Vikublaðið Gestur - 01.02.1956, Síða 13
ur til Collingford, og þar sem hann bjó einsamall ásamt bróður
sínum, var harla ólíklegt, að nokkur mætti á stöðinni til þess
að taka á móti honum.
Þess vegna hagaði tilviljunin því þannig, að þegar lestin rann
með Bart Osburn inn á járnbrautarstöðina, átti Angela leið þar
framhjá. Hún heilsaði honum með svo óvæntum innileik, að
blóðið streymdi hraðar í æðum hans. Nei, það var augljóst, að
hann hafði ekki gleymt henni.
„Angela, loksins ertu þá komin aftur!“ hrópaði hann og
ljómaði af ánægju. „Ég vissi ekki, að þú værir hérna.“
Angelu datt í hug hversu heppilegt það var að fáir vissu um
samband þeirra Ken, og nú yrði hún að hefjast handa, áður en
Bart hefði tal af þessu fólki.
„Það var sannarlega gaman að hitta þig,“ sagði liún. Hún leit
framan í hann og brosti um leið og hún dustaði ósýnilegt kusk
af ferðajakkanum hans. Hann var á hæfilegum aldri til þess að
kunna að meta smávegis ástleitni.
„Ég vonast til þess að mega sjá þig talsvert í framtíðinni,"
sagði Bart innilega.
„Það er undir ýmsu komið —“ sagði Angela.
„Hverju?“
„Þér“, svaraði Angela. Og ástleitið augnaráð hennar gaf til
kynna, að það væri hans að sjá fyrir skemmtunum og gleði.
Og Bart Osburn tókst fúslega þá skyldu á herðar: „Viltu borða
kvöldverð með mér í kvöld?“
Hún hristi höfuðið og varð alvarleg á svipinn. „Því miður
er ég upptekin í kvöld, — en ég gæti borðað með þér hádegis-
verð í dag.“
„Prýðilegt. Og meðan við borðurn ætla ég að kynna mér
hvaða kvöld þú ert ekki upptekin í þessari viku. Við segjum þá
klukkan eitt.“
Hún flýtti sér burt, en nam staðar, þegar hún var komin úr
augsýn, hugsaði málið og gekk síðan inn á veitingastofu beint
andspænis skrifstofu Bart og fékk sér hressingu. Það var alls
ekki ólíklegt, að hann þyrfti að bregða sér eitthvað frá skrif-
stoíunni, í bankann eða eitdivað annað.
Hún beið þolinntóð, og nokkru síðar uppskar hún laun þolin-
mæði sinnar. Bart birtist i dyrum byggingarinnar og gekk hröð-
um skrefum niður götuna. Angela leit á úrið sitt. Hálf-eitt.
Einkaritara Bart, Carrie, myndi ekkert finnasi athugavert,
þótt hún kæmi heldur snemma á stefnumótið. Og hún þurfti
oð v"r? fimm mínútur einsömul í skrifstofu Bart. Ef það brygð-
ist, gæti hún ef ti 1 vill veitt nytsamar upplýsingar upp úr Bart
meðan þau þo' ' •íóu.
„Svo að þú ætlar að borða úti með húsbóndanum?“ Carrie
fjauð hana innilega velkomna.
„Já,“ svaraði Angeia og settist makindalega í stól við skrif-
borð Carrie, „ég er líklega of snemma á ferðinni.
„Hann skrapp út,“ svaraði Carrie. „En hann sagðist verða
kominn aftur klukkan eitt. Er þér ekki sama, þótt þið verðið
dálítinn tíma að borða? Ég þyrfti nefnilega að skreppa í búðir“.
Angela greip tækifærið. „Hversvegna skieppurðu ekki núna?
Ég skal svara í símann fyrir þig. Það væri svo gaman, ef ég
jþættist vera einkaritarinn hans, þegar hann kæmi aftur.“
Carrie skríkti. Hún átti ekki erfitt með að skilja, að Angelu
langaði til þess að vera ein með Bart.
„Ég ætla þá að stilla símann,“ sagði liún.
Fimm mínútum síðar hvarf hún flissandi út um dyrnar. Ang-
ela læsti ytri dyrunum.
Þegar hún kom inn í innri skrifstoluna, varp hún öndinni
léttar. Þarna stóð skrifborð Bart, og lykillinn var meira að segja
í skráargatinu á skúffunni.
