Morgunblaðið - 05.12.2011, Side 9

Morgunblaðið - 05.12.2011, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 2011 Mokkajakkar Mokkakápur ÓDÝRT ALLA DAG A! – fyrst og fremst ódýr! Öflugir TUDOR High Tech rafgeymar fyrir jeppa. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111 FRÉTTASKÝRING Andri Karl andri@mbl.is Barngerving er nýyrði sem finna má í frumvarpi innanríkisráðherra til breytinga á almennum hegningar- lögum. Og verði frumvarpið að lög- um verður barngerving refsiverð. Skiptar skoðanir eru um áhrif þess en viðmælendur Morgunblaðsins fögnuðu þó frumvarpinu flestir. Víst mun það hjálpa lögreglunni í barátt- unni gegn barnaníði en óvíst hvort það hafi í för með sér hömlur á sölu efnis og vara sem finna má í erótísk- um verslunum hér á landi. Skýrustu áhrifin eru þau sem lúta að markaði sem flestum er hulinn en hefur að sögn Huldu Elsu Björgvins- dóttur, saksóknara hjá ríkissaksókn- ara, stækkað til muna á undanförn- um árum, þ.e. markaði með teiknimyndum af barnaníði. Með frumvarpinu verður það lagt að jöfnu að hafa í vörslum sínum barna- níðsefni hvort sem á því má finna raunveruleg börn eða teiknuð. „Ég tel að það sé mjög brýnt að ráðast í þessa breytingu,“ segir Hulda Elsa. „Við sjáum þetta í þónokkrum mál- um og í nýlegu máli þar sem við fyrstu sýn virtist um að ræða 8.500 ljósmyndir. Þegar þær voru skoðað- ar nánar var ljóst að um var að ræða átta þúsund ljósmyndir af raunveru- legum börnum og fimm hundruð teiknimyndir. Þannig að þetta helst í hendur.“ Gengi miklu lengra í ofbeldinu Hulda Elsa segir myndirnar afar raunverulegar og í raun sláandi líkar hefðbundnum ljósmyndum. „En þessar teiknimyndir eru oftar en ekki mun ofbeldisfyllri heldur en ef um raunveruleg börn er að ræða. Þarna gefa menn hugarfluginu al- gjörlega lausan tauminn. Og þetta eru skelfilegar myndir sumar hverj- ar.“ Hún segir að gríðarleg fjölgun hafi orðið á myndum sem þessum og vegna þess hversu nátengt þetta er raunverulegu barnaníði eigi það að vera refsivert. „Þarna er gengið miklu lengra í ofbeldinu og ég hef áhyggjur af því að til séu menn sem eru svo sjúkir að þeir leiki eftir þess- um myndum.“ Eins og staðan er í dag er ekki hægt að dæma menn fyrir vörslur slíkra mynda því lagaákvæðið á ein- göngu við um raunveruleg börn. „Þarna þykir mér mjög mikilvægt að löggjafinn láti refsilöggjöfina ná yfir þessa háttsemi því í mínum huga er verið að ýta undir eftirspurn. Og lög- gjafinn á að taka af skarið og gefa þá yfirlýsingu að þessar myndir, þessar eftirlíkingar, séu ekki í lagi. Þar er ekki verið að feta nýjar slóðir, því við sjáum í vopnalögum að gildissvið í þeim tekur einnig til eftirlíkinga af vopnum.“ Verði frumvarpið að lögum mun það, að mati Huldu Elsu, einnig má út grátt svæði þegar kemur að rann- sókn lögreglu á efni, þar sem óljóst er um aldur viðkomandi en sterkur grunur leikur á að um barnaníð sé að ræða. Með „tíkó“ og heldur á bangsa Óljósi þátturinn tengist hins vegar því klámefni þar sem gert er út á hugrenningatengsl þess sem kaupir, þ.e. þegar lögráða kona kemur fyrir í klámefni sem ólögráða stúlka. Í þessum efnum má til dæmis nefna að ef konan er með tíkarspena, í klæðn- aði merktum teiknimyndapersónum, skólabúningi eða heldur á bangsa. Í samtölum við eigendur nokkurra erótískra verslana kom fram að hægt væri að kaupa efni sem þetta hvort sem væri á netinu eða í versl- unum þeirra, en mjög skýrt væri tekið fram að allir þeir sem kæmu fram væru 18 ára og eldri. Þá væri aldrei sagt hreint út að verið væri að leika eða túlka ólögráða persónur. „Í því myndefni sem við seljum er sann- arlega sneitt framhjá barngervingu. Svokallaðir skólastelpubúningar […] eru tilvísun í bandaríska háskóla- búninga,“ sagði eigandi einnar versl- unarinnar sem jafnframt fagnar því að frumvarpið hafi verið lagt fram og að skilