Morgunblaðið - 09.11.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.11.2011, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2011 OPIÐ HÚS Melabraut 5 - Seltjarnarnesi LAUS STRAX. Mjög góð 127 fm þriggja herbergja íbúð á jarðhæð/kjallara á rólegum og góðum stað á Seltjarnarnesinu. Opið hús verður miðvikudaginn 9. nóvember milli kl. 17:30 og 18:00. Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040 kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali gsm 896 4013 Dan V. S. Wiium Ólafur Guðmundsson hdl., lögg. fasteignasali. s. 896 4013 sölustjóri s. 896 4090 jöreign ehf OPIÐ HÚS Í DAG KÓPAVOGSBRAUT 6, 200 Kópavogi miðvikudaginn 9.11. á milli kl. 17.00 og 18.00. Glæsileg og fullbúin íbúð á 1. hæð í nýl. lyftuhúsi ásamt tveimur samliggjandi bílastæðum í lokaðri bílageymslu. Stærð íbúðar er alls 161,7 fm með geymslu. Eignin skiptist í rúmgóðar stofur, þrjú svefnherbergi, eldhús, baðherbergi og þvottahús. Stórar garðsvalir í suðvestur. Vandaður frágangur. Hús einangrað og klætt að utan. Frábær staðsetning. Verð 54,0 millj. Ólafur og Kristján verða á staðnum og taka á móti áhugasömum á milli kl. 17.00 og 18.00 þann 09.11.11. Valdaaðallinn veit ekki sitt rjúkandi ráð, eftir að allur almenn- ingur hefur öðlast skiln- ing á skaðsemi „tor- greindu peningastefnunnar“. Ekki gengur lengur að reyna að telja fólki trú um að „minniháttar ágallar“ hafi valdið bankahruninu. Enginn hlustar lengur á fullyrð- ingar um að ef þessir ágallar verði lag- færðir muni efnahagslegur stöðugleiki hagkerfa og fjármálalegt öryggi ein- staklinga verða tryggt til frambúðar. Varðandi „torgreindu peningastefn- una“ er fólki bent á að lesa fyrri skrif mín um það efni (http://altice.blog- central.is), en hér verður fjallað um lausnir á þeim „minniháttar ágöllum“, sem reynt er að telja fólki trú um að muni leysa aðsteðjandi efnahags- vanda. Þetta eru aðgerðir sem varða viðskiptabankana, en ekki seðlabank- ana sem þó eru hinn raunverulegi skaðvaldur. Valdaaðallinn hefur látið BIS (Bank for International Settle- ments) útbúa reglur um bankaviðskipti. BIS er alþjóðlegt skúmaskot seðlabanka heimsins, sem hefur aðsetur í Ba- sel í Svisslandi. Nýjustu reglur BIS nefnast Ba- sel III og sagan mun dæma þær jafn gagns- lausar og Basel I og Ba- sel II. Þessar reglur varða einkum eiginfjár- hlutfall banka og hug- myndir um aðskilnað bankastarfsemi í við- skiptabanka og fjárfestingabanka. Vandamálin koma upp þegar bankar fara í þrot Eins og vonandi öllum er ljóst, koma upp alvarleg vandamál þegar bankar lenda í gjaldþroti. Hvernig á samfélagið að bregðast við gjaldþroti banka? Hvaða hagsmuni ber að vernda? Er eðlilegt að almenningur beri ábyrgð á bankarekstri, með rík- istryggðu innistæðu-tryggingakerfi? Er eðlilegt að seðlabankar í eigu al- mennings séu bönkunum „lánveit- endur til þrautavara“ ? Þeir sem aðhyllast ríkisrekstur telja eðlilegt að almenningur beri ábyrgð á öllum mistökum sem rík- isvaldið gerist sekt um. Þetta kerfi gengur gjarnan undir nafninu komm- únismi. Þeir sem eru hins vegar þeirr- ar skoðunar að atvinnufrelsi