Vikublaðið Gestur - 01.02.1956, Síða 17

Vikublaðið Gestur - 01.02.1956, Síða 17
var um allt of auðugan garð að gresja í hári Golopui, svo að ég lét mér nægja að brosa til hans: „Ég kem aftur, Golopui. Og þótt ég korni ekki, kemur ein- hver í minn stað, kannski margir. Þú verður að taka vel á móti þeim, kenna þeim tungu þína og gæta þeirra. Þeir kenna þér hins vegar orð andans mikla. Og þú verður enn meiri maður eftir en áður“. Um sólarrás tveim dögum síðar var ég búinn til brottferðar. Allir þorpsbúar höfðu safnazt saman í tvær raðir til þess að kveðja mig. Ég gekk fyrir hvern og einn, nefndi nafn hans og þrýsti hönd hans að skilnaði. Kveinstafirnir fylltu loftið: „Ó, hver á nú að gæta okkar? Hver á nú að koma í veg fyrir, að við breytum rangt? Ó, ó. Hver á að gæta hinna sjúku og segja okkur orð andans mikla?“ Konurnar báru sig verst. Sarnt hjó engin þeirra af sér fingur af harmi. En einn sá ég að vantaði — Golopui. „Hvar er Golopui?" spurði ég. Enginn svaraði. Hafði hann fa: ið í heimsókn í annað þorp án þess að kveðja ntig? Ég fylltist innilegri hryggð. En hann hafði annazt undir- búninginn að för minni áður, því að fimm ungir og sterkir menn gáfu sig fúslega frarn til þess að bera farangur minn. Við fórum yfir lækinn. Hinum megin hans var flatlendi, sem við fylgdum nokkurn spotta. Ég tók eftir þvi, að burðarmenn- irnir mínir voru farnir að dragast aftur úr. Ég tók ekki svo mjög eftir því, því að ég var niðursokkinn í heilabrot mín um þetta frumstæða fólk, sem í senn var svo villt og blíðlegt, ör- geðja og þrauthugsað, aumkunarvert og þó svo eískulegt. Skyndilega lnökk ég við og snarstanzaði. Að baki mér heyrðist fótatak, sem færðist stöðugt nær, og tryllingsleg stríðsöskur. Ég snerist á hæli. Golopui birtist á lækjarbakkanum, almálaður. Hann nálgaðist mig ógnandi með ótrúlegum stökkum og hristi spjótið sitt í áttina til mín. Að baki honum konru burðarmennirnir mínir fimm, nú alvopnaðir og með rauð blöð á höfðunum. Hjartað nam staðar i brjósti mér. Gat það verið, að Golopui, vinur minn, hefði lokkað mig í fyrirsát? Hann var kominn fast að nrér, augun störðu galopin og tryll- ingsleg á nrig og spjótið reitt. Við lrlið hans hljóp yngsti sonur hans og ógnaði nrér sömuleiðis nreð spjóti sínu. Ég breiddi út faðnrinn til þess að taka nróti laginu, án þess að bera lrönd mér til varnar, svo nrikil var sorg nrín. En í stað- inn fyrir spjótið var það Golopui, sem fleygði sér um háls mér. Hann hafði fleygt spjótinu frá sér, nrissti stjórn á sér og grét eins og barn. „Golopui, vinur nrinn“, muldraði ég. Og án þess að lrika, neri ég nefinu við nef hans. Þetta lætur kjánalega i eyrunr, en á þeirri stund átti ég erfitt með að bresta ekki sjálfur í grát. Þegar lrann hafði róazt, sagði hann nrér alla söguna. „Ég gat ekki afborið að sjá þig yfirgefa þorp mitt. Svo í nrorgun, um dögun svínanna, gekk ég út í skóg til þess að bíða þín. Andar forfeðra nrinna sáu sorg nrína .. . ég gat ekki róað nrig nreð nokkru öðru nróti en dansa stríðsdans ...“. Hann var enn nrjög hrærður, en lrann þagnaði andartak, tók um axlir sonar síns og leiddi lrann til nrín. „Ég gef þér hann“, sagði hann. „Hann er það dýrmætasta, sem ég á. Taktu hann nreð þér. Kenndu honunr, gerðu hann að manni eftir þínu lröfði. Og þegar því er lokið sendu hann þá aftur til mín. Hann skal alltaf minna okkur á orð þín. Hann á að vera mér birta í ellinni . . .“. Hér lýkur hinni skemmtilegu frásögn franska trúboðans André Dupeyrat, sem hætti sér inn í svartasta frunrskógamyrkviði Nýju-Guineu, vann sér hylli frumstæðra íbúanna og skildi við þá með söknuði. Ég sendi lrljóðláta þakkarbæn til hinrins. Aldrei lrafði ég óskað mér dýrmætari gjafar. Sonur Golopui var tólf ára gamall, hraustbyggður og fagur- limaður, augun skýr og gáfuleg. Auk þess þekkti ég lrann vel, hann hafði verið einn ötidasti leiðsögumaður minn, ég lrafði skírt hann Jóhanncs eftir góða lærisveininum. „Vilt þú koma með mér, Jóhannes?“ Hann lagði annan handlegginn utan um mig miðjan og hinn um föður sinn. „Þú ert líka faðir. minn“, svaráði hann. „Ef Golopui leyfir nrér að fara, hryggist lijarta nritt yfir því að yfirgefa lrann, en gleðst yfir þvi að fylgja þér ...“. „Hann er okkar sonur“, sagði ég við Golopui, og vafði þá feðgana örnrum. Skilnaður okkar Golopui verður mér ógleymanlegur. Klukku- tínrunr saman fylgdi hann okkur þangað til við komunr að stóru klettabelti, þaðan senr við sáunr niður í næsta dal. Hann þerraði tárin í sífellu af augum sér, og andlit hans var afmyndað grát- viprunr. Langan tínra sáunr við lrann bera við himin uppi á klettununr, þar senr lrann stóð grafkyrr, einn með sorg sinni. Og þegar við komum upp á bjargbrúnina hinunr nregin, sáunr við Irann ennþá — lítinn, dökkan díl, bera við kvöldhinrininn. Þá heyrði ég rödd hans — rödd, senr virtist stíga upp frá botni hyldýpis, eða berast gegnum ónrælanlega gjá tímans. „Hvað hrópar hann?“ spurði ég Jóhannes. Drengurinn leit társtokknum augununr á nrig og þrýsti síðan hönd mína. Siðan svaraði hann lágri rödd, senr virtist jaíir fjar- ræn og dauí og rödd föður hans: „Hann segir: Mitsinari, komdu aftur!“ GESTUR — 17

x

Vikublaðið Gestur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið Gestur
https://timarit.is/publication/1067

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.