Morgunblaðið - 25.11.2011, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.11.2011, Blaðsíða 44
Á sunnudag Suðvestangola með éljum suðvestantil, en björtu veðri norðaustantil. Á mánudag Suðvestlæg átt með slyddu eða snjókomu og hlýnandi veðri um tíma sunnan- og austanlands. FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 329. DAGUR ÁRSINS 2011 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Ég verð að komast til Íslands 2. Fá ekki desemberuppbót 3. Ekki starfi sínu vaxinn 4. Nýtt met í Boston-ferðum »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Frostrósir hefja jólatónleikaferð sína í dag og er fyrsti viðkomustaður Færeyjar. Þar verða haldnir fernir tónleikar í Norðurlandahúsinu í Þórs- höfn. Frostrósir koma í kjölfarið fram á 15 stöðum hér á landi. Frostrósir hefja tón- leikaferð í Færeyjum  Ingólfur Steins- son og félagar munu standa fyrir útgáfutónleikum á Rósenberg næsta mánudag en tilefnið er plat- an Segið það móður minni, þar sem finna má lög við kvæði Davíðs Stefánssonar. Með í för verða dætur hans, þær Sunna og Adda, og verða m.a. flutt lög af vænt- anlegri plötu Öddu. Ingólfur Steinsson með útgáfutónleika  Gylfi Ægisson, hinn eini og sanni, hrærði í afmælistónleika í Salnum 12. nóvember síðastliðinn og komust færri að en vildu. Hann ætlar því að endurtaka leikinn í kvöld á sama stað. „Þetta verður annar hringur - með gjöfum og öllu!“ sagði Gylfi við Morgunblaðið og hló sín- um bráð- smitandi hlátri. Gylfi Ægisson slær í gegn í Salnum SPÁ KL. 12.00 Í DAG Fremur hæg norðaustlæg eða breytileg átt og sums staðar dálítil él, en norðan 18-23 m/s austanlands með snjó- komu eða slyddu. VEÐUR Haukar eru einir í efsta sæti úrvalsdeildar karla í hand- knattleik, N1-deildinni, eftir að 9. umferð lauk í gær- kvöldi. Hafnfirðingar unnu uppgjör toppliðanna þegar þeir lögðu Fram í Safamýri, 27:25, í skemmtilegum leik. Lítil spenna var í hinum leikjunum tveimur þar sem HK burstaði neðsta liðið, Gróttu, og Valur vann stór- sigur á Aftureldingu í Mos- fellsbæ. »2-3 Haukar eru einir í efsta sæti Grindvíkingar fóru illa með Íslands- meistara KR í úrvalsdeildinni í körfu- bolta í gærkvöld og unnu þá með 26 stiga mun í Vesturbænum. KR-ingar voru eins og höfuðlaus her á vellinum í 40 mínútur á meðan Grindvíkingar spiluðu frábæran körfu- bolta. Yfirburðalið í dag, skrifar Kristinn Friðriksson í um- sögn sinni um leikinn. »4 Grindvíkingar frábærir en KR höfuðlaus her „Þegar maður fer út á brautina getur maður einfaldlega ekki sett sér mark- mið eins og þetta því til að ná þessu þarf eiginlega allt að smella saman. Ef ég hefði sagt fyrir leikinn að ég ætlaði að skora svona hátt hefði bara verið hlegið að mér. Þetta er eigin- lega stjarnfræðilega hátt skor,“ sagði keilumaðurinn Hafþór Harðarson um glæsilegt Íslandsmet sitt. »2-3 Ekki hægt að setja sér markmið eins og þetta ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Svava Torfadóttir er farin að huga að sendingu árlegs jólapakka til Lilly Otting, norskrar penna- vinkonu sinnar. Þær hafa verið í sambandi í nær 70 ár eða allt frá því börn í barnaskólanum í Vest- mannaeyjum tóku þátt í að senda pakka til norskra barna, sem áttu erfitt uppdráttar á árunum 1943- 1945. „Það var mikil fátækt í Noregi á þessum árum,“ rifjar Svava upp, en talið er að Íslendingar hafi sent um 16.000 fata- og matarpakka til Nor- egs á þessum tíma. Hún segir að í þakkarbréfi sem skólanum í Vest- mannaeyjum hafi borist hafi verið nafnalisti þiggjenda gjafanna ásamt heimilisföngum og hún hafi skrifað einni stúlkunni, Lilly Otting í Norð- ur-Noregi. Þær hafi tengst sterkum böndum og haldi stöðugt sambandi. Bréf, pakkar og heimsóknir „Við skrifuðumst talsvert á þegar við vorum unglingar,“ segir Svava. Hún hafi skrifað á íslensku en Lilly á norsku. Þannig hafi það verið all- an tímann og ekki komið að sök. Samskiptin hafi dottið svolítið niður eftir að þær fóru að búa og eignast börn en þráðurinn hafi aldrei slitn- að. „Við héldum alltaf þeim sið að senda pakka og kveðju um jólin,“ heldur hún áfram og bætir við að samskiptin hafi aukist á ný eftir að Lilly hafi orðið sjötug 1999. Þá hafi norskt blað sagt frá þessu sam- bandi og boðið henni með blaða- manni í kjölfarið til Íslands. „Hún bjó hjá mér í viku og það var rosa gaman að kynnast henni,“ segir Svava. Fyrir nokkrum árum fóru Svava og dóttir hennar í heimsókn til Lilly og treystu enn böndin. Þær hafa talað saman í síma á afmælum og öðrum merkisdögum og fylgst með gangi mála hjá fjölskyldunum. „Mér þykir afskaplega vænt um þetta fólk. það er svolítið nálægt manni þó að það sé langt í burtu,“ segir Svava. „Við höfum verið í sambandi í hátt í 70 ár. Hún talar og skrifar norsku og ég tala og skrifa íslensku. Það hefur gengið vel.“ Háhælaðir skór Tengsl hafa líka myndast milli dætra kvennanna og segir Svava að það hafi enn styrkt sambandið. Hún segir að í söfnunarpakkanum á stríðsárunum hafi Lilly fyrst fengið kjól og háhælaða skó. „Hún bjó í sveit og sagði að mamma sín hefði þusað yfir því að ekki gæti hún gengið á þessum skóm í fjósinu, en sendingin var engu að síður kær- komin.“ Svava hefur ekki ákveðið hvað verði í pakkanum að þessu sinni, en það verða ekki háhælaðir skór. „Ég er hrædd um að hún réði ekki við að ganga í þeim núna, blessunin.“ Háhælaðir skór gera sitt gagn  Pennavinir á Íslandi og í Noregi í tæplega 70 ár Morgunblaðið/Sigurgeir S. Fyrsta gjöfin Svava Torfadóttir með fyrstu gjöfina sem hún fékk frá Lilly Otting. Þær eru saman á neðri myndinni. VEÐUR » 8 www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.