Morgunblaðið - 09.11.2011, Síða 32

Morgunblaðið - 09.11.2011, Síða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2011 Kammermúsíkklúbburinn var stofnaður árið 1957. Árið 1968 þurfti að fá nýtt afl til að tryggja framhald starfseminnar. Til þess buðu sig fram Einar B. Pálsson, Þórarinn Guðnason og Jakob Benediktsson. Samstarf mitt við mína seniora var frábært og mér mjög lærdómsríkt. Fundir okkar voru uppspretta hugmynda og hugleiðinga. Þórarinn og Jakob féllu svo frá, en áður hafði komið inn Runólfur Þórðarson og síðar Helgi Hafliðason, Halldór Hauks- son og Valdemar Pálsson. Þannig var stjórnin skipuð lengi að með- töldum okkur Einari. Einar B. Pálsson lést laugar- daginn 22. október í hárri elli. Skorti þar á aðeins fjóra mánuði að hann næði aldri tíu tuga. Líf nú- tímamannsins hefur lengst og nokkrir ná tíunda tugnum. Líf mannsins á síðustu hundrað árum hefur verið svo viðburðum hlaðið að nemur þeim sem áður gerðust á fleiri hundruðum. Allt líf Einars var heimurinn að breytast. Hann lifði tvær heimsstyrjaldir, lítt meðvitaður um hina fyrri en í snertingu við orsakir og upphaf þeirrar seinni. Einar var við verk- fræðinám í Dresden í Þýskalandi þegar nasisminn var að skjóta rót- um. Símanotkun hófst á uppvaxtar- árum hans, svo og skeytasending- ar. Setið var við Marcony-viðtæk- ið, sem varpaði orðum vítt um landið og síðar varð upphaf að Ríkisútvarpinu, sem varð okkar Alma Mater hvað snertir tónlist og viturleg orð. Svo kemur heims- styrjöld, Hirosima og Nagasaki, undralyf í læknisfræði. Sjónvarp, sem sýnir okkur fyrstu skref mannsins á tunglinu og hæfileiki okkar til að undrast dvínar. Bar- átta um guði stefnir okkur í geig- vænleg átök. Hraðinn eykst en breytist fljótt í andstæðu sína, bið. Kynni mín af Einari voru aðallega vegna tónlistaráhuga okkar. Ein- ar var í stjórn Kammermúsík- klúbbsins frá árinu 1968 til ævi- loka. Hann var ætíð mjög virkur og átti mikinn þátt í því að safna heimildum fyrir vef klúbbsins, kammer.is. Góð vinátta myndaðist milli okkar hjóna og Einars og Kristínar og barna þeirra. Einar var mjög áhugasamur um að bera fram fagnaðarerindið um klass- íska tónlist. Hann hafði stundað tónleika í Dresden á námsárum sínum þar sem fram komu stærstu nöfn þeirra tíma. Stóri risinn í tónlist Einars var Beetho- ven en hann ríkti þar ekki einn. Heimili hans og hans ljúfu eig- inkonu, Kristínar Pálsdóttur, á Ægisíðu 44 var heimili erkihertog- ans, þar sem hver nýr einstakling- ur fjölskyldunnar var innvígður í tónlistarakademíu og boðaður til tónlistarflutnings með þeim eldri svo skjótt sem aldur leyfði. Ómur af þessum tónleikum hefur mögu- lega borist út á hafið sem á erindi Einar Baldvin Pálsson ✝ Einar BaldvinPálsson fædd- ist í Reykjavík 29. febrúar 1912. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Sól- túni 28. október 2011, nærri 100 ára. Útför Einars fór fram frá Neskirkju 4. nóvember 2011. að ströndinni í nánd við húsið á Ægisíðu. Það var mjög ánægjulegt að Einar skyldi ná því að koma í Hörpu, glæsi- legt tónlistarhús okkar. Fram á síð- ustu stundu sótti Einar tónleika og þá í fylgd barna sinna. Sunnudaginn fyrir lát sitt kom hann á tónleika Kammermúsíkklúbbsins í Bústaðakirkju og fór glaður heim. Kammermúsíkklúbburinn þakkar Einari að leiðarlokum gott samstarf. Við hjónin