Morgunblaðið - 15.11.2011, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 15.11.2011, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2011 Reykjavíkurborg hefur komið fyr- ir yfirbyggðu og færanlegu hjóla- stæði á Geirsgötuplaninu. Þar geta hjólreiðamenn lagt hjólum sínum í skjóli og læst þeim við þar til gerðar hjólagrindur. Hjólaskúrinn var útbúinn af um- hverfis- og samgöngusviði Reykja- víkurborgar. Önnur langhlið vöru- gáms var söguð úr og gámurinn síðan málaður og merktur. Verður hjólaskýlið notað til að prófa stað- setningar í borginni og einnig til að sjá hvort Reykvíkingum líki að skilja hjólin sín eftir í svona skýli. Ef hið færanlega hjólaskýli verður mikið notað verður skoðað að reisa varanleg skýli á fjölförnum stöðum, segir í tilkynningu frá borginni. Skýlið Öllum hjólreiðamönnum opið. Yfirbyggt hjólastæði Kostir og gallar mögulegrar sam- einingar háskólanna í kjölfar kreppu verða í brennidepli á ráð- stefnu sem Fræðagarður efnir til á Grand hótel í dag, þriðjudag, kl. 13-16. Helga B. Kolbeinsdóttir, formað- ur Fræðslu- og ráðstefnusjóðs Fræðagarðs, setur ráðstefnuna og erindi flytja: Jón Atli Benedikts- son, aðstoðarrektor vísinda og kennslu við Háskóla Íslands, Stef- án B. Sigurðsson, rektor Háskól- ans á Akureyri, dr. Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri Opna háskól- ans, og Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra. Fundarstjóri er sr. Bragi Skúla- son, formaður Fræðagarðs. Kostir og gallar sameiningar Hádegisfyrirlestur um samstarf Ís- lands og Kína á sviði menningar og skapandi greina verður haldinn í Öskju þriðjudaginn 15. nóvember kl. 12:25. Steinunn Sigurðardóttir fata- hönnuður og Auður Edda Jökuls- dóttir, menningarfulltrúi utanrík- isráðuneytisins, fjalla um helstu þætti íslenskrar menningarkynn- ingar í Kína. Sérstaklega verður sagt frá íslenska skálanum á heims- sýningunni í Sjanghæ og listahátíð- inni Upptakti: 2010. Samstarf við Kína Friðrik Ólafsson stórmeistari tek- ur þátt á al- þjóðlegu skák- móti sem hófst í gær í Amst- erdam í Hollandi. Mótið er haldið í tilefni þess að nú eru 30 ár síðan Max Euwe, for- seti FIDE, lést. Átta skákmenn, bæði konur og karlar á ýmsum aldri, taka þátt. Fjórir skákmenn taka þátt í hvor- um flokki og tefld er tvöföld um- ferð, alls 6 skákir. Í flokki Friðriks tefla auk hans: Paul Van Der Ster- ren, Pia Cramling og Zhaogin Peng. Friðrik gerði jafntefli við Van der Starren í 1. skákinni. Fylgjast má með skákunum á www. skak.is á Moggablogginu. Friðrik Ólafsson teflir í Hollandi Friðrik Ólafsson STUTT Boðað hefur verið til samstöðufund- ar með stofnuninni í Sogni í Ölfusi undir kjörorðinu „Ekki er allt best í Reykjavík“. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 15. nóvember kl. 12:00 á hádegi í miðrými verslunarmiðstöðvarinnar við Sunnumörk í Hveragerði. Áætlaður fundartími er um 30 mínútur. Ávörp á fundinum flytja: Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri í Ölfusi, Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, Eyþór Arnalds, for- maður bæjarráðs Árborgar, Sig- hvatur Björgvinsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Guðni Ágústs- son, fyrrverandi landbúnaðarráð- herra, og Árni Johnsen alþingsmað- ur, sem jafnframt er fundarboð- andi. „Samstöðufundurinn er öllum op- inn, en rík ástæða er til að styðja við bakið á mikilvægri starfsemi á heimaslóð og verja verkreynslu og góðan árangur,“ segir í frétt frá fundarboðanda. Samstöðufundur með Sogni Sunna Ósk Logadóttir sunna@mbl.is Fórnarlamba umferðarslysa verður minnst með mínútu þögn klukkan 11 næstkomandi sunnudag. Þá er al- þjóðlegur minningardagur sem Sameinuðu þjóðirnar standa fyrir og er tileinkaður minningu fórnar- lamba umferðarslysa. Umferðar- stofa mun af þessu tilefni standa fyr- ir sérstakri athöfn við Landspítalann í Fossvogi. Það sem af er ári hafa ellefu manns látist í umferðarslysum hér á landi en allt árið í fyrra létust átta manns í slíkum slysum. Höfðu þá ekki færri látist í umferðinni frá árinu 1968, árið sem hægri umferð var tekin upp á Íslandi. Af þeim sem létust voru 4 karlar og 4 konur. En fjöldi banaslysa segir ekki alla söguna. Í