Sveitarstjórnarmál - 01.04.2003, Page 28
Fjórðungssamband Vestfirðinga
Hugað að fjölgun verkefna
Fjórðungssamband Vestfirðinga (FSV) hefur verið rekið sem samstarfsvettvangur sveitarfélag-
anna í fjórðungnum og hagsmunasamtök þeirra um árabil. Nú er hins vegar áformað að fjölga
verkefnum þess, meðal annars með sérþjónustu við fatlaða.
Tildrög Fjórðungssambands Vestfirðinga
má rekja aftur um rúma hálfa öld er sýslu-
nefnd Norður-ísafjarðarsýslu samþykkti
árið 1948 tillögu þess efnis að tímabært
væri að stofna fjórðungssamband á Vest-
fjörðum svipaðs eðlis og stofnuð höfðu
verið á Norðurlandi og Austurlandi. Tillög-
unni var hrint í fram-
kvæmd og stofnfund-
ur haldinn á ísafirði
8. nóvember 1949.
Ingimar Halldórsson,
framkvæmdastjóri
FSV, segir að sumir
viljileita kvekjunnar
að því mun lengra aft-
ur, eða allt aftur til ár-
anna 1848-1896 er
Vestfirðingar komu
reglulega saman til
funda í Þorskafirði að
ræða sameiginleg
málefni landshlutans.
Þessir fundir voru
kallaðir Kollabúða-
fundir og segir Lúðvík Kristjánsson sagn-
fræðingur þá hafa verið einhverjar athygl-
isverðustu samkomur hér á landi á 19.
öldinni. Þeir hafi borið vott um pólitískan
þroska og samheldni Vestfirðinga á endur-
reisnartímanum þegar þörfin fyrir að
menn kúrðu ekki hver í sínu horni hafi
verið hvað brýnust.
Málefni fatlaðra og starfsemi
atvinnuþróunarfélags
Sýslurnar voru í upphafi grunn-
einingar Fjórðungssambands
Vestfirðinga en í dag er sam-
bandið samstarfsvettvangur
sveitarfélaganna í fjórðungnum.
Ingimar segir að nú sé hins
vegar áformað að fjölga verk-
efnum þess, meðal annars með
því að samtökin taki að sér málefni fatl-
aðra áVestfjörðum með líkum hætti og
Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra
hafa gert. Hann segir málið vera til athug-
unar hjá félagsmálaráðuneytinu og vænt-
anlega muni verða gengið til samninga
við ráðuneytið. Einnig hefur komið til um-
ræðu að tengja starfsemi Atvinnuþróunar-
félags Vestfjarða við starf Fjórðungssam-
bandsins eins og gert er á Vesturlandi en
sveitarfélögin áVestfjörðum hafa lagt At-
vinnuþróunarfélaginu lið í gegnum það.
Þróunarsetur starfar á vegum Atvinnuþró-
unarfélagins og þar hafa á annan tug
stofnana eða fyrirtækja aðstöðu fyrir starfs-
stöðvar.
Menningarsamningur
í undirbúningi
Nú er unnið að undirbúningi að gerð
menningarsamnings á milli Fjórðungs-
sambands Vestfirðinga og ríkisins. Ingi-
mar segir að Vestfirðingar hyggist ná
sambærilegum samningi og gerður var
við sveitarfélög á Austurlandi á sínum
tíma. Hann kveðst vongóður um að mál-
ið nái í höfn innan skamms og að upp-
byggingin fari síðan fram í áföngum líkt
og fyrir austan. Hugmyndin sé að nýta
möguleika menningarsamningsins á ýms-
um stöðum á Vestfjörðum og leggja sér-
staka áherslu á að áhrifa hans gæti bæði
á norður- og suðurhluta svæðisins.
Byggðahlutarnir eigi einnig auðveldara
um meira samstarf þegar kominn verði
heilsársvegur á milli Arnarfjarðar og
Dýrafjarðar en
jarðgöng undir
Hrafnseyrarheiði
eru komin inn á
vegaáætlun að
loknum fram-
kvæmdum við
jarðgöng fyrir aust-
an og norðan.
Ingimar segir að
með þeirri fram-
kvæmd verði veru-
legum farartálma
rutt úr vegi en
talið sé að lagfæra
megi veginn um
Dynjandisheiði
þannig að auðvelt
verði að halda honum opnum um vetrar-
tímann.
Fólksfækkunin áhyggjuefni
Á fjórðungsþingi á liðnu hausti var fjallað
sérstaklega um sjávarútvegsmál. í ályktun
þingsins er bent á að Vestfirðingar hafi
tapað þúsundum tonna í þorskígildum á
undanförnum árum. Ingimar segir að
Fjórðungssambandið hafi ekki komið að
fiskveiðimálunum með bein-
um hætti öðrum en þeim að
fjórðungsþingin hafi ályktað
um ástand mála út frá at-
vinnu- og byggðasjónarmið-
um. Stærsta áhyggjuefni sveit-
arstjórnarmanna á Vestfjörð-
um sé hversu íbúum hafi
fækkað á undanförnum árum
og því miður virðist ekki sjá fyrir endann
á þeirri þróun. Að hve miklu leyti rekja
megi hana til sjávarútvegsmála sé umdeil-
anlegt en benda megi á að bæði fólk og
veiðiheimildir hafi farið frá Vestfjörðum á
undanförnum árum.
Sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum skipuðu starfs-
hóp til að semja byggðaáætlun fyrir Vestfirði. Ár-
angur þess varð sá að Vestfirðir voru teknir með í
byggðaáætlun landsstjórnarinnar og ísafjarðarbær
skilgreindur sem eitt af kjarnabúsvæðum landsins.
28