sé æski- legt, tala gjarnan um að „frelsi fylgi ábyrgð“. Þeir telja fráleitt að almenn- ingur beri ábyrgð á mistökum banka- stofnana. Spurningin er þá hvernig hlutum verði þannig komið fyrir, að kostnaði af gjaldþrotum banka verði ekki velt yfir á herðar almennings? Stór kostur við að leggja af „tor- greinda peningastefnu“ og um leið seðlabanka er að þar með hverfur úr sögunni það fyrirkomulag, að seðla- banki sé notaður fyrir einkabankana sem „lánveitandi til þrautavara“. Bankarnir geta sjálfir keypt sé allar þær tryggingar sem þeir vilja og auð- vitað er fráleit sú hugmynd að þeir megi ekki verða gjaldþrota. Að flestra mati er mikilvægast að innistæðu- eigendur fái sínar innistæður greidd- ar, þótt þeir þurfi að bíða þar til þrotabúið hefur verið gert upp. Hvernig er hægt að tryggja að banki sem kominn er í gjaldþrot, eigi fyrir innistæðum? Það verður ekki gert með því að banna bönkum að fjármagna sig með útgáfu skulda- bréfa, heldur þvert á móti. Skylda ætti banka að taka ekki við meiri innlánum en sem nemur til dæmis helmingi heildarskulda hans. Meiri hluti fjár- magns banka ætti því að koma frá fjárfestingafélögum, eða vera hlutafé hans. Eignir banka ættu að geta hrap- að í verði, án þess að inneignir séu í hættu. Samtímis þarf löggjöfin að vera þannig að innistæður séu forgangs- kröfur í þrotabú banka. Þetta er sá réttur sem Neyðarlögin frá 2008 tryggðu eigendum Icesave-reikning- anna í Bretlandi og Hollandi, gagnvart þrotabúi Landsbankans. Forgangur innistæðueigenda, ásamt takmörkun á heildarinnistæðum í bönkum, tryggja rétt þeirra til endurgreiðslna. Viðskiptabankar eða fjárfestingabankar Til að beina athygli almennings frá sjálfum sér hrópa seðlabankar hátt um að skipta beri bönkum í viðskipta- banka og fjárfestingabanka. Ekki er langt síðan seðlabankarnir töldu allra meina bót að hafa starfsemi bankanna frjálsa. Raunar er staðreyndin sú, að bankar nefnast þau fyrirtæki sem fjármagna sig að hluta með innlánum. Þau fyrirtæki sem fjármagna sig ein- ungis með útgáfu skuldabréfa eru ekki bankar heldur fjárfestingafélög. Umræða seðlabankanna um við- skiptabanka og fjárfestingabanka er því mjög villandi. Önnur fjarstæðukennd hugmynd sem viðruð hefur verið um banka- starfsemi, er að viðskiptabankar séu að gefa út peninga á sama hátt og seðlabankar eða myntráð. Þá eru menn að rugla saman veltuhraða út- lána hjá bönkum og hins vegar útgáfu peninga. Einungis myntsláttur gefa út peninga og hægt er að fullyrða að pen- ingar verða ekki til með því að láta þá ganga nógu hratt á milli manna. Auðvelt er að sjá að Basel III regl- ur seðlabankanna eru ekki bara kjánalegar heldur stórhættulegar. Ef Seðlabanki Íslands hefði haft láns- traust haustið 2008, hefði tap hans í bankahruninu orðið þeim mun stærra. Seðlabankinn sem „lánveitandi til þrautavara“ getur því á einni nóttu gert Ísland gjaldþrota. Ef Lands- bankinn hefði einungis fjármagnað sig með innlánum hefði farið fjarri að þrotabúið ætti fyrir Icesave- reikningunum. Skaðlegum hug- myndum seðlabankanna verður því að hafna. Skaðlegar hugmyndir um skipan