Morgunblaðið - 15.11.2011, Síða 14

Morgunblaðið - 15.11.2011, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2011 BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Höfundar frumvarpsdraga um tak- mörkun framleiðslu einstakra svína- kjötsframleiðenda telja að ákvæði frumvarpsins brjóti ekki í bága við eignarréttar- og atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Skrifstofa lög- gjafarmála í forsætisráðuneytinu ósk- aði eftir nánari rökstuðningi fyrir þeirri leið sem valin var. Karl Axels- son, hrl. og dósent við HÍ, segist ekki sjá hvaða rök séu fyrir því að grípa sérstaklega inn í þessa atvinnugrein en ekki notaðar heimildir samkeppn- islöggjafarinnar. Einstökum framleiðendum verður ekki heimilt að framleiða meira en 15% af heildarframleiðslu svínaaf- urða, samkvæmt drögum að frum- varpi sem sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra hefur kynnt í ríkis- stjórn. Mun frumvarpið, verði það að lögum, hafa afdrifarík áhrif á helsta svínakjötsframleiðanda landsins, Stjörnugrís, sem nú er með um 50% framleiðslunnar. Eitt til tvö bú til við- bótar munu vera nálægt mörkunum. Önnur bú eru með langt undir 10% hlutdeild. Frumvarpið ber það með sér að hafa verið samið að mestu leyti áður en endanlegur úrskurður samkeppn- isyfirvalda féll í máli Stjörnugríss og Arion banka en með honum var sam- runi búa bankans á Kjalarnesi og í Borgarfirði við Stjörnugrís ógiltur. Jafnframt kom það fram að Sam- keppniseftirlitið myndi grípa til ráð- stafana til að tryggja að virk sam- keppni yrði á þessum markaði. Verða að þola bótalaust Í drögum að athugasemdum með frumvarpinu er töluverðu púðri eytt í að rökstyðja þá skoðun að breyting- arnar sem frumvarpið hefði í för með sér brjóti ekki í bága við ákvæði stjórnarskrárinnar um atvinnufrelsi og friðhelgi eignarréttar. Virðist þetta gert vegna umsagnar skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu sem telur að til að íhlutun í atvinnu- frelsi og eignarréttindi sem njóti verndar stjórnarskrárinnar fái staðist þurfi meðal annars að sýna fram á al- mannaþörf eða almannahagsmuni og að meðalhófs sé gætt. Í athugasemdum frumvarpsins segir að unnt sé að takmarka eign- arrétt og atvinnufrelsi með almennum hætti. Hlutaðeigandi svínabændur verði að þola þessa íhlutun bótalaust. Bent er á vandamál sem skapast hefðu við óviðráðanlegan samruna svínabúa, að óbreyttum lögum, en auk þess sé með frumvarpinu reynt að tryggja að framleiðsla á svínakjöti verði miðuð við innlendan markað og dregið úr hættu vegna ófyrirséðra sjúkdómafaraldra. Þar sé um að ræða almenna þjóðhagslega hagsmuni sem varði framtíð íslensku þjóðarinnar og því nauðsynlegt að grípa til þeirra að- gerða sem kveðið er á um í frumvarp- inu. Í athugasemdum frumvarpsins er sagt frá takmörkunum á atvinnu- rekstri sem felist í lögum um stjórn fiskveiða. Í umsögn skrifstofu lög- gjafarmála er bent á að fiskistofnarn- ir séu takmörkuð auðlind og ekki séu sambærilegar náttúrulegar takmark- anir við fjölda svína í landinu. Almennar reglur í gildi Karl Axelsson, hrl. og dósent við lagadeild Háskóla Íslands, segist ekki sjá hvaða rök séu til þess að gripið verði sérstaklega inn í þessa atvinnu- grein. Bendir hann á að samkeppn- islöggjöfin búi yfir ýmsum tækjum og tólum til að taka á slíkum málum. Það séu almennar reglur. Telur Karl að sýna þurfi fram á að þau dugi ekki, áður en gripið er til sértækra reglna. Varðandi stöðu þess framleiðanda sem þarf að minnka sína framleiðslu úr um 50% í 15% á nokkrum árum, verði frumvarpið að lögum, segir Karl að þeir sem fjárfest hafi í góðri trú eigi rétt á bótum ef bótaskyldar höml- ur séu settar við atvinnufrelsi þeirra eða eignarrétti. Framtíð íslensku þjóðarinnar í húfi? Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Grísir Svínin leggja til um fjórðung kjötsins á innlenda markaðnum.  