Vikublaðið Gestur - 01.02.1956, Síða 1

Vikublaðið Gestur - 01.02.1956, Síða 1
r Öndin trylltist í réttarsalnum Fallegur, svartur köttur mætti sem vitni í réttarsal í Wiesbaden fyrir nokkrum vikum. Akærður var álitinn hafa núið sýru í fcld katt- arins, og skipaði dómarinn honum að strjiika kcttinum. Ákærður myndaði sig til við það, en kött- urinn flýði frá honum. Hver annar sem vildi, fékk að strjúka kettinum. Þessi sönnun felldi manninn og var hann dæmdur í sekt sem svarar 400 ísl. krónum. Dýr hafa oft borið vitni í mikilsverðum málum. Þannig var það með tvo birni í Bern í Sviss, þegar aðstoðarvörður í dýragarði ákærði yfirvörðinn fyrir hrottalega meðferð. En yfir- vörðurinn ákvað, að fengnu leyfi, að hafa með sér í réttarsalinn tvo bimina, máli sínu til vamar. Hluti áhorfenda skelfdist við að sjá risavaxin dýrin, og forðaði sér, annars gengu réttarhöldin friðsamlega. Ákærandinn lýsti hrottalegri meðferð hins ákærða á dýrunum, þ. á. m. björnunum tveim, sem mættir voru í réttarsalnum. Lögfræðingur ákærða lýsti því yfir, að einu varnarvitnin væru bimirnir tveir, og að lokinni ræðu ákæranda teymdi hann birnina fram fyrir mannfjöldann. Síðan bað hann ákæranda og nokkra aðra starfsmenn úr bjarndýrabúrinu að koma og taka sér stöðu frammi fyrir björnunum. ÖUum nema yfirverðinum og lögfræðingi hans til mestu furðu, sýndu bimirnir augljósa and- úð sína á aðstoðarverðinum og félögum hans, með því að færa sig ógnandi nær þeim og reiða til höggs. Dómarinn sýknaði yfirvörðinn eftir svo augljósar sannanir. En það varð ekki alveg svona friðsamt, þegar önd mætti í réttarsalnum til þess að bera vitni gegn strák, sem hafði stolið henni. Hún brauzt ncfnilcga út úr búri sínu meðan yfirvaldið ávítaði strákinn, og gargaði hástöfum meðan hún sentist yfir réttarbækumar, setti um blek- byttu, svo að blekið rann um öll réttarskjölin og faldi sig loks inni í skrifborði. Þrír lögregluþjónar áttu fullt í fangi með að ná henni, og tvisvar slapp hún aftur og þeytt- ist um allan réttarsalinn, með virðulega réttar- þjóna, vitni og lögreglumenn á hælum sér. Kvikmyndasagan NANA hefst í þessu blaði. VERÐ: 10 KRÓNUR Vikifbtaðií 2. ÁRG. ic 4. FEBRÚAR 1956 * 2.-3. TBL. Bréf frá unnustanum. i

x

Vikublaðið Gestur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið Gestur
https://timarit.is/publication/1067

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.