Morgunblaðið - 15.11.2011, Side 10

Morgunblaðið - 15.11.2011, Side 10
Fyrir þá sem hafa áhuga á að taka til við að stunda þá frábæru íþrótt að renna sér á rúlluskautum er tilvalið að fara inn á vefsíðuna ehow.com. Þar er hægt að læra allt milli himins og jarðar um rúlluskauta og þar eru allskonar leiðbeiningar og ráð. Til dæmis eru kennd lið fyrir lið grunn- atriðin í því hvernig á að renna sér á rúlluskautum, líka aftur á bak. Þar eru einnig allskonar ráð eins og hvernig eigi að þrífa hjólin á rúllu- skautunum og hvernig eigi að skipta um þessi sömu hjól. Einnig má þarna læra allt um muninn á innandyra- og utandyraskautum. Svo eru þarna að sjálfsögðu allskonar myndbönd til leiðbeiningar, þar sem sérfræðingur í fræðum þessum sýnir hvernig á að stoppa, hvernig á að ýta, skora, skera og margt fleira. Vefsíðan www.ehow.com List Það má með sanni segja að hér sé rúlluskautaíþróttin orðin listræn. Rúlluskautakennsla og fleira 10 DAGLEGT LÍFÚtivist og hreyfing MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2011 María Ólafsdóttir maria@mbl.is Roller Derby eða hjóla-skautarallý, líkt og þaðgæti útlagst á íslensku, ersnertiíþrótt fyrir konur þar sem markmiðið er að brjótast í gegn um hóp andstæðinganna og skora eins mörg stig og hægt er. Ís- lenskur Roller Derby-hópur er nú starfræktur en íþróttin nýtur vax- andi vinsælda víða um heim. Strangari reglur í dag „Roller Derby, sem við höfum kallað hjólaskautarallý á íslensku, á uppruna sinn í Bandaríkjunum. Á sjöunda áratugnum snerist þetta meira um gervislagsmál frekar en leikinn sjálfan eða íþróttina. Roller Derby var síðan endurvakið í Austin í Texas í Bandaríkjunum í kringum 2000 og á uppruna sinn í núverandi mynd þar. En í dag eru margar regl- ur um það hvernig verja megi högg eða stöðva manneskju og margt sem áður var leyft væri gróft brot í dag,“ segir Jóna Svanlaug Þorsteinsdóttir meðlimur í „1. deild“ Roller Derby á Íslandi. Leikurinn virkar þannig að tvö lið spila hvort á móti öðru. Svo- kallaðir „jammers“ eða hlauparar raða sér upp fyrir aftan fjóra varn- armenn andstæðinganna. Það er síð- an takmark hlauparanna að komast í gegnum hópinn, fara einn hring, koma svo aftur og reyna að skora stig fyrir hvern andstæðing sem hún kemst fram hjá. Á meðan eru hinar fjórar til staðar til að hjálpa þeim í gegn og hindra það að hinar komist sína leið. Svona gengur þetta í eina til tvær mínútur eftir því hvernig braut er spilað á. Á þeim tíma er reynt að skora eins mikið og hægt Alveg bannað að hrinda og kýla Í Roller Derby eða hjólaskautarallý gefa leikmenn sér frumleg nöfn og fara í hlut- verk. Íþróttin er upprunnin í Bandaríkjunum en síðan í haust hefur hópur kvenna stundað íþróttina hér á landi og haft gaman af. Leikurinn snýst um að komast í gegn um vörn andstæðinganna og skora eins mörg stig og kostur er. Vígaleg Black Metal Banshee á fullri ferð í Roller Derby leik. Fátt er yndislegra en að ganga á fjöll og þó svo að Vetur konungur sé mættur á svæðið með allskonar veðrum og vindum, þá er engin ástæða til að hætta að ganga á fjöll. Haga bara ferð eftir að- stæðum og velja frekar þau fjöll til uppgöngu sem eru ekki uppi á reg- inhálendi heldur nálægt byggð. Temmileg fjallganga gerir öllum gott og um að gera að taka ung- viðið með í slíkar ferðir og venja þau við sæluna sem fylgir því að sigra fjöll, svo ekki sé nú talað um gæði samverunnar og súrefnisupp- tökuna. Við erum svo rík að fjöllum og ættum að kynnast þeim sem flestum. Endilega … … sigrið fjöll Morgunblaðið/Eyþór Fjallganga Holl og góð hreyfing. Mér tókst að ljúka þessu átíu