Morgunblaðið - 09.11.2011, Page 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2011
STUTTAR FRÉTTIR ...
● Þeir Kjartan G.
Gunnarsson fram-
kvæmdastjóri og
forstöðumennirnir
Pétur Gunnarsson
og Herbert Arn-
arson hafa ákveðið
að láta af störfum
hjá Landsbank-
anum. Þeir voru
áður í forystusveit
SP Fjármögnunar en tóku við stjórn-
endastörfum á bíla- og tækjafjármögn-
unarsviði Landsbankans eftir að rekstur
SP var settur þangað inn. Fram kemur í
fréttatilkynningu frá Landsbankanum
að þeir muni verða bankanum til ráð-
gjafar um rekstur sviðsins á meðan
þurfa þykir. Ekki hefur verið ráðinn
framkvæmdastjóri sviðsins en Hjördís
D. Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri
endurskipulagningar eigna, hefur um-
sjón með sviðinu fyrst um sinn, sam-
kvæmt tilkynningu frá bankanum. Haft
er eftir Kjartani í tilkynningunn að hann
hafi talið rétt að láta af störfum á þess-
um tímapunkti og eðlilegt sé að aðrir
taki við stjórnartaumunum við að
móta nýtt svið innan Landsbankans.
SP-menn hætta hjá
Landsbankanum
Landsbankinn
● Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hef-
ur staðfest ógildingu Samkeppniseft-
irlitsins á yfirtöku Stjörnugríss á
svínabúum. Í júlí sl. ógilti Samkeppn-
iseftirlitið samruna sem fólst í yfirtöku
Stjörnugríss á tilteknum eignum félag-
anna, sem fóru með rekstur svínabú-
anna Brautarholts og Grísagarðs.
Svínabúin komust í eigu Arion banka
eftir að fyrirtækin sem þau ráku fóru í
þrot. Með kaupum Stjörnugríss á
svínabúunum var litið til þess að fyr-
irtækið hefði náð markaðsráðandi
stöðu á markaði fyrir svínarækt og
styrkt markaðsráðandi stöðu sína á
markaðnum fyrir slátrun á svínum.
Taldi Samkeppniseftirlitið ekki sann-
að að skilyrði reglna um félag á fallanda
fæti væru uppfyllt.
Yfirtaka Stjörnugríss á
svínabúum óheimil
Örn Arnarson
ornarnar@mbl.is
Áhættuálagið á ítölsk ríkisskulda-
bréf er enn í sögulegum hæðum og á
sama tíma ríkir mikil óvissa um
hvort stjórnarhæfur meirihluti verði
til staðar til að hrinda efnahagsum-
bótum í framkvæmd.
Ávöxtunarkrafan á ítölsk ríkis-
skuldabréf fór í 6,74% um tíma í gær
en lækkaði niður í 6,59% í krafti inn-
gripa Evrópska seðlabankans. Hins-
vegar hækkaði krafan á ný eftir að
fréttir bárust af því að Silvio Berlus-
coni forsætisráðherra hefði tekist að
koma nýjum fjárlögum gegnum
þingið en á sama tíma glatað meiri-
hluta í neðri deild þingsins.
Þessi pólitíska óvissa bætist við
djúpstæðar efasemdir fjárfesta um
hvort ítalska ríkið geti staðið við
skuldbindingar sínar miðað við þau
fjármagnskjör sem því standa nú til
boða. Á sama tíma er með öllu óljóst
hvort verður af stækkun björgunar-
sjóðs ESB en fyrirhuguð skuldsetn-
ing hans var meðal annars hugsuð til
þess að standa straum af fjármögn-
un ítalska ríkisins ef markaðir lok-
uðust með öllu.
Fjárfestar forðast enn
ítölsk ríkisskuldabréf
Reuters
Áhyggjur Skuldakreppan á evrusvæðinu virðir engin landamörk og Spán-
verjar sem aðrir fylgjast grannt með gangi mála. Enn er óvissa framundan.
Pólitísk óvissa
stigmagnast og
áhættuálag eykst
Ítalía í eldlínunni
» Ávöxtunarkrafan á ítölsk
ríkisskuldabréf er enn í
hæstu hæðum.
» Skuldir ítalska ríkisins
eru að líkindum með öllu
ósjálfbærar verði þær end-
urfjármagnaðar á þeim
kjörum sem nú bjóðast á
mörkuðum.
» Við erfiða skuldastöðu og
pólitíska óvissu vegna
stöðu Slivio Berlusconis
forsætisráðherra bætast
áhyggjur manna af áhrifum
fyrirsjáanlegrar niðursveiflu
í ítalska hagkerfinu.
Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir
október 2011 var útflutningur fob
52,7 milljarðar króna og innflutning-
ur tæpir 44,7 milljarðar króna. Vöru-
skiptin í október, reiknuð á fob-verð-
mæti, voru því hagstæð um 8,1
milljarð króna samkvæmt bráða-
birgðatölum Hagstofu Íslands.
Í septembermánuði voru fluttar út
vörur fyrir 62,5 milljarða króna og
inn fyrir 46,9 milljarða króna fob
(50,3 milljarð króna cif). Vöruskiptin
í september, reiknuð á fob-verð-
mæti, voru því hagstæð um 15,5
milljarða króna.
Í októbermánuði í fyrra voru flutt-
ar út vörur fyrir 47 milljarða króna
og inn fyrir 36,9 milljarða króna fob
(39,8 milljarða króna cif). Vöruskipt-
in, reiknuð á fob-verðmæti, voru því
hagstæð um 10,1 milljarð króna í
október í fyrra.. Miðað við bráða-
birgðatölur í október var mest flutt
út af iðnaðarvörum eða fyrir 25.12
milljarða króna. Útfluttar sjávaraf-
urðir voru fyrir 25.11 milljarða
króna.