Inngrip í starfsskilyrði svínaræktar óheimil nema almenn- ingsþörf krefji  Duga ekki ákvæði samkeppnislaga? Ákvæði stjórnarskrár » Eignarrétturinn er frið- helgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema al- menningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir. (72. gr.) » Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, enda krefjist almanna- hagsmunir þess. (75. gr.) „Mér sýnist að ráðherrann sé að leggja línurnar til að tryggja að þessi grein verði hluti af íslenskum land- búnaði til lengri tíma,“ segir Hörður Harðarson, for- maður Svínaræktarfélags Íslands. Hann vísar til þess að frumvarpið er byggt á niðurstöðum starfs- hóps ráðherra um eflingu svínaræktar og innlendrar kjarnfóðurframleiðslu. Svínaræktarfélagið hefur ekki fjallað um frum- varpsdrögin en Hörður telur að þau séu í ágætu sam- ræmi við ályktun aðalfundar þar sem varað var við samþjöppun framleiðslunnar. Hann tekur fram að ýmis álitamál geti verið uppi um útfærslu. Hörður segir að svínaræktin sé mikilvæg. Hún framleiði um fjórðung þess kjöts sem hér er fram- leitt fyrir innlendan markað. „Það er líka spurning hvað þjóðin vill. Hvernig sér hún fyrir sér að starf- semi til sveita fari fram? Hvert á hlut- verk landbúnaðarins að vera? Mikið er talað um að halda landinu í byggð og tryggja jafnframt sjálf- bærni í framleiðslu, að skepnum líði vel og vel sé gengið um landið. Við þurfum að geta boð- ið neytendum holla og góða vöru á verði sem neytendur og fram- leiðendur eru sáttir við,“ segir Hörður og vonast til að frum- varpið stuðli að þeim markmiðum. Greinin verði hluti af íslenskum landbúnaði FORMAÐUR SVÍNARÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS „Það setur að mér hroll, ekki það að mér sé kalt. Mér sýnist þetta vera lélegur brandari – eða nýtt komm- únistaávarp í svínslegum búningi,“ segir Geir Gunnar Geirsson, einn eigenda svínabúsins Stjörnugríss hf., um frumvarp landbúnaðarráðherra um takmörkun framleiðslu einstakra svínabúa. „Ef manninum er alvara og það ótrúlega gerist að honum takist að fá þetta í gegn á þinginu er þetta náttúrlega rothögg á alla svínakjötsframleiðslu hér. Það stefnir í stöðugt meiri innflutning á þessum af- urðum, samkvæmt alþjóðlegum samþykktum. Þetta frumvarp gerir ekkert annað en að slá af alla mögu- leika til að keppa við innflutning. En kannski er það einmitt ætlunin? Þegar betur er að gáð kemur í ljós að skólastjóri Bændaskólans á Hólum, Jón Bjarnason, var svo áhugalaus um þessa búgrein að hann sinnti því í engu að bjóða upp á hana sem náms- efni fyrir verðandi bændur. Í dag þykist hann svo vera undrandi á því að það skuli ekki vera ræktuð svín á öðru hverju sveitabýli hér,“ segir Geir Gunnar. Hann segir að ákvæði frumvarpsins um að setja 15% hámark á framleiðslu einstakra búa kippi grund- vellinum undan rekstri fyrirtækis síns. Fari frumvarpið í gegn verði hann að grípa til varna. Rothögg á alla svínakjötsframleiðslu EIGANDI STJÖRNUGRÍSS Á KJALARNESI Hörður Harðarson Geir Gunnar Geirsson Í jólablaðinu í ár komum við víða við, heimsækjum fjölda fólks og verðum með fullt af spennandi efni fyrir alla aldurshópa. Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16 mánudaginn 21. nóvember. Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105, kata@mbl.is JÓLABLAÐIÐ Morgunblaðið gefur út stórglæsilegt jólablað laugardaginn 26. nóv. 2011 –– Meira fyrir lesendur Uppáhalds jólauppskriftirnar. Uppskriftir að ýmsu góðgæti til að borða á aðventu og jólum. Villibráð. Hefðbundnir jólaréttir og jólamatur. Smákökur. Eftirréttir. Jólakonfekt. Grænmetisréttir og einnig réttir fyrir þá sem hafa hollustuna í huga þegar jólin ganga í garð. Jólasiðir og jólamatur í útlöndum Jólabjór og vínin. Gjafapakkningar. Tónlistarviðburðir, söfn, kirkjur á aðventu og í kringum jólahátíðina. Kerti og aðventukransar. Jólagjafir Heimagerð jólakort. Jólaföndur. Jólabækur og jólatónlist. Jólaundirbúningur með börnunum. Margar skemmtilegar greinar sem tengjast þessari hátíð ljóss og friðar. Ásamt fullt af öðru spennandi efni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.