Morgunblaðið - 25.11.2011, Page 11
Morgunblaðið/RAX
Hugsjónakonur Hér eru þær Alda og Þórdís við höfuðstöðvar Græna krossins í skóginum og Karri skemmtir sér.
leik, skiptum krökkunum upp í lið og
hvert lið fær stóran ruslapoka og all-
ir fara inn í skóginn hér og tína allt
það rusl sem finnst. Þegar þau koma
til baka þá finnum við út hver verður
með mesta ruslið og allir fá verðlaun
fyrir að standa sig vel. Þetta verður
hátíð því við ætlum að halda smá
veislu þegar tiltektinni verður lokið.
Okkur langar líka að halda teikni-
keppni, bjóða þeim sem taka þátt að
senda okkur myndir af einhverju
sem tengist náttúrunni. Við förum
svo yfir teikningarnar og sendum
viðurkenningu til þeirra sem senda
áhugaverðustu myndirnar.“
Skrifstofa Græna krossins er
úti í skóginum í litlu húsi sem Alda á
þar og þegar þær fara þangað þá
skokkar Karri, hundurinn hennar
Öldu, gjarnan með þeim. Hann hefur
reyndar verið svolítið erfiður í dýra-
verndinni því hann drepur stundum
kanínur, sem mikið er af í skóginum.
„Hann drap kærustuna hans Trefils,
sem var kanína sem ég átti,“ segir
Alda. Þær Alda og Þórdís halda gott
bókhald yfir starfsemi Græna kross-
ins í sérstakri bók og þar kemur
fram að meðlimir félagsins eru orðn-
ir rúmlega þrjú hundruð. „Við ætl-
um að safna fleiri félögum og kynna
Græna krossinn á jólamarkaði
næsta sunnudag frá klukkan ellefu
til fimm í gamla Elliðavatnsbænum.
Við ætlum líka að selja piparkökur
til styrktar félaginu en við bökuðum
og skreyttum þær sjálfar. Við fáum
heiðursborð niðri í kjallara á mark-
aðinum, af því við leggjum okkur
fram um að halda svæðinu hér í
Heiðmörk hreinu, tínum alltaf upp
rusl þegar það verður á vegi okkar.“
Framtíðin er björt hjá þessum
ungu hugsjónakonum. Þórdís ætlar
að verða dýralæknir og hún á hryssu
sem heitir Bekka. Alda ætlar að
verða kokkur og rithöfundur og
kannski teikna líka. Og þær eru báð-
ar að læra á hljóðfæri, Alda á fiðlu
en Þórdís á selló.
Facebook: Græni krossinn
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2011
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
D
A
G
SV
ER
K
/1
11
1
Velkomin í
Litlatún í Garðabæ
- verslunarkjarni í alfaraleið
Ég elska jólin, þau eru há-punktur ársins og þaðskiptir engu máli þóttjólafríið í ár verði styttra
en þriggja orða ljóð eftir eitthvert
framúrstefnuskáld; jólin eru tíminn.
Ég skil ekki þá sem upplifa des-
ember eins og febrúar og enn síður
þá sem hafa það beinlínis að áhuga-
máli að finna hátíðinni allt til foráttu,
ef það er einhvern tímann tími til
þess að gera gott úr hlutunum og
reyna að finna gleðina í hjartanu, þá
er það um jólin.
Jólaundirbúningur, jólaföndur,
jólaskraut, jólakort, jólabakstur,
jólaöl og jólaljós. Piparkökur, mand-
arínur, konfekt, sörur, rjúpur,
nammi namm. Home Alone, Christ-
mas Vacation, Lord of the Rings,
Die Hard. Ef ég nenni, Last Christ-
mas, White Christmas. Ó já, ég elska
jólin.
Fólk elskar og hatar jólin af alls
konar ástæðum, meðvituðum og
ómeðvituðum. Sumir eiga vondar
minningar um jólin, aðrir hafa lítið
til að gleðjast yfir. Ég er óendanlega
þakklát fyrir að eiga bara góðar og
fallegar minningar um gleðileg jól í
faðmi fjölskyldunnar. Allt ofantalið
væri lítils virði ef ekki
væri hægt að njóta
þess með fjölskyldu og
vinum.
En í jólagjöf óska ég
einskis heitar
en að fá nóg. Ég
vildi að dóm-
nefnd
Rann-
sóknarset-
urs versl-
unarinnar
hefði valið Nóg
jólagjöfina í ár. Þessi
jól, þetta haust, kallar
heimsbyggðin eftir því að fá nóg.
Nóg af frelsi, nóg af efnislegum gæð-
um, nóg handa sér og sínum. Fólk er
orðið langþreytt á því að horfa upp á
ofgnótt þeirra sem fá aldrei nóg.
Mér er það ekkert sérstakt kapps-
mál að komast „í kjólinn fyrir jólin,“
né hef ég stórar áhyggjur af auka-
kílóunum sem eru fylgifiskur hátíð-
arinnar. Ég fæ hins vegar dálitla
jóla-timburmenn þegar ég þvælist
inn í verslunarmiðstöðvarnar milli
jóla og nýárs og við blasa langar bið-
raðir við skilakassa stórvörumark-
aðanna og innkaupakerrur í röðum,
yfirfullar af jólagjöfunum sem eng-
inn vildi. Þar er meira en nóg.
En eyðslufylliríinu lýkur ekki um
jólin, eftir jól koma áramót. Þá
flykkjast Íslendingar á flugeldasöl-
urnar og styrkja björgunarsveitir
landsins með Visakortinu. Svo fuðra
peningarnir upp í stórkostlegustu
flugeldasýningu í heimi. Þá er ég
ekki bara glöð og þakklát fyrir
að vera með fjölskyldunni
heldur líka fyrir að vera
Íslendingur. Við erum
kannski óttalegir
kjánar stundum en
við erum kjánar
saman.
»Ég fæ hins vegar dá-litla jóla-timburmenn
þegar ég þvælist inn í versl-
unarmiðstöðvarnar milli
jóla og nýárs og við blasa
langar biðraðir við skila-
kassa stórvörumarkaðanna
HeimurHófíar
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is