Vöruskipti
hagstæð um
8,1 milljarð
Flutt út fyrir 52,7
milljarða í október
Meðalverð á hlut
í sölu Framtaks-
sjóðsins á 10%
hlut sínum í Ice-
landair var 5,423
og nam heildar-
söluvirði hlutar-
ins 2,7 milljörð-
um króna.
Samkvæmt til-
kynningu um
viðskiptin var „breiður hópur fag-
fjárfesta“ sem keypti hlutinn af
Framtakssjóðnum.
Samvæmt Framtakssjóðnum
rennur söluandvirði hlutarins
beint til eigenda Framtakssjóðsins
en hann er í eigu helstu lífeyr-
issjóða landsins auk Landsbank-
ans og VÍS.
Söluandvirð-
ið 2,7 ma.kr.
Framtakssjóður
selur í Icelandair
Icelandair
Íbúðalánasjóður og ríkissjóður hafa
komist að samkomulagi um skulda-
bréfaskipti sem leiða til þess að
verðtryggingarmisvægi Íbúðalána-
sjóðs hverfur að mestu. Ríkissjóður
mun kaupa til baka óverðtryggð
bréf af Íbúðalánasjóði í flokki
RIKH 18 að andvirði 32,5 millj-
arðar og greiða fyrir þau með verð-
tryggðum bréfum úr skuldabréfa-
flokknum RIKS 30 fyrir 31,6
milljarða.
Aðdragandi viðskiptanna er að
þegar ríkissjóður endurfjármagn-
aði Íbúðalánasjóð við lok síðasta árs
var greiðslan í formi ofangreinds
skuldabréfaflokks. Endur-
fjármögnunin leiddi til misvægis í
bókum Íbúðalánasjóðs en allar
skuldbindingar sjóðsins eru verð-
tryggðar. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins hefur sjóðurinn
tapað nokkur hundruð milljónum á
þessu misvægi í ár. Blaðið hefur
ennfremur heimildir fyrir því að
sjóðurinn hafi reynt að selja skulda-
bréfin en kaupendur hafi ekki fund-
ist. Bréfin eru úr svokölluðum
hrunflokki ríkisins en hann var gef-
inn út í tengslum við endur-
fjármögnun bankakerfisins haustið
2008. Því var niðurstaðan sú að rík-
issjóður féllst á að skipta á bréfum
við Íbúðalánasjóð. ornarnar@mbl.is
Ríkið skiptir á bréf-
um við Íbúðalánasjóð
Reykjavík Verðtryggingarmisvægi Íbúðalánasjóðs hverfur að mestu með
skuldabréfaskiptum við íslenska ríkið sem fram munu fara í dag.
Hrein erlend staða Seðlabanka Ís-
lands jókst um 80 milljarða króna í
liðnum októbermánuði og nemur
gjaldeyrisforði bankans nú tæplega
983 milljörðum króna. Þetta kemur
fram í nýjum hagtölum um erlenda
stöðu Seðlabankans.
Bætt hrein erlend staða bankans
skýrist að stærstum hluta af því að
erlendur gjaldeyrir Seðlabankans –
erlendir seðlar og bankainnistæður í
erlendum bönkum ásamt verðbréf-
um útgefnum erlendis – jókst um 73
milljarða frá því í september og nam
samtals 881 milljarði króna.
Erlend verðbréfaeign lífeyris-
sjóða lækkaði hins vegar um 15 millj-
arða frá ágústlokum, samkvæmt
nýjum tölum Seðlabankans um eign-
ir og útlán lífeyrissjóða. Hrein eign
lífeyrissjóða var 2.016 milljarðar
króna í lok september og hefur því
dregist saman um 1,5 milljarða
króna á milli mánaða. Í september
hækkaði innlend verðbréfaeign um 9
milljarða króna og stóð í samtals
1.474 milljörðum króna, eða sem
nemur tæplega 75% af heildareign-
um lífeyrissjóða.
Hrein eign lífeyrissjóða var 2.016
ma.kr. í lok september sl. og hefur
því lækkað um 1,5 ma.kr. frá því í
ágúst. Í september hækkaði innlend
verðbréfaeign um 9 milljarða króna
frá síðasta mánuði og stóð þá í 1.474
milljörðum króna. Erlend verðbréfa-
eign lækkaði um rúma 15 milljarða
frá ágústlokum og nam því um 439
milljörðum króna í lok september.
Erlendar skuldir Seðlabankans
námu samtals 356 milljörðum króna í
lok október. Stærstur hluti þeirra
skulda er lán frá Alþjóðagjaldeyris-
sjóðnum til þess að styrkja gjaldeyr-
isforða Seðlabankans.
Hrein erlend staða jókst
um 80 milljarða króna
Morgunblaðið/Ómar
Verðbréfaeign Erlend verðbréfaeign lífeyrissjóða dróst saman um 15 millj-
arða í september og nam 439 milljörðum, samkvæmt Seðlabankanum.
Gjaldeyrisforði Seðlabankans 983 milljarðar króna
!"# $% " &'( )* '$*
++,-,.
+/,-0.
++1-2/
1+-+3.
10-,02
+4-,21
+14-01
+-,322
+/0-13
+24-24
++,-4
+/,-,/
++1-5+
1+-112
10-,32
+4-20.
+14-.4
+-,35/
+/0-/
+2/-0+
1+.-0/35
++,-54
+/,-5.
++.-1,
1+-1/4
10-212
+4-22,
+14-41
+-,4,+
+/+-.,
+2/-,2
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á