Morgunblaðið - 25.11.2011, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2011
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is
Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson,
vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
FRÉTTASKÝRING
Una Sighvatsdóttir
una@mbl.is
„Það kom aftan að okkur að það ætti
að taka þessar greiðslur af okkur,“
segir Haraldur F. Gíslason, formað-
ur Félags leikskólakennara, um til-
lögu borgarráðs um að svipta leik-
skólakennara í borginni svokölluðu
neysluhléi.
Haraldur segir að leikskólakenn-
arar í Reykjavík séu „sturlaðir af
reiði“ enda falli greiðslurnar ekki
niður hjá neinni annarri starfsstétt.
Engu sé líkara en að verið sé að
refsa leikskólakennurum fyrir að ná
góðum kjarasamningum í haust.
„Þetta þýðir minni kjarabætur
fyrir leikskólakennara í Reykjavík,
það er alveg ljóst. Ég græt það ekki
að hinir fái þessar greiðslur, það er
hið besta mál, en það að við séum
tekin svona út fyrir sviga getum við
ekki sætt okkur við.“
Í tillögu Jóns Gnarrs borgarstjóra
sem lögð var fyrir borgarráð í vik-
unni er bent á að í ljósi manneklu og
mikils álags í starfi árið 2007 hafi
borgin ákveðið að verja fé í sértæk-
ar aðgerðir í starfsmannamálum.
Leikskólasviði hafi þá verið
heimilað að greiða sérstaka fjár-
hæð í formi yfirvinnu til þeirra
starfsmanna sem skylt var að
matast með leikskólabörnum,
enda veldu þeir ekki styttri
vinnutíma á móti. Fram-
kvæmdin hafi hins vegar ver-
ið með þeim hætti að leik-
skólakennurum „hafi verið greiddar
10 yfirvinnustundir á mánuði án
þess að vinnuframlag lægi þar að
baki“.
Leita allra löglegra leiða
Nágrannasveitarfélög tóku upp
hliðstæðar yfirborganir um svipað
leyti en þær voru tímabundnar og
féllu niður við gerð næstu kjara-
samninga. Hjá Reykjavíkurborg
hefur árlega komið til umræða hvort
fella ætti þessar greiðslur niður en
jafnan verið fallið frá því.
Jón Gnarr segir í tillögunni að
eðlilegt sé að hverfa frá þessu fyr-
irkomulagi núna. Vísar borgarstjóri
meðal annars í það að þegar leik-
skólakennarar boðuðu verkfall í
haust hafi þeir m.a. farið fram á að
þessar greiðslur yrðu felldar inn í
nýja kjarasamninga við sveitarfélög-
in. Sú krafa náðist hins vegar ekki í
gegn. „Ef við byggjum í fullkomnum
heimi þá væri inni taxti sem segði að
þar sem við gætum ekki tekið mat-
artíma, þá teldist matartíminn til
vinnutíma með 30 mínútna yfir-
vinnugreiðslu á dag. Svona taxti er
hjá mörgum stéttum sem geta ekki
tekið matartíma, en ekki hjá okkur,“
segir Haraldur. Hann vísar í jafn-
ræðisreglu Reykjavíkurborgar þar
sem segir m.a. að ekki megi gera
upp á milli starfsmanna í kjörum af
ómálefnalegum ástæðum. „Við erum
að skoða allar löglegar leiðir til að
hnekkja þessu.“
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Leikið Leikskólakennarar geta ekki brugðið sér út úr húsi til að borða heldur þurfa að vinna í matartímanum.
Sturlaðir af reiði
Borgin afnemur yfirvinnugreiðslur til leikskólakennara
vegna neysluhlés Refsað fyrir að gera góða kjarasamninga
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Hæstiréttur hefur sýknað þá Reyni
Traustason og Jón Trausta Reyn-
isson, ritstjóra DV, og Inga Vil-
hjálmsson, blaðamann DV, af skaða-
bótakröfu knattspyrnumannsins Eiðs
Smára Guðjohnsen vegna umfjöll-
unar blaðsins um fjárhagsmálefni
hans. Héraðsdómur Reykjavíkur
hafði áður dæmt Eiði Smára í vil.
Gerði hann ritstjórum DV og blaða-
manni að greiða Eiði 400 þúsund
krónur í miskabætur og hverjum um
sig 150 þúsund króna sekt í ríkissjóð.
