Morgunblaðið - 09.11.2011, Side 9

Morgunblaðið - 09.11.2011, Side 9
SVIÐSLJÓS Andri Karl andri@mbl.is Töluverð tímamót urðu með tilkomu áhættumats höfuðborgarsvæðisins sem almannavarnanefnd höfuðborg- arsvæðisins kynnti bæjarstjórnum og borgarstjórn á undanförnum mánuð- um; nú síðast borgarstjórn. Um er að ræða áhættumat fyrir hvert sveitar- félag og einnig heildarmat og hafði slökkvilið höfuðborgarsvæðisins um- sjón með því, en verkefnishópar innan hvers sveitarfélags skilgreindu og lögðu mat á hættur þess. Fyrir vikið má sjá mismunandi mat á hættu þó svo að aðstæður sveitarfélaga séu keimlíkar. Áhersla er lögð á að útgáfan sé sú fyrsta. Sveitarfélögum voru engar lín- ur lagðar en þær beðnar um að meta 66 hættuatvik í 22 áhættuflokkum. Aðeins einn áhættuþáttur var metinn í öllum sveitarfélögum, þ.e. hækkun sjávarstöðu. Gerð áhættumats er huglæg upplifun að hluta til og því töluverð óvissa í matinu. Einmitt af þessari ástæðu er talið mikilvægt að endurskoða matið sem fyrst. Hafist verður handa við endurskoðun innan árs og talið að nýtt mat geti verið tilbúið eftir eitt og hálft ár. Þá sé einn- ig mögulegt að sveitarfélögin hafi færst nær í áhættumatinu, sem verði fyrir vikið raunsannara. Eftir það er talið eðlilegt að endurskoða matið á fjögurra til fimm ára fresti. Hægt er að tína til einstök atriði úr áhættumatinu, atriði sem þegar nán- ar er að gáð þarf greinilega að huga að nánar. Til að mynda er það þannig í áhættumati fyrir Reykjavík að talið er að það hafi skelfilegar afleiðingar ef upp komi eldsvoði í Menntaskól- anum í Reykjavík, Tjarnaskóla, Dóm- kirkjunni og Fríkirkjunni. Ekki skal dregið úr því tjóni sem það hefði í för með sér en það er engu að síður á sama stigi og heimsfaraldur inflú- ensu, þ.e. að mati Reykjavíkurborgar. Að mati Kópavogsbæjar er ekki að finna einn áhættuþátt sem gæti haft jafn miklar afleiðingar og ofangreind- ir eldsvoðar. Skoðað sameiginlega síðar „Við tókum strax þá afstöðu að við ætluðum ekki að ákveða hvaða skoð- un sveitarfélögin hefðu á hlutunum heldur hvað þau myndu skoða. Þau skoðuðu sömu flokka, en ef eitt þeirra sagði að klórslys í sundlaugum væri á hæsta áhættustigi þá er það bara í góðu lagi. Svo verður þetta síðar skoðað sameiginlega þvert á sveitar- félögin. Betra er að hafa mismunandi skoðanir í sama málaflokki og menn verða að passa sig á að fá ekki sömu skoðun allra í fyrstu lotu,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins og fram- kvæmdastjóri almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins. Erum úti í miðri á Ekki er gert ráð fyrir að efni áhættumatsins verði kynnt sérstak- lega fyrir íbúum höfuðborgarsvæðis- ins. Jón Viðar segir að það verði frek- ar þegar búið er að endurskoða áhættumatið og viðbragðsáætlun til. „Það vita flestir um þessa hluti sem hafa ástæðu til og það er engin áhætta sem er bráðhættuleg. Menn eru að vinna þessa hluti lengra og við erum stödd úti í miðri á.