Morgunblaðið - 09.11.2011, Page 23

Morgunblaðið - 09.11.2011, Page 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2011 ✝ Sigríður MarínEinarsdóttir fæddist á Brekku, Ingjaldssandi, 4. október 1921. Hún andaðist á Land- spítalanum í Foss- vogi 27. október 2011. Foreldrar henn- ar voru Einar Guð- mundsson, útvegs- bóndi, f. 30. september 1892, d. 16. júlí 1966, og Rósamunda Guðný Jóns- dóttir, ljósmóðir, f. 12. nóv- ember 1894, d. 12. mars 1984. Þau bjuggu að Bakka, Dýra- firði. Systkini Sigríðar: Jónína Halldóra, f. 4. maí 1924, Rósa, f. 21. ágúst 1927, Jón Guðmundur, f. 27. júní 1931, d. 17. ágúst 1931, Sveinfríður Ragna, f. 5. nóvember 1933. Uppeldisbróðir: Halldór Matthías Sigurðsson, f. 25. september 1917, d. 5. ágúst 1990. 24. desember 1944 giftist hún Ólafi Friðriki Gunnlaugssyni, bankamanni, f. 23. júní 1921, d. 30. október 1986. Börn þeirra: inmaður hennar er Ólafur Ingi Stígsson, f. 16. desember 1975. Börn þeirra eru: Stígur Annel, f. 7. október 2001, Mikael Guðni, f. 19. febrúar 2003, Re- bekka Myrra, f. 12. október 2009. 2) Guðlaug Ólafsdóttir, f. 31. mars 1950. Barnsfaðir: Ísak Jóhann Ólafsson, f. 18. febrúar 1950. Sonur þeirra: Ólafur Rún- ar Ísaksson, f. 23. janúar 1973. Eiginkona hans er Eva Huld Valsdóttir, f. 9. september 1975. Börn þeirra eru: Guðlaug Ósk, f. 8. október 1999, Ásdís Anna, f. 14. nóvember 2003, Lilja Rós, f. 16. ágúst 2009. 3) Fóst- ursonur: Pétur Ólafur Ein- arsson, f. 7. desember 1964. Sambýliskona: Regína Vil- hjálmsdóttir, f. 25. nóvember 1965. Þau slitu samvistum. Son- ur þeirra: Benedikt Axel Pét- ursson, f. 10. janúar 1986. Barnsmóðir: Sandra Sturludótt- ir, f. 19. maí 1963. Dóttir þeirra er Heba, f. 9. október 1987. Barnsfaðir: Atli Rafn Viðarsson, f. 1. júní 1981. Börn þeirra: Christian Blær, f. 11. júlí 2006, Emilý Björt, f. 11. júlí 2006. Eiginkona Péturs er Anna Bier- ing Moritzdóttir, f. 11. mars 1964. Börn þeirra eru: Anna Margrét, f. 22. apríl 1994, Sara Björk, f. 12. desember 1996. Útför Sigríðar fór fram í kyrrþey 4. nóvember 2011. 1) Einar Guðni Ólafsson, f. 11. maí 1945. Sambýlis- kona: Matthildur Kristjana Jóns- dóttir, f. 2. janúar 1946. Þau slitu samvistum. Sonur þeirra er: Pétur Ólafur Einarsson, f. 7. desember 1964. Eiginkona Einars var Krist- björg Stella Þorsteinsdóttir. Þau skildu. Börn þeirra eru: a) Þóra Sigfríður, f. 17. september 1971. Barnsfaðir: Bergur Garð- arsson, f. 22. febrúar 1960. Son- ur þeirra: Einar Örn, f. 18. jan- úar 1989. Eiginmaður Þóru er Smári Viðar Grétarsson, f. 3. desember 1968. Sonur þeirra: Hinrik Atli, f. 5. ágúst 1995. b) María Sunna, f. 5. júlí 1975. Eig- inmaður hennar er Smári Waage, f. 22. nóvember 1975. Börn þeirra eru: Daníel, f. 17. nóvember 1994, Katrín Ósk, f. 18. nóvember 1999, Davíð Emil, f. 30. maí 2007. c) Sigríður Lára, f. 20. júní 1978. Eig- „Ammasí er dáin.