bankamála eftir hrunið Eftir Loft Altice Þorsteinsson » Almenningur má ekki bera ábyrgð á bankarekstri, með rík- istryggðu innistæðu- tryggingakerfi og seðla- bankar mega ekki vera lánveitendur til þrauta- vara. Loftur Altice Þorsteinsson Höfundur er verkfræðingur og stjórnarmaður í félaginu Samstaða þjóðar. Sveitarfélögin í landinu glíma mörg hver við ferlegan skuldavanda, rétt eins og heimilin. Þó nokkur eru með skuldabagga sem svarar til tvöfaldra árstekna þeirra. Sum hver þurfa að ráða fram úr vanda sem er enn meiri, jafnvel upp á þrefaldar og upp í fjórfaldar tekjur sínar. Þegar ég horfi á reikninga Sveit- arfélagsins Skagafjarðar, sem ég er kjörinn fulltrúi fyrir, sem skuld- ar ennþá innan við 150% viðmið- unina sem talin er ásættanleg sem skuldaþak, sé ég í hendi mér að skuldavandi þeirra sem kljást við meiri byrðar er nánast óviðráð- anlegur. Verðtryggðar skuldir rjúka upp í verðbólgunni og kostn- aður kreppunnar færist í auknum mæli á sveitarfélögin, m.a. vegna fjárhagsaðstoðar. Meginvandi sveitarfélaganna felst ekki almennt í óráðsíu heldur hafa þau orðið fyrir forsendubresti – rétt eins og heimilin. Til að ná endum saman er sá möguleiki fyrir hendi að skera niður þjón- ustu, en hendur sveit- arfélaganna eru bundnar í lög og reglugerðir um hvaða og hvernig þjónustu eigi að veita, m.a. í skólamálum. Rík- isstjórn Vinstri grænna og Samfylk- ingar virðist ekki ætla að horfast í augu við heildarmyndina sem felst í skuldum sem nálgast óðfluga 600 milljarða. Leið ríkisstjórnarinnar virðist vera að ætla að leysa vanda sveitarfélag- anna hvers fyrir sig, t.d. Álfta- ness, með sértækum lausnum. Rétt eins og með þær þúsundir heimila sem eru í vanda kaus rík- isstjórnin að fara í kostnaðar- samar, sértækar og tímafrekar að- gerðir fyrir sveitarfélögin í stað almennra. Hugmynd ríkisstjórnarinnar er núna að draga úr framlögum til fámennustu og tekjulægstu sveit- arfélaganna á landsbyggðinni sem stríða í ofanálag við fólksfækkun og standa þar af leiðandi höllum fæti. Þessi leið er algjör ófæra og menn ættu að vera búnir að læra af þessu bixi sem snýr að heim- ilunum. Það sér ekki fyrir endann á þessum vandræðum ef rík- isstjórnin sér ekki að sér. Hvernig á að leysa skuldavandann? 1. Það blasir við að það þarf að lækka vexti í landinu. 2. Þeir sem lánuðu sveitarfélög- unum og fjármögnuðu misviturleg verkefni og framkvæmdir hljóta að þurfa að bera einhvern kostnað af því með niðurfærslu skulda. Áætlun Sambands íslenskra sveit- arfélaga í skuldamálunum miðar að því að ná niður skuldum upp á 66 milljarða á 10 árum, m.a. með þeim sársaukafullu aðgerðum að skerða þjónustu leikskóla og hækka gjöldin. Þessi upphæð sem ætlað er að klípa af almenningi er svipuð og nýlega var afskrifuð hjá Ólafi Ólafssyni, einum höfuðpaur hrunsins, í einum „viðskiptabank- anna“. Það er óneitanlega öf- ugsnúið að fjármálakerfið sem VG og Samfylkingin eru svo stolt af að endurreisa sé svo snart í snún- ingum við að greiða götu skrúð- krimmanna á meðan sveitarfélögin koma að lokuðum dyrum. Það er eins og peningar séu ekki pen- ingar. 