Vikublaðið Gestur - 01.02.1956, Page 28
Rustafenginn, sífullur, tóbakstyggjandi og vindlareykjandi pilsvargur.
Ástir og ævintýri Jóhönnu háska
Þegar Jóhanna háski, auralaus og yfirkomin af áfengis-
neyzlu, andaðist síðari hluta dags 3. ágúst 1903, veittu vasa-
bókaútgefendur í Bandaríkjunum henni virðulegustu útför.
Þeir grófu hana við hliðina á hinum ódauðlega Villta Villa
Hickock, þerrðu síðan svitann af ennum sér og og báðu
þess innilega, að hún lifnaði ekki við áftur.
Löngu fyrir þann dag — nákvæmlega 27 árum áður —
höfðu þeir dröslað Jóhönnu upp úr drafinu og stillt henni
á trón frægðar og dýrðarljóma vindlareykjandi Jóhönnu frá
Ark hins villta vesturs. Og þessi rustafengni, sífulli, tóbaks-
tyggjandi og vindlareykjandi gamli pilsvargur, sem bar f jall-
stórt hjarta í brjósti sér, en var ósiðsamari en vændiskona
í myrkri, komst ekki átakalaust til frægðar, né heldur velti
hún sér í frægð sinni án þess að gefa áköfum ævisagnarit-
urum sínum sífelldan og sársaukafullan höfuðverk.
Siðsemi var nokkuð, sem Jóhanna formælti stórum og ljótum
orðum. Þegar hún var orðin fræg, skemnni hún karhnönnunum
á drykkjukránum iðulega með því að taka blað úr bókunum
um sig, þar sem henni var lýst sem dyggðum prýddum engli,
negla það upp á vegg og þekja það síðan tóbakslegi úr munni
sér. í þeirri list var hún snillingur, og fróðir menn hafa fullyrt,
að hún hafi hitt í mark á sjö metra færi.
Útgefendurnir græddu líka góðan pening á henni, en það
kom líka iðulega lyrir, að þeim datt í hug, hvort þeir fengju
fyrirhöfnina fyllilega greidda. Árum 'saman öfluðu þeir sér
krabhameins og ónýtra tauga, meðan þeir sátu á púðurtunnunni,
sem þekkt er undir nafninu Jóhanna háski. Þeir vissu aldrei,
hvenær hún tæki upp á því að hamast blindfull frammi fyrir
aðdáendum sínum, eða úthella fúlustu skammaryrðum yfir
börnin, sem söfnuðust saman til þess að stara galopnum augun-
um á þennan mikla njósnara og Indíánabana.
En einhvern veginn heppnaðist þeim að lægja óveðrið, svo að
í dag líta flestir á Jóhönnu háska sem ímynd dyggðanna, hóglífa
dóttur sléttunnar, og kvikmyndin, sem gerð var um hana (með
Doris Day í aðalhlutverkinu), vann sér mikla hylli.
Hvernig þessi tjaldbúðabryðja, kjaftfor og ruddaleg, ljót, svo
að sum börnin flúðu skelfd frá henni, hefur unnið sér slikan
sess í sögunni, er skemmtilegt dæmi um það, hvernig þjóðsögur
villta vestursins verða til. Þær eru flestar sambland uppspuna
og ímyndunarafls, með smávegis sannleiksþræði. Bak við tjöldin
finnst í hvert einasta skiptið einhver rithöfundur, sem er á
hnotskóg eftir einhverri óþekktri persónu, sem hann geti íklætt
riddaraskrúða til þess að geta selt bókhneigðum almenningi fyrir
góða og gilda vöru, sér til dýrðar og frægðar (og hagnaðar).
Þessar heilaspuna-persónur hafa rassakastast inn í söguna eins
Framh. á bls. 19.
„Calamity Jane£í,
sem í þessari frásögn hefur
hlotið nafnið Jóhanna háski,
er furðulegt dæmi um,
hvernig þjóðsögur geta skap-
azt um alls óverðugt fólk, og
skipað auðnuleysingjum í röð
afburðafólks.