“ Þetta til- kynnti ég dætrum okkar fimmtu- dagsmorguninn 27. október sl. Þær hafa alltaf kallað langömmu sína þessu nafni, Ammasí, til að- greiningar frá hinum langömm- unum og vegna þess að hún sagði svo oft: „Komið nú til amma sín“ og þær héldu lengi að hún héti það. Ég kynntist Sigríði mjög fljót- lega eftir að ég kynntist mann- inum mínum, barnabarni hennar. Ég sá strax að mikil og sterk tengsl voru á milli þeirra, enda hefur hann eytt miklum og góð- um tíma hjá og með ömmu sinni, frá barnæsku og til dauðadags hennar. Í grunnskóla var hann mikið hjá ömmu sinni eftir skóla og þar var vel tekið á móti öllum vinum sem vildu koma með. Í seinni tíð skrapp hann oft í há- degismat til ömmu sinnar og oft- ar en ekki var það kjöt í karrý, sérstaklega fyrir hann. Hún tók mjög vel á móti mér og mjög fljótlega fór ég að upp- lifa hana sem „auka ömmu“. Þegar ég hugsa til baka, koma upp í hugann yndislegir tímar sem við eyddum saman, hjá henni, hún hjá okkur eða hjá Gullý, dóttur hennar, tengda- móður minni. Þær voru alltaf mjög nánar og eyddu miklum tíma saman. Stelpunum okkar fannst alltaf gott og gaman að koma til öm- musí og sérstaklega fannst þeim gaman að skoða allar spiladós- irnar sem ammasí átti og leyfði þeim að skoða og leika sér að. Eins var oft hægt að finna háls- men og skartgripi sem hún leyfði þeim að skreyta sig með og leika sér með að vild. Hún var líka dugleg að kenna þeim að spila á spil og spilaði oft við þær. Við áttum mörg góð sumur með Sigríði í sumarbústað í Sel- vík, þar sem hún naut sín, með fjölskyldunni. Við kíktum yfir- leitt á Gullfoss og Geysi í leiðinni og oft skruppum við í dýragarð- inn Slakka, það fannst öllum kyn- slóðunum skemmtilegt. Fyrir stuttu náði Sigríður að fagna níræðisafmæli sínu. Það var frábær dagur, hún var svo fín og hress og fékk marga góða gesti. Yndislegt að hafa getað eytt þeim degi með henni. Stelpurnar okkar þekkja ekki jól öðruvísi en með „ömmusí“; öll aðfangadagskvöld frá fæðingu þeirra hafa þær mæðgur Sigríð- ur og Gullý verið með okkur, al- veg yndisleg kvöld. Oft þegar þær voru að halda heim á jóla- nótt sagði Sigríður: „Takk fyrir að nenna að hafa mig“ en ég reyndi alltaf að segja henni sem satt var, að það vorum við sem ættum að þakka fyrir að fá að hafa hana hjá okkur. Jólin verða ekki söm í ár. Þegar stelpurnar okkar fengu fréttirnar voru þær að sjálfsögðu sorgmæddar en miðjudóttirin sagði: „nú er ammasí glöð, er ekki lengur veik og nú er hún örugglega að dansa við manninn sinn“. Þetta finnst mér yndisleg sýn og brosi alltaf þegar ég sé þau Sigríði og Ólaf fyrir mér, dansandi saman á himnum. Nóttina sem Sigríður dó, vöknuðu allar þrjár stelpurnar, sem er mjög óvanalegt og ég trúi því algjörlega, að langamma þeirra hafi verið að líta við og kveðja þær. Sigríður sagði svo oft þegar við kvöddumst: „Guð blessi þig“ og því finnst mér við hæfi að kveðja hana með sömu orðum. Guð blessi þig ammasí. Eva Huld. Sigríður Marín Einarsdóttir ✝ María ÓlöfSteingríms- dóttir fæddist í Reykjavík 1. októ- ber 1928. Hún varð bráðkvödd á heim- ili sínu, hjúkr- unarheimilinu Sól- túni, 18. október 2011. Faðir hennar var Steingrímur Stefánsson fæddur á Hofsstöðum í Gufudalshr., A-Barð. 5. maí 1895, d. 4. september 1973. Móðir hennar var Þuríður Jóna Bryndís Eggertsdóttir, fædd á Flateyri í Mosvallahr., V-Ís. 1. ágúst 1899, d. 23. maí 1995. Þau bjuggu lengst af í Reykja- vík. Alsystkini Maríu eru sex og af þeim sjö systkinum lifir Ragnar Steingrímsson systur sína, en María var yngst þeirra systkina sem ólust upp saman. vík. Svavar og María giftust 30. ágúst 1947 en skildu 1966. Börn þeirra eru 1) Bryndís Svavars- dóttir, f. 1946, d. 2007, banka- starfsmaður í Reykjavík, 2) Hjördís Guðrún Svavarsdóttir, f. 1949, húsmóðir í Reykjavík, 3) Hörður Svavarsson, f. 1960, skólastjóri, býr í Hafnarfirði, 4) Gunnar Svavarsson, f. 1962, verkfræðingur, býr í Hafn- arfirði. Barnabörnin eru 10 og barnabarnabörnin 14. María var fædd og uppalin í Reykjavík og gekk í Miðbæj- arskólann og lauk hefðbundnu barnaskólanámi. Lengst af æsku bjó María í Þingholtunum en síðar í Vesturbænum í Reykjavík, þá lengi vel á Sund- laugavegi þegar sá hluti borg- arinnar var í uppbyggingu. Hlíðarnar tóku þá við og María bjó lengst af í Bogahlíð 12 en svo í Maríubakka í Neðra- Breiðholti á annan áratug. Síð- ustu árin bjó hún þrjú ár í Furugerði 1 og svo frá febrúar 2009 á Hjúkrunarheimilinu Sól- túni. Útför Maríu hefur farið fram. Þau eru Gunnar Steingrímsson, f. 1921, d. 2000, Hulda Steingríms- dóttir Færseth, f. 1922, d. 2010, Stef- án Steingrímsson, f. 1924, d. 1972, Ragnar Biering Steingrímsson, f. 1926, Edda Stein- grímsdóttir, f. 1927, d. 1977, og Hjördís Kristófersdóttir, f. 1929, d. 1998. Samfeðra þeim systkinum er Ólafía Margrét Bjarnadóttir, f. 1918, d. 1977. Fyrrverandi eiginmaður Maríu var Svavar Gests, f. 1926, d. 1996. Fósturforeldrar Svavars voru Svanlaugur Hjört- ur Elíasson og Jónína Guðrún Jónsdóttir. Svavar var hljóm- listar- og útvarpsmaður og hljómplötuútgefandi í Reykja- Nú er hún amma Mæja búin að kveðja. Það var enginn aðdrag- andi og það kom okkur á óvart þegar kallið kom. Hinsvegar hafa síðustu árin verið erfið og margt breyst frá því að amma var Reykjavíkurstúlka fyrir miðja síðustu öld í Þingholtunum og Vesturbænum. Við erum þrjú systkinin í Hafnarfirði sem lang- ar að fá að þakka ömmu fyrir allt það sem hún færði gott inn í líf fjölskyldunnar. Við kynntumst henni misvel, en Tinna sem er elst okkar á flestar minningarnar úr heimsóknum í Maríubakkann. Allt svo fínt og strokið, öllu vel stillt upp og alltaf að taka til eftir sig ef draslað var út. Það var eins og innanhúsarkitekt hefði raðað upp hlutunum í stofunni, svo vel var að verki staðið. Síðustu árin, þegar amma bjó í Furugerði og Sóltúni, voru öðru- vísi en hin. Starfsþrekið og hug- urinn hafðitekið miklum breyt- ingum. Það var þó alltaf stutt í brosið og glettnina. Á himnum bíða þín góðir vinir, systkini og dóttir. Minningar um gleðistund- ir tekur enginn frá okkur. Hvíl í friði. Tinna, Ásgeir Jóhannes og Ólöf Rún Gunnarsbörn. Fallin er frá kær frænka og vinkona okkar systra, María Steingrímsdóttir. Snemma myndaðist vinskapur út frá skyldleika þar sem við systur og María erum systkinabörn. Þessi vinátta átti eftir að haldast alla tíð. María sem alltaf var kölluð, Maja frænka, kom á sumrin norður í Stafn ásamt börnum sín- um og í þeim ferðum styrktust tengsl innan okkar fjölskyldna og hennar, með vináttu barna okkar og barnabarna. Einkennandi fyr- ir Maju frænku var glaðlyndi, gjafmildi og gestrisni. Í fé- lagsskap með Maju var alltaf gleði og hlátur hennar var ómet- anlegur. Þær voru góðar og ófáar stundirnar í eldhúsinu í Stafni. Hún hafði glaðlega nærveru og minnumst við hennar og geym- um. Í sjóði minninganna geymum við meðal annars ferðir okkar systra