3. Ríkið þarf að verða sveigjan- legra í að breyta kostnaðarsömum kröfum og það þarf að hafa hraðar hendur. Samhliða því að rekstur sveitar- félaganna verði gerður viðráð- anlegur til framtíðar hlýtur sú stefna að verða ofan á að breytt verði um takt í rekstrinum sem miðist við það að greiða niður skuldir. Sveitarfélög sem hvorki eru í örum vexti né standa í rekstri sem er arðbær til fram- tíðar, s.s. vegna hitaveitumála, verða að greiða niður lán í stað þess að halda áfram að skulda. Eru peningar ekki peningar? Eftir Sigurjón Þórðarson Sigurjón Þórðarson » Samhliða því að rekstur sveitarfélag- anna verði gerður við- ráðanlegur til framtíðar hlýtur sú stefna að verða ofan á að breytt verði um takt í rekstr- inum sem miðist við það að greiða niður skuldir. Höfundur er heilbrigðisfulltrúi og formaður Frjálslynda flokksins. Það fólk sem nú er orðið aldrað er búið að lifa tímana tvenna svo ekki sé fastar að orði kveðið. Þeir sem fæddir eru fyrir seinna heimsstríð komu í heim sem lítið á skylt við það umhverfi sem við lifum og hrærumst í á dögum sem renna hjá. Ný tækni, ný viðhorf hafa varðað leið alla lífsgönguna – stöðugt hefur þurft að læra á nýjar vélar og tæki og sífellt að aðlagast nýjum sið- um. Á unga aldri tókst þessi aðlögun nokkuð vel og jafnvel fullorðnu karl- arnir í sveitinni minni voru sumir býsna lunknir að aka traktor. En hraði breytinga jókst frekar enn hitt og um- bylting síðustu ára með tilkomu tölv- unnar og öllu sem með þeim er hægt að gera bætti enn við þann vanda að fylgjast með tímanum. Þessi tækni hefur þar að auki, að því er mörgum finnst, tekið völdin í þjóðfélaginu. Eftir að netið varð í gegnum tölvur útbreitt í notkun á miðlun gagna og að- gerða hafa upplýsingar sem sendar eru út til almennings í landinu orðið meir og meir rafrænar og ef koma þarf skilaboðum til einhvers er til þess ætl- ast að það sé líka gert með tölvu í gegnum netið. Hér hefur tæknin örlít- ið hlaupið fram úr mörgum eldri og ákveðinn hópur þeirra elstu í þjóð- félaginu situr eftir og er ekki í lengur í takt við það sem er að gerast. Með þessum stutta texta er því beint til allra sem senda út boð og til- kynningar að hafa í huga að margt af okkar eldra fólki ræður ekki við að fá þessar sendingar um netið af því að elstu einstaklingarnir hafa ekki tölvu og skilaboð í gegnum þær berast þessu fólki einfaldlega ekki. Það verður að senda þessum hópi upp á gamla mát- ann – á blaði í umslagi. Góðu for- ráðamenn banka, opinberra stofnana og annarra sem sendið eitthvað til þeirra elstu í þjóðfélaginu, hafið þetta rækilega í huga. Margt gamalt fólk getur, þrátt fyrir allt, jafnvel plankað yfir rúm en það appar ekki netsend- ingar um greiðslur, laun eða annað sem ætlast er til að það leysi af hendi um netmiðil. Svo að lokum sé það orða- lag notað sem ef til vill kemst til skila til þeirra er nú ráða gjörðum og gjörn- ingum í þjóðfélagi okkar. JÓHANNES SIGVALDASON, Félagi eldri borgara á Akureyri. Tilheyra aldr- aðir ekki þjóðfélaginu? Frá Jóhannesi Sigvaldasyni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.