Morgunblaðið - 25.11.2011, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 25.11.2011, Qupperneq 29
Fáir stóðu Friðrik á sporði í líkamlegu formi og þjálfun. Hann lagði mikið upp úr góðri þjálfun og hreystimennsku enda meðvitaður um að fagleg kunnátta nægir ekki ein sér í starfi slökkviliðs- og sjúkra- flutningamanna ef þol og styrk skortir. Yngri menn áttu erfitt með að fylgja honum eftir. Friðrik var sprækur og léttur í spori, allt þar til veikindin hófu að taka sinn toll. Það hefur ef- laust reynst þessum krafta- karli erfitt, eftir að hafa flutt sjúklinga í þrjátíu ár, að liggja á börum hjá félögum sínum, orðinn sjúklingur sjálfur. En félögunum hefur þótt vænt um að fá að hlúa að honum og ann- ast hann, manninn sem var okkur öllum svo kær. Friðrik var menntaður bif- reiðasmiður. Það átti því vel við hann að starfa í lokin á verkstæði liðsins. Hann var duglegur að koma við á verk- stæðinu þegar heilsan leyfði eftir að hann hætti störfum. Það var alltaf líflegt í kringum Frikka. Hann sagði manna best frá og var aldrei komið að tómum kofunum hjá honum ef rifja þurfti upp sögur úr leik og starfi í gegnum tíðina og miðla fróðleik um fagleg mál- efni. Friðrik var vinmargur mað- ur. Það var sama hvar maður kom, allir þekktu Friðrik, enda heillandi, traust og hlý mann- eskja með mikla útgeislun. Hans verður sárt saknað í okk- ar hópi. Fyrir hönd samstarfsfélag- anna votta ég Helgu, eiginkonu Friðriks, móður hans, börnum og öðrum aðstandendum mína innilegustu samúð. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri. Kveðja frá vaktarfélögum á B-vakt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðis Í dag kveðjum við góðan vin og vaktarfélaga, Friðrik Axel Þorsteinsson sem kveður okk- ur langt fyrr aldur fram. Við munum það eins og það hafi gerst í gær þegar við sáum Friðrik fyrst. Vorum við þá búnir að sækja um starf hjá Slökkviliði Reykjavíkur og þurftum að taka meirapróf til að öðlast réttindi til að aka slökkviliðs – og sjúkrabifreið- um. Friðrik sá um kennslu skyndihjálpar á því námskeiði. Þegar Friðrik gekk inn í kennslustofuna með uppbrett- ar ermar duldist það engum sem þar sat að nú skyldi kennt og að það yrðu engar frímín- útur þar sem hann væri að fara á vakt. Þannig var Frikki, hann gekk í öll störf með festu og dugnaði og óþarfa hangs var ekki hans tebolli. Friðrik var slökkviliðsmaður af lífi og sál og hafði hann mik- inn áhuga á öllu björgunar- starfi. Friðrik var leiðandi í kennslu á björgun úr bílflök- um, sótti hann sér þekkingu í því erlendis og hafði hann mikla unun af að miðla af þekkingu sinni til vinnufélaga og annarra björgunarmanna um land allt, sem oft þurfa að vinna við að bjarga fólki úr bíl- flökum við mjög erfiðar að- stæður. Kennsla var Frikka hugleikin, þar naut hann sín. Var hann mjög vel máli farinn og öruggur í allri framsögn. Starf slökkviliðsamanna er oft erfitt og verkefnin marg- vísleg og fer hluti vinnutímans í það að bíða eftir næsta útkalli sem enginn veit hvers eðlis verður. Þá skiptir máli að þeir sem vinna saman á vöktum geti deilt með sér gleði og sorg. Friðrik hafði góða nær- veru og skapaði gott andrúms- loft á vaktinni. Aldrei fann maður fyrir því að aldur eða kynslóðabil væri að flækjast fyrir Friðriki í samskipum við okkur yngri mennina, ávallt var gott að leita til hans, sama hvert málefnið var. Mánuður er síðan við ræddum síðast við Friðrik og var hann þá komin heim á Markarveginn. Búinn að fá ný lyf og nokkuð bjart- sýnn á framhaldið. Spurðum við hann hvort hann hefði séð síðasta leik Man. Utd, sagðist hann ekki hafa þrek til að horfa á sjónvarp eða annað, hann fletti blöðum og fylgdist með fréttum. „Að vera svona veikur er eins og að vera í þre- faldri vinnu, ég hef alla mína tíð unnið þrefalda vinnu, og til hvers?“ Þessi orð hans eru kannski það síðasta sem hann vildi deila með okkur vaktar- félögum. Stöldrum við og njót- um lífsins meðan við lifum því. Elsku Helga, Matti, Bjarki, Ingibjörg, tengdabörn og barnabörn fyrir hönd vaktar- félaga á B-vakt viljum við votta ykkur okkar innilegustu samúðarkveðju, minning um góðan dreng mun lifa með okk- ur. F.h. slökkviliðsmanna á B- vakt. Eyþór Leifsson, Jörgen H. Valdimarsson. Eftir langa og stranga bar- áttu við illvígan sjúkdóm hefur félagi minn Friðrik Axel Þor- steinsson verið lagður að velli, langt um aldur fram. Í veik- indum sínum barðist hann alla tíð af hetjuskap við sjúkdóm sinn og var ákveðinn í að selja sig dýrt í þeim efnum. Aðdá- unarvert var að fylgjast með hve æðrulaus og einbeittur hann gekk ávallt til starfa sinna á ný að afloknum erf- iðum sjúkrahúsdvölum. Segja má að við Friðrik höf- um í störfum okkar átt samleið í fjóra áratugi. Bæði sem slökkviliðs- og sjúkraflutnings- menn og ekki síður sem öku- kennarar. Með þessum fátæk- legu orðum langar mig til að minnast ökukennarans Frið- riks Þorsteinssonar. Friðrik aflaði sér ökukenn- araréttinda árið 1975 og starf- aði sem slíkur til dauðadags. Friðrik var ákaflega viðmóts- góður og dagsdaglega léttur í lund, eins og oft er sagt, hvers manns hugljúfi og af honum sem ökukennara fór ávallt gott orð. Hann gekk snemma til liðs við Ökukennarafélag Ís- lands og starfaði þar sem virk- ur félagi alla tíð. Hann var metnaðarfullur í störfum sín- um og stundaði þau af fag- mennsku. Hann lagði sig fram um að fylgjast með nýjungum og framþróun á sviði ökunáms. Þegar Ökukennarafélagið þurfti á aðstoð hans að halda var það ávallt sjálfsagt mál að verða við slíkri bón. Í því sam- bandi má nefna að árið 1984 þegar fyrstahjálp (eða aðkoma að slysi) var fyrst sett inn í námskrá til almennra ökurétt- inda var Friðrik helsti skipu- leggjandi félagsins varðandi þau mál. Þá má einnig nefna að árið 1992 þegar málefni og kennsla til aukinna ökurétt- inda (meirapróf) fluttist frá ríkisrekinni stofnun yfir til ökuskólanna var Friðrik mjög virkur í því starfi öllu. Meðal annars átti hann sem fulltrúi ökukennarafélagsins sæti í rit- nefnd sem sá um útgáfu fyrsta heilstæðs kennsluefnis fyrir aukin ökuréttindi á Íslandi. Það er því mikill missir fyrir Ökukennarafélag Íslands að sjá á bak svo góðum félaga og nokkuð ljóst að við eigum eftir að sakna hans í starfi og leik. Um leið og við kveðjum þennan ágæta félaga okkar og vin sendum við Helgu og fjöl- skyldunni allri okkar dýpstu samúðarkveðjur. Fyrir hönd Ökukennara- félags Íslands, Guðbrandur Bogason. MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2011 ✝ ÞorgerðurMagnúsdóttir fæddist í Hatt- ardalskoti í Álfta- firði við Ísafjarð- ardjúp 6. júní 1925. Hún andaðist 19. nóvember 2011. Foreldrar henn- ar voru hjónin Magnús Hannibals- son, 1871-1964, og Ólína Kristín Óla- dóttir, 1881-1951. Þorgerður var yngst átta alsystkina, sem voru Kristján, 1907-1909, Stef- anía Guðrún, 1908-1978, Krist- jana, 1909-1937, Sigurborg, 1911-1993, Högni, 1913-1996, Guðmunda Lilja, 1916-1995, Anna Sigríður, 1918-1995, og svo Þorgerður langyngst. Auk þeirra átti hún eina hálfsystur, samfeðra, en það var Guð- mundína Sigríður Magn- úsdóttir, 1896-1950. giftust haustið 1948 og hófu búskap á Blómsturvöllum í Garði. Þau fluttust þaðan að Tjörn í Sandgerði eftir að Kristín móðir hennar dó 1951. Þá var Magnús orðinn einbúi, áttræður að aldri, og sáu þau um hann eftir það. Ingvar var verkamaður í Sandgerði. Börn þeirra voru þrjú: 1) Magnús Óskar, f. 6. maí 1949, kvæntur Ingibjörgu Ágústu Guðnadótt- ur, þeirra börn eru Agnar Þór, sem á tvö börn, og Þorgerður, sem á eitt barn; 2) Jónas Krist- ján, f. 8. nóvember 1950, d. 13. mars 1954, og 3) Einar Valdi- mar, f. 21. nóvember 1952, sem á einn son. Ingvar og Þorgerður bjuggu á Tjörn til 1963 en fluttu þá að Vallargötu 19 í Sandgerði og bjuggu þar síðan. Ingvar dó 1. október 1976 og var Þorgerður ekkja eftir það. Síðustu árin dvaldist hún á elli- og hjúkr- unarheimilinu Hlévangi í Keflavík og naut þar um- hyggju og frábærrar hjúkr- unar. Útför Þorgerðar fer fram frá Útskálum í Garði í dag, 25. nóvember 2011, kl. 14. Þorgerður ólst upp í Hattardals- koti fyrstu æviárin en foreldrar henn- ar fluttust til Súðavíkur þegar hún hóf skóla- göngu. Þar bjuggu þau til 1937 en fluttust þá austur á Jökuldal í N- Múlasýslu og voru þar í eitt ár. 1938 fluttust þau þaðan til Sand- gerðis og áttu heima á Tjörn í Sandgerði, sem hafði áður ver- ið skólahús. Þar ólst Þorgerð- ur upp á unglingsárum sínum frá 13 ára aldri. Árin 1947 og 1948 var hún ráðskona á Litlu- Strönd á Rangárvöllum hjá Sigurþóri Þorleifssyni, sem þar bjó. Á Rangárvöllum kynntist hún manni sínum, Ingvari Gísla Jónassyni frá Lambhaga, 1895-1976. Þau Elsku amma. Ég man sólina og hugdettuna um að heim- sækja ömmu. Upp frá því vildi ég hvergi annars staðar vera. Heimsóknunum fylgdu ótal- margar kennslustundir í saum- um, prjónaskap, hekli, útsaumi, bakstri og eldamennsku. Ávallt kom mottóið: „Þorgerður þula – annaðhvort gerirðu hlutina vel eða sleppir þeim. Tímanum er þá betur varið í eitthvað annað!“ Þú varst alltaf eitthvað að sýsla og vildir hafa nóg fyrir stafni. Þú sast aldrei auðum höndum. Þú fórst iðulega á fæt- ur á nóttunni og varst að dunda þér – eitt skiptið kom ég að þér að þrífa eldhússkápana en þú rakst litla stýrið aftur upp í ból sem vissi betur en að óhlýðnast. Það var notalegt að heyra þig raula á meðan þú vannst. Ég man alla göngutúrana sem endurnærðu þig. Í fjörunni voru skeljar, ígulker og þess háttar gersemar en þú hafðir líka dálæti á því að skoða garða og þú vissir allt um blómin og trén. Þú varst líka með það á hreinu að rigningin væri góð. Ég man að þú fékkst þá hug- mynd að æfa upplestur og sagð- ir: „Veldu þér bók, hvaða bók sem þú vilt.“ Þú varst búin að kaupa barnabækur og koma þeim fyrir á hentugum stöðum í hillunni en augun leituðu ofar, miklu ofar og Tyrkja-Gudda varð fyrir val- inu. Þá lattir þú ekki heldur hvattir og Tyrkja-Gudda var lesin á meðan þú sast og hekl- aðir eða prjónaðir. „Mundu svo að draga andann létt við kommur og anda djúpt við punkta.“ Svo hlóstu dátt þegar andköf voru tekin á næsta punkti … Ég man hvernig þú skamm- aðir mig fyrir að kynna mig ekki og taka ekki í höndina á gestunum. „Talaðu skýrt. Horfðu í aug- un á gestunum þegar þú kynnir þig …“ Og hversu stolt þú varst næst þegar gesti bar að garði. Ég man svo vel hvernig þú hlustaðir af athygli og hvernig þú hvattir mig til að segja sögur og skrifa. Hvað þú hvattir mig til að teikna með fínu litunum þínum. Þetta geymdir þú allt og 15 árum síðar komu sögurnar og myndirnar óvænt upp úr kistunni þinni. Ég man þegar þú áttir erf- iðara með að sinna fallega garð- inum þínum og hvernig þú vildir frekar að við horfðum saman á Nágranna en að þú fengir hjálp. „Hann Paul Robinson – hann er úlfur í sauðargæru …“ Ég man hve oft þú talaðir um Jónas, litla drenginn þinn, sem fór út að leika og átti ekki aft- urkvæmt. Mörgum árum síðar, í þriggja ára afmæli langömmu- barnsins, spurðir þú lítinn ljós- hærðan drenghnokka til nafns. Jónas hét sá stutti. Þá sagðir þú: „Ég átti einu sinni lítinn Jónas.“ Augu þín voru angur- vær. Ég man hve þú gladdist þeg- ar barnabarnabarnið kom í heimsókn og hvernig þú galdr- aðir fram kisur og voffa með prjónum og heklunálum handa honum á milli heimsókna. Hann Snati kom heim eftir heimsókn til langömmu og kúrir nú með litlum dreng í hlýju bóli. Elsku amma – ég man þig. Þín Þorgerður. Gerða frænka og vinur. Nú þegar þú hefur kvatt okkur, elsku frænka, vil ég þakka þér ógleymanlegar samverustundir. Ég var ekki nema sjö ára þegar ég fékk að fara með þér að Litlu-Strönd á Rangárvöllum, þar sem þú varst ráðskona. Þá gaus Hekla (1947). Mér fannst fjallið ógnvekjandi, ég var hrædd, þú réttir mér hönd þína hlýja og leiddir mig. Skýrðir út fyrir mér gosið í fjallinu sem best þú gast. Ég var ekki lengur hrædd. Þetta sumar er mér ógleymanlegt. Elsku Gerða, allt sem þú hefur gefið mér og mín- um geymist en gleymist ekki. Ég kom oft í Sandgerði með drengina mína litla. Þar var gleði og gaman. Öll handavinn- an þín, blómin og kisurnar, allt svo hlýlegt og gott. Ég sakna þín elsku frænka. Við fundum báðar fyrir því að fundum okkar bar ekki nógu oft saman síðustu árin. Megi minning þín lifa með ættingjum og vinum. Guð blessi minningu þína. Kristín Guðbjartsdóttir (Kiddý frænka). Þorgerður Magnúsdóttir ✝ ArnbjörgMagga Magn- úsdóttir frá Trað- arbakka, Akranesi fæddist 27. mars 1927. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Skógarbæ 4. nóvember 2011. Foreldrar Arn- bjargar Möggu voru Magnús Guð- mundsson útgerð- armaður, f. 1891, d. 1956, og Kristín Ólafsdóttir húsmóðir, f. 1889, d. 1971. Systkini Arn- bjargar Möggu eru Guðmundur Magn- ússon, f. 1922, d. 1996, Guðrún Magnúsdóttir, f. 1924, d. 2010, Elín Aðalheiður Magn- úsdóttir, f. 1927, og fóstursystir Sigrún Sigurðardóttir, f. 1913, d. 1972. Útför Arnbjargar Möggu hef- ur farið fram í kyrrþey. Ég get ekki munað eftir því hvenær ég sá Möggu í fyrsta sinn. Sennilega stuttu eftir að ég fæddist. Einhvernveginn var hún alltaf þarna til staðar, reiðubúin til að aðstoða eða hjálpa þegar svo bar við, í gegnum öll árin. Í Möggubúð eins og við köll- uðum verslunina á Traðarbakka virtist oftast vera fullt af fólki. Þar sem ég sat fyrir aftan búð- arborðið sem barn og las eða lék mér, horfði ég á þessa hlýlegu, hljóðlátu og elskulegu föðursyst- ur og uppeldismóður mína af- greiða og spjalla við vini sína ánægða og hamingjusama. Í minningum mínum um Möggu frá minni barnæsku á Akranesi er eilíft sólskin og gott að vera til og eiga hana að. Á sinn hátt var Magga minn fyrsti kennari og meðal annars þá kenndi hún mér, hvernig ég gæti kennt nemendum mínum í dag. Með sinni þolinmæði og sínum áhuga á viðfangsefninu skapaði hún andrúmsloft sem leiddi af sér forvitni, kátínu og eilífðarspurn- ingar um allt sem varð á vegi manns. Það var virkilega leikur að læra hjá Möggu, hvort sem það var lestur, skrift, handverk eða myndmennt. „Sjáðu hvað hann er ótrúlega fallegur,“ sagði hún eitt sinn við mig þar sem við stóðum við her- bergisgluggann á Traðarbakka. Ég horfði yfir sjóinn og sá hvítt fjall rísa upp við sjódeildarhring- inn baðað sólargeislum. Þetta var Snæfellsjökull, í minni barnsvit- und var þetta fjallið hennar Möggu. Listrænir eiginleikar hennar voru jafnt í næmri upplifun henn- ar á lífinu sem í handverki henn- ar. Af fingrum fram gat hún framkallað fíngerða og listavel gerða hluti í höndunum, hvort sem það var fatnaður eða hefð- bundin sjónlist eða ógleymanleg matreiðsla, sem fékk okkur krakkana til að spyrja skeptískt, hver lagaði matinn, þegar komið var að matmálstíma. Var það Magga!? Ef það reyndist rétt var yfirleitt kapphlaup að matar- borðinu til að komast í kræsing- arnar. Flutningurinn til Reykjavíkur breytti mörgu í lífi Möggu og reyndar hjá allri fjölskyldunni. Það var eins og einhver göfgi hefði verið í því að búa í Akranesi á þessum tíma og að glamrið í Reykjavík kæmist ekki í hálf- kvisti við þá göfgi. Hvunndagsvinna búandi í hvunndagsblokk sem leysti af hólmi húsið sem faðir hennar byggði og verslunina sem hún rak ásamt systur sinni Ellu. Það var ekki þannig að það sæ- ist bregða fyrir svip af vonbrigð- um hjá Möggu. Þau ár sem Magga bjó í Reykjavík með fulla heilsu liðu hjá í amstri dagsins. Veikindi Möggu umturnuðu lífi hennar á margan hátt. Það var henni erfið raun að upplifa allt sem hún hafði misst í líkam- legri getu. Með sinni þrautseigju fór hún í gegnum þetta allt sam- an og gerði það sem hún gat og heilsan leyfði. Magga er farin. Við minnumst þessarar vinalegu, hljóðlátu og hlýlegu konu með sorg í hjarta. Ég veit að ég hef misst góðan vin, ég veit að börnin mín hafa misst góðan vin. Ég þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og mín börn í gegnum tíðina. Við munum ætíð minnast þín. Magnús S. Guðmundsson, Kristín Magnúsdóttir og Guðmundur Alexander Magnússon. Magga, eins og hún var kölluð af fjölskyldu og vinum, fæddist á Hólvöllum á Akranesi. Fjölskyld- an flutti síðan á Traðarbakka þar sem Magga ólst upp. Hún gekk í barnaskólann og gagnfræðaskól- ann á Akranesi. Hún fór síðan í Húsmæðraskólann á Akureyri þar sem hún hafði skemmtilega skólavist og eignaðist vini fyrir lífstíð. Magga rak verslun Guð- mundar Magnússonar á Traðar- bakka um langt árabil, en búðin var oftast nefnd Traðarbakki eða Möggubúð. Sem lítil hnáta fékk ég búðarslopp eins og Magga og fékk að afgreiða með henni og það var mikil upphefð í því. Þegar minna var að gera í búðinni kenndi Magga mér að prjóna. Hún kenndi mér og systkinum mínum einnig að lesa og skrifa og teljum við að hún hafi verið kenn- ari af Guðs náð eða að minnsta kosti skorti hana ekki þolinmæð- ina. Magga flutti, ásamt systrum sínum og móður, búferlum frá Akranesi til Reykjavíkur 1965. Til að byrja með fór hún að vinna við verslunarstörf í versluninni Valborgu á Laugaveginum, en síðar við saumaskap hjá leður- verksmiðjunni Atson. Síðast vann hún hjá Landsbanka Ís- lands við bókhald. Magga var alla tíð mjög list- ræn og mikill forkur til handa- vinnu. Eftir hana liggja mörg fal- leg verk. Rúmlega fertug greindist hún með alvarlegan sjúkdóm sem varð til þess að hún átti við fötlun að stríða lífið út. Þegar ljóst varð að Magga gæti ekki lengur búið heima í Árskógum, þangað sem hún flutti ásamt systrum sínum, fór hún á hjúkrunarheimilið Skógarbæ þar sem hún andaðist. Ég og fjölskylda mín minn- umst góðrar konu sem hafði mik- inn húmor og þægilega nærveru. Hún hafði alltaf gaman af að fá heimsóknir vina og ættingja og fylgdist vel með og lét sér annt um börn mín og barnabörn. Við þökkum öll samfylgdina og kveðjum. Sjöfn Guðmundsdóttir. Arnbjörg Magga Magnúsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.