og Maju frænku vestur í Gufudalssveit, fæðingarsveit for- eldra okkar. Í Langadal við Ísa- fjarðardjúp að legstað ömmu okkar og afa og til Flateyjar á Breiðafirði, þar sem við áttum góðar stundir með frændfólki okkar. Við kveðjum Maju frænku með söknuði og þakklæti fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Biðjum börnum hennar, Hjöddu, Herði, Gunna og fjöl- skyldum þeirra guðsblessunar. Bjartra lokka bylgjutraf, breiðist yfir sæinn. Sólin er að hníga í haf, hinsta sumardaginn. (Ólafur Stefánsson) María, Ólöf, Ingibjörg, Ásgerður og Guðrún Helgadætur. Um miðja síðustu öld kom ég inn í fjölskyldu Hjartar Elíasson- ar og Guðrúnar Kristjánsdóttur. Þau voru foreldrar Svavars Gests og Gyðu Erlingsdóttur konu minnar. Þá kynntist ég Maríu Steingrímsdóttur, konu Svavars, sem við kveðjum hinstu kveðju í dag. Það er margs að minnast frá þessum árum. Mikil gróska var í tónlistinni, einkum jazz og dæg- urlagatónlist, þar sem Svavar var mikil driffjöður og hvatamaður. María tók mikinn þátt í þessum áhugamálum manns síns. Þegar erlendir tónlistarmenn komu til landsins á vegum FÍH var hún í hlutverki gestgjafans og leysti það hlutverk vel af hendi. Eins og nærri má geta fylgdi þessu mikill gestagangur og erill. Þá fór mik- ill tími í útgáfu Jazzblaðsins sem Svavar gaf út um árabil. Það kom einmitt í hennar hlut að annast stóran hlut í því starfi sem blaða- útgáfu fylgir, samhliða barna- uppeldi og heimilisstörfum. Eftir um það bil tuttugu ára hjónaband skildi leiðir þeirra Svavars og var það henni mikið áfall. Ég þakka svilkonu minni góð kynni á liðnum árum og votta um leið börnum hennar, barna- börnum og aðstandendum öllum mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning hennar. Veri hún að eilífu Guði falin. Aðalsteinn Dalmann Októsson. María Steingrímsdóttir Með hækkandi sól og vor í lofti birtist sumarið mér með tilheyr- andi tilhlökkun og gleði þegar ég var barn í sveitinni heima. En það var annað sem einnig var fastur liður þegar leið að sumri, það var þegar Hólmsteinn frændi birtist einn daginn ríð- andi með hestana sína. Hann var alltaf kátur og hress og hafði nógan tíma fyrir krakkana í sveitinni. Það var sem ævintýri í mínum huga að hann legði af stað einn daginn ríðandi með alla hestana sína og ferðaðist þannig hvert sem hann vildi fara. Tím- inn leið og alltaf kom Hólmsteinn í sveitina á sumrin, en eftir því sem árin liðu fór hann að koma seinna og stoppaði styttra. Við Hólmsteinn áttum saman marg- ar og dýrmætar stundir. Gátum setið og spjallað saman þrátt fyr- ir að við værum ekki alltaf sam- mála um það sem við vorum að ræða, enda stóðum við bæði fast á okkar skoðunum. Hólmsteinn hafði sérstaka ánægju af því að umgangast hross, fara í hesta- ferðir og vera úti í náttúrunni, það var hans líf og yndi. Einnig hafði hann gaman af því að leið- beina okkur krökkunum varð- andi hestamennsku og umgengni við hrossin. Ég er ekki mikil hestamanneskja og því hafa okk- ar samverustundir yfirleitt ekki snúist um hross. Hólmsteinn kenndi mér margt sem hefur gagnast mér vel, eitt af því er pönnukökubakstur. Þannig var að ég hafði gaman af því að baka og elda strax sem barn og unglingur og var oft að myndast við að baka eitthvað. Hólmsteinn hafði gaman af þessu og talaði mikið um mynd- arskapinn í eldhúsinu hjá ráðs- konunni, en það var það sem hann kallaði mig gjarnan. Eitt skiptið datt mér í hug að baka pönnukökur og byrjaði að mynd- ast við það, eitthvað gekk þetta brösulega hjá mér þannig að pönnukökurnar lentu í ruslinu hver af annarri. Hólmsteinn sat við eldhúsborðið og fylgdist með hrossunum út um gluggann en var greinilega að fylgjast með ráðskonunni í leiðinni. Svo kom hann til mín og spurði mig hvort ég vildi að hann sýndi mér hvernig honum fyndist best að gera þetta. Ég vildi endilega sjá það og þetta gekk svona ljóm- andi vel hjá honum. Eftir þetta hef ég notað hans tækni við Hólmsteinn Valdimarsson ✝ HólmsteinnValdimarsson fæddist 18. janúar 1923. Hann lést á sjúkrahúsinu á Akranesi 17. októ- ber 2011. Útförin hefur farið fram í kyrr- þey. pönnukökubakstur og tekist bara vel til. Hólmsteinn var ekki bara laginn við hross heldur hafði hann einnig gott lag á börnum og börn voru yfirleitt mjög hænd að honum. Hann notaði sömu aðferð við börnin og hrossin, fór varlega að þeim og gaf þeim góðan tíma. Svo þegar börnin voru orðin örugg þá fór hann að glensa og grína í þeim. Eitt af því sem örugglega flest börn sem kynnt- ust Hólmsteini kannast við er að hann spurði gjarnan hvort það væri ekki örugglega búið að marka þau. Svo tók hann í eyrun á okkur og þóttist vera að kanna á okkur markið. Hólmsteinn hafði það að markmiði að reyna að hafa gam- an af lífinu og vildi aldrei láta hafa neitt fyrir sér, bara syngja og hlæja og njóta þess að vera til. Elsku vinur, mig langar að þakka fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman og hversu góður vinur þú reyndist bæði mér og börnunum mínum. Þyrey Hlífarsdóttir (ráðskonan). Með þessu ljóði langar okkur að kveðja góðan vin sem reyndist okkur alltaf vel. Þú komst í hlaðið á hvítum hesti, þú komst með vor í augum þér. Ég söng og fagnaði góðum gesti og gaf þér hjartað í brjósti mér. Ég heyri álengdar hófadyninn, ég horfi langt á eftir þér. Og bjart er alltaf um besta vininn og blítt er nafn hans á vörum mér. Þó líði dagar og líði nætur, má lengi rekja gömul spor. Þó kuldinn næði um daladætur, þá dreymir allar um sól og vor. (Davíð Stefánsson) Vertu sæll, vinur, og þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Daði og Hörður. Elsku Hólmsteinn, takk fyrir að vera alltaf svona góður og skemmtilegur við okkur. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Ég fel í sérhvert sinn sál og líkama minn í vald og vinskap þinn, vernd og skjól þar ég finn. (Hallgrímur Pétursson) Kveðja Eva Rún og Hlífar Óli. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR ODDSSON menntaskólakennari, Hjallalandi 1, Reykjavík, lést á hjartadeild Landspítalans fimmtudaginn 3. nóvember. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 10. nóvember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð dr. phil. Jóns Jóhannessonar prófessors, bankareikningur: 137-05-68106, kt. 571292-3199 eða í síma 525 4000. Dóra Ingvadóttir, Guðrún Pálína Ólafsdóttir, Per Matts Henje, Helga Guðrún Ólafsdóttir, Jón Freyr Magnússon, Anna Kristín Pétursdóttir, Hjörtur Þór Grjetarsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.