Morgunblaðið - 09.11.2011, Síða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2011
✝ GuðríðurÁgústa Jóns-
dóttir Björnsson
fæddist í Borg-
arnesi 4. maí 1922.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu Eir
29. október 2011.
Foreldrar henn-
ar voru þau Ragn-
hildur Jónasdóttir
Björnsson frá Sól-
heimatungu í
Stafholtstungum og Jón
Björnsson kaupmaður frá
Svarfhóli í sömu sveit. Systk-
ini hennar voru þau: Árni, f.
1909, d. 1968, Þuríður Ragna,
f. 1910, d. 2006, Sigríður Ása,
f. 1913, d.1996 og uppeld-
issystir, Hanna Helgadóttir, f.
1918.
Hinn 29. nóvember giftist
Ágústa Þorbirni Ásbjörnssyni
stýrimanni frá Borgarnesi, f.
7.7. 1917, d. 17.7. 2003. For-
eldrar hans voru Valbjörg
Jónsdóttir frá Valbjarn-
arvöllum í Stafholtstungum og
Ásbjörn Guðmundsson versl-
unarmaður frá Grenjum á
Mýrum. Dætur Ágústu og Þor-
bjarnar eru: 1) Ragnhildur,
kennari, f. 12. maí 1952, gift
Bjarna Jarlssyni rafvirkja-
25.5. 1983. b) Þorbjörn Smári,
nemi í HÍ, f. 23.7. 1985, unn-
usta hans er Helga Rut
Snorradóttir. c) Lárus Ívar,
nemi í VÍ, f. 25.3. 1992, unn-
usta Anna Lind Þórðardóttir.
Ágústa ólst upp í Borg-
arnesi og lauk verslunarprófi
frá Verslunarskóla Íslands ár-
ið 1940. Starfaði síðan við
verlunarstörf hjá Árna bróður
sínum við verslunina Borg í
Borgarnesi og var við nám við
húsmæðraskóla í Uppsölum í
Svíþjóð 1946-1947. Ágústa og
Þorbjörn eiginmaður hennar
bjuggu allan sinn búskap í
Reykjavík, þar af 60 ár á Nes-
haga 17, þar sem hún var
lengst af heimavinnandi hús-
móðir. Hún fór á sextugsaldri
út á vinnumarkaðinn og starf-
aði til loka starfsævinnar á
skrifstofu Kennaraháskóla Ís-
lands. Ágústa var sjálfstæð
kona og þrátt fyrir að hafa
þurft að glíma við heilsubrest
síðustu æviárin, bjó hún á sínu
heimili eins lengi og stætt var.
Síðasta æviárið dvaldi Ágústa
á hjúkrunarheimilinu Eir og
eru starfsfólki þar, sér-
staklega Ólafi Samúelssyni
lækni, færðar þakkir fyrir
góða umönnun hennar.
Útför Ágústu fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 9.
nóvember 2011, og hefst at-
höfnin kl. 15.
meistara, f. 1949.
Börn þeirra eru:
a) Ingvar véla-
verkfræðingur, f.
16.9. 1972, kona
hans er Björg So-
fie Juto. Börn
þeirra eru: Garð-
ar, f. 1998, Ragnar
Björn, f. 2003,
Ragnhildur, f.
2008 og Kjartan
Orri, f. 2009. b)
Ágústa Kristín ljósmyndari, f.
16.5. 1975, sambýlismaður
hennar er Hafþór Hallsson.
Börn Ágústu og Sigurðar Þórs
Jónssonar eru: Bjarni Jarl, f.
1996, Dagur Kristinn, f. 1997,
og Ágúst Bergmann, f. 2002.
c) Guðrún Edda, hár-
greiðslukona og nemi í HÍ, f.
24.4. 1980, sambýlismaður
hennar er Sævar Gíslason.
Börn þeirra eru: Sylvía Rut, f.
2002, og Gabríel Gísli, f. 2009.
d) Kolbrún Ásta, nemi í HÍ, f.
17.4. 1987. Barn hennar og
Tinna Kára Jóhannessonar er
Natalía Björk, f. 2009. 2) Sess-
elja kennari og félagsráðgjafi,
f. 28. maí 1958, gift Halldóri
Ívari Ragnarssyni MBA, f.
