Vikublaðið Gestur - 01.02.1956, Page 10

Vikublaðið Gestur - 01.02.1956, Page 10
hann hefur gert tvo leiðangra niður í kóralhafið, og komið upp með nokkur auðæfi, máli sínu til sönnunar, en hann bíður enn eftir tækifæri til þess að ná í allt, sem eftir er, og hefur allskyns viðbúnað í því skyni. „Ekkert óveður, né mannætuhákarlar skulu koma í veg fyrir, að áform mitt heppnist“, segir hann, og það væri gaman að þekkja hann, ef hann reynist sannspár! r EMILE ZOLA HARRY E. RIESBERG: ÉG TEFLI VIÐ DAUÐANN UM SJÓ- RÆNINGJAFJÁRSJÓÐI Hitabeltissólin hellti geislum sínum yfir gljáfægt þilfarið á skonnortunni okkar meðan hún leið í þægilegum byr á hafinu hundrað mílur út af norðurströnd Haiti þennan veð- urblíða dag. Skerin út við sjóndeildarhringinn virtust fljóta í lausu lofti, og ljósbrot sólargeislanna á haffletinum glöptu manni sýn. Ofan úr reiðanum heyrðist hrópað: „Brotsjóir framund- an!“ Síðan var þögn, unz kallið heyrðist að nýju: „Á stjórn- borða!“ Skonnortan leið hægt áfram undan vindi, tígulegur far- kostur, þar sem hún stefndi milli hálfmánalaga skerjanna. „Hérna eru Silfursker", sagði Loesche skipstjóri og benti með pípunni sinni í áttina til skerjanna. Ég kinkaði kolli og brosti. Lítið grunaði mig þá, hvaða atburðir áttu eftir að henda mig á þessum skerjum. Tíu mínútum síðar lágum við fyrir akkerum, nógu nálægt boðunum til þess að heyra lát- lausar þrumur brimsins á kór- alskerjunum. Nú var tekið að halla degi. Við dvöldum uppi á þilfari fram í myrkur og bárum sam- an kort og staðhætti, þangað til rödd matsveinsins kvaddi okkur til kvöldverðar. Morguninn eftir vorum við á fótum f dögun. Ég var feg- inn því, að nóttin var liðin, að við vorum reiðubúnir að hefjast handa, að sækja gull í greipar hafsins. Við drógurn upp segl og léttum akkerum. Allir voru á sínum stað, og hver maður hafði sinn starfa með höndum. Allir gáðum við niður í djúp- in að oddhvössum kóralflein- um. Árekstur við slíkan flein hnarreist í áttina til bilsins gæti kostað okkur lífið. En inn fyrir kóralhringinn urðum við að komast. Og skyndilega flæddi brim- löðrið unt bóginn á skonnort- unni. Skonnortan reis upp á endann, en stakkst síðan inn í grængolandi löðrið. Stundar- korn efaðist ég um, að okkur hefði heppnazt tiltækið, en fá- einum sekúndum síðar vaggaði skonnortan léttilega á kyrrum sjávarfletinum. Við Vorum komnir innfyrir, og vörpuðum akkerum glaðir í bragði. Nú var allt reiðubúið fyrir köfunina. Golan var samt farin að fær- ast í aukana. Ég reyndi að láta ekki á neinu bera, en veður- útlitið var ekki sem be/.t. Loesche skipstjóri horfði at- hugull í austurátt. Þegar við vorum einir, sagði hann lágt við mig: „Mér lízt ekki á þetta, liðsforingi. Mér lízt svo á, að það sé ofsaveður í aðsigi. Ætli okkur sé ekki fyrir beztu að sigla aftur til Puerto Plata og bíða þar þangað til lægir aftur?“ Framh. 5 hls. 22. er fæddur árið 1840 og deyr árið 1904. Sonur ítaisks verkfræðings, ólst upp í Provence, en lauk skólagöngu sinni í París. Fyrsta bók hans kom út árið 1864, en það var ekki fyrr en þrem árum síðar, að hann öðlaðist frægð með bók sinni „Theresa Raquin“, sem tekin liefur verið á kvik- mynd, og lék Simone Signoret aðalhlutverkið. Hin- ar fjölmörgu skáldsögur lians eru mótaðar sömu lífsskoðuninni, skoðun hans sjálfs á tilverunni: manneskjan er mótuð af erfðum og meðfæddum eiginleikum, dyggð og löstur eru eiginleikar, sem manninum eru meðfæddir á sama hátt og rautt hár eða freknur. Eitt aðalverk sitt, „Nönu“, skrif- aði Emile Zola á síðari hluta áttunda tugs aldar- innar, og kom bókin út árið 1880. Eitt frægasta verk Zola er þó afskipti hans af Dreyfus-málinu, og sérstaklega greinin „J’accuse“ (ég ákæri), sem hann skrifaði gegn valdhöfunum í dagblaðið „L’- Aurore”, þar sem hann lýsti yfir þeirri sannfær- ingu sinni, að Dreyfus væri saklaus. Zola var dæmdur í eins árs fangelsi, en flúði til Englands til þess að losna undan dómnum. Hann náði tak- marki sínu og flutti aftur til Parísar árið 1899, Dreyfusmálið var tekið upp að nýju, hinn ákærði sýknaður og fékk fulla uppreisn. Fimm árum síðar lézt rithöfundurinn mikli á heimili sínu. Aðalhlutverkin í kvikmyndinni eru þessi: Nana.................Martine Carol Muffat greifi........Charles Boyer Vandeuvres greifi . . Jaqnes Castelot Steiner bankastjóri . . Noel Roquevert Fontan...............Walter Chiari Napóleon III.......Jean Debucourt Bordenave...........Paul Frankeur Muffat greifynja . . Louisella Boni Estelle Muffat . . . . Dario Alichaelis Zoé..............Marguerite Pierry Leikstjóri er Chrístian-Jacque. 10 — GESTUR

x

Vikublaðið Gestur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikublaðið Gestur
https://timarit.is/publication/1067

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.