sendum að- standendum innilegustu samúðar- kveðjur okkar. Guðmundur W. Vilhjálmsson. Þegar Einar B. Pálsson settist í annan bekk Menntaskólans þrett- án ára gamall – hann varð stúdent átján ára, hófst fyrsta kennslu- stundin í stærðfræði hjá doktor Ólafi Daníelssyni með því, að hann mundaði krítina, gekk að töflunni og markaði punkt. Virti hann síð- an fyrir sér og tók því næst til máls: ,,Punktur er einn staður í rúminu. Það verður að hugsa sér að hann sé óskiptanlegur, því ef hægt væri að skipta honum í tvennt myndi hann vera tveir staðir.“ Þetta var 1. október 1925, nánar tiltekið í stofu í þakhæð, norðurenda, sagði Einar. Hann lýsti því fyrir mér í þessu samtali okkar 4. nóvember 1998, svo að nákvæmni sé haldið í anda sögu- manns, að þetta væri annar þeirra atburða, sem hefðu verið honum örlagaríkastir á ævinni. Hinn var uppi í Skálafelli í skíðaferð, þegar hann leit konuefni sitt augum fyrsta sinni. Þeim atburði lýsti hann reyndar í mín eyru aftur fyr- ir fjórum árum með miklu ýtar- legri hætti, en það er nú önnur saga – og ekki mitt að bera á torg. Einar hreifst af Ólafi Daníels- syni og kennslu hans. Með þessum upphafsorðum kennslunnar laukst upp nýr heimur í huga piltsins. Og álitið var gagnkvæmt. Þannig lýsti Ólafur árið 1946: ,,Einu sinni fjekk jeg brjef sunnan frá Darmstadt að mig minnir, það var frá Einari Pálssyni, núverandi velmetnum ingenieur, og var þess efnis meðal annars, að íslenskir stúdentar þar teldu sig engu síðri í mathematik en þýska kollega sína. Þetta gladdi og gleður enn mína gömlu sál, jeg vildi, að Einari snerist alt í hag og öllum þeim, sem studdu að viðgangi deildar- innar meðan hún var og hjet.“ Velmetni verkfræðingurinn starfaði áratugum saman að mál- efnum Reykjavíkurborgar. Skipu- lagsvinna hans og stjórn á verk- legum framkvæmdum nutu þeirrar rökhugsunar, sem hann hafði hlotið í vöggugjöf og þros- kazt hafði í skóla. Kominn yfir sex- tugt tók hann við starfi í Háskól- anum, en þá var kennsla í byggingarverkfræði komin á það stig, að honum hentaði. Löngu áð- ur, eða árið 1943, hafði hann reyndar verið kvaddur til, en þá lagði hann ásamt Steinþóri Sig- urðssyni fyrir háskólaráð álits- skjal, þegar uppi voru fyrirætlanir um ,,framhaldskennslu í bygging- arverkfræði“. Þeir töldu hana ekki tímabæra, þeir höfðu að leiðarljósi í áliti sínu, að heimskt væri heima- alið barn, svo sem þeir minntu á. Fullur aldarfjórðungur leið áður en til þessa kom svo, og var Einar B. Pálsson þá kvaddur til á nýjan leik til að leggja á ráðin um hið nýja nám og kom hann svo til fullra starfa nokkru síðar. Bjart er yfir minningu um sam- skipti við Einar hartnær hálfa öld. Á stundum voru þau býsna tíð og voru ekki öll samtöl stutt. Ekki sízt var ánægjuleg samvera í mörgum ferðalögum, sér í lagi í Jónsmessuför Raunvísindastofn- unar, hinni árlegu útilegu starfs- fólks, þar sem saman voru komin börn í anda á öllum aldri, en þar nutum við þess að auðvitað tók Kristín Pálsdóttir manninn sinn með. Börnum þeirra Einars og Kristínar og fjölskyldu allri eru færðar kveðjur að leiðarlokum. Jón Ragnar Stefánsson. Einn af virtustu tæknimönnum þessa lands, Einar B. Pálsson, prófessor, ráðgjafarverkfræðing- ur og fyrrum yfirverkfræðingur hjá Reykjavíkurborg, er horfinn á braut. Ævi hans og störf eru órjúf- anlega tengd sögu þjóðarinnar á 20. öld og þeim tækniframförum sem hafa gert líf okkar á Íslandi bæði þægilegt og skemmtilegt. Einar átti mikinn þátt í þessari þróun. Hann hélt ungur maður til náms til Þýzkalands og lauk prófi í byggingarverkfræði frá tæknihá- skólanum í Dresden 1935. Þetta var á þeim árum sem uppgangur nazista var mikill og bygging þýzka þjóðvegakerfisins, sem enn þann dag í dag er stolt Þjóðverja, í fullum gangi. Einar kom því með mikla þekkingu og lærdóm að baki til Íslands 1936. Hann hóf störf hjá Reykjavíkurborg þar sem hann starfaði óslitið til 1963. Mér er einkum minnisstætt þegar hann skipulagði og stýrði framkvæmdum við Miklubraut hjá Klambratúni. Hann lét skipta um jarðveg í vegstæðinu, þótt dýpi niður á fast væri talsvert, og taldi aðra lausn fráleita. Mikil blaðaskrif urðu um þetta mál. Töldu þeir sem minnst vit höfðu á að hér væri verið að bruðla með fjármuni borgarinnar að óþörfu. Við eigum Einari að þakka að Miklabrautin hefur ekki haggast þarna í mýrinni síðan og þolað vel hina miklu umferð sem fer um hana nú. Einar var þannig einn af helztu frumkvöðlum okkar að byggingu nútímalegra umferðar- mannvirkja. Þegar ég kom til starfa á Íslandi um miðjan sjö- unda áratuginn var Einar einn þeirra verkfræðinga sem við litum hvað mest upp til og bárum mikla virðingu fyrir. Hann var þá sjálf- stæður ráðgjafarverkfræðingur og önnum kafinn við að skipu- leggja umferðarkerfi höfuðborg- arinnar. Hann gaf sér þó tíma til að sinna hinnum fjölmörgu áhuga- málum sínum, klassískri tónlist, skíða- og fjallaferðum svo eitthvað sé nefnt, en hann var áhrifamikill á þeim vettvangi, m.a. formaður Skíðasambands Íslands um skeið. Fundum okkar bar svo fyrst saman, þegar hann réð mig til starfa hjá hægri nefnd veturinn 1967/68. Þar tók ég þátt í því að undirbúa hægri umferð á Íslandi, en Einar var lykilmaður í þeirri aðgerð. Við Einar áttum síðan far- sælt samstarf sem prófessorar í byggingarverkfræði við Háskóla Íslands. Einar tók þátt í að skipu- leggja verkfræðinámið við Há- skólann og kom svo til starfa sem prófessor 1975. Hann sinnti skipu- lags- og umferðarmálum og öllu sem tengdist því að byggja betri bæi og borg, allt fram til starfs- loka 1984. Einar var ávallt léttur í spori og mikill félagsmaður. Við hjónin hittum hann oft, ásamt Kristínu konu hans, á dansgólfinu á árshátíð Verkfræðingafélagsins, grannan og spengilegan. Aðspurð- ur sagðist hann enn vera í sömu smókingfötunum og hann klædd- ist sem stúdent. Með Einari er genginn einn af betri sonum þess- arar þjóðar. Ég vil færa fram þakkir fyrir ánægjulegt og giftu- ríkt samstarf og sendi, ásamt konu minni, Sigríði Maríu, að- standendum samúðarkveðjur. Júlíus Sólnes. Einar B. Pálsson lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1930 og hélt þá til náms í Þýskalandi þar sem hann lauk Dipl.-Ing.-prófi frá Tec- hnische Hochschule í Dresden 1935. Þegar Einar var við nám í Þýskalandi naut hann ríkulega lista- og menningarlífs sem nær óhugsandi var að finna hér á landi. Dresden var þá miðpunktur tón- listar og leikhúss þar í landi, sem aðeins Berlín jafnaðist við. Um þær mundir voru ófriðarský á lofti víða í Evrópu og stjórnmálahug- myndir riðu þar hátt sem Einari voru ekki að skapi. Því var það að eftir um eins árs störf við rannsóknir hjá prófessor K. Beyer í Dresden að Einar flutti aftur til Íslands og hóf störf hjá Reykjavíkurborg 1936 þar sem hann var lengst af yfirverkfræð- ingur og staðgengill bæjarverk- fræðings. Hjá borginni starfaði hann til 1961, einna helst á sviði gatna- og umferðarmála, en eftir það var hann sjálfstætt starfandi verkfræðingur og ráðgjafi til árs- ins 1974. Sem sjálfstæður ráðgjafi gegndi Einar lykilhlutverki við gerð aðalskipulags Reykjavíkur á fyrri hluta sjöunda áratugar síð- ustu aldar og sá m.a. um fyrstu heildstæðu umferðarkönnunina á Íslandi, en einnig við breytingu í hægri umferð árið 1968. Þá var Einar aðalráðgjafi Strætisvagna Reykjavíkur um leiðakerfi allt fram á áttunda áratuginn. Líklega verða það umferðarmál Reykjavíkur og ritstörf um götur og gatnakerfi í bæjarskipulagi auk kennslunnar, sem halda munu nafni Einars á lofti um langa tíð. Aðalskipulag Reykjavíkur 1962- 1983 varð um margt fyrirmynd skipulagsáætlana næstu áratug- ina og þá voru hugmyndir um að- greiningu umferðar og flokkun gatnakerfis, sem Einar hafði fyrstur manna kynnt til sögunnar hér á landi. Þetta voru og fræðin sem stúdentar í greinum sem hann sáum höfðu tileinkað sér og fylgja því margir í megindráttum enn. Það sem Einar kom einnig með inn í kennsluna í byggingar- verkfræðina í byrjun áttunda ára- tugarins voru praktísk viðfangs- efni. Framan af var verkfræðin nefnilega ekki eins fræðilega stemmd og hún síðar varð með allskonar gæðakvörðum byggðum á birtingu ritrýndra greina. Einar var einnig frumkvöðull að sam- starfi við þýska háskóla, sem enn er blómlegt, og margir íslenskir stúdentar fara þangað í fram- haldsnám í verkfræði, einkum til Karlsruhe. Einar missti ekki sjónar af nemendum sínum eftir að námi lauk og við nánari kynni síðar komst maður að því að hann var í grunninn kennari og allt til hins síðasta var hann að segja manni til. Persónulega þakka ég fyrir þessa framlengdu handleiðslu, sem náði langt út fyrir hinn verk- fræðilega heim. Ég á Einari það meðal annars að þakka að hafa platað mig inn í heim kammertón- listar. Á konsertum Kammermús- íkklúbbsins sá ég að hann hafði snarað fleiri en mig og held ég að margir séu honum þakklátir fyrir það. Þorsteinn Þorsteinsson. Kveðja frá Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands Einar B. Pálsson verkfræðing- ur, prófessor og heiðursdoktor, er látinn í hárri elli. Einar var pró- fessor í byggingarverkfræði árin 1974-1982. Hann kenndi einnig nokkur ár eftir að hann fór á eft- irlaun og sinnti jafnframt rann- sóknum, einkum íðorðasöfnun. Kennslugreinar Einars voru á sviði svonefndra bæjarverkfræði- greina, veitukerfa og umferðar- skipulags. Þá lét hann sér annt um umhverfismál og sá snemma nauðsyn þess að byggingarverk- fræðingar tileinkuðu sér umhverf- isvernd og tækju tillit til umhverf- ismála í allri mannvirkjahönnun. Þegar Einar tók til starfa við Há- skóla Íslands var nýlega byrjað að kenna verkfræði til lokaprófs og höfðu ekki verið kenndar slíkar hagnýtar námsgreinar í því fyrri- hlutanámi sem áður hafði verið boðið upp á. Það var því mikill fengur fyrir verkfræðikennsluna að fá jafn reyndan og fjölhæfan verkfræðing og Einar var. Auk rannsókna og kennslu tók Einar þátt í alþjóðlegu samstarfi, m.a. í norrænni nefnd um framtíð al- menningssamgangna í meðalstór- um bæjum á Norðurlöndunum ár- in 1972-1978. Fljótlega eftir að Einar tók til starfa við Háskóla Ís- lands sá hann að bæta mætti sam- skipti verkfræðinnar við þýska há- skóla. Hafði hann frumkvæði að formlegri samvinnu við Universi- tät Karlsruhe og hafa íslenskir verkfræðistúdentar í Þýskalandi notið þess síðan. Árið 2007 kom út hjá Háskólaútgáfunni Umhverfis- tækni: íðorðasafn, sem var af- rakstur fræðastarfs Einars til margra ára. Einar B. Pálsson var þekktur maður í þjóðlífinu og virkur í fé- lagslífi. Hlotnaðist honum fyrir þau störf sín margháttuð viður- kenning. Má nefna að Einar var formaður Skíðasambands Íslands í mörg ár og formaður Verkfræð- ingafélags Íslands um tíma. Var hann síðar gerður að heiðurs- félaga þessara samtaka. Þá hlaut hann riddarakross hinnar ís- lensku fálkaorðu árið 1991 og var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Háskóla Íslands 1992. Einar B. Pálsson var virtur kennari og mikils metinn sam- starfsmaður og minnast hans margir fyrir það, en einnig sem framúrskarandi fyrirmynd ungra verkfræðinga. Blessuð sé minning hans. Sigurður Magnús Garðarsson. Stefan Zweig segir í Veröld sem var að með stríðinu 1914 hafi horfið að eilífu sá heimur sem hann ólst upp í. Og þótt með öðr- um hætti sé, finnst mér og senni- lega mörgum öðrum sem þekktu Einar Pálsson, sem kaflaskil verði þegar hann hverfur af sjónarsvið- inu. Því enda þótt hann væri mað- ur nútímans fram í fingurgóma, maður tækni og vísinda, þá stóðu rætur hans í heimi sem að vissu leyti hvarf með seinna stríðinu. Á unglingsárum bjó hann á form- föstu embættismannaheimili for- eldra sinna í Höfða (nú við Höfða- tún) en á háskólaárunum í Þýskalandi á þeim tíma þegar naz- istar byrjuðu að rústa landinu sem verið hafði háborg menningar, vís- inda og tækni í heiminum. Í Dres- den gerðist Einar sá ákafi unnandi óperu og æðri tónlistar sem hann æ síðan var. Í stjórn Kammer- músíkklúbbsins var hann í ára- tugi, staðfastur fulltrúi Beetho- vens, Mozarts og Haydns í veröld á hverfanda hveli. Reyndar tók Einar tónlistina svo alvarlega að frekar en að fara óundirbúinn á tónleika hlustaði hann áður af plötum rækilega á verk sem hann þekkti ekki fyrir. Sjálfum finnst mér að ævir okk- ar Einars hafi legið samsíða í næstum 70 ár. Sú för hófst reynd- ar 1937 eða svo, einum þremur ár- um áður en ég fæddist, þegar hann sem ungur verkfræðingur hjá Reykjavíkurbæ var að mæla á Skólavörðustígnum með nýjum Wild-theodólít. Þá bar að mann sem þótti mikið til tækisins koma og þeir tóku tal saman. Þetta var Steinþór Sigurðsson sem stundað hafði landmælingar á hálendi Ís- lands í mörg sumur á vegum Dana, sennilega með frumstæðari tækjabúnaði. Upp frá þessu voru þeir Steinþór vildarvinir, sálu- félagar og oft samstarfsmenn í áratug, uns Steinþór fórst við Heklu í gosinu 1947 þar sem þeir Einar voru saman við rannsóknir. Margar æskuminningar mínar tengjast því Einari Pálssyni, enda hélst vinátta milli fjölskyldnanna þótt Steinþór félli frá. Og síðar þótti mér, með réttu eða röngu, mikið til Einars koma sem uppal- anda barna sinna, því að eigin sögn reyndi hann ekki að beina þeim á sér-þóknanlegar brautir, heldur örvaði þau til þeirra góðra hluta sem hugur þeirra stefndi til. Svo fórum við báðir að kenna við Háskóla Íslands upp úr 1970, og vorum