Morgunblaðið - 25.11.2011, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 25.11.2011, Qupperneq 12
ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Sumum norðan Glerár fannst bein- línis notalegt þegar rafmagnið fór af í hálftíma í fyrrakvöld. Kveiktu á kertum og töluðu við börnin sín við flöktandi kertaljós. Ekkert sjón- varp, engin tölva; dásamlegt.    Á árum áður var rafmagnsleysið gjarnan að kenna krapa í Laxá, en nú var það 11 þúsund volta kapall í spennistöð Norðurorku við Urðargil sem brann og skapaði þessa róm- antísku stemningu í stutta stund.    Tíu snjóbyssur voru ræstar í Hlíðarfjalli í gærmorgun. Frosti er spáð allra næstu daga og einhverri úrkomu. Skothríðin nægir vonandi í gott undirlag svo hægt verði að opna brekkurnar fljótlega.    Áhugafólki um góða leiklist skal bent á verkið Saknað, sem Silf- urtunglið býður upp á í Rýminu. Áhrifaríkt verk eftir Jón Gunnar Þórðarson, sem leikstýrir sjálfur. Sýningar verða aðeins sex, þær síð- ustu í kvöld og á morgun.    Ekki er hægt að segja Saknað sé beinlínis falleg sýning, en hún er það þó einhvern veginn samt. Áhorfand- inn sveiflast dálítið og það er ekki fyrr en í blálokin að hann áttar sig. mjög áhrifamikil sýning.    Þetta nýja verk Jóns Gunnars gerist í samtímanum og hefur óþægilegar skírskotanir til atburða sem fólk kannast við. Leikararnir eru góðir en ég verð að nefna sér- staklega Kára Viðarsson, sem var afar sannfærandi. Hreinlega frá- bær.    Aðventuævintýri á Akureyri hefst á morgun, laugardag, en þá verða ljósin tendruð á jólatrénu á Ráðhústorgi. Tréð er gjöf frá Rand- ers, vinabæ Akureyrar í Danmörku. Dagskráin hefst klukkan 14.50 og lýkur rétt fyrir kl. 16.00.    Boðið verður upp á fjölbreytta jónatónlist á torginu, fyrir börn og fullorðna, og von er á jólasveinum. Á morgun verður á nýjan leik kveikt á hjartanu í Vaðlaheiðinni.    Aðventuævintýrið heldur svo áfram fram að jólum og verður ým- islegt á dagskrá. Sjá nánar á vefnum visitakureyri.is    KEA úthlutaði í vikunni styrkjum úr Menningar- og viðurkenn- ingasjóði. Þetta er í 78. sinn sem KEA veitir styrki úr sjóðnum, nú alls 6,1 milljón króna. Nánar á www.kea.is    Hljómsveitin Dikta verður með útgáfutónleika á Græna hattinum í kvöld kl. 22. Tilefnið er útkoma breiðskífunnar Trust me, þeirrar fjórðu sem sveitin gefur út. Rómantík í boði Norðurorku Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Saknað Ívar Helgason og Kári Viðarsson í verki Jóns Gunnars í Rýminu. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2011 NÝR ÞÁTTUR Á FÖSTUDÖGUM Í MBL SJÓNVARPI! Ljósin verða tendruð á vinabæjarjólatré Kópa- vogsbúa á Hálsatorgi laugardaginn 26. nóv- ember kl. 16:00. Jólatréð er gjöf bæjarbúa í Norrköping í Svíþjóð til Kópavogsbúa. Sendi- herra Svíþjóðar, Anders Ljunggren, afhendir tréð og Hjálmar Hjálmarsson, forseti bæjar- stjórnar, tekur á móti því fyrir hönd bæjarins. Skólahljómsveit Kópavogs og Samkór Kópa- vogs spila og syngja jólalög og nokkrir jóla- sveinar taka forskot á sæluna og kíkja í heim- sókn. Að venju verður fjölbreytt dagskrá í næsta nágrenni í tilefni dagsins. Jólakötturinn verður m.a. á kreiki í Bókasafni Kópavogs og dýrin í Náttúrufræðistofu Kópavogs skrýðast jólabúningi. Laufabrauðsgerð fer fram í Gjá- bakka og listamenn í miðbæ Kópavogs opna vinnustofur sínar upp á gátt. Nánar á vefnum www.kopavogur.is. Kveikt á vinabæjarjólatré í Kópavogi Ljósin á Hamborgartrénu verða tendruð kl. 17:00 laugardaginn 26. nóvember en tréð stendur á Mið- bakka Reykjavíkurhafnar. Þetta er í 47. skiptið sem góðir vinir í Hamborg senda jólatré hingað. Við at- höfnina munu fulltrúar frá Hamborg flytja stutt ávarp um leið og þeir afhenda gjöfina og Hjálmar Sveinsson, stjórnarformaður Faxaflóahafna sf., þakkar fyrir. Sendiherra Þýskalands á Íslandi, Her- mann Sausen, ávarpar gesti við tréð. Að athöfn lok- inni verður gestum boðið í heitt súkkulaði og viðeig- andi bakkelsi í Hafnarbúðum. Skólakór Kársnes- skóla syngur jólalög undir stjórn Þórunnar Björns- dóttur. Þessi siður, að senda jólatré til Reykjavíkur- hafnar, er tileinkaður íslenskum togarasjómönnum sem sigldu á Hamborg með fisk strax eftir seinni heimsstyrjöldina og þess er sérstaklega minnst að þeir gáfu svöngu og ráðlausu fólki á hafnarsvæðinu mat. Ljósin tendruð á Hamborgartrénu Hjartaheill, landssamtök hjarta- sjúklinga, afhentu nýlega Vild- arbörnum Icelandair átta fullar föt- ur af erlendri smámynt úr söfn- unarbaukum sínum. Sjóðurinn Vildarbörn er m.a. fjármagnaður með söfnun myntar um borð í vél- um Icelandair. Markmið hans er að gefa langveikum börnum, for- eldrum þeirra og systkinum tæki- færi til þess að fara í draumaferð. Á mynd eru frá vinstri frá Hjarta- heillum Guðmundur Bjarnason for- maður, Dóra Elín Atladóttir, for- stöðumaður Vildarbarna Iceland- air, Guðrún Franzdóttir, Ásgeir Þór Árnason framkvæmdastjóri, Kristján Smith, Sveinn Guðmunds- son varaformaður og Rúrik Krist- jánsson. Gáfu Vildarbörnum fullar fötur af mynt Skákdeild Fjölnis heldur hið árlega TORG-skákmót laugardaginn 26. nóvember í Hlöðunni við Gufu- nesbæ, rétt við Skemmtigarðinn í Grafarvogi. Mótið hefst kl. 11:00. Skákdeild Fjölnis hefur veg og vanda af framkvæmdinni og nýtur stuðnings fyrirtækja í Grafarvogi sem gefa um 30 vinninga og veit- ingar í skákhléi. Skákstjórar verða þeir Stefán Bergsson frá Skákakademíunni og Helgi Árnason frá Skákdeild Fjöln- is. Tefldar verða sex umferðir með sjö mínútna umhugsunarfresti. Mótinu lýkur kl. 13:00. Skráning á mótsstað og eru þátttakendur beðnir að mæta tímanlega. Torgmót Fjölnis í hlöðunni í Gufunesi Su Ge, sendiherra Alþýðulýðveld- isins Kína á Íslandi, flytur erindið „Samskipti Íslands og Kína í al- þjóðlegu samhengi“ á Háskólatorgi föstudaginn 25. nóvember kl. 13:20- 14:20. Hann mun ræða samskipti Ís- lands og Kína og framtíðarhorfur á þessu fertugasta ári stjórnmála- sambands ríkjanna. Aðgangur er ókeypis. Ræðir samskipti Ís- lands og Kína Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Skoðun keppnishrossa á Landsmóti hestamanna í sumar leiddi í ljós áverka á neðri kjálka margra hrossa. Eru þeir einkum taldir stafa af notk- un ákveðinnar gerðar beislisméla sem aukist hefur á undanförnum ár- um. Landssamband hestamanna- félaga hefur brugðist við með skipun velferðarhóps sem á að taka á mál- unum. Dýralæknar hafa á undanförnum landsmótum skoðað keppnishross samkvæmt fyrirkomulagi sem Sigríð- ur Björnsdóttir, dýralæknir hrossa- sjúkdóma hjá Matvælastofnun, hefur þróað í samvinnu við LH. Við skoðun á landsmótinu á Vindheimamelum í sumar fundust áverkar í munni um fjórðungs hrossanna sem kepptu, sem er svipað og á fyrri mótum, en minna bar á bólgum í fótum en oft áð- ur. Tveir hestar fengu ekki að hefja keppni vegna helti. Þá voru svokölluð ágrip, þegar fætur hests rekast sam- an, ekki algeng nema eftir keppni í A- flokki gæðinga. Sigríður Björnsdóttir segir það ákveðin vonbrigði að ástandið í heild hafi ekki batnað. Getur haft varanleg áhrif Áverkar í munni voru kannaðir betur en á fyrri mótum. Þannig var kjálkabein í neðri kjálka skoðað eins og mögulegt var og þreifað á tann- lausa bilinu. Kom í ljós að þar voru bólgur og sár hjá 51 hrossi, eða um 15% hrossanna. Áverkar þessir eru hrein viðbót við áverka á mjúkvef í munni sem kann- aðir hafa verið á fyrri mótum. Sigríður segir að meiðsli á kjálka- beini séu metin alvarleg út frá velferð dýra. Hún segir að þetta sé viðkvæmt svæði þar sem enginn mjúkvefur sé til að dempa þrýsting. Hann geti því fljótt valdið sársauka. Dæmi voru um að komin væri beinhimnubólga og op- in sár og því hætta á varanlegum skaða. Áverkarnir eru raktir til óvarlegr- ar notkunar stangarméla með tungu- boga. Sigríður tekur fram að knap- arnir hafi almennt ekki vitað um áverkana. Þessi tegund méla er algeng í hestamennsku um allan heim og hef- ur notkun á þeim verið að færast í aukana hér á landi. Sigríður segir mikilvægt að knapar séu meðvitaðir um áhrif þessa búnaðar og gæti þess að ofnota hann ekki. LH ræðir aðgerðir Stjórn Landssambands hesta- mannafélaga ákvað að stofna velferð- arhóp til að taka á þessum málum, strax og Sigríður kynnti niðurstöður sínar. „Hópurinn mun fjalla um það hvort hægt er að bregðast við með aukinni fræðslu eða hvort lagt verður til að notkun ákveðins búnaður verð- ur bönnuð í keppni. Það verður að gera á upplýstan hátt og án allra öfga, en með velferð hestsins að leiðar- ljósi,“ segir Haraldur Þórarinsson, formaður LH. Alvarlegir áverkar á kjálka keppnishrossa Morgunblaðið/Ómar Frá landsmóti hestamanna Kröfur um afköst keppnishrossa aukast sífellt.  LH skipar nefnd til að bregðast við ábendingu dýralæknis Mél Stangarmél með bogatungu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.