Sveitarstjórnarmál - 01.04.2003, Side 30
Fulltrúaráðsfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga
Sameining með hliðsjón af aðstæðum
Fulltrúaráð Sambands íslenskra sveitarfélaga leggur áherslu á að stærri sveitarfélög myndi
heildstæð atvinnu- og þjónustusvæði. Þetta kemur fram í ályktun fulltrúaráðsfundar sambands-
ins um sérstakt átak í sameiningu sveitarfélaga.
í ályktun fulltrúaráðsfundar Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga, sem var haldinn 7.
apríl síðastliðinn, er lagt til að hafið verði
sérstakt átak í sameiningarmálum sveitar-
félaga. Einnig er lagt til að hafin verði
skipulögð og markviss vinna við undir-
búning að framkvæmdum á fyrri sam-
þykktum fulltrúaráðsins og samþykkt síð-
asta landsþings þess um eflingu sveitarfé-
laganna. Fulltrúaráðið leggur til að Sam-
band íslenskra sveitarfélaga taki upp við-
ræður við nýja ríkisstjórn að loknum al-
þingiskosningum um að hafin verði vinna
við málið og að undirbúningsstjórn um
nýja skipan sveitarfélaganna verði komið
leitað leiða til þess að tryggja rétt sveitar-
stjórna til að hafna þátttöku í atkvæða-
greiðslu um sameiningu sveitarfélaga á
viðkomandi kjörsvæðum.
Heildarendurskoðun
á hlutverki Jöfnunarsjóðs
Þá leggur fulltrúaráðið til að framlög Jöfn-
unarsjóðs vegna sameiningar miðist fyrst
og fremst við að sveitarfélög myndi heild-
stæð atvinnu- og þjónustusvæði á meðan
átak um sameiningu stendur yfir. Fulltrúa-
ráðið leggur einnig til að fram fari heildar-
endurskoðun á öllu reglulegu hlutverki
sjóðsins þar sem Ijóst sé að fækkun sveit-
Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, og Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, hlýða á erindi Þórðar Skúlasonar á fulltrúaráðs-
fundinum.
á fót fyrir mitt yfirstandandi ár. í ályktun-
inni segir að undirbúningsnefndin skuli
leggja fram hugmyndir um það hvaða
verkefni megi hugsanlega færa frá ríki til
sveitarfélaga til að treysta sveitarstjórnar-
stigið og sjálfsforræði byggðarlaganna þar
sem skýr verkaskipting og tryggir tekju-
stofnar verði höfð að leiðarljósi.
Réttur til að hafna
Fulltrúaráðið vill að á haustþingi verði sett
lög um átak í sameiningu sveitarfélaga er
hafi tímabundið gildi. Þar verði kveðið á
um stofnun sérstakrar verkefnisstjórnar rík-
is og sveitarfélaga um nýja sveitarfélaga-
skipan. Fagt er til að með þeim lögum
megi taka tilteknar greinar sveitarstjórnar-
laga tímabundið úr sambandi (90. og
91 ,gr.) og að samhliða framkvæmd til-
lagna um sameiningu sveitarfélaga verði
arfélaga og stækkun þeirra leiði til grund-
vallarbreytinga á jöfnunaraðgerðum.
Atkvæðag reiðsla
fyrir lok mars 2005
Fulltrúaráðið leggur til að hlutaðeigandi
sveitarstjórnir taki tillögur væntanlegrar
verkefnisstjórnar um breytta skipan sveit-
arfélaga til umfjöllunar, hlutist til um
kynningu og umræðu um þær á meðal
íbúa í samráði við verkefnisstjórn og að
greidd verði atkvæði um þær fyrir lok
marsmánaðar árið 2005. Fulltrúaráðið tel-
ur að það eigi að vera sameiginlegt mark-
mið allra sveitarstjórna að efla sveitar-
stjórnarstigið og að sveitarstjórnir gegni
þýðingarmiklu hlutverki í framkvæmd
þessa sérstaka átaks í sameiningarmálum.
Atvinnu-, þjónustu-
og samgöngusvæði
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður
Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði í
setningarræðu sinni á fulltrúaráðsfundin-
um að fram til þessa hafi þeirri lýðræðis-
legu aðferð verið beitt að niðurstaða at-
kvæðagreiðslu í hverju einstöku sveitarfé-
lagi hafi ráðið úrslitum um það hvort hlut-
aðeigandi sveitarfélag sameinaðist öðru
eða öðrum sveitarfélögum. En þegar menn
velti fyrir sér öðrum leiðum en farnar hafa
verið til þess að sameina sveitarfélögin í
þeim tilgangi að efla og styrkja sveitar-
stjórnarstigið komi vissulega fleiri leiðir til
greina. Hann nefndi í því efni breytingu á
kosningafyrirkomulagi þannig að meiri-
hlutavilji eða aukinn meirihluti allra íbúa
á því svæði sem sameiningartillaga taki til
ráði niðurstöðu atkvæðagreiðslu, að lág-
marksíbúafjöldi verði hækkaður úr 50 íbú-
um og að fulltrúar ríkis og sveitarfélaga
geri tillögur um breytta skipan sveitarfé-
laga í landinu öllu með hliðsjón af sam-
göngum og atvinnu- og þjónustusvæðum.
„Sú tillaga sem nú liggur fyrir þessum
fundi tekur mið af þeirri hugmynd sem ég
nefndi fyrst til sögunnar. Ég tel það skyldu
okkar sveitarstjórnarmanna að hafa frum-
kvæði og forystu í þessu þýðingarmikla
máli og leita þeirra leiða sem mest sátt
getur orðið um án þess að missa sjónar á
meginmarkmiðinu. Ef við gerum það ekki
er næsta víst að löggjafarvaldið telji sig
þurfa að hafa forystu í þessu máli og leiti
einhverra leiða, sennilega að hækka lág-
marksíbúatöluna. Að minni hyggju tekur
sú leið ekki á þeirri hugsun, sem fram hef-
ur komið í ályktunum fulltrúaráðsins og
landsþings sambandsins, það er að hvert
sveitarfélag myndi heildstætt atvinnu-,
þjónustu- og samgöngusvæði," sagði Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson.
Þórður Skúlason, framkvæmdastjóri
Sambands íslenskra sveitarfélaga, flutti
ítarlegt erindi um sameiningarmálið á
fundinum og fjallaði meðal annars um
verkefni sem eflt sveitarstjórnarstig geti
tekið að sér.
30 ------