Vikublaðið Gestur - 01.02.1956, Síða 7
MEÐ ILLU SKAL ILLT ÚT DRÍFA...
Hér heldur áfram frásögnin af Gunnsteini gula, sem hófst í síðasta blaði.
Mataræði.
Þegar Gunnsteinn flosnaði
upp af búi sínu, gerðist hann
lausamaður á hinum og þess-
um bæjum, flestum í Leið-
vallahreppi, oftast í Skaftár-
tungu.
Fór hann iðulega kaupstað-
arferðir til Eyrarbakka, og gat
þá komið í hann sá dintur að
kaupa aðeins eina vöru, og þá
mikið af henni.
Eitt sinn keypti hann ein-
ungis skonrok, setti birgðirnar
í tvo stóra poka og batt upp
á klyfjahest. Þegar hann kom
að Þverá á leiðinni heim, var
mikill vöxtur í ánni, og talin
ófær klyfjahestum. Gunnsteinn
taldi það löðurmennsku og
hugleysi að freista ekki yfir-
ferðar — og skipti það engum
togum, að hann teymdi hest-
inn á eftir sér yfir ána, oftast
á sundi. Gegnblotnaði allt
skonrokið að vonum. Gunn-
steinn kippti báðum pokunum
niður af hestinum, þegar þeir
voru komnir á þurrt, og tekur
síðan að lumbra á pokunum
með klyfberabríkinni, þar til
allt skonrokið er komið í
kássu.
Settist hann þá að við ána
og lá þar í heilan sólarhring
til þess að þurrka skonrokið
og lofa því að harðna vel. En
mikla hagsýni kvað hann það
hafa verið að berja pokana
meðan innihaldið var blautt,
því að eitt brauð myndi nú
vera í' hvorum poka. En þegar
heim kom, reyndist allt inni-
hald pokanna myglað og óætt
með öllu.
Gunnsteinn átti jafnan
nokkurt gangandi fé, meðan
hann var í lausamennskunni.
Þótti hann sauðheppinn og féð
feitlagið.
Sama haustið drap hann vel
feitan sauð, sem hann átti, og
folald, spikfeitt. Úr kjötinu
bjó hann til kæfu, er geyma
skyldi. En þar sem hland var
alla tíð uppáhald hans til allra
lækninga, fékk hann sér léða
gamla, stæka og vel steinda
hlandkirnu, lét þar í kæfuna,
hellti síðan feitinni yfir og
setti hlemm á ílátið. Kirnuna
geymdi hann á fjóslofti um vet-
urinn og sat iðulega á henni,
svo að hitnaði í henni.
Á útmánuðum þótti honum
mál komið til að fara að
bragða á lostætinu. En svo fór,
að jafnvel hann treystist ekki
til að bragða á kæfunni. Hún
reyndist nefnilega mettuð
hlandbragðinu inn að miðju,
en þar fyrir innan gul af þráa.
„Ég vissi svosem
af því ..
Eitt sinn ætlaði Gunnsteinn
á ferju yfir Eldvatn hjá Svína-
dal. Staðhættir neðan við
ferjustaðinn eru þeir, að þar
er iðustrengur í' vatninu, en
hringstreymi að lygnuviki uppi
við ströndina hinum megin.
í ferjunni, auk Gunnsteins,
voru tveir unglingar. Sérvizka
Gunnsteins bauð honum að
reyna nýjar leiðir, og lagði
hann út á vatnið rétt fyrir
ofan iðuna. Greijj strengurinn
óðara bátinn, en Gunnsteinn
æðraðist og barmaði sér: „Æ,
svona átti ég .þá að fara!“
Unglingarnir ávítuðu hann
fyrir fífldirfskuna og flónsk-
una, en Gunnsteinn linnti
ekki harmatölum sínum og ör-
væntingu.
Á meðan þessu fór fram,
barst báturinn með hring-
streyminu út í lygnuvikið, og
hvarf þá Gunnsteini snögglega
öll hræðsla, og sagði hann þá:
„Ég vissi svo sem alltaf af vik-
inu því arna!“
Gunnsteinn var einrænn og
talaði mikið við sjálfan sig, og
fengu menn einstaka sinnum
jjata af bollaleggingum hans,
sem hann réðst jafnvel stund-
um í að framkvæma, og þóttí
allt með sömu eindæmum.
Lét Gunnsteinn iðulega í ljós
skoðun sína, að nauðsynlegt
væri að veita Eldvatni i
Svínadalshraunið. Myndi hraun
ið verða frjósamt á skömmum
tíma, ef jökulvatnið ykist í þvi.