síðar saman um árabil í stjórn Kammermúsíkklúbbsins. Einar Pálsson kom víða við á langri ævi og sem betur fer hafa ýmsir orðið til að skrá sitthvað af því. En nú var svo komið að engu varð við bætt. Líkt og Alan Karls- son sem strauk úr 100 ára afmæl- isboði sínu í vinsælli bók sem allir eru nú að lesa, sáu örlögin til þess að Einar B. Pálsson hvarf af heimi hér fjórum mánuðum fyrir eigið aldarafmæli. En eilíft líf á hann í verkum sínum og þó einkum í af- komendunum. Sigurður Steinþórsson. Fáum vandalausum á ég jafn- mikla þakkarskuld að gjalda og einmitt Einari B. Pálssyni sem nú er látinn í hárri elli. Mér hefur lengi verið hugstæð setningin um að það þurfi þorp til að ala upp barn. Uppeldi fer ekki aðeins fram innan veggja eigin heimilis. Barn sem á því láni að fagna að vera heimagangur í næstu götu getur sótt þangað áhrif og fyrirmyndir. Vesturbær Reykjavíkur bar á sjötta áratug síðustu aldar einmitt mörg einkenni lítils sveitaþorps. Grásleppukarlar við Ægisíðu, sauðfé og hænsni niður við Lamb- hól, ryðgaðir braggar, leifar af steinsteyptum byrgjum úr stríð- inu þar sem hægt var að leita skjóls við að reykja njóla, óhirt tún þar sem sinan brann að hausti, op- in skólpræsi rétt við þann stað þar sem við krakkarnir skipulögðum lítið þorp og reyndum að stemma stigu við sjávarföllum; allt er þetta í minningunni ævintýraheimur þó síst beri að lasta þá snyrtilegu göngustíga og aðstöðu til líkams- ræktar sem nú hefur tekið við. Fyrsti viðkomustaður í könn- unarleiðöngrum um þennan ævin- týraheim var oftast nær Ægisíða 44 þar sem Árni Einarsson, yngsti sonur Einars, jafnaldri minn (því sem næst) og leikbróðir bjó. En enginn sem kom inn fyrir hússins dyr á Ægissíðu átti þess undan- komu auðið að fræðast af Einari B. Pálssyni. Hann var kennari af guðs náð, hafði sérstakt yndi af að kenna öðrum og var það sem Þjóð- verjar kalla „Besserwisser“ sem var í góðu lagi því hann vissi ein- faldlega allt betur. Hann gerði heiðarlega tilraun til að kenna mér nöfn jurta og fugla, lesa landslag, og þekkja stjörnur him- insins. Allt of lítið af öllu þessu festist þó í huga mér. Hann dró mig einnig með í skíðagöngu, að vísu á Melavellinum til að vinna inn punkta í norrænni keppni, en tókst ekki að gera skíðakappa úr mér. Það sem hins vegar féll í frjó- an jarðveg var það tónlistarupp- eldi sem ég fékk á Ægisíðunni. Einar tók mig með á mína fyrstu sinfóníutónleika, kynnti mig fyrir klassískri tónlist og örvaði með margvíslegum hætti tónlistar- áhuga. Seinna hóf ég svo píanó- nám hjá Sigríði dóttur hans sem þá var að hefja sinn feril sem pí- anókennari. Þó ég næði aldrei svo langt í lífinu að verða tónlistar- maður hefur tónlistin æ síðan ver- ið uppspretta gleði og ánægju. Tónlistin átti einnig eftir að verða leiðarstef í samskiptum okkar Einars gegnum árin, þar sem við hittumst gjarnan í höfuð- vígi hans Kammermúsikklúbbn- um eða annars staðar þar sem tón- list var á hávegum höfð. Eftir að ég tók við starfi sem sendiherra í Berlín á síðasta ári hafði hann sér- stakt yndi af að rifja upp þá tón- leika sem hann hafði sótt í Þýska- landi á námsárunum fyrir stríð. Gæði Þjónusta Gott verð Úrval Fagmennska Kársnesbraut 98 | Kópavogur | S: 564 4566 www.solsteinar.is | sol@solsteinar.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.