Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 06.12.2011, Side 7

Sveitarstjórnarmál - 06.12.2011, Side 7
Sveitarfélögin hafa ekki fengið leiðréttingu Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, ræddi nokkuð um erfíða fjárhagsstöðu sveitarfélaga í setningar- ræðu sinni á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga. Hann benti á að erlendar skuldir hafi hækkað gríðarlega í kjölfar gengishruns krónunnar og sagði ekki miklar líkur á að krónan styrkist sem neinu næmi á næstu árum þannig að fyrirsjáanlegt sé eða mjög líklegt að þessar skuldir séu komnar til að vera. „Einstök sveitarfélög hafa verið í þeirri stöðu að hafa þurft að skuldbreyta erlend- um og gengistryggðum lánum í innlend lán með háum vöxtum sem neglir þessa skulda- stöðu endanlega niður. Ýmis fyrirtæki og ein- staklingar hafa fengið ákveðna lagfæringu mála sinna vegna erlendra lána en það hefur ekki átt við um sveitarfélögin." Hann segir að hjá mörgum sveitarfélögum séu meiri skuldir 2010 en 2009. Það sé vegna þess að sveitarfélögin hafi ekki almennilega náð vopnum sínum til að greiða niður skuld- ir. Meginástæðan sé þó sú að skuldbindingar sem áður voru utan efnahags séu nú komnar inn í efnahagsreikninga sveitarfélaga. „Þarna höfum við tekið á mikilvægu máli sem t.d. ríkissjóður gæti lært af okkur en þar eru svona skuldbindingar ekki sýnilegar."

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.