klukkutímum, fjöru-tíu og sjö mínútum ogþrjátíu og sjö sekúnd- um. Fjórar fyrstu konurnar úr mín- um aldursflokki, 40 - 44 ára, komust inn og ég var í fjórða sætinu,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir sem náði þeim frábæra árangri að ná lágmarkinu til að komast inn í Heimsmeistaramótið í þeirri íþróttagrein sem kallast Iron- man eða járnkarlinn og verður næsta haust á Hawai. Í járnkarlskeppni þarf að synda 3,8 kílómetra í sjó, hjóla 180 kílómetra og hlaupa heilt maraþon, og allt er þetta gert í röð. „Við vorum tólf Íslendingar sem fór- um til Florida að keppa og ég var eina konan í hópnum og sú eina sem náði lágmarkinu og komst inn,“ segir Ásdís sem hefur verið að hlaupa í mörg ár. Æfa 20 klukkustundir á viku „Ég fór og keppti í mínum fyrsta Ironman í fyrra í Kaupmannahöfn, bara til að prófa, en þá var ég ekki búin að æfa mikið og hálfum mánuði fyrir keppni fékk ég auk þess slæmt brjóskloskast. Ég var því ekki í mínu besta formi en tók samt þátt, bara til að sjá og finna hvernig þetta væri. Ég kláraði og gekk ágætlega, þrátt fyrir allt. Ég skráði mig því í keppn- ina í Florida fyrir ári, en það selst yf- irleitt mjög fljótt upp, núna síðast tók það ekki nema fimmtán mínútur.“ Ásdís segir að hún og hinir Íslend- ingarnir ellefu sem tóku þátt hafi strax byrjað að æfa fyrir ári. „Þannig að ég var búin að æfa miklu meira núna heldur en þegar ég fór til Kaup- mannahafnar. Við skiptum okkur í hópa, vorum oft saman þrjú eða fjög- ur, mest í löngu hjólaferðunum. En ég er í þríþrautarfélagi Hafnarfjarð- ar sem heitir 3SH og ég syndi og hjóla með þeim. Við vorum með pró- gramm sem við fórum eftir, syntum, hjóluðum og hlupum í ákveðið marg- ar klukkustundir á viku, og það fór oft upp í 20 klukkutíma á viku. Auk þessa tók ég þátt í hinum ýmsum mótum í sumar hér heima, hlaupakeppnum og hjólakeppnum. Í sumar var ég fyrsta konan í mark í Jökulsárhlaupinu og ég vann þriggja daga þríþraut á Vest- fjörðum. Ég var þriðja í heildina í Bláa- lónskeppninni sem er fjallahólakeppni. Allt er þetta hluti af undirbúningi fyrir Ironman-keppni.“ Verður ekki sjóveik í sjósundi Ásdís segir að vissulega sé mikið mál að halda út svona lengi í stífum og mikl- um æfingum. „Það er til dæmis erfitt að hjóla lengi úti þegar það er farið að kólna svona mikið eins og gerist á þess- um árstíma hér á Íslandi. Annars gekk þetta ótrúlega vel, enda æfi ég miklu meira en fyrir mótið í Kaupmannahöfn, þá var ég ekki með prógramm og auk þess var ég að klára skóla og hafði minni tíma.“ Ásdís er önnur í röð Íslendinga sem komist hafa inn á heimsmeistaramótið en Karen Axelsdóttir keppti á slíku móti núna í haust, en hún þurfti að hætta því hún varð svo sjóveik. Enginn íslenskur karlmaður hefur náð lágmarkinu og komist inn í þessa keppni, svo konurnar eru heldur betur sterkara kynið í þess- um efnum. Og Ásdís er harðákveðin í að verða fyrst Íslendinga til að ljúka keppni á heimsmeistaramóti járnkarlsins. „Ég óttast ekki sjóinn, ég elska sjóinn og verð ekkert sjóveik. En á Hawaí er vissulega mjög heitt og því er mesta áskorunin fyrir mig að komast í gegnum þennan hita, sjórinn er svo heitur að við megum ekki vera í blautgalla, en það verður ekkert mál fyrir mig að synda án galla.“ Keppnin er 13. október 2012, svo nú taka við strangar æfingar hjá Ásdísi. Æfir tuttugu tíma á viku Keppir í járn- karli á Hawaí Hörð Ásdís að hjóla 180 kílómetra í Ironman í Kaupmannahöfn í fyrra. Ásdís Kristjánsdóttir náði lágmarkinu sem þarf til að komast á heimsmeistaramótið í Ironman. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.