Sveitarstjórnarmál - 01.01.2003, Blaðsíða 28
stofnana ESB, svo sem sameiginlegri þing-
mannanefnd EES, sem er samráðsvettvang-
ur milli Evrópuþingsins og þingmanna í
EFTA/EES-ríkjum, og ráðgjafarnefnd EES
sem er samráðsvettvangur milli aðila
vinnumarkaðarins f EFTA/EES-ríkjum og
efnahags- og félagsmálanefndar Evrópu-
sambandsins.
Árið 1994 tók til starfa Landssvæða-
nefnd ESB, sem er ein af helstu stofnunum
Evrópusambandsins. Landssvæðanefndin
er skipuð fulltrúum sem hafa verið kjörnir
í aðildarríkjum ESB til setu í sveitar- og
héraðastjórnum. Nefndin er umsagnaraðili
um löggjöf sambandsins sem snertir stað-
bundin yfirvöld. Nefndin var ekki til þegar
EES-samningurinn var gerður og því eru
ekki í samningnum ákvæði um samráðs-
vettvang á milli hennar og kjörinna full-
trúa á sveitarstjórnarstiginu í EFTA/EES-
ríkjum á hliðstæðan hátt og á við um aðr-
ar helstu stofnanir ESB.
ESB hefur að undanförnu lagt aukna
áherslu á hlutverk staðbundinna yfirvalda
gagnvart ESB og boðað aukið samráð við
þau og samtök þeirra, svo og landssvæða-
nefndina. Aukin þörf er því talin fyrir slík-
an samráðsvettvang á sveitarstjórnarstigi
og er það tilefni þess að málið hefur verið
tekið til umfjöllunar innan ráðgjafarnefnd-
ar og þingmannanefndar EFTA. Mál þetta
hefur einnig verið til meðferðar í norska
utanríkisráðuneytinu eftir að norska sveit-
arfélagasambandið vakti máls á því í
tengslum við umfjöllun norska þingsins
um skýrslu um stöðu EES-samningsins.
Sambandið styður hugmyndina um
stofnun samráðsvettvangs á sveitarstjórnar-
stigi á milli ESB og EFTA og hefur beint
því til utanríkisráðuneytisins að það beiti
sér fyrir því að hún nái fram að ganga.
Algjör óvissa ríkir um afdrif þessarar hug-
myndar en kæmist hún til framkvæmda
gæti það leitt til þess að tekið væri meira
tillit til sjónarmiða sveitarfélaga og sér
íslenskra aðstæðna en gert hefur verið til
þessa.
Fimmtán sveitarfélög
með innan við 100 íbúa
Tuttugu sveitarfélög hafa yfir 2.000 íbúa
hvert og þar búa ríflega 85% þjóðarinnar.
í 33 sveitarfélögum eru íbúar fleiri en
1.000 en í fimmtán sveitarfélögum eru
íbúarnir innan við 100. Þetta er meðal
þess sem lesa má út úr bráðabirgðatölum
Flagstofu íslands um mannfjölda á íslandi
eftir sveitarfélögum 1. desember 2002.
Fimm stærstu sveitarfélögin eru sem
fyrr Reykjavíkurborg (112.490), Kópavogs-
bær (24.950), Hafnarfjarðarkaupstaður
(20.675), Akureyrarkaupstaður (15.840) og
Reykjanesbær (10.914).
Fjögur sveitarfélög hafa íbúafjölda á
bilinu 5-10 þúsund, ellefu sveitarfélög
hafa íbúafjölda á bilinu 2-5 þúsund og
þrettán sveitarfélög eru með 1 -2 þúsund
íbúa. í sautján sveitarfélögum er fjöldi
íbúa á bilinu 500-1.000, fjörutíu sveitarfé-
lög hafa á bilinu 100-500 íbúa og í 15
sveitarfélögum eru íbúar innan við 100
eins og áður sagði.
Fámennustu sveitarfélögin eru Mjóa-
fjarðarhreppur (36), Helgafellssveit (56),
Fáskrúðsfjarðarhreppur (57), Árneshreppur
(59) og Broddaneshreppur (63).
í nokkrum tilvikum hafa tvö sveitarfé-
lög jafnmarga íbúa. Það eru Arnarnes-
hreppur og Villingaholtshreppur (183),
Borgarfjarðarhreppur og Ásahreppur
(140), Leirár- og Melahreppur og Sval-
barðshreppur (120) og að síðustu Hvítár-
síðuhreppur og Fljótsdalshreppur (84).
Yfir 85% þjóðarinnar búa í tuttugu stærstu
sveitarfélögunum. Myndin er frá Akureyri.
Lágmarksútsvar í fjórum
sveitarfélögum
Meðalútsvarsprósenta sveitarfélaga hækkar milli áranna 2002 og 2003 úr 12,79% í
12,80% að því er fram kemur í samantekt hag- og upplýsingasviðs Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga sem birt hefur verið á heimasíðu sambandsins.
Hámarksútsvarshlutfall er 13,03% og nýta 64 af 105 sveitarfélögum í landinu þá
heimild. Fimm sveitarfélög leggja á útsvar sem er innan við 12%, þar af fjögur Iág-
marksútsvar, sem er 11,24%. Það eru Hvalfjarðarstrandarhreppur, Skilmannahreppur,
Skorradalshreppur og Ásahreppur (11,24%), og Helgafellssveit (11,99%). Af tíu fjöl-
mennustu sveitarfélögunum leggja fjögur, Hafnarfjarðarkaupstaður, Akureyrarkaup-
staður, Sveitarfélagið Árborg og Akraneskaupstaður, á hámarksútsvar (13,03%).
Garðabær og Seltjarnarneskaupstaður eru lægst í þessum hópi (12,46%), þá Reykja-
víkurborg, Kópavogsbær og Reykjanesbær (12,7) og svo Mosfellsbær (12,94%).
28