Morgunblaðið - 09.11.2011, Síða 37

Morgunblaðið - 09.11.2011, Síða 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2011 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Hinn kunni kúbansk-bandaríski gít- arleikari Manuel Barrueco heldur einleikstónleika í Salnum í Kópavogi í kvöld, miðvikudag, og hefjast þeir klukkan 20.00. Á efnisskránni eru umritun á sellósvítu eftir Bach og Five Pieces eftir Piazzolla, auk verka eftir Ponce, Albéniz og Tárrega. Ferill Barruecos er glæsilegur og hefur hann nokkrum sinnum áður leikið fyrir Íslendinga, til að mynda sem einleikari með Sinfóníu- hljómsveitinni árið 1999 og í Salnum árið 2007. Barrueco hefur leikið í helstu tónlistarhúsum heims auk þess sem margir geisladiskar hafa verið gefnir út með leik hans. Þann- ig frumflutti Barrueco verk eftir Toru Takemitsu með Sinfón- íuhljómsveitinni í Boston undir stjórn Seiji Ozawa, og þá var útgáfa hans á Concierto de Aranjuez eftir Joaquín Rodrigo með Philharmonia Orchestra undir stjórn hetjuten- órnsins Placido Domingo talin af Classic CD Magazine besta upp- takan á þessu meistaraverki klass- ískra gítarbókmennta. Hjónin Manuel Barrueco og Ás- gerður Sigurðardóttir stofnuðu árið 2007 fyrirtækið Tonar Music sér- staklega til að annast útgáfu á upp- tökum hans. Fyrsti diskurinn á þeirra vegum var Solo Piazzolla sem var tilnefndur til Grammy-verðlauna sem besti flutningur einleikara. Nærvera Bachs „Ég byrja á að leika verk eftir Bach og fyrir hlé leik ég líka verk eftir Piazzolla, sem er kunnastur fyrir tangóa sína,“ segir Barrueco. Og hann segir ákveðin tengsl milli þessara tónskálda þótt tíminn hafi skilið þá að. „Piazzolla varð fyrir áhrifum af tónsmíðum Bachs og tengdi ýmsa þætti endurreisnar- tónlistar við tangóinn.“ Á seinni hluta tónleikanna er lögð áhersla á tónlist spænskra tónskálda og verk eftir Mexíkóann Ponce, en þar mætast suðuramerísk og spænsk áhrif. Bach skrifaði ekki verk fyrir gít- ar, því hann var þá ekki til í þeirri mynd sem við þekkjum hann í í dag. „En tónlist Bachs er hægt að leika á hvaða hljóðfæri sem er, ólíkt tónlist- inni sem Chopin samdi fyrir píanó – hana er bara hægt að leika á píanó,“ segir Barrueco. „Tónlist Bachs er meira um uppbygginguna og hæfir alls staðar. Hann umritaði sína eigin tónlist frá einu hljófæri til annars. Við tónlistarmenn erum óumræði- lega þakklátir fyrir viðvarandi nær- veru Bachs.“ Erfitt að skrifa fyrir gítar Á liðnum áratugum hefur mikið af tónlist sem samin var fyrir önnur hljóðfæri verið umritað fyrir gítar. „Það er ekki síst vegna þess að gítar er erfitt hljóðfæri að skrifa verk fyrir,“ segir Barrueco. „Meira og segja Beethoven skrifaði fyrir mandólín, og hann hefði því átt að geta skrifað fyrir gítar líka. Vissu- lega er erfitt að skrifa fyrir gítar sem sólóhljóðfæri og oft var það því fólk sem lék sjálft á gítar sem skrif- aði verk fyrir hljóðfærið. Paganini skrifaði til dæmis fyrir gítar, enda lék hann á gítar líka. Annað mál er að meginrætur gít- arsins eru í spænskri tónlist en svo mikið af klassískri tónlist var undir áhrifum frá þýskri tónlist 19. aldar og þar var píanóið konungurinn. Þar hefur gítarinn líka verið veikastur fyrir. Það var ekki fyrr en á 20. öld sem hægt var að segja að helstu tón- skáldin hefðu samið fyrir gítar. Hvort sem það var Britten, de Falla eða Villa-Lobos, þá var það í fyrsta skipti sem hljóðfærið fékk að njóta sína. Og að það gerðist var mikið spænska gítarsnillingnum Andrés Segovia að þakka. Hann tók gítarinn út úr sínu tiltölulega lokaða sam- hengi og fékk allrahanda tónskáld til að skrifa verk fyrir sig. Það hratt af stað bylgju sem við fljótum ennþá á,“ segir hann. Barrueco hefur átt glæstan feril, bæði sem einleikari á tónleikum og í sölu geisladiska. Hann segir að í tón- listarheiminum í dag styðji þetta hvað við annað; tónlistarmaður sem leikur mikið á tónleikum þarf að gefa út geisladiska. „Á tónleikum í fallegu tónlistar- húsi með góðum hljómburði er auð- velt að láta hrífast með tónlistinni, en það er miklu erfiðara að ná þeim anda í upptökusal. Þar er hætta á að flutningurinn verði kaldari, þótt allir tónar séu á réttum stað,“ segir hann og dásamar viðbrögð áheyrenda á þeim tónleikum sem hann hefur leik- ið á hér á landi. „Áheyrendur hér þekkja vel til tónlistarinnar, búa greinilega að góðri tónlistarmenntun og það er mjög ánægjulegt að upplifa á tón- leikum hér,“ segir hann. Sýning Ingu Elínar Í tengslum við tónleikana mun myndlistarmaðurinn Inga Elín vera með sýningu á verkum sínum í forsal Salarins í dag. Verður sýningin opn- uð klukkan 18 og mun latíndjass- bandið Mojito leika við opnunina. Tónleikagestum er einnig boðið að skoða sýninguna. Auðvelt að láta hrífast með á tónleikum  Hinn kunni gítarleikari Manuel Barrueco leikur í Salnum Gítarleikarinn Manuel Barrueco segir Segovia hafa hrundið af stað bylgju sem gítarleikarar í dag fljóti enn á. Hann leikur fjölbreytileg verk í kvöld. Svartur hundur prestsins (Kassinn) Mið 9/11 kl. 19:30 19.s. Sun 20/11 kl. 19:30 23.s. Fim 1/12 kl. 19:30 27.s. Lau 12/11 kl. 19:30 20.s. Fim 24/11 kl. 19:30 24.s. Fös 2/12 kl. 19:30 28.s. Sun 13/11 kl. 19:30 21.s. Fös 25/11 kl. 19:30 25.s. Lau 19/11 kl. 19:30 22.s. Sun 27/11 kl. 19:30 26.s. Feykilega skemmtileg leikhúsupplifun! Hreinsun (Stóra sviðið) Lau 12/11 kl. 19:30 5.sýn Fim 24/11 kl. 19:30 9.sýn Lau 10/12 kl. 19:30 13.sýn Sun 13/11 kl. 19:30 6.sýn Fös 25/11 kl. 19:30 10.sýn Sun 11/12 kl. 19:30 14.sýn Lau 19/11 kl. 19:30 7.sýn Fös 2/12 kl. 19:30 11.sýn Sun 20/11 kl. 19:30 8.sýn Lau 3/12 kl. 19:30 12.sýn Atriði í sýningunni geta vakið óhug. Allir synir mínir (Stóra sviðið) Fim 10/11 kl. 19:30 21.sýn Fim 17/11 kl. 19:30 23.sýn Lau 26/11 kl. 19:30 25.sýn Fös 11/11 kl. 19:30 22.sýn Fös 18/11 kl. 19:30 24.sýn Aukasýningar í nóvember! Hlini kóngsson (Kúlan ) Sun 13/11 kl. 15:00 Ævintýraferð í leikhúsið fyrir 3-8 ára börn! Uppnám (Þjóðleikhúskjallarinn) Fös 25/11 kl. 22:00 Fös 2/12 kl. 22:00 Lau 10/12 kl. 22:00 Judy Garland (Þjóðleikhúskjallarinn) Lau 12/11 kl. 22:00 7.sýn Sun 20/11 kl. 22:00 8. sýn Kjartan eða Bolli? (Kúlan ) Lau 12/11 kl. 17:00 Miðasala sími: 571 5900 ALVÖRUMENN “Hér er valinn maður í hverju rúmi... Leikurinn er upp á fimm stjörnur.” -Elísabet Brekkan, Fréttablaðið. - harpa alþýðunnar FÖS 28/10 L AU 29/10 FÖS 04/11 L AU 05/11 FÖS 1 1 / 1 1 L AU 12 /11 FÖS 18/11 FIM 24/11 FÖS 25/11 L AU 26/11 FÖS 02 /12 FÖS 09/12 L AU 10/12 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 Ö Ö Ö U Galdrakarlinn í Oz (Stóra sviðið) Lau 12/11 kl. 14:00 17.k Lau 3/12 kl. 14:00 23.k Lau 7/1 kl. 14:00 30.k Sun 13/11 kl. 14:00 18.k Lau 3/12 kl. 17:00 aukas Sun 8/1 kl. 14:00 31.k Sun 13/11 kl. 17:00 aukas Sun 4/12 kl. 14:00 24.k Lau 14/1 kl. 14:00 Lau 19/11 kl. 14:00 19.k Lau 10/12 kl. 14:00 25.k Sun 15/1 kl. 14:00 Sun 20/11 kl. 14:00 20.k Sun 11/12 kl. 14:00 26.k Lau 21/1 kl. 14:00 Sun 20/11 kl. 17:00 aukas Sun 18/12 kl. 14:00 27.k Sun 22/1 kl. 14:00 Lau 26/11 kl. 14:00 21.k Mán 26/12 kl. 14:00 28.k Lau 28/1 kl. 14:00 Sun 27/11 kl. 14:00 22.k Mán 26/12 kl. 17:00 29.k Einn vinsælasti fjölskyldusöngleikur allra tíma NEI, RÁÐHERRA! (Stóra sviðið) Lau 12/11 kl. 19:00 14.k Fös 2/12 kl. 20:00 Lau 10/12 kl. 14:00 Fös 25/11 kl. 19:00 15.k Fös 9/12 kl. 19:00 Gríman: Áhorfendasýning ársins 2011 Kirsuberjagarðurinn (Stóra sviðið) Mið 9/11 kl. 20:00 4.k Lau 19/11 kl. 20:00 7.k Sun 4/12 kl. 20:00 10.k Fim 10/11 kl. 20:00 aukas Mið 23/11 kl. 20:00 8.k Fim 8/12 kl. 20:00 11.k Fös 11/11 kl. 20:00 5.k Lau 26/11 kl. 20:00 aukas Sun 11/12 kl. 20:00 12.k Mið 16/11 kl. 20:00 6.k Sun 27/11 kl. 20:00 9.k Fös 16/12 kl. 20:00 13.k Fös 18/11 kl. 20:00 aukas Fim 1/12 kl. 20:00 aukas Sannkölluð leikhúsperla um ástir, drauma og vonir Gyllti drekinn (Nýja sviðið) Fim 10/11 kl. 20:00 fors Lau 19/11 kl. 19:00 6.k Fim 8/12 kl. 20:00 11.k Fös 11/11 kl. 20:00 frums Sun 20/11 kl. 20:00 5.k Lau 10/12 kl. 20:00 Lau 12/11 kl. 20:00 2.k Lau 26/11 kl. 19:00 7.k Sun 11/12 kl. 20:00 Mið 16/11 kl. 20:00 3.k Sun 27/11 kl. 20:00 8.k Fös 16/12 kl. 20:00 Fim 17/11 kl. 20:00 aukas Fim 1/12 kl. 20:00 9.k Fös 18/11 kl. 19:00 4.k Sun 4/12 kl. 20:00 10.k 5 leikarar, 15 hlutverk og banvæn tannpína Klúbburinn (Litla sviðið) Lau 12/11 kl. 17:00 3.k Dansleikhús um karlmenn. Snýr aftur frá fyrra leikári. Lokasýning Afinn (Litla sviðið) Fös 11/11 kl. 20:00 12.k Fös 18/11 kl. 20:00 13.k Lau 19/11 kl. 20:00 14.k Hlýlegt gamanverk með stórt hjarta. Síðustu sýningar Eldfærin (Litla sviðið) Sun 13/11 kl. 13:00 10.k Sun 20/11 kl. 13:00 Sun 27/11 kl. 13:00 Leikhústöfrar fyrir börn á öllum aldri. Síðustu sýningar Sinfóníuhljómsveit Íslands Örfá sæti laus Miðasala » www.sinfonia.is » www.harpa.is » 528 5050 Í fjarlægum heimi Fim. 24.11. kl. 19:30 Litli tónsprotinn Lau. 26.11. kl. 14:00 Hljómsveitin kynnir sig Stjórnandi: Bernharður Wilkinson Sögumaður: Trúðurinn Barbara Stjórnandi: Ilan Volkov Einleikari: Sæunn Þorsteinsdóttir Anna Þorvaldsdóttir: Aeriality (frumflutningur) Henri Dutilleux: Tout un monde lontain Johannes Brahms: Sinfónía nr. 4 Stjórnandi: Petri Sakari Einleikari: Jósef Ognibene Áskell Másson: Hornkonsert Gustav Mahler: Sinfónía nr. 9 Áskell og Mahler - Fim. 10. 11. kl. 19:30

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.