“ Hann segir að hollt sé að virkja almenning enda hafi það mikið að segja hvernig björg- unarmönnum gangi að vinna sín störf. Grunnur að áhættustjórnun  Áhættumat höfuðborgarsvæðisins mikilvægt tæki fyrir stjórnendur sveitarfélaga til að bregðast við  Mat lagt á hættur sem fyrir hendi eru, umfang þeirra áætlað og líkindi á því að válegir atburðir verði Morgunblaðið/Júlíus Brugðist við Sveitarfélögin mátu litla áhættu við stíflaðar stofnbrautir. Mosfellsbær mat áhættuna við stíflaðan Vesturlandsveg á við flóðbylgju. Hringrás hamfara Atburður Áhættumat Áhættuminnkun Viðbúnaður Aðvörun/rýming Lífbjörgun Neyðaraðstoð Viðvarandi aðstoðEndurreisn á innviðum samfélagsins Enduruppbygging (á sama stað eða annars staðar) Efnahagslegur og samfélagslegur bati Viðvarandi þróun og uppbygging Áhættumat Mat á afleiðingum Fjölmiðlaumfjöllun Fyrir hamfarir Viðbragð Eftir hamfarir Þó svo að taka beri nýju áhættu- mati með þeim fyrirvara að um fyrsta slíkt mat sé að ræða er óneitanlega athyglisvert að skoða hvernig fulltrúar Kópavogs meta áhættuna í eigin sveitarfélagi. Hætta var nefnilega aldrei metin í hæsta áhættustigi og aðeins fjór- um sinnum í næstefsta stigi. Að- eins Álftanes og Seltjarnarnes státa af viðlíka áhættumati. Þá vekur athygli að Kópavogur taldi í 71% tilvika að áhættuflokk- ar ættu ekki við sveitarfélagið, eða áhætta var ekki skoðuð. Til sam- anburðar var hlutfallið 18% í Reykjavík, 32% í Hafnarfirði og 41% í Garðabæ. Aðeins á Álftanesi voru fleiri áhættuflokkar ekki skoðaðir eða ekki taldir eiga við. Áhætta er margfeldi af tveimur þáttum: Líkindum þess að válegur atburður eigi sér stað og alvar- leika afleiðinga hans. Sveitarfélögin sáu sjálf um mat- ið og átti sér engin samræming stað á milli þeirra. Það skýrir mis- muninn milli sveitarfélaga. Öruggast að búa í Kópavogi? ÁHÆTTA MARGFELDI AF TVEIMUR ÞÁTTUM FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2011 Fækkun starfa í kjölfar krepp- unnar og landflóttinn sem nú á sér stað er meginþema ráðstefnu sem Fræðagarður, eitt af aðildar- félögum BHM, efnir til á Grand hót- el á fimmtudag kl 13. Helga B. Kolbeinsdóttir, formað- ur fræðslu- og ráðstefnusjóðs Fræðagarðs, setur ráðstefnuna en ræðumenn eru: Sr. Bragi Skúlason, formaður Fræðagarðs, Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, Kristján Erlendsson, fram- kvæmdastjóri hjá LSH, Karl Sig- urðsson, sviðsstjóri Vinnu- málastofnunar, og Helga Jónsdóttir ráðuneytisstjóri. Allir eru velkomnir á ráðstefn- una og er aðgangur ókeypis. Hægt er að skrá þátttöku á netfanginu anna@bhm.is. Ræða fækkun starfa í kjölfar kreppunnar INCQC 2012 G05 Ný sending Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 buxur - nú einnig ullarblanda • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 Fax: 544 2060 - www.friform.is INNRÉTTINGAR GLÆSILEGAR DANSKAR Í ÖLL HERBERGI HEIMILISINS KOMDU MEÐ EÐA SENDU OKKUR MÁLIN OGVIÐ HÖNNUM,TEIKNUM OG GERUM ÞÉR HAGSTÆTTTILBOÐ. ARKITEKTÞJÓNUSTA HJÁLP Í NEYÐ Á HEIMASLÓÐUM, símasöfnun Fjölskylduhjálpar Íslands hafin. 2500 börn búa hjá foreldrum sem neyðast reglulega til að sækja sér mataraðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands sem leitar nú eftir stuðningi landsmanna. Við hringjum fljótlega í þig. Söfnunarreikningur 546-26-6609, kt 660903-2590. „Láttu mig Drottinn, l ofa þig“ Útsetning ar Guðna Þ. Guðmu ndssonar , organist a Útgefand i Bústað akirkja Minningartónleikar um Guðna Þ. Guðmundsson, organista Í tilefni af útkomu bókar með útsetningum Guðna Sunnudaginn 13. nóv. kl. 20 í Bústaðakirkju Kór Bústaðakirkju syngur við undirleik Jónasar Þóris, organista. BÚSTAÐAKIRKJA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.