Morgunblaðið - 25.11.2011, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2011
Fjölnir Stefánsson,
tónskáld og fyrrver-
andi skólastjóri Tón-
listarskóla Kópavogs,
lést á heimili sínu í
gær, 81 árs að aldri.
Hann fæddist í
Reykjavík 9. október
1930 og voru foreldrar
hans Hanna Guðjóns-
dóttir píanókennari og
Stefán Kristinsson
tollstjórafulltrúi.
Systkin Fjölnis eru:
Hanna Kristín, f.
24.12. 1939, Elín, f.
13.10. 1943, Sigríður, f.
10.8. 1945 og Árni Erlendur, f.
14.2. 1949.
Eftirlifandi eiginkona Fjölnis er
Arndís Guðmundsdóttir. Börn
þeirra eru Ingibjörg, f. 31.10. 1958,
Þorbera, f. 20.1. 1962 og Brynhild-
ur, f. 28.5 1967.
Fjölnir nam við Verslunarskól-
ann og Tónlistarskólann í Reykja-
vík, stundaði sellónám hjá dr.
Heinz Edelstein og nám í hljóm-
fræði og tónsmíðum hjá Jóni Þór-
arinssyni frá 1947, lauk burtfarar-
prófi 1954. Einnig stundaði hann
framhaldsnám í tónsmíðum hjá Ma-
tyas Seiber í London
1954-1958. Meðal
margra tónsmíða eftir
Fjölni má nefna þrjú
sönglög fyrir sópran
og píanó við ljóð úr
Tímanum og vatninu,
sextett fyrir flautu,
klarinett, horn, fagott,
fiðlu og selló, hljóm-
sveitarverkið Kóplon,
og Limrur við ljóð
Þorsteins Valdimars-
sonar.
Fjölnir var kennari
við Tónlistarskólann í
Reykjavík 1958-1968,
við Tónlistarskóla Mosfellshrepps
1965-1966 og Tónlistarskóla Kefla-
víkur 1965-1967. Hann var skóla-
stjóri Tónlistarskóla Kópavogs
1968-2000.
Formaður stjórnar Íslenskrar
tónverkamiðstöðvar var Fjölnir
1983-1984, sat í stjórn STEFs
1974-1988 og var meðal stofnenda
Musica Nova. Hann hafði forgöngu
um stofnun Taflfélags Kópavogs og
var formaður 1967-1971, hann var
gerður heiðursfélagi 1994. Árið
1994 var Fjölnir einnig heiðurs-
listamaður Kópavogs.
Fjölnir Stefánsson
Andlát
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Hjörleifur Stefánsson arkitekt hefur
sagt af sér sem formaður Húsafrið-
unarnefndar vegna þeirrar ákvörð-
unar Katrínar Jakobsdóttur,
mennta- og menningarmálaráð-
herra, að fara ekki að tillögu Húsa-
friðunarnefndar um friðun Skál-
holtskirkju og Skálholtsskóla.
Nefndin vildi þannig stöðva bygg-
ingu Þorláksbúðar sem hún álítur að
muni rýra gildi þeirra bygginga sem
fyrir eru á staðnum.
Í afsagnarbréfi sínu segir Hjör-
leifur að þetta sé í fyrsta sinn sem
ráðherra fari ekki að tillögu nefnd-
arinnar um friðun. Í því sé fólgið
vantraust á mati nefndarinnar á gildi
bygginganna og að ráðherra meti
aðra hagsmuni meira.
Auk þess sendi Hjörleifur Katrínu
Jakobsdóttur persónulegt bréf
vegna afsagnar sinnar þar sem hann
gagnrýnir ákvörðun hennar um að
fara ekki að tillögu nefndarinnar,
slík vinnubrögð séu ekki fagleg.
Segir meðal annars orðrétt í bréf-
inu:
„Ekki kann ég við að segja að um
sé að ræða undirlægjuhátt gagnvart
vinnufélaga á Alþingi og undanláts-
semi við þau venjulegu, ófaglegu og
óheiðarlegu vinnubrögð sem við-
gangast í þessu samfélagi. Ég er
feiminn við að nota þessi orð en þeg-
ar litið er yfir feril þessa máls frá
upphafi blasir við manni slík runa af
óheiðarleika, lygum, prettum og ljót-
um vinnubrögðum að manni verður
orðfall. Ég skil ekki hvernig stjórn-
málamaður í þinni stöðu getur tekið
svona ákvörðun sem í reynd þýðir
aðeins að verið er að festa í sessi það
sem ætti að uppræta.“
Formaður hættir vegna
ákvörðunar ráðherra
Morgunblaðið/RAX
Skálholt Tóftir Þorláksbúðar má sjá hægra megin á myndinni.
Álítur ráðherra
vantreysta Húsa-
friðunarnefnd
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
stöðvaði akstur karlmanns í gær-
dag, en maðurinn reyndist ölvaður
undir stýri. Það væri ekki í frásög-
ur færandi nema fyrir þær sakir að
með honum í bílnum voru eigin-
kona hans og barn þeirra.
Að sögn lögreglu er þetta ekki í
fyrsta skipti sem hafa þarf afskipti
af manninum vegna ölvunarakst-
urs. Auk sektar og sviptingar öku-
réttinda var málið tilkynnt barna-
verndaryfirvöldum.
Ók ölvaður um með
fjölskylduna í för
- nýr auglýsingamiðill
Ný sending
Verð kr. 7.900
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Eddufelli 2, sími 557 1730
www.rita.is
Tvær í einni
Pelsfóðurkápur
og -jakkar
www.tk.is
ERUM EINGÖNGU
Á LAUGAVEGI 178
Laugavegi 178 - Sími. 568 9955
AFSLÁTTUR AF
ÖLLUM IITTALA VÖRUM
Vertu
vinur á
Facebook
MATAR & KAFFISTELLUM
SÖFNUNARHNÍFAPÖRUM
ÍTÖLSKUM HITAFÖTUM
HNÍFAPARATÖSKUR TILBOÐ
MÖRG GÓÐ GLASATILBOÐ
MÖRG FLEIRI TILBOÐ
NÝTT KORTATÍMABIL
FÖSTUDAG & LAUGARDAG
Í TÉKK-KRISTAL
BOMBA
AFMÆLIS 41
árs
Fallegar Jólagjafir
HJÁLP Á HEIMASLÓÐUM
Söfnunarreikningur 546-26-6609,
kt 660903-2590. Tökum á móti matvælum,
fatnaði og jólapökkum alla virka daga
frá 9 -17 að Eskihlíð 2 - 4, 105 Reykjavík.
Náttföt
Sloppar
Náttkjólar
Undirkjólar
Sundföt
Undirföt
Vertu vinur
á facebook
YÜØ f|zâÜÄtâz
Mjóddin s. 774-7377