fyrra urðu fleiri alvarleg umferðarslys en árið á undan. Sker árið 2010 sig reyndar úr hvað fjölda alvarlegra slasaðra í umferðinni varðar. Þá fjölgaði alvarlega slösuð- um úr 170 í 205 eða um 21% og höfðu ekki verið jafnmargir síðan 1999. Fæst banaslys á Íslandi 2010 Í skýrslu Umferðarstofu fyrir árið 2010 kemur fram að leiða megi líkum að því að fjöldi látinna í umferðinni það ár hafi verið lægstur á Íslandi á heimsvísu, sé miðað við höfðatölu. Sé tölfræði ársins tekin enn frekar saman kemur í ljós að í fyrra urðu 883 slys með meiðslum og í þeim slösuðust og létust 1.269 manns. Þar af voru 213 sem slösuðust alvarlega eða létust en þeir voru 187 árið áður. 1.056 slösuðust lítillega en árið 2009 voru þeir 1.112. 47% þeirra sem slös- uðust voru ökumenn bifreiða. Far- þegar bifreiða voru 32% og fótgang- andi voru 8%. Reiðhjólamenn voru um 6% og önnur 6% voru á bifhjóli. Flest slys og óhöpp í umferðinni verða milli kl. 15 og 18 síðdegis. Fimm þeirra sem létust í fyrra voru ökumenn eða farþegar í bílum, einn var á bifhjóli og tveir voru fót- gangandi. Einn lést í umferðinni á höfuð- borgarsvæðinu árið 2010 og var sá fótgangandi. Annar fótgangandi lést í Borgarnesi og tveir farþegar bif- reiðar létust í Reykjanesbæ. Þannig létust fjórir af átta manns í þéttbýli og hinir fjórir í dreifbýli. Þrír létust af völdum ölvunarakst- urs og í öllum tilvikum var einnig um hraðakstur að ræða. Enginn sem lést var yngri en 17 ára. Fórnarlamba umferðar- slysa minnst með þögn Morgunblaðið/Jakob Fannar Í sárum Margir eiga um sárt að binda ár hvert vegna bana- og alvarlegra slysa í umferðinni. Í ár hafa 11 látist í umferðarslysum.  Ellefu hafa látist í umferðinni það sem af er ári Markmið stjórnvalda » Markmið stjórnvalda í um- ferðaröryggismálum er m.a. að fjöldi látinna í umferðinni á hverja 100 þúsund íbúa verði ekki meiri en það sem lægst gerist hjá öðrum þjóðum, fyrir árið 2016. » Að fjöldi látinna og alvarlega slasaðra í umferðinni minnki að jafnaði um 5% á ári til árs- ins 2016. Flottar buxur 3 litir: Svart - Blátt - Brúnt Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Glæsileg satínnáttföt Verð 6.900 Póstsendum Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 Næg bílastæði HJÁLP Í NEYÐ Á HEIMASLÓÐUM, símasöfnun Fjölskylduhjálpar Íslands hafin. 2500 börn búa hjá foreldrum sem neyðast reglulega til að sækja sér mataraðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands sem leitar nú eftir stuðningi landsmanna. Við hringjum fljótlega í þig. Söfnunarreikningur 546-26-6609, kt 660903-2590. Hómópatanám Kynning hjá Námsflokkum Reykjavíkur í Mjóddinni föstudaginn 19. nóvember kl. 19 á vegum College of Practical Homeopathy á Íslandi. Fjögurra ára nám, mæting 10 helgar á ári. Námið mun gefa þér djúpa fræðilega og hagnýta þekkingu á efninu. Upplýsingar: Martin, s. 897 8190, martin@hive.is www.homeopathytraining.co.uk GARDEUR GALLA-BUXNATILBOÐ kr. 16,900,- Peysuúrval (jakkapeysur, rúllukragapeysur) Laugavegi 63 • S: 551 4422 Skoðið sýnishornin á laxdal.is Mímir, félag stúdenta í ís- lenskum fræð- um, heldur dag íslenskrar tungu hátíðlegan með veglegri dagskrá á morgun, 16. nóvember. Meðal annars verður fjallað um Chomsky og samskiptin, sam- hverfubragfræði, ritlist sem kennslugrein og hina nýendur- útgefnu bók Angantý: sögu um for- boðnar ástir sem olli uppnámi. Auk þess munu Vigdís Grímsdóttir og Þorsteinn frá Hamri lesa úr verk- um sínum. Dagskráin hefst kl. 17:00 og er haldin í stofu 301 í Árnagarði við Suðurgötu. Mímir fagnar degi íslenskrar tungu Þorláksbúðarfélagið í Skálholti efnir til samveru og bænastundar undir vinnutjaldi yfir Þorláksbúð- arhleðslunni, í dag, þriðjudag 15. nóvember kl. 17:30 að ósk bænda í Biskupstungum. Á samkomunni verður bæna- stund, ávörp og söngur. Fimm prestar flytja ávörp svo og Guðni Ágústsson, Bjarni Harðarson, Gunnar Bjarnason, hönnuður Þor- láksbúðar, og Árni Johsnen, for- maður Þorláksbúðarfélagsins. Söngvarar úr Skálholtskór syngja „Dag í senn“ eftir Sigurbjörn Ein- arsson biskup og samkomugestir syngja kunnan sálm. Allir eru velkomnir. Samverustund í Þorláksbúð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.