1959. Börn þeirra eru: a) Rósa
Gréta viðskiptafræðingur, f.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgrímur Pétursson)
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Þegar hún amma mín lést um
daginn var stórt skarð höggvið í
hjarta mitt. Þetta skarð verður
hins vegar fyllt af minningum.
Minningum sem munu lifa og
halda áfram að vera órjúfanlegur
hluti af mér. Margar minningar
skjóta upp kollinum þegar ég
hugsa um elsku ömmu Diddu,
eins og t.d. alpahúfa, forláta
perlufestar, ristað brauð, rabar-
baragrautur o.fl. en þegar ég
minnist ömmu man ég fyrst og
fremst eftir glaðlegu andliti
hennar. Mér fannst hún alltaf
glöð og í góðu skapi og bera um-
hyggju fyrir öllum sem umgeng-
ust hana. Fyrst og fremst beind-
ist sú umhyggja að nánustu
fjölskyldu en hlýtt hjarta hennar
rúmaði mun meira en þá sem
næst henni stóðu.
Elsku amma, ég er mjög þakk-
lát fyrir að hafa fengið að hafa þig
hjá mér, fengið að kynnast þér en
þú varst ein af þeim yndislegustu
og bestu manneskjum sem ég hef
kynnst og betri ömmu er vart
hægt að hugsa sér. Frá því að ég
man eftir mér fannst mér alltaf
jafn notalegt að koma í heimsókn
á Neshagann. Amma var mikil
húsmóðir og kunni vel við sig í
eldhúsinu og ósjaldan sá maður
hana standa á fullu í eldhúsinu að
hafa til þvílíkar kræsingar þegar
gesti bar að garði.
Eftir að afi dó árið 2003 hrak-
aði ömmu smám saman í gegnum
þessi 8 ár en þrátt fyrir veikindi
var hún amma ótrúlega sterk og
lífseig og var því sárt að horfa
upp á hana svona veika síðustu
vikurnar en á hinn bóginn er ég
afskaplega glöð yfir að hafa feng-
ið að vera hjá henni síðustu dag-
ana og hafa náð að kveðja hana.
Ég veit að núna líður henni vel og
loksins er hún sameinuð afa á ný
eftir allan þennan tíma.
Minning um góða ömmu varð-
veiti ég í hjarta mínu, hennar er
sárt saknað.
Þín dótturdóttir,
Guðrún Edda Bjarna-
dóttir og fjölskylda.
Það var alltaf eins og ævintýri
að koma til Reykjavíkur og gista
hjá ömmu Diddu og afa Þorbirni
á Neshaganum þegar ég var
yngri. Það var einnig ómetanleg-
ur tími þegar ég bjó uppi í risinu
þegar ég var í háskólanámi að
skjótast niður til ömmu öðru
hvoru til að spjalla um heima og
geima.
Ég og amma Didda tengd-
umst sérstökum böndum. Við
áttum ósjaldan stórskemmtileg-
ar samræður um útlönd og ferða-
lög. Það var alltaf skemmtilegt
að heyra um árið sem hún bjó í
Svíþjóð og í hvert einasta skipti
brosti amma út í annað við það að
segja sögurnar eins og þetta
hefði gerst í gær. Einnig hafði
hún brennandi áhuga á því að
heyra af ferðalögum mínum um
heiminn og einnig öllu því sem
var að gerast í kringum mig,
hvort sem það var í námi, vinnu
eða öðru. Það var líka alltaf stutt
í húmorinn. Þegar ég spurði
ömmu hvernig hún hefði það var
viðkvæðið yfirleitt „Ég held ég
sé ekki alveg ballfær, ég kem
kannski með næst“ og fylgdi svo
bros á eftir.
Mér þykir ótrúlega vænt um
síðasta samtal okkar ömmu
Diddu nokkrum dögum áður en
hún kvaddi. Við héldumst í hend-
ur og spjölluðum um góða tíma
en það var eins og við vissum
báðar að þetta væri í síðasta
skipti sem við hittumst.
Mig langar að láta fylgja með
ljóð sem mér þykir mjög vænt
um. Ég man fyrst eftir að hafa
heyrt það þegar ég sat kornung í
fanginu á mömmu minni, spil-
andi þetta lag á píanóið á Nes-
haganum. Eftir að ég lærði svo á
píanóið var þetta alltaf óskalag
ömmu.
