Morgunblaðið - 09.11.2011, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 09.11.2011, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Yfirlýsingekkju ogtveggja barna Ólafs Skúlasonar fyrr- um biskups hefur vakið verðskuld- aða eftirtekt. Það skilur hver maður betur nú en áður þá óbærulegu áþján sem þau og þeirra nánustu hafa mátt þola, ekki síst á undanförnum árum, all- löngu eftir fráfall Ólafs Skúlasonar. Aðrir hafa átt samúð inni og á móti þeim hefur verið gengið. En þau sem saklaus hafa setið svo lengi þegjandi undir hinni ógurlegu ágjöf höfðu gleymst. Til þeirra hafði ekki verið horft þótt rík ástæða væri vissulega til þess. Misserum saman hefur á miklu gengið og að mestu allt á eina hlið. Stóryrðin og sleggjudóm- arnir sem hafa verið felldir, líka af einstökum prestum og jafnvel nánum sam- verkamönnum Ólafs um langa hríð hafa ekki virst eiga sér nein takmörk. Slík- ir menn gengu ótrúlega langt til að koma sér í mjúk- inn í umræðunni. Orðið lýð- skrum nær ekki því fram- ferði. Verst hefur umræðan ver- ið á netinu og þá ekki ein- göngu á lágkúrulegum um- ræðusvæðum, eins og þeim sem tengjast Eyjunni og jafnvel enn dýpri mann- orðspyttum. Í opinberum umræðuþáttum hefur verið gengið fast að mönnum að lýsa því yfir fyrirvaralaust að þeir tryðu öllum þeim ásökunum sem á Ólaf heit- inn hafa verið bornar, jafnt þeim sem hann hafði ætíð svarið af sér og öðrum sem fram hafa komið löngu eftir andlát hans. Fjölmargir, fréttamenn sem aðrir, hafa blásið á að í mjög mörgum tilvikum hafa menn hvorki haft forsendur til að slá því föstu að allt væri satt og rétt sem ákær- endur Ólafs hafa haft fram að færa fremur en for- sendur til þess að rengja eða draga í efa þær sak- argiftir sem bornar hafa verið fram gagnvart honum. Þegar því hefur verið var- færnislega hreyft að rétt sé að gæta þeirrar meginreglu sem flest okkar vilja fá að búa við, bæði gagnvart sjálfum sér sem öðrum, að sérhver skuli saklaus teljast uns sekt hans sé sönnuð, er látið eins og slík varn- aðarorð séu hugsuð til af- sökunar eða friðþægingar. Ekki er lengur um það deilt að viðbrögð við þeim ásökunum sem fyrst komu fram voru ekki fullnægj- andi. En það er ekki heldur hægt annað en að kannast við að slíkar ásakanir voru áður nánast meðhöndlaðar sem feimnismál sem ill- mögulegt væri að taka á. Og hinu er heldur ekki hægt að neita að það skorti á að ásökunum væri beint til þeirra sem að lögum höfðu vald og afl til að reyna að sannreyna þær. Síðan hefur margt gerst. Hugarfarsbreyting hefur orðið og er þess því að vænta að nú sé mun minni hætta á þöggun eða slysum í málsmeðferð og þess vegna líklegra en áður að sann- leikurinn, hvar sem hann liggur, eigi greiðari leið en var. Framganga Skúla S. Ólafssonar, sonar Ólafs Skúlasonar, í Kastljósi í fyrradag var í senn prúð- mannleg og trúverðug og hann fór hvergi offari og hann svaraði öllum spurn- ingum, sanngjörnum sem öðrum, án þess að víkja sér undan. Hefðu þó sjálfsagt fáir menn viljað eiga sæta- skipti við hann það kvöld. En viðtalið, svo gott sem það var, og svo langt sem það náði, mun ekki ljúka málinu og það munu margir hafa á því þá skoðun áfram sem mótaðist þegar þungi umræðunnar var mestur, og því miður næstum allur á eina hlið. En þótt yfirlýsing fjölskyldunnar og viðtalið við Skúla verði ekki til ann- ars en að draga örlítið úr mesta ofsanum og hleypi- dómunum og færa um- ræðuna á pínulítið hærra plan en hún hefur verið á, þá gerir það gagn. En hinu verður ekki neitað að um- ræðan á býsna langa leið fyrir höndum áður en hún telst fullkomlega boðleg. Svo kannski