Ef hún aðeins gæti fundið bréf, minnisblað, eða eitthvað,
sem sannað gæti samband þeirra Osburn og Faxon. Hún rótaði
í skrifborðsskúffunni en gætti þess að láta hvert blað aftur á
sinn stað. Það hefði verið gaman að þekkja meira til málanna
og vita, hvort þessi blöð gætu ekki komið að einhverju gagni
í kosningabaráttunni.
Hún rak upp lágt undrunaróp, þegar hún kom auga á kvitt-
anirnar, sem stungið hafði verið niður í umslag, sem lá innst
f skúffunni. Hver kvittun var undirrituð af Faxon sjálfum, við-
urkenning fyrir upphæð, sem Osburn hafði lagt í kosningasjóð
hans. Hún lagði upphæðirnar lauslega saman í huganum, og
fannst upphæðin nema kringum þrjátíu þúsund dollurum.
Hún ýtti skúffunni snögglega aftur og stakk kvittununum í vasa
sinn. Stundarkorn hikaði hún. Þetta var þjófnaður að taka þess-
ar kvittanir, sem voru henni einskis virði. Nei — hún hafði
bara fundið þær, á sama hátt og hún hafði fundið svo margt,
sem aðrir höfðu skilið eftir í reiðuleysi. Og ef viðkomandi hafði
brotið eitthvað af sér, þá var það ekki nema rétt að hafa upp
á sönnunum gegn honum. Auk Iþess, þá gerði hún þetta fyrir
Ken.
Elún hljóp út úr skrifstofunni, gegnum fremri skrifstofuna.
og opnaði dyrnar. Síðan flýtti hún sér út á götu, að símaklefa
á næsta götuhorni og hringdi þaðan til skrifstofu Bart.
Hún náði strax sambandi við almennu skrifstofuna. „Viljið
þér gjöra svo vel og segja hr. Osburn, að ég geti ekki borðað
hádegisverð með honum í dag,“ sagði hún. „Hvað, ó, nafn mitt
er Angela Lane.“
Og hún yrði sannarlega að taka til höndunum, hugsaði hún
með sjálfri sér á leiðinni til bækistöðva Ken. Hún ætlaði að
hringja seinna til Carrie og segja henni, að sér hefði orðið
snögglega illt og orðið að fara heim. Það væri að vísu líklegt,
að Carrie færi að leggja saman tvo og tvo, þegar Bart yrði þess
var, að kvittanirnar væru horfnar, þótt hún hefði ekki mikla
innsýn í stjórnmál. Bart myndi ekki geta sannað neitt, en jafn-
skjótt og hann gerði sér ljóst, að hún væri stuðningsmaður Ken,
myndi hann skilja hvernig í málinu lægi.
ÞEGAR HÚN KOM til kosningaskrifstofu Ken, var hann
ekki við, en Sam tók á móti henni. Hún rétti honum þegjandi
kvittanirnar.
Sam stóð á fætur og stóllinn skall á gólfið. „Hvernig náðirðu
í þetta? Nei, annars, segðu mér ekkert. Það er betra, að ég viti
ekki neitt. Nú höfum við Faxon aldeilis í greipum okkar ...“
Hann teygði sig óstyrkur í símann. Og hún gekk út með sig-
urbros á vör.
Hún leysti af hendi innkaup, sem frú Brandon hafði falið
henni, og drap með því tímann, því að hana langaði ekkert til
þess að fara heim strax. Þegar hún loksins gekk heim að Bran-
ford var hún enn gagntekin sælunni, sem sigur hennar og undr-
un Sam hafði veitt henni. Og í þeirri sælu Ieið hún allt upp
að útidyrunum.
Meg vatt sér að henni og var ofsareið: „Hvaða andstyggðar-
brögðum beittir þú til þess að ná i þessar kvittanir frá Osburn?“
Þær voru einar í forstofunni. Angela sneri sér að henni: „Hvaða
máli skiptir það, úr því að ég náði þeim?“
„Það snertir málstað okkur“, svaraði Meg. „Auðvitað komast
þcir að því, að við höfum kvittanirnar í okkar fórum. Almenning
grunar, að Ken hafi verið í vitorði með þér. Og hann kærir sig
ekkert um að sigra með bolabrögðum. Ken vill ...“.
Framhald i nœsta blaði.
GESTUR — 13