Það er svo margt að minnast á
frá morgni æsku ljósum,
er vorið hló við barnsins brá
og bjó sig skarti’af rósum.
Við ættum geta eina nátt
vorn anda látið dreyma,
um dalinn ljúfa’ í austurátt,
þar átti mamma heima.
Þótt löngu séu liðnir hjá
þeir ljúfu, fögru morgnar,
þá lifnar yfir öldungsbrá
er óma raddir fornar.
Hver endurminning er svo hlý
að yljar köldu hjarta.
Hver saga forn er saga ný,
um sólskinsdaga bjarta.
(Einar E. Sæmundsen)
Ég á eftir að muna eftir ömmu
minni skælbrosandi, sem tók
alltaf á móti mér með faðmlagi
og kossi á kinn. Það var nokkurn
veginn alveg sama hvað það var,
hún gat alltaf látið mér finnast
eins og ég gæti sigrað heiminn.
Rósa Gréta Ívarsdóttir.
Elsku amma. Ég minnist þín
með angurværð og hlýju. Um
hugann líða ljúfsár minningabrot
um hlýleg orð, hönd á vanga,
mjúkan faðm og yndislega nær-
veru. Þú vildir öllum vel, varst
gestrisin, glaðvær, vinamörg og
gædd þeim einstaka eiginleika,
sem ekki er öllum gefinn, að taka
annarra hamingju umfram þína
eigin. Þú varst vönduð kona á all-
an hátt, grandvör, prúð og fáguð,
hógvær en samt ákveðin, og
geislaðir af lífsgleði þegar vel lá á
þér. Aldrei heyrði ég þig hall-
mæla nokkrum manni og þú
reyndir ætíð að gera gott betra.
Það er lífsspeki sem ég hef reynt
af fremsta megni að gera að
minni eigin. Ég á þér svo ótal-
margt að þakka og mun heiðra
þína minningu alla tíð.
Á Neshaganum hjá ömmu og
afa átti ég sem ungur drengur
margar mínar bestu stundir. Þar
lá ég í vöggu og var baðaður í eld-
húsvaskinum, borðaði hamingju-
samur sand á róluvelli, las bækur
undir stofuborði og gæddi mér á
hafragraut eldsnemma morguns.
Þar sat ég undir súð löng vetr-
arkvöld yfir skólabókum, stóð
stoltur í stofu með hvíta stúd-
entshúfu og kynnti rjóður í kinn-
um unga snót fyrir afa og ömmu.
Minningarnar eru ótalmargar,
eins og perlur í langri festi sem
glóa hver og ein og ber hvergi
skugga á.
Árin liðu, ég óx úr grasi, flutt-
ist úr foreldrahúsum, börnunum
fjölgaði og klyfjar hversdagsins
urðu þyngri. Þá varð Neshaginn
griðastaður, skjólgott var fyrir
streitu og annríki hversdagsins.
Þangað var gott að koma um
helgar, finna frið og ró og spjalla.
Þar lá þreyttur fjölskyldufaðir
oftar en ekki og svaf uppi í sófa,
undir teppi, meðan amma prjón-
aði eða bakaði vöfflur. Það var
mér dýrmætt og þess mun ég
ávallt sakna.
Amma ólst upp yngst fjögurra
systkina á stóru heimili þar sem
var afar gestkvæmt og mikið
annríki. Ragnhildur langamma
stýrði stóru heimili af miklum
myndarskap og til hennar sótti
amma ómælda gestrisni og
myndugleika. Jón langafi var
brosmildur og hlýr maður, stór-
huga og drífandi. Hann rak versl-
un þar sem amma vann þar til
hún giftist og fluttist til Reykja-
víkur.
Til Svíþjóðar fór amma ung að
árum í húsmæðraskóla. Hún
minntist þess tíma gjarnan með
glampa í augum. Afi var víst ekk-
ert of sáttur við þann ráðahag og
fann þessu allt til foráttu enda
stúlkan fönguleg og ekkert nema
sjarmörar í Svíþjóð. En út fór
hún á vit ævintýranna og sneri
aftur reynslunni ríkari með
minningar sem hún bjó að alla
tíð.
Þau voru samhent hjón og þó
afi hafi ef satt skal segja verið ei-
lítið þver og þungur í taumi þá
hafði amma einstakt lag á að
snúa honum á sitt band. Ég dáð-
ist að henni í laumi því hún beitti
hárfínni sálfræði áreynslulaust,
brosti svo íbyggin og fór sínu
fram þar sem þess þurfti. Amma
mín var mér fyrirmynd í svo afar
mörgu og átti sinn þátt í að móta
mig sem einstakling. Það er dýr-
mæt gjöf sem mér var gefin sem
mun ganga áfram til barna minna
og barnabarna. Þannig mun arf-
leifð þessarar góðu konu lifa
áfram um ókomna tíð.
Guð og gæfan geymi þig, elsku
amma mín.
Ingvar Bjarnason.
Elsku amma Didda, mig lang-
ar að kveðja þig með fáeinum
orðum. Það var alltaf svo gott að
koma til þín á Neshagann og það-
an á ég margar góðar minningar
enda vildi ég alltaf koma með í
heimsóknir eða pössun til þín.
Ein fyrsta minningin mín frá
Neshaganum er göngutúr sem ég
fór í með þér og afa út á róló
handan götunnar og köttur sem
við sáum í þeirri ferð. Þið afi
leidduð mig á milli ykkar, ég hef
verið tveggja ára gamall. Ég man
líka eftir dótakassanum og Mónu
Lísu í stofunni og öllum páska-
eggjunum á píanóinu. Ég man
eftir að kúra hjá þér í hjónarúm-
inu og borða súkkulaðiköku með
kókos á og drekka Svala sem þú
sóttir út á svalir. Ég man vel eftir
því þegar við afi vorum að tefla á
meðan þú varst að stússast í eld-
húsinu og hann leyfði mér að
kenna sér mannganginn þótt
hann hafi eflaust kunnað hann
miklu betur en ég. Á Neshagan-
um voru alltaf svo mikil rólegheit
og þar var svo gott að sofna þeg-
ar ég var þreyttur eftir daginn.
Ég þakka þér fyrir allar góðu
minningarnar sem þú hefur gefið
mér, allar góðu stundirnar og öll
hlýju orðin.
Ég sakna þín.
Þinn,
Garðar Ingvarsson.
Látin er kær frænka eftir erfið
veikindi. Margar góðar minning-
ar rifjast upp, bæði heimsóknir
mínar á heimili Diddu og Þor-
björns og þeirra á æskuheimili
mitt. Það var ávallt ánægjulegt
að koma í heimsókn til Diddu og
Þorbjörns og höfðinglega tekið á
móti öllum og ljúffengar veiting-
ar Diddu gleymast seint.
Oft var stutt í gleði og grín og
margt skemmtilegt bar á góma.
Móðir mín og Didda voru nánar
systur og höfðu alla tíð mikið og
gott samband. Við Þórir erum
þakklát fyrir allar góðu stundirn-
ar sem við áttum með Diddu og
Þorbirni, hennar hjartkæra eig-
inmanni.
Þegar æviröðull rennur,
rökkvar fyrir sjónum þér,
hræðstu eigi, hel er fortjald,
hinum megin birtan er.
Höndin, sem þig hingað leiddi,
himins til þig aftur ber.
Drottinn elskar, – Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
(Sigurður Kristófer Pétursson)
Við Þórir sendum Ragnhildi
og Sesselju og fjölskyldum þeirra
innilegar samúðarkveðjur.
Margrét Sigurðardóttir.
Hver manneskja er einstök en
þó hefur það sérstaka merkingu
þegar sagt er um einhvern að
hún/hann sé einstök manneskja.
Ágústa frænka mín var einstök í
þeirri merkingu. Eitt það besta
sem ég gerði sem konrektor
Kennaraháskólans var að ráða
hana að skólanum. Ég þekkti
hennar mörgu góðu kosti og þeg-
ar það síðar vitnaðist að hún ætl-
aði að hætta starfi voru fleiri en
einn sem spurði: Hvernig fer
skólinn þá að? Ágústa var bráð-
greind og samviskusöm, var fljót
að átta sig á öllum refilstigum
skólans, vann fumlaust og hljóð-
lega og virtist geta leyst úr hvers
manns vanda. Fyrstu ár hennar
við skólann unnum við oft náið
saman og minnist ég þeirra
stunda með ánægju og þakklæti,
svo og allra kynna okkar frá
fyrstu tíð. Blessuð sé minning
hennar.
Dætrum þeirra Þorbjörns og
fjölskyldum þeirra sendi ég ein-
lægar samúðarkveðjur.
Þuríður J. Kristjánsdóttir.
Þú ert það, sem þú öðrum miðlað
getur,
og allar þínar gjafir lýsa þér
og ekkert sýnir innri mann þinn betur
en andblær hugans, sem þitt viðmót
ber.
Því líkt og sólin ljós og yl þér gefur
og lífið daprast, ef hún ekki skín,
svo viðmót þitt á aðra áhrif hefur
og undir því er komin gæfa þín.
(Árni Grétar Finnsson)
Hún Didda frænka mín hafði
svo sannanlega hlýtt og gott við-
mót. Alveg frá því ég man eftir
mér hefur hún verið hluti af lífi
mínu. Þegar ég var lítið barn, gaf
hún mér dúkku, sem hún hafði
gert sjálf og var hún alltaf kölluð
Didda. Hún fór til Uppsala í Sví-
þjóð á húsmæðraskóla, sem var
ekki algengt í þá daga, en hún
sagðist hafa safnað fyrir þeirri
menntun í 3 ár. Stuttu eftir að
hún kom heim, trúlofaðist hún
Þorbirni sínum og í nóvember
l947 giftu þau sig. Þau Þorbjörn
og Didda eignuðust 2 dætur,
Ragnhildi og Sesselju. Alla tíð
hefur hún verið mér og minni
fjölskyldu sem hin besta frænka,
tekið vel á móti okkur af mikilli
gestrisni og sinni græskulausu
kímni, sem við öll elskuðum. Hún
hafði alltaf góð ráð á takteinum,
ef eftir var leitað og gat sagt okk-
ur svo skemmtilega frá hinum
ýmsu atvikum, sem hún hafði
lent í. Þegar hún var um sextugt
fór hún út á vinnumarkaðinn og
vann í nokkur ár hjá Kennara-
skólanum, m.a. við símavörslu.
Þetta voru góð ár í hennar lífi og
naut hún þess að vera innan um
ungdóminn. Sjálfsagt hafa ein-
hverjir nemendur, sem voru þá í
skólanum, leitað til hennar. Hún
hafði svo góða nærveru. Það var
alltaf sérstök tenging á milli okk-
ar Diddu frænku minnar. Ég
nefndi það við hana fyrir stuttu,
hvað við hefðum alltaf verið nán-
ar, þá sagði hún mér að sér hefði
alltaf fundist ég vera eins og litla
systir sín. Síðustu árin hefur hún
glímt ítrekað við mikil veikindi og
hafa dætur hennar og fjölskylda
gert allt sem þau gátu, til að létta
henni lífið. Þótt söknuður sé allt-
af til staðar við leiðarlok, þá er
gott að eiga ljúfar minningar um
yndislega manneskju.
„Og hvað er að hætta að draga andann
annað en að frelsa hann frá friðlausum
öldum lífsins, svo að hann geti risið
upp í mætti sínum og ófjötraður leitað
á fund guðs síns?“
(Kahlil Gibran.)
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Minningar hvolfast yfir og
liðnir tímar renna framhjá í hug-
anum. Tuttugu ár eru liðin síðan
ég settist í fyrsta skipti á mjóa
bekkinn í eldhúsinu á Neshagan-
um og kynntist þeim góðu hjón-
um sem þá tóku vel á móti mér
sem endranær.
Í risherberginu á Neshagan-
um áttum við Ingvar margar góð-
ar stundir á háskólaárum okkar.
Ágústa fylgdist af áhuga með
náminu, hvatti okkur og studdi. Á
matartímum var kallað í okkur
neðan úr stiga og dýrindis réttir
á borð bornir dag hvern með rab-
arbaragraut eða karamellubúð-
ing í eftirrétt.
Eftir að Garðar fæddist og
álagið jókst í barnauppeldi og há-
skólanámi var gott að eiga ástríkt
athvarf fyrir lítinn snáða. Þá sat
Garðar í ömmustólnum sínum á
eldhúsgólfinu hjá Ágústu og Þor-
birni og undi sér hinn kátasti
enda dekrað við hann í alla staði.
