasveit í notkun upp- lýsingatækni Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sagði meðal annars í erindi sínu á ráðstefnunni að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi sett sér þá stefnu að vera í framvarðasveit í notkun upplýsingatækni og rafrænnar þjónustu sem skili íbúum sveitarfélaganna ávinningi og einnig að sambandið muni beita sér fyrir eflingu grunnkerfa fyrir gagnaflutning um landið allt. Hann sagði sambandið leggja áherslu á að íbúar geti nýtt sér þjónustu sveitarfélaganna án tillits til búsetu og að sveit- arfélögin verði á hverj- um tíma sem hæfust til þess að mæta kröfum og væntingum íbú- anna. Hlutverk sam- bandsins að þessu leyti væri að vera öfl- ugur vettvangur sam- ráðs upplýsingaöflunar og þekkingarmiðl- unar fyrir sveitarfélögin í landinu. Samvinna nauðsynleg Vilhjálmur sagði gildi landsupplýsinga fyr- ir sveitarfélögin einkum felast í tvennu. Annars vegar í því að bæta ákvarðanatöku sveitarstjórnarmanna með því að bæta upplýsingar og hins vegar í því að veita íbúunum betri þjónustu. Hann sagði þennan málaflokk með þeim hætti að hann krefðist samvinnu fjölmargra; ekki aðeins sveitarfélaganna heldur einnig rík- isstofnana og einkafyrirtækja. í því efni verði að skilgreina þörf, einfalda verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga, marka stefnu um formleg samskipti og samvinnu um málefni sem varða hagsmuni sveitarfé- laganna og tryggja að saman fari ábyrgð á þjónustu og framkvæmd og fjárhagur. Vil- hjálmur sagði að treysti ríkið sér ekki til þess að veita sveitarfélögunum þjónustu á sviði kortamála með eðlilegum hætti geti það kallað á formlegar breytingar á verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga á þessu sviði þrátt fyrir að í gildi séu lög um land- mælingar og kortagerð, sem kveða skýrt á um hlutverk Landmælinga íslands sem kortastofnunar íslands. 11

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.