Eiður Smári áleit að brotið hefði
verið gegn friðhelgi einkalífs hans
með fyrirsögnum eins og: „Landsliðs-
fyrirliðinn reynir að standa í skilum:
Eiður Smári í kröggum“ og „Skuldar
1,2 milljarða - á 800 milljónir“. Hæsti-
réttur segir, að þegar metið sé hvar
mörkin liggi milli tjáningarfrelsis og
friðhelgi einkalífs verði að líta til
stöðu þjóðfélagsmála á hverjum tíma,
hvaða málefni hafi borið hæst.
Ekki brotið gegn friðhelgi
Þótti dómurum umfjöllun DV um
lántökur Eiðs Smára lýsa dæmigerðu
ferli um afleiðingar útlánastefnu ís-
lenskra viðskiptabanka og áhættu-
sækni íslenskra fjárfesta, sem kynni
að hafa átt þátt í því hruni sem varð í
íslensku efnahagslífi við fall viðskipta-
bankanna þriggja haustið 2008 og
hefði haft mikil og almenn áhrif á alla
starfsemi í landinu og kjör almenn-
ings. Við þessar aðstæður gæti skerð-
ing á frelsi fjölmiðla til að fjalla um
þessi fjárhagsmálefni Eiðs ekki talist
nauðsynleg í lýðræðisþjóðfélagi.
Um umfjöllun DV um laun Eiðs
Smára frá tilteknu knattspyrnufélagi
tók Hæstiréttur fram að Eiður væri
þjóðþekktur sem atvinnumaður í
knattspyrnu og hefði ekki vikist und-
an því að vera í sviðsljósi fjölmiðla
sem slíkur. Launamál slíkra manna
væru reglulega til umfjöllunar.
Þá féllst rétturinn ekki á að brot-
ið hefði verið gegn friðhelgi einkalífs
Eiðs Smára með umfjöllun DV um
spilafíkn hans. Vísaði rétturinn til
þess að um hefði verið að ræða end-
ursögn umfjöllunar sem áður hafði
birst opinberlega hjá öðrum fjöl-
miðlum og Eiður Smári hefði sjálfur
gert spilafíkn sína að umtalsefni í við-
tölum.
Eiður Smári fær
ekki skaðabætur
vegna skrifa DV
Blaðamenn sýknaðir í Hæstarétti
Morgunblaðið/Eggert
Baráttujaxl Eiður Smári Guðjohn-
sen í ham í landsleik gegn Kýpur.
„Ég fagna þessu og tek ofan fyr-
ir Hæstarétti sem hefur snúið
við þessum héraðsdómi sem
ekki uppfyllti kröfur um tjáning-
arfrelsi,“ segir Hjálmar Jóns-
son, formaður Blaðamanna-
félags Íslands, um málið gegn
blaðamönnum DV.
„Þetta var skoðun félagsins
strax og undirréttardómur féll í
málinu sem Eiður Smári höfð-
aði, að dómurinn mætti ekki
standa. Fjölmiðlamenn verða að
hafa tækifæri til þess að fjalla
um fjárhagsmálefni ef þeir eiga
að gegna sínu aðhaldshlutverki.
Ég tala nú ekki um að blaða-
menn hafi ekki olnbogarými til
að fjalla um eftirmál hrunsins!
Ef dómurinn hefði staðið hefð-
um við orðið að fara með málið
fyrir Mannréttindadómstól Evr-
ópu.“
Fögnum nið-
urstöðunni
BLAÐAMANNAFÉLAGIÐ
Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi
Vinstri grænna, segir ekki hægt að
fallast á rökstuðning meirihlut-
ans vegna niðurfellingar
neysluhlésins, þar sem talið
sé að umframhækkanir sem
Félag leikskólakennara náði
gegnum kjarasamn-
inga vegi upp á móti
yfirvinnugreiðsl-
unum.
Sóley segir þetta
eftiráskýringu. „Það
er brýnt að fram fari endurskoðun
á yfirvinnugreiðslum Reykjavík-
urborgar, en afar ósanngjarnt að
ein kvennastétt sem ekki er ofalin
af launum sínum sé tekin fyrir sér-
staklega,“ segir í bókun Sóleyjar í
borgarráði þegar hún greiddi at-
kvæði gegn tillögunni.