Þegar svengdin sagði til sín sló
Ágústa létt í ofninn svo glumdi
uppí ris, þar sem ég sat yfir
skræðunum og stökk þá niður til
að seðja hungrið hjá litlum
manni. Svona liðu dagar, vikur og
mánuðir. Tengslamyndun lítils
barns verður sterk við þann sem
barnið annast og þarna var lagð-
ur góður grunnur að nánu og
sterku sambandi sem hélst alla
tíð.
Eftir því sem börnunum fjölg-
aði komu nýir einstaklingar sem
einnig fundu þá hlýju og vinsemd
sem Ágústa bar með sér og veitti
þeim sem til hennar komu. Börn-
in endurspegla líðan sína og
háttalag þeirra þegar fara átti í
heimsókn til ömmu Diddu segir
meira en mörg orð. Þá var hopp-
að af kæti og gleðin leyndi sér
ekki.
Þessar stundir eru nú horfnar
og Neshaginn heyrir fortíðinni
til. Takk, Ágústa mín, fyrir allar
góðar stundir og alla þá ást og
hlýju sem þú gafst okkur. Ég veit
að minningarnar um þig lifa
áfram með mínum börnum og
verða þeim gott veganesti.
Björg.
Glæsileiki, virðuleiki, fágun,
greind og hlýja. Þessi orð lýsa
Ágústu Björnsson vel. Hún var
einstök kona. Fas hennar var
hefðarkonunnar en þó án allrar
drambsemi eða stærilætis. Mér
fannst sem hún bæri með sér
reisn föður síns, Jóns frá Svarf-
hóli, hins mikilsvirta kaupmanns
í Borgarnesi, og fágun Ragnhild-
ar móður sinnar. Svo var hún af
sterkum borgfirskum stofnum
langt fram í ættir. Foreldrar
hennar höfðu alist upp hvort sín-
um megin við Norðurána, hann á
Svarfhóli, hún í Sólheimatungu.
Ung hafði Ágústa gengið í hús-
mæðraskóla í Svíþjóð og tekið
með sér heim norrænan blæ,
jafnt í menningu sem heimilis-
brag og hannyrðum. Hún var
amma Ingvars tengdasonar míns
og langamma barnabarnanna
minna. Ingvar var sonurinn sem
þau Þorbjörn aldrei eignuðust.
Hann var þeim óendanlega kær.
Ingvar er drengurinn okkar,
sögðu þau oft við mig. Hjá þeim
steig hann sín fyrstu spor og hjá
þeim átti hann sitt heimili öll sín
menntaskólaár. Þá beið Þorbjörn
með hafragrautinn á hverjum
morgni þegar drengurinn hans
vaknaði og Ágústa raðaði nýbök-
uðum smákökunum í box svo
dugði fyrir hálfan bekkinn. Þau
hvöttu hann til mennta, studdu
hann og styrktu á allan hátt og
glöddust yfir velgengni hans og
dugnaði jafnt í námi sem starfi.
Sama elskan og hlýjan mætti svo
Garðari, elsta syni Ingvars og
Bjargar dóttur minnar. Hann
varð ömmu og afa „lang“ gullmoli
og yndi sem þau dekruðu við og
dáðu. Heilu dagana var Garðar
hjá þeim og mátti vart sjá hvort
naut stundanna betur. Ingvar var
afa sínum og ömmu góður „son-
ur“ og hvenær sem færi gafst í
erli dagsins, og uppeldi fjögurra
barna, var hann kominn til ömmu
sinnar. Þar fór enginn í fötin
hans. Þær stundir voru Ágústu
dýrmætar, ekki síst eftir að Þor-
björn féll frá.
Heimili þeirra Ágústu og Þor-
björns stóð lengst af á Neshaga
17. Þar í risinu byrjuðu börnin
sinn búskap og síðan barnabörn-
in. Á hæðinni hjá Ágústu og Þor-
birni var drekkhlaðið borð alla
daga, með útsaumuðum, strauj-
uðum dúkum, silfurgöfflum og
-skeiðum og fínu postulíni.
Ágústa Björnsson