Morgunblaðið - 25.11.2011, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 25.11.2011, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2011 Þau alvarlegu tíðindi hafa boristað forseti Íslands, sé ekki leng- ur inn á kortinu.    Það mildar máliðnokkuð að ein- vörðungu er átt við jólakortið.    Upplýst hefurverið að for- sætisráðherra Stóra-Bretlands ákvað að strika nokkra stórhöfð- ingja út af jóla- kortalista sínum.    Auk Ólafs Ragnars voru m.a. illasviknir um jólakortið sitt: Hugo Chavez, forseti Venesúela, Mahmoud Ahmedinejad, forseti Ír- ans, hinn sýrlenski Bashar Assad, Gaddafí, kollegi hans í Líbíu, og Kim Jong Il í Norður-Kóreu.    Þórbergur Þórðarson hefði vís-ast metið það svo, að í þessum hóp væri Ólafur svo gott sem kom- inn í kompaní við allífið.    Breska heimsveldið gat forðumtíð látið þjóðarleiðtoga finna fyrir sér með því að senda þeim tundurdufl og flugskeyti, sem þeir vildu ekki fá. Nú verður gamla heimsveldið að láta sér nægja að spæla óvini sína með því að senda þeim ekki skeyti og sem ýtrustu ógnun að strika þá hreinlega út af jólakortalistanum.    Fréttskýrendur stórblaða geraþví skóna að Ólafur Ragnar hafi hrapað af breska jólakortalist- anum vegna Icesave-málsins.    Ef það er rétt mat þá verður aðætla að Jóhanna hafi fengið sitt kort með skilum og kannski í sérstöku hátíðarumslagi. Ólafur Ragnar Grímsson Kortaskortur STAKSTEINAR David Cameron Suðurlandsbraut 20, 108 Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is vi lb or ga @ ce nt ru m .is Einföld og falleg ENA Micro 9 frá Jura er minnsta sjálfvirka kaffivél heimsins í dag. Með einni snertingu fæst nýmalað og ilmandi kaffi beint í bollann. Hægt er að velja um kaffi, espesso, latte macchiato, cappuccino eða heitt vatn í te með því að þrýsta á einn hnapp. Vélin er stílhrein, einföld í notkun og einstaklega hljóðlát. ENA MICRO 9 ONE TOUCH Líttu við hjá Eirvík og við bjóðum þér í kaffi Kynningarverð kr. 149.000 Mjólkurkanna að andvirði kr. 9.420 fylgir sem kaupauki með hverri vél. Veður víða um heim 24.11., kl. 18.00 Reykjavík 0 skýjað Bolungarvík -2 skýjað Akureyri -1 alskýjað Kirkjubæjarkl. 1 alskýjað Vestmannaeyjar 1 alskýjað Nuuk -7 skýjað Þórshöfn 8 skúrir Ósló 2 heiðskírt Kaupmannahöfn 7 þoka Stokkhólmur 6 heiðskírt Helsinki 6 léttskýjað Lúxemborg 6 heiðskírt Brussel 7 skýjað Dublin 12 skúrir Glasgow 12 léttskýjað London 12 léttskýjað París 8 þoka Amsterdam 10 heiðskírt Hamborg 8 skýjað Berlín 7 skýjað Vín 0 alskýjað Moskva -2 snjókoma Algarve 20 heiðskírt Madríd 17 léttskýjað Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjað Róm 15 léttskýjað Aþena 11 léttskýjað Winnipeg 2 skýjað Montreal 1 alskýjað New York 7 heiðskírt Chicago 5 alskýjað Orlando 21 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 25. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:28 16:03 ÍSAFJÖRÐUR 10:58 15:42 SIGLUFJÖRÐUR 10:42 15:24 DJÚPIVOGUR 10:03 15:26 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær 39 ára gamlan karlmann, Redouane Naoui, í 16 ára fangelsi fyrir að bana Hilmari Þóri Ólafs- syni á veitingastaðnum Monte Carlo á Laugavegi í júlí síðast- liðnum. Redouane þarf að auki að greiða dóttur Hilmars Þóris 3,1 milljón króna í bætur, auk málsvarnar- launa og sakarkostnaðar, samtals um 2,3 milljónir króna. Gæsluvarð- hald frá 15. júlí verður dregið frá refsingu hans. Bar við minnisleysi Redouane bar við minnisleysi vegna áfengisneyslu en meðal gagna málsins voru upptökur úr öryggismyndavél veitingastaðarins Monte Carlo. Þar sjást Redouane og Hilmar Þórir í eldhúsi veitingastaðarins. Hilmar situr við borð, en Redo- uane sest hjá honum og virðast þeir ræða saman. Virðist koma til einhverra stimpinga á milli þeirra og sést Redouane síðan leggja til Hilmars með hnífi. Lendir lagið vinstra megin á hálsi Hilmars, sem fellur niður í kjölfarið. Slagæð í hálsi hans fór í sundur og lést hann eftir nokkurra daga sjúkra- legu. Lögregla lagði hald á hníf sem fannst á vettvangi. Reyndist vera um að ræða búrhníf með bjúgblaði, sem mældist 25,8 sm á lengd. Sýni send til Svíþjóðar Sýni, sem tekin voru úr bletti á skyrtu ákærða og af hnífsblaði, gáfu jákvæða svörun sem blóð og voru send til DNA-samanburðar- rannsóknar við Statens Kriminal- teknisk Laboratorium í Svíþjóð. Samkvæmt greinargerð rann- sóknastofunnar reyndust tvö sýni sem tekin voru úr skyrtunni hafa sama DNA-snið og var það snið hið sama og DNA-snið Hilmars Þóris Ólafssonar. Sama niðurstaða var um DNA-snið sýnis sem tekið var af hnífsblaði. annalilja@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Vettvangur Árásin átti sér stað á veitingastaðnum Monte Carlo. Sextán ára fangelsi fyrir manndráp  Veittist að fórnarlambi með hnífi - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.