verður hún það aldrei. Viðtal við Skúla S. Ólafsson í Kastljósi var á allt öðru plani en áhorfendur eiga að venjast} Pínulítið heyrðist loks frá hinni hliðinni Þ að hefur löngum verið rannsókn- arefni af hverju konur séu ekki eins sólgnar í pólitískan frama og karlar og verður ekki svarað til hlítar í þessum pistli þótt lærður sé. Það má þó nefna að margar tilgátur eru til, meðal annars sú að þær séu ekki eins gefnar fyrir átök og karlarnir, sem eru sífellt upp- belgdir af testósteróni og í endalausri pissu- keppni. Líklegra er þó að fleira komi til, að- allega væntanlega ólík áhugasvið, en einnig að óvíða verða konur fyrir meira aðkasti fyrir að vera konur en einmitt í stjórnmálastarfi. Í baráttunni milli þeirra Baraks Obama og Hillary Clinton um tilnefningu til forsetaefnis demókrata vestanhafs fyrir þremur árum kom fljótlega í ljós að Bandaríkjamenn vildu heldur fá þeldökkan karlmann sem forseta en konu – það var styttra í fordóma gegn konum en kynþátta- fordóma. Víst skipti máli að kjörþokki Obama var og er meiri en Clinton, en þegar fylgst var með umræðum vest- anhafs, lesið í viðbrögð og tilsvör fréttamanna og þátta- stjórnenda í sjónvarpi fór ekki á milli mála að það að Hillary væri kona væri meira mál en hugmyndafræði hennar. Frægt varð þegar áheyrandi á kosningafundi hrópaði til hennar: „Straujaðu skyrtuna mína, Hillary“. Upphrópunin var reyndar leikur útvarpsstöðvarkjána eins og kom í ljós síðar, en viðbrögðin við henni voru ósvik- in; fréttaskýrendum fannst hún ekki bara bráðfyndin, heldir líka mátuleg á Clinton. Spruttu af henni umræður um það hvort yfirleitt væri óhætt að hleypa konu frá straubrettinu og leyfa að hún yrði hæstráðandi í herveldinu mikla, aukinheldur sem þekktur stjórnmálaskýrandi sagðist bein- línis óttast Hillary Clinton, hún væri svo mikið hörkutól og eins og menn vita þá er ekki kven- legt að vera hörkutól. Í viðbrögðunum speglast vandi kvenna sem taka þátt í stjórnmálum vestanhafs og skýrir það hvers vegna þær hafi ekki náð lengra en raun ber vitni. Þá er allt nú með öðrum blær á okkar upplýsta landi, er það ekki? Ekki vorum við bara fyrstir til að kjósa konu sem forseta, heldur státum við af konu í forsætisráð- herraembætti – sjálfri Jóhönnu Sigurð- ardóttur! Það er og rétt og gaman að geta skreytt sig með slíku og þvílíku í útlandinu, en best þó að útlendingar skilja ekki íslensku og verða því ekki vitni að því sem Jóhanna þarf að þola í opinberri umræðu og þá á ég ekki við deilur um stefnumál, heldur það hvernig henni er legið á hálsi fyrir að vera kona beint og óbeint. Þannig er henni núið um nasir að hún sé gleymin, kunni ekki er- lend tungumál og sé ekki nógu mikill leiðtogi, ekki nógu landsföðurleg, en það er löngu vitað að konur verða aldrei landsföðurlegar – þær verða bara kerlingarlegar. Nú hissar sig örugglega einhver sem telur sig hafa verið að gagnrýna Jóhönnu á málefnalegan hátt, en ekki kyn- ferðispólitískan, en þó að fordómarnir séu ómeðvitaðir eru þeir svo sannarlega til staðar. Árni Matthíasson Pistill Landsfeður og kerlingar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Egill Ólafsson egol@mbl.is F ari kosningar fram í dag verða úrslitin mjög lík niðurstöðu þingkosn- inganna sem fram fóru 2007 nema hvað Sam- fylkingin mælist með 5% minna fylgi og Framsóknarflokkurinn með 4% meira fylgi. Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup er fylgi Sjálfstæðisflokksins og VG það sama og það var vorið 2007. Samkvæmt könnuninni er Sjálfstæðisflokkurinn aftur kominn í lykilstöðu. Ekki er hægt að mynda tveggja flokka stjórn án þátttöku Sjálfstæðisflokksins. Gallup birtir tölur um fylgi flokkanna mánaðarlega. Fylgi flokk- anna hefur mjög lítið breyst síðustu mánuðina. Fylgi Sjálfstæðisflokks- ins hefur t.d. mælst 36% fjóra mán- uði í röð. Flokkurinn fékk sína verstu kosningu frá upphafi í síðustu kosningum eða 23,7% fylgi. Í júlí í fyrra var fylgi flokksins komið upp í 35% og hefur síðan mælst frá 36- 37%. Flokkurinn fékk 36,6% í kosn- ingunum 2007. Fylgi Samfylkingarinnar fór að dala á árinu 2010, en hefur á þessu ári mælst á bilinu 21-23%. Flokk- urinn fékk 29,8% í síðustu kosn- ingum og 26,8% í kosningunum 2007. Fylgi Framsóknarflokks hefur sveiflast það sem af er kjörtíma- bilinu en hefur mælst með 13-18% fylgi á þessu ári. Hann hefur í fimm af síðustu sex mælingum mælst með meira fylgi en VG. Fylgi VG dalaði eftir síðustu kosningar en jókst aftur í ársbyrjun 2010. Síðan hefur leiðin legið niður á við og flokkurinn mælist nú með tæplega 15% fylgi. Hann fékk 14,3% fylgi í kosningunum 2007 og 21,7% í kosningunum 2009. Sjálfstæðisflokkur myndi bæta við sig 11 mönnum Hafa ber í huga að þessi mynd gæti breyst mikið þegar fer að skýr- ast með ný framboð, en Guðmundur Steingrímsson og Besti flokkurinn hafa boðað stofnun nýs flokks og Lilja Mósesdóttir segist ennfremur vera að vinna að stofnun nýs flokks. Það verður einnig að hafa í huga að 14% í könnun Gallup neita að svara og rösklega 15% segjast ætla að skila auðu. Þessar tölur benda til að hluti kjósenda sé óánægður og finni ekki þörf hjá sér til að lýsa stuðningi við þá valkosti sem nú eru í boði. Síðasta könnun Gallup var mjög stór en 8.257 voru í úrtakinu og svör- uðu 5.078. Gallup birti skiptingu milli kjördæma, en hafa verður í huga að vikmörk eru hærri þegar búið er að brjóta úrtakið niður milli kjördæma. Samkvæmt könnuninni fengi Sjálfstæðisflokkur 27 þing- menn, Samfylkingin 15, Framsókn 11 og VG 10. Aðrir flokkar kæmu ekki mönnum á þing. Samkvæmt könnuninni er Sjálf- stæðisflokkurinn með mjög sterka stöðu í SV-kjördæmi, kjördæmi Bjarna Benediktssonar formanns, og fengi átta þingmenn, bætir við sig fjórum. Hafa ber í huga að einn þing- maður mun flytjast til SV-kjör- dæmis í næstu kosningum frá NV- kjördæmi. Flokkurinn er einnig með sterka stöðu í S-kjördæmi og bætti þar við sig tveimur þingmönnum og fengi fimm. Sjálfstæðisflokkurinn myndi bæta við sig mönnum í öllum kjördæmum nema NV-kjördæmi. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður VG, er einnig með mjög sterka stöðu í sínu kjördæmi og heldur sínum þremur þingmönnum þrátt fyrir að tapa nokkru fylgi. Samkvæmt könnuninni myndu hins vegar Ögmundur Jónasson, Álfheið- ur Ingadóttir og Lilja Rafney Magn- úsdóttir detta út af þingi. Framsókn myndi vinna mann í NV-kjördæmi og NA-kjördæmi. Samkvæmt tölum Gallup næði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, ekki kjöri. Það sama ætti við um Róbert Marshall, Lúðvík Geirsson, Sigmund Erni Rúnarsson og Jónínu Rós Guðmundsdóttur. Ítrekað skal að fyrirvara verður að hafa á þessari niðurstöðu. Ef t.d. nýr flokkur næði fjórum mönnum á þing fengi Sjálfstæðisflokkurinn ekki 27 þingmenn heldur 25. Fylgi flokkanna nú svipað og fyrir hrun Alþingi Þingkosningar eiga að fara fram í síðasta lagi vorið 2013. Heildarskipting þingsæta milli flokka Kjördæmi B D O S V Alls Norðvestur 3 2 2 1 8 Norðaustur 3 3 1 3 10 Suður 2 5 2 1 10 Suðvestur 1 8 3 1 13 Reykjavík suður 1 5 3 2 11 Reykjavík norður 1 4 4 2 11 Landið allt 11 27 15 10 63 Breyting frá 2009 +2 +11 -4 -5 -4 Heimild: Þjóðarpúls Gallup Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.