Morgunblaðið - 25.11.2011, Síða 22

Morgunblaðið - 25.11.2011, Síða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2011 Samkvæmt mæliein- ingum World Econo- mic Forum virðist Ís- land vera paradís kynjajafnréttis. Hvergi í heiminum er staða kynjanna jafnari. Það er því undarleg stað- reynd að hér á landi hafa konur aðeins um 2⁄3 hluta af heildar- atvinnutekjum karla og hvernig sem reiknað er mun þriðja hver kona verða fyrir ein- hvers konar ofbeldi af hendi karls eða karla. Þetta er ekki náttúrulögmál. Konur hafa sýnt það ítrekað að þær sætta sig ekki við slíkt ástand. Má til dæmis minna á kvennafrí- daginn fyrir ári þegar 50.000 konur í Reykjavík og hlutfallslega jafn- margar annars staðar á landinu lögðu niður vinnu að loknum 2⁄3 hlutum vinnudagsins og kröfðust launajafnréttis og samfélags án of- beldis. Með góðri samvisku gætu konur safnast saman á torgum kl. 14.25 hvern einasta virka dag, ef hald væri í þeim lögum að á Íslandi væru greidd sömu laun fyrir sömu vinnu. En konur gera það ekki og við getum velt fyrir okkur hvers vegna. Kvenlegar dyggðir byggjast á samviskusemi, hlýðni, umhyggju- semi, fallegu útliti, hreinlæti, prúð- mennsku, góðsemi o.s.frv., sam- anber gamla minningabókaversið „Vendu þig á að vera stillt, vinnu- söm og þrifin …“ og að sama skapi fá kon- ur skýr skilaboð úr öllum áttum um að óhlýðni, fyrirferð, há- vaði og hvers kyns ögranir og uppreisnir séu hegðun sem sæmi ekki konum. Við höf- um mýmörg dæmi um að konum sé refsað grimmilega fyrir að brjóta hinar óskrifuðu reglur. Hver man ekki eftir valtaranum Bríeti? Það er í sjálfu sér ekkert að því að vera kvenleg, umhyggjusöm, samviskusöm og allt það sem kon- um er talið til tekna. Ég sé bara ekki að það sé mögulegt að upp- fylla kröfur um kvenlegar dyggðir og á sama tíma koma á raunveru- legri jafnréttisparadís í þessu landi. Það þarf margt, meðal annars hug- rekki, uppreisnir og ögranir við ríkjandi ástand, til þess að ryðja brautina fyrir konur almennt. Það þarf konur sem voga sér að fylgja eftir réttlætiskennd sinni og hundsa árásirnar og jafnvel svívirð- ingarnar sem það kostar frá varð- hundum óbreytts ástands. Konur sem taka sér frelsi til að ráðast í aðgerðir. Sjálf hef ég stundum skandalís- erað. Ég segi ekki að það sé gaman að vakna upp eftir skandal og horfa framan í heiminn. En eftir á að hyggja hefur mér fundist felast í því frelsi til athafna. Kona sem hef- ur misst „kvenorðið“ hefur engu að tapa, hún getur gert nákvæmlega það sem henni sýnist. Svo ég hrein- lega mæli með því að konur æfi sig í að brjóta óskrifaðar reglur ef það þjónar réttlætiskennd þeirra og er sannfærð um að þær munu upplifa það sem frelsun. Munum að það er ekki hægt að haga sér þannig að öllum líki. Það er sama hvað við gerum; við mun- um fá fyrir það bæði hrós og nei- kvæða gagnrýni. Það er því gagns- laust að eltast við álit annarra. Það er aðeins ein manneskja sem við þurfum að hafa sátta, því við losn- um ekki við hana allt lífið, og það erum við sjálfar. Stígamót hafa undanfarin þrjú ár veitt 16 íslenskum konum bæði jafnréttisviðurkenningar og réttlætisviðurkenningar. Jafnframt hafa erlendum samstarfsaðilum Stígamóta verið veittar sam- stöðuviðurkenningar, en það hafa verið aðilar sem tekið hafa á móti íslenskum konum sem ekki var vært á Íslandi vegna ofbeldis. Í ár munu Stígamót beina sjón- um að þeim hugrökku konum sem á ólíka vegu hafa rutt brautina fyr- ir aðrar konur. Sumar hafa dansað á mörkum hins löglega. Fyrir það hafa þær allar mætt ýmiss konar andstöðu. Á Stígamótum trúum við því að slíkar konur gegni mjög mikilvægu hlutverki. Þær þenja út mörk hins leyfilega og skapa nauðsynlegt frelsi fyrir konur almennt til þess að krefjast réttar síns. Það er kom- inn tími til að hampa slíkum konum og lyfta þeim upp í ljósið. Láta al- þjóð vita að við stöndum með þeim og séum þakklátar fyrir hugrekki þeirra. Ekki veitir af á Íslandi ef við viljum með réttu teljast paradís kynjajafnréttis. Í dag, föstudaginn 25. nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi gegn of- beldi, munu Stígamót veita árlegar viðurkenningar sínar í Norræna húsinu. Konur sem ögra Eftir Guðrúnu Jónsdóttur » Það er kominn tími til að hampa slíkum konum og lyfta þeim upp í ljósið. Láta alþjóð vita að við stöndum með þeim og séum þeim þakklátar. Guðrún Jónsdóttir Höfundur er talskona Stígamóta. Til hamingju með af- mælið, fyrrverandi ráðherrar og alþing- ismenn, þið sem tókuð þá ákvörðun að ganga í Schengen. Aðalatriðið í ykkar málflutningi var að þurfa ekki að hafa vegabréfið meðferðis, því það væri svo íþyngjandi, nóg væri að hafa bara persónuskilríki. En því miður, við Íslendingar áttum engin önnur skilríki en vegabréfið. Og tíu ár- um síðar þurfum við enn að hafa vega- bréfið með okkur til Schengen-landa og aldrei verið meiri þörf á því en ein- mitt nú. Hver var þá ávinningurinn með inn- göngu okkar Íslendinga í Schengen? Hefur einhver séð eða fundið þann ávinning, eða var þetta bara hégóma- girnd fyrrverandi ráðamanna, svari nú hver fyrir sig. Margir hafa skrifað góðar greinar um mistökin og vil ég nefna þá Hjör- leif Guttormsson og Leif Jónsson auk fjölda annarra. En allt kemur fyrir ekki, engum alþingismanni eða ráð- herra hefur dottið í hug að endur- skoða afstöðu sína og koma með frum- varp sem segir okkur úr Schengen. Ef við lítum til baka tíu ár aftur í tímann og veltum aðeins fyrir okkur hvaða afleiðingar það hafði að fella niður vegabréfaskoðunina. Í fyrsta lagi gátum við ekki lengur haft eftirlit með þeim sem hingað komu og skyldi einhverjum detta í hug að það hefði verið til bóta? Af hverju gengu Bretar ekki í Schengen? Svar þeirra var að þeir vildu fylgjast með þeim sem kæmu til landsins. Í öðru lagi hvað halda landsmenn að séu margir í land- inu án leyfa þegar þúsundir land- lausra einstaklinga voru í Schengen- ríkjunum þegar við gengum inn? Auð- vitað var þetta fólk alsælt yfir því að þurfa ekki lengur að svara fyr- irspurnum vegabréfaskoðunarmanna með innkomu til Íslands. Þar með fluttist vandamálið yfir á lögreglumanninn sem var við sín lög- bundnu störf úti í þjóðfélaginu. Glæsi- leg aðgerð, sem gaf misindismönnum tækifæri til að athafna sig í rólegheit- um, en jafnframt sló þetta vopnin úr höndum tollgæslu með virku eftirliti. Það má því segja að það sé eins og dropi í hafið að halda áfram upptalningu á þeirri óhagræðingu sem þessi aðgerð hafði fyrir okkar litla land. Nú mundi ein- hver álykta að þetta hlyti að hafa haft ein- hverja hagræðingu í för með sér, eins og t.d. sparnað fyrir ríkissjóð, en því miður, því var ekki að heilsa, heldur jukust útgjöldin um tugi millj- óna og eiga enn eftir að aukast mikið í framtíðinni. Þó að það sé ekki hægt í einni lítilli grein að upplýsa öll þau útgjöld, sem fólust í að fella niður vegabréfaeftirlit eða erfiðleikana sem fólust í því að víkka báknið út verð ég samt að minnast á lítið dæmi. Þegar fjöl- miðlar segja, hann/hún skal sæta far- banni, hvað þýðir það? Dómarinn set- ur einhvern í farbann en hann hlýðir ekki skipuninni heldur fer beint í flug og lætur sig hverfa til annars Schen- gen-lands. Bíðið nú við? Setti dóm- arinn ekki á hann ökklaband eða eitt- hvað sem gæfi það til kynna að hann yrði hér um kyrrt á meðan mál hans væri skoðað. Nei, hann var frjáls eins og fuglinn því engin vegabréfaskoðun var til staðar við að hefta för hans úr landi, hún var lögð niður árið 2001. Þetta er bara lítið dæmi. Öll útgjöldin sem urðu til við inngöngu í Schengen, viðbótavinna fyrir löggæslu og erf- iðleikarnir við margfalt kerfi gerir það að verkum að tíu ára prufutími sannar að við eigum ekki annað í stöðunni en að segja okkur úr Schen- gen. Segjum okkur úr Schengen nú þegar Eftir Friðrik Georgsson Friðrik Georgsson »En allt kemur fyrir ekki, engum alþing- ismanni eða ráðherra hefur dottið í hug að endurskoða afstöðu sína og koma með frumvarp sem segir okkur úr Schengen. Höfundur er fyrrverandi deildarstj. vegabréfaskoðunar. Kæri lesandi! Ef þú hefur áhuga á að taka undir meðfylgjandi bæn með mér nú við upphaf aðventu, þá gjörðu svo vel. Kærleiksríki Guð, faðir frelsarans Jesú Krists. Hjálpaðu mér að láta það eftir mér að upplifa barnslega eft- irvæntingu á komandi aðventu. Hjálpaðu mér að und- irbúa hjarta mitt fyrir komu frels- arans svo hann fái rúm í því og geti gert sér framtíðarbústað þar. Mér til heilla og blessunar svo ég geti þegið næringu og styrk frá honum til að vera samferðafólki mínu til blessunar. Hjálpaðu mér að kafna ekki í auglýsingum, gylliboðum, kaupæði og skrauti. Og forðaðu mér frá því að kæfa kærleika þinn, komu frelsarans með því. Hjálpaðu mér heldur að nema staðar, njóta kyrrðar og hugleiða tilganginn með komu Jesú Krists í heiminn, inn í hvaða aðstæður hann fæddist og hverju það breytir fyrir mig í dag. Hjálpaðu mér að taka á móti honum í trú og út- hýsa honum ekki. Þrátt fyrir veika trú, vanmátt og efasemdir sem á mig sækja. Dýpkaðu samband mitt við hann á þess- ari aðventu. Skapa í mér hreint hjarta, ó, Guð, og hjálpaðu mér að reyn- ast náungi ein- hverjum sem eiga um sárt að binda vegna félagslegrar einangr- unar, sjúkdóma, elli eða ástvinamissis. Hjálpaðu mér að mæta fólki eins og ég vildi að mér væri mætt. Hjálpaðu mér að sjá samferðamenn mína með þín- um ástríku augum og koma fram við þá eins og um þig sjálfan sé að ræða. Já, hjálpaðu mér að mæta fólki af kærleika og nærgætni og úthýsa því ekki eins og þér var forðum úthýst og er því miður gjarnan enn gert. En þannig er líklega farið með allt of marga í okkar samfélagi. Hjálpaðu mér að nema staðar og gefðu að stressið nái ekki tök- um á mér. Hjálpaðu mér að hug- leiða tilveru mína og stefnu í líf- inu. Hjálpaðu mér að rækta fjölskyldutengsl og vináttu og þá ekki síst við þau sem standa mér næst og eru mér svo dýrmæt. Þrátt fyrir veika trú og efa- semdir á stundum, viltu þá vekja með mér fullvissu vonarinnar og skapa trú í hjarta mínu. Trú á líf- ið, trú til þess að halda áfram dag- lega með þig mér við hlið til upp- örvunar, hvatningar og styrktar til sérhvers góðs verks sem bíður mín við hvert fótmál. Gefðu mér friðinn þinn. Hinn fullkomna frið jólanna, sem enginn og ekkert megnar frá mér að taka. Blessaðu mér og okkur aðvent- una, þennan dýrmæta tíma sem sannarlega getur verið svo ánægjulegur og gefandi, nærandi og skemmtilegur. Þess leyfi ég mér að biðja, í Jesú nafni. Amen. Bæn við upphaf aðventu Eftir Sigurbjörn Þorkelsson »Hjálpaðu mér að hugleiða stöðu mína og stefnu í lífinu. Hjálp- aðu mér að rækta fjöl- skyldu- og vinatengsl og huga að þeim sem sjúkir eru og sorgmæddir. Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur. Morgunblaðið birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðugreinar frá les- endum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni eða í bréfum til blaðsins. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna við- burði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein“, valinn úr felliglugg- anum. Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti og grein- ar sem sendar eru á aðra miðla eru ekki birtar. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerf- ið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Móttaka aðsendra greina Milljónaveltan 80 milljóna króna vinningur: Dregið er úr öllum miðum, bæði númer og bókstaf. Tromp-miði margfaldar ekki vinningsupphæð en fimmfaldar vinningslíkur. 1 milljónar króna vinningar: Dregið er aðeins úr seldum miðum, bæði númer og bók- staf. Tromp-miði margfaldar ekki vinningsupphæð en fimmfaldar vinningslíkur. 11. flokkur, 24. nóvember 2011 Kr. 80.000.000,- 31055 B 31919 H 40317 G 41219 E 55543 F 48116 B Kr. 1.000.000,- TIL HAMINGJU VINNINGSHAFAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.