„Matartímar leikskólanna eru
hluti af daglegu starfi sem getur
ekki farið fram án leikskólakenn-
ara […] fyrir þá vinnu eiga kenn-
ararnir að fá greitt.“
Ósanngjarnt og órökrétt
EIGA AÐ FÁ GREITT FYRIR AÐ VINNA Í MATARTÍMA
Haraldur Freyr
Gíslason
Una Sighvatsdóttir
una@mbl.is
Óskað verður eftir því við Hagfræðistofnun
Háskóla Íslands að hún vinni skýrslu um fyr-
irhugaðar framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng, í
stað Ríkisendurskoðunar sem hafnaði verkefn-
inu.
Sveinn Arason ríkisendurskoðandi mætti á
fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis
í gær og ítrekaði þar þau sjónarmið sem fram
komu í bréfi hans til nefndarinnar, að það væri
ekki hlutverk Ríkisendurskoðunar að vinna
slíka skýrslu og stofnunin væri auk þess van-
hæf til verksins vegna tengsla hans við Krist-
ján Möller, stjórnarformann Vaðlaheiðarganga
hf.
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, formaður
nefndarinnar, segir að nefndin muni ekki knýja
Ríkisendurskoðun til að taka að sér verkefni
sem hún vilji ekki vinna. Nefndarmenn sitji
hins vegar eftir með margar spurningar sem
enn sé á margan hátt ósvarað.
„Varðandi vanhæfið blasa auðvitað við
ákveðnar spurningar, því ef ríkisendurskoð-
andi og Ríkisendurskoðun í heild sinni er van-
hæf í þessu máli út af tengslum, hvað þá með
önnur tengsl í öðrum málum? Við gerum ýmsar
athugasemdir við þetta bréf en við virðum hins
vegar niðurstöðu Ríkisendurskoðunar.“
Hefði ekki átt að taka afstöðu
Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingar í
nefndinni, segir það virðingarvert þegar menn
lýsi sig vanhæfa og sér finnist ekki óeðlilegt að
ríkisendurskoðandi telji sig vanhæfan að fjalla
um fyrirtæki mágs síns. „En ég verð hins vegar
að segja að minn skilningur er sá að ef yfirmað-
ur í stofnun af þessu tagi er vanhæfur taki hann
eða stofnunin ekki efnislega afstöðu til málsins
sjálf. En það gerði Ríkisendurskoðun.“ Vísar
Mörður þar í bréfið þar sem lýst var vanhæfi en
auk þess gefnar tvær frekari ástæður fyrir að
stofnunin ætti ekki að taka verkið að sér. „Ég
tel að þetta sé ekki réttur gangur. Ríkisend-
urskoðandi hefði átt að lýsa sig vanhæfan og
skilja það eftir í höndum forsætisnefndar Al-
þingis að ákveða næstu skref í málinu.“
Væri um ráðherra eða forstjóra ríkisstofn-
unar að ræða hefði niðurstaðan líklega verið sú
að setja til bráðabirgða annan mann til að af-
greiða tiltekið mál, að mati Marðar.
Guðfríður og Mörður segja bæði að þetta
veki spurningar um gang mála í hjá Ríkisend-
urskoðun og tengsl þingsins við stofnunina sem
þurfi að skoða í framhaldinu. Hvað mál Vaðla-
heiðarganga snertir telur nefndin eftir sem áð-
ur mikilvægt að óháð mat verði unnið og rök-
rétt næsta skref sé að leita til Hagfræðistofn-
unar.
Guðfríður Lilja segir það hins vegar mun
flóknara og tafsamara ferli fyrir nefndina að
leita út fyrir Ríkisendurskoðun, til þess þurfi
m.a. að fá sérstaka fjárheimild sem ekki sé út-
séð um. „En við munum reyna að láta þessa
niðurstöðu Ríkisendurskoðunar ekki koma í
veg fyrir að þetta óháða mat fari fram.“
Hagfræðistofnun skoði Vaðlaheiðargöng
Vanhæfismat Ríkisendurskoðunar vekur ýmsar spurningar Mun ekki koma í veg fyrir óháð mat
Flóknara og tafsamara ferli fyrir nefndina að leita út fyrir Ríkisendurskoðun og fjárheimild þarf til
„Við munum reyna að láta
þessa niðurstöðu Ríkisend-
urskoðunar ekki koma í
veg fyrir að þetta óháða
mat fari fram“
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir