Morgunblaðið - 25.11.2011, Side 18

Morgunblaðið - 25.11.2011, Side 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2011 Lykilstjórnendur Haga, sem meðal annars eiga Bónus og Hagkaup, fá 1,4% hlut í félaginu samkvæmt sam- komulagi sem þeir gerðu við Arion banka í febrúar á síðasta ári, segir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðu- maður samskiptasviðs Arion banka, í samtali við Morgunblaðið. Samkomulagið fól í sér forkaupsrétt á allt að 5% hlut í Högum með afslætti. Í stað þess að efna for- kaupsréttinn afhenti Eignarbjarg stjórnendunum 1,4% hlut í Högum sem nam þeim afslætti sem samið hafði verið um. Verðmæti hlutarins nemur um 170 milljónum króna en heildargreiðsla til þeirra nemur um 340 milljónum króna. Skattur er hins vegar greiddur af samkomulaginu og standa stjórnendur Haga því eftir með 170 milljón króna hlut í félaginu. Að sögn Haraldar er það Eignarbjarg, dótturfélag Arion banka, sem ber allan kostnaðinn af sam- komulaginu. Í stjórnarháttayfirlýsingu Haga, sem var und- irrituð 18. nóvember sl. og birt hefur verið á vefsíðu félagsins, má sjá við hvaða stjórnendur Arion banki gerði fyrrnefnt samkomulag. Þeir eru Finnur Árna- son, forstjóri Haga, Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Bónuss, Gunnar Ingi Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Hagkaupa, Lárus Óskarsson, framkvæmdastjóri Aðfanga, og Kjartan Már Frið- steinsson, framkvæmdastjóri Banana. Hlutur Finns er mestur, eða ríflega fjórar milljónir hluta, Guðmundur 2,8 milljónir hluta, Kjartan rúmlega milljón hluti en Gunnar Ingi og Lárus eiga 547 þúsund hluti hvor. Almennt útboð á hlutabréfum í Högum verður kynnt á næstu dögum. Í útboðinu mun almenningi og fagfjárfestum bjóðast að kaupa 20-30% af útgefnum hlut í smásölurisanum. Óskað verður eftir áskriftum á verðbilinu 11-13,5 krónur á hlut. Fyrr á þessu ári seldi Eignarbjarg 34% hlut til Búvalla slhf., félags í eigu lífeyrissjóða og annarra fagfjárfesta, á genginu 10 krónur á hlut. Að auki samdi félagið um kauprétt á 10% útgefinna hlutabréfa til viðbótar á genginu 11 sem þegar hefur verið nýttur. hordur@mbl.is Lykilstjórnendur Haga hafa eignast 1,4% hlut í félaginu STUTTAR FRÉTTIR ... ● Mikill meirihluti stjórnenda fyrirtækja telur aðstæður í atvinnulífinu vera slæmar og flestir telja líklegt að þær breytist ekki. Þetta kemur fram í nýrri könnun Capacent á viðhorfum stjórn- enda stærstu fyrirtækja landsins. Sam- kvæmt könnuninni telja 72% stjórn- enda aðstæður slæmar, 26% að þær séu hvorki góðar né slæmar en aðeins 2% að þær séu góðar. Meiri svartsýni ríkir á meðal stjórnenda á landsbyggð- inni en höfuðborgarsvæðinu. Svartsýni í atvinnulífinu Framtakssjóður Íslands áformar að tæplega 90% núverandi eignasafns sjóðsins verði skráð á hluta- bréfamarkað innan þriggja ára. Þau fyrirtæki sem til stendur að skrá á markað eru SKÝRR, N1, Ice- landic Group og Promens. Fram kemur í tilkynningu að nú sé hlutur sjóðs- ins í Icelandair eina skráða eign sjóðsins. Þessi umbreyting sé í samræmi við stefnu Framtaks- sjóðsins um að taka þátt í endurreisn hlutabréfa- markaðar á Íslandi. Þetta sé á meðal þess sem hafi komið fram í er- indi Finnboga Jónssonar, framkvæmdastjóra Framtakssjóðsins, á málþingi Deloitte, Kauphall- arinnar og Viðskiptaráðs um virkan hlutabréfa- markað á Íslandi í gær. Í tilkynningu sjóðsins seg- ir að SKÝRR sé í dag níunda stærsta upplýsingatæknifyrirtæki á Norðurlöndum, með starfsemi á Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Áætluð velta félagsins á yfirstandandi ári sé um 24 millj- arðar