Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.01.2003, Page 26

Sveitarstjórnarmál - 01.01.2003, Page 26
Evrópusambandið Innleiðing tilskipana ESB - hagsmunir sveitarfélaganna Sveitarstjórnarmönnum finnst að hagsmuna sveitarfélaganna hafi í ýmsum tilvikum ekki verið gætt við gerð og innleiðingu tilskipana ESB og ekki tekið nægjanlegt tillit til séríslenskra að- stæðna, sem eru allt aðrar en í þéttbýli ESB-landanna og nálægð þeirra hvert við annað. Þórður Skúlason framkvæmdastjóri skrifar. Aðild íslands að EES-samningnum hefur haft margvísleg áhrif á íslenskt samfélag og í ýmsum tilvikum hefur hún flýtt já- kvæðri þróun. Jafnframt hefur aðildin leitt til þess að sveitarfélögin á íslandi hafa orðið að ráðast í gríðarlega kostnaðarsam- ar framkvæmdir og umbreytingar í rekstri sínum, einkum á sviði umhverfismála. Hagsmuna ríkisins gætt Sendiráð íslands í Brussel, þar sem starfa fulltrúar allra ráðuneyta nema forsætis- ráðuneytisins, fylgist með breytingum á EES-samningnum og nýjum tilskipunum ESB sem innleiða á í aðildarríkjunum. Fulltrúar ráðuneytanna hafa á undirbún- ingsstigi haft möguleika á því að gera at- hugasemdir og óska breytinga á tilskipun- um og aðlögunar þeirra að íslenskum að- stæðum. Fyrst og fremst hafa fulltrúar ráðuneytanna gætt hagsmuna ríkisins enda eru þeir fulltrúar þess þó fram- kvæmd tilskipananna sé jafnframt á hendi aðila vinnumarkaðarins og ekki síst sveit- arfélaganna. Fráveitumálin Fram til þessa hefur lítið verið horft til hagsmuna íslenskra sveitarfélaga og sér- stakra aðstæðna hérlendis við setningu hinna ýmsu tilskipana sem þeim er síðan gert að framkvæma. Frágangur fráveitna í samræmi við tilskipanir ESB eru eitt gleggsta dæmið þar um. Til- skipunin var sett til að koma í veg fyrir að ófullnægjandi hreinsun skólps í einu aðildar- ríki hefði áhrif á vatn og um- hverfi í öðrum nálægum ríkj- um. í reglugerð um fráveitur og skólp eru teknar upp kröfur ESB og jafn- framt séríslenskar kröfur sem taldar eru ganga lengra en ákvæði tilskipunarinnar. Þannig eru í reglugerðinni gerðar strangari kröfur um frágang holræsa hvað gerla- mengun varðar en gildir um baðstrendur í Evrópu. Framkvæmd gildandi reglugerðar um fráveitur og skólp kostar sveitarfélögin gríðarlega mikla fjármuni. í tengslum við setningu reglugerðarinnar voru sett sérstök lög um fjárstuðning ríkisins við fráveitu- framkvæmdir sveitarfélaga og samkvæmt þeim geta þau að jafnaði fengið 20% kostnaðar tiltekinna framkvæmda endur- greidd. Það lætur nærri að samsvara þeim kostnaðarhluta framkvæmdanna sem rennur í ríkissjóð í formi virðisaukaskatts. Þannig hefur ríkið ekki beinan fjárhagsleg- an hagnað af fráveituframkvæmdum sveit- arfélaganna í formi skattlagningar sem annars hefði orðið. Náttúrustofa Vestfjarða, ásamt fleirum, hefur nýverið sent frá sér áfangaskýrslu um athugun á skólpmengun við sjö þétt- býlisstaði á Vestfjörðum og vestanverðu Norðurlandi. Niðurstöður þeirrar skýrslu eru mjög athyglisverðar en þar segir að viðtaki skólpsins, þ.e. hafið, ráði í flestum tilfellum við það lífræna efni sem berst f viðtakann og hafi ekki alvarleg áhrif á um- hverfið. Öll íslensk sveitarfélög eiga að hafa lokið fráveituframkvæmdum í samræmi við ESB-tilskipunina og íslensku reglu- gerðina fyrir árið 2005. Með vísan tii þess gríðarlega kostnaðar sem því fylgir og fjár- hagsstöðu sveitarfélaganna er mjög ólík- legt að það markmið náist nema mun meiri fjárstuðningur ríkisins komi til eða þau fái til þess nýja tekjustofna. Þarfagreining nauðsynleg Með vísan til skýrslunnar er rétt að fara yfir þessi mál að nýju í heild sinni. Geta frekari mælingar og athuganir leitt í Ijós að þessar stórframkvæmdir séu óþarfar? Þarf ef til vill ekki að ráðast í þær kostnað- Þórður Skútason framkvæmdastjóri Sambands ís- lenskra sveitarfélaga. arsömu framkvæmdir í ýmsum sveitarfé- lögum, sem liggja að sjó, til að uppfylla ákvæði tilskipunar ESB? Er réttlætanlegt kostnaðarins vegna að gera strangari kröf- ur um gerlamengun við strendur íslands en á baðströndum Evrópu? Væri hægt að draga úr framkvæmdakostnaði með því að breyta þeim ákvæðum íslensku reglugerð- arinnar sem ganga lengra en ESB-tilskip- unin? Er ef til vill unnt að fá undanþágu frá tilskipuninni eða fá henni breytt í Ijósi þess að útlit er fyrir að einungis fá ríki í Evrópu nái að uppfylla hana fyrir árið 2005? Þessi álitamál þarf að gaumgæfa vel í Ijósi þess að engar líkur eru á að öll sveit- arfélög á íslandi hafi lokið frá- gangi fráveitna f samræmi við ákvæði gildandi reglugerðar fyrir árið 2005. Full ástæða er til að skoða hvort ekki er skynsamlegt að breyta gildandi lögum um fjárhagslegan stuðning ríkisins við fram- kvæmdir sveitarfélaga í fráveitumálum þannig að unnt verði að styrkja rannsóknir og forkannanir sveitarfélaga. Það er stórt hagsmunamál, bæði fyrir Er réttlætanlegt kostnaðarins vegna að gera strangari kröfur um gerlamengun við strendur ís- lands en á baðströndum Evrópu? 26

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.