króna og hjá félaginu starfi um 1.100 manns, þar af um 600 á Íslandi. Með 35-40% markaðshlutdeild Icelandic Group sé alþjóðlegt sjávarútvegsfyr- irtæki. Í lok árs 2011, eftir að eignir félagsins í Bandaríkjunum og tengd starfsemi hafi verið seldar, sé gert ráð fyrir að Icelandic Group reki starfsemi á Íslandi, í Evrópu og Asíu, áætluð heildarvelta verði rúmlega 80 milljarðar króna og starfsmenn verði um 1.200 talsins. „N1 er leiðandi fyrirtæki á íslenskum eldsneyt- ismarkaði með um 35-40% hlutdeild. Velta félags- ins á árinu 2010 var um 46 milljarðar króna og er helmingur sölu annað en eldsneyti. Hjá félaginu starfa um 650 manns. Félagið hefur nýlega lokið við fjárhagslega endurskipulagningu og er rekstr- argrundvöllur félagsins orðinn sterkur á ný. Promens er leiðandi á heimsvísu í framleiðslu plastafurða og rekur 47 verksmiðjur Í Evrópu, Norður-Ameríku, Asíu og Afríku. Lykilverksmiðj- ur eru á Dalvík og í Bretlandi, Þýskalandi, Hol- landi og Póllandi. Tekjur félagsins námu 560 millj- ónum evra á síðasta ári og EBITDA var um 50 milljónir evra. Um 4.200 manns starfa hjá fyr- irtækinu,“ segir í tilkynningunni. agnes@mbl.is Um 90% eigna brátt á markað  Framtakssjóður Íslands ætlar m.a. að skrá innan þriggja ára SKÝRR og N1  Í samræmi við stefnu sjóðsins um að taka þátt í endurreisn hlutabréfamarkaðar ● Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch hefur lækkað lánshæfiseinkunn Portúgals í BB+, sem þýðir að portúgölsk rík- isskuldabréf eru flokkuð í svokall- aðan ruslflokk. Fitch segir að horf- ur í efnahagsmálum séu neikvæðar og að landið sér gríðarlega skuldsett og þar sem horfur séu neikvæðar þá sé mögulegt að lánshæfiseinkunnin verði lækkuð enn frekar. Portúgal hefur feng- ið 78 millarða evra neyðarlán frá ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Fitch lækkar Portúgal í ruslflokk – BB+ Portúgal ● Áhættuálagið á tíu ára ítölsk rík- isskuldabréf fór í gær aftur upp fyrir 7% eftir að í ljós kom að leiðtogar Þýskalands og Frakklands næðu ekki samkomulagi um að heimila Evrópska seðlabankanum að gegna hlutverki lán- veitanda til þrautavara á skuldabréfa- markaði. Það er mat sérfræðinga að skuldastaða ítalska ríkisins, sem nemur ríflega 120% af landsframleiðslu, sé ósjálfbær miðað við 5,5% fjármagns- kostnað. Vextir á ítölsk ríkis- skuldabréf yfir 7% Hörður Ægisson hordur@mbl.is Hagvöxtur á næsta ári mun mælast 2,4% og verður fyrst og fremst knú- inn áfram af einkaneyslu og atvinnu- vegafjárfestingu. Í uppfærðri þjóð- hagsspá Hagstofunnar er áætlað að hagvöxtur á þessu ári verði 2,6% eft- ir um 11% samdráttarskeið frá árinu 2008. Þrátt fyrir að efnahagshorfur helstu viðskiptalanda Íslands – þá sérstaklega á evrusvæðinu – hafi versnað til muna að undanförnu, tel- ur Hagstofan ekki að viðskiptakjör Íslands rýrni mikið vegna þess. Ekki kemur á óvart að Hagstofan lækki hagvaxtarspá sína frá júlímán- uði úr 3,1% í 2,4% en flestir greining- araðilar töldu þá spá óraunhæfa. Mikill samhljómur er í spá Hagstof- unnar og nýlegrar hagspár Seðla- bankans, en hann spáir 2,3% hag- vexti á næsta ári. Sem fyrr segir telur Hagstofan að vaxandi einkaneysla samhliða auk- inni fjárfestingu standi undir hag- vextinum á næsta ári. Gert er ráð fyrir að einkaneysla aukist um 3% á árinu 2012 og fjárfesting um 16,3%. Einkaneysla verður meðal annars drifin áfram af kjarasamnings- bundnum launahækkunum, úttekt- um á séreignarsparnaði og vaxta- endurgreiðslum Landsbankans. Atvinnuvegafjárfesting mun aukast um 19% á næsta ári og vega þar þyngst framkvæmdir vegna álvers- ins í Straumsvík ásamt fjárfesting- um við kísilverksmiðjuna í Helguvík. Verðbólguhorfur versnað Verðbólguhorfur hafa heldur versnað yfir spátímabilið miðað við júlíspána vegna veikingar á gengi krónunnar á fyrri hluta ársins, hækkana á hrávörumörkuðum og launahækkana sem samið var um í kjarasamningum. Talið er að verð- bólgan nái hámarki á fyrsta fjórð- ungi 2012 og fari síðan minnkandi en spáð er 4,2% verðbólgu á næsta ári. Verðbólgumarkmið Seðlabankans mun ekki nást fyrr en í árslok 2013 samkvæmt spá Hagstofunnar og reiknað er með að stýrivextir fari hækkandi þegar líður á spátímabilið. Hagstofan bendir á að fjölgun al- varlegra vanskila bendi til þess að mörg heimili séu enn í miklum skuldavanda. Þau gögn sem liggja fyrir gefa til kynna að 2011 sé annað árið í röð sem afborganir af lánum heimilanna eru umtalsvert minni en 2009. Leiddar eru líkur að því að eft- ir að skuldaaðlögun heimilanna lýk- ur muni einkaneyslan dragast sam- an. Þjóðhagsspá Hagstofunnar er háð ýmsum óvissuþáttum – ekki síst því hvort stóriðjuframkvæmdir verði minni á næsta ári en spáin gerir ráð fyrir. Slíkt myndi óhjákvæmilega leiða til umtalsvert minni hagvaxtar. Rétt eins og Hagstofan bendir á gæti þróunin á erlendum mörkuðum leitt til verri viðskiptakjara fyrir íslensk útflutningsfyrirtæki. Að sama skapi gæti skuldavandi heimila og fyrir- tækja haldið aftur af innlendri eft- irspurn á komandi misserum. Hægur bati í kortunum  Minni hagvexti og meiri verðbólgu spáð í uppfærðri þjóðhagsspá Hagstofunnar  Hætta á að einkaneysla dragist saman eftir að skuldaaðlögun heimila lýkur Þjóðhagsspá Hagstofunnar (Nóv 2011) 2010 2011 2012 2013 Hagvöxtur -4 2,6 2,4 2,5 Atvinnuleysi 8,1 7,4 6,4 4,9 Verðbólga 5,4 4,1 4,2 2,9 Einkaneysla -0,4 3,1 3 2,9 Fjárfesting -8 8,5 16,3 7,2 Hagspá Seðlabanka Íslands (Okt 2011) 2010 2011 2012 2013 Hagvöxtur -4 3,1 2,3 2,3 Atvinnuleysi 8,1 7,4 6,2 5,8 Verðbólga 5,4 4,1 4,1 3 Einkaneysla -0,4 2,9 3,1 3,2 Fjárfesting -8 6,7 16,5 4,4 Heimild: Seðlabanki Íslands og Hagstofan Krafa Lands- bankans um töku bús Kex ehf., fé- lags í eigu Egg- erts Magn- ússonar, til gjaldþrotaskipta, verður tekin fyrir á dómþingi hér- aðsdóms Reykja- víkur, miðviku- daginn 11. janúar 2012, kl. 9.15. Þetta kemur fram í nýjasta hefti Lögbirtingablaðsins sem kom út í gær. Þar segir orðrétt: „Hér með er lagt fyrir fyrirsvarsmann gerð- arþola, Eggert Magnússon, með lög- heimili í Bretlandi, að mæta þá fyrir dómi (11. janúar 2012) og halda uppi vörnum ef einhverjar eru, en ella má búast við að krafan verði tekin til greina með úrskurði um gjald- þrotaskipti.“ Það var Jón Finnbjörnsson hér- aðsdómari sem ákvað fyrirkallið vegna gjaldþrotaskiptabeiðni Landsbankans, í Héraðsdómi Reykjavíkur síðastliðinn þriðjudag, hinn 22. nóvember. Eggert Magnússon Krafa um gjaldþrota- skipti  Félag Eggerts Magnússonar Íslandsbanki mun kaupa 11,8% hlut ís- lenska rík- isins og 88,2% hlut Byrs á 6,6 milljarða króna. Al- þingi hefur samþykkt sölu á hlut ríkisins og því er allri samn- ingagerð lokið. Fram kemur í til- kynningu að efnahagsreikningur sameinaðs banka verði um 814 milljarðar króna og eiginfjárhlut- fall bankans, miðað við samruna- reikning, vel yfir 20%. Kaupir Byr á 6,6 milljarða                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +,0-10 ++2-/, 3+-2// 34-201 +/-34. +3.-2. +-50+1 +,0-,5 +5,-.. ++.-35 +,5-4. ++0-++ 3+-00 34-041 +/-35. +3.-/5 +-501+ +,5-0 +5.-02 3+5-2355 ++.-52 +,5-50 ++0-00 3+-542 34-011 +/-24. +24-++ +-5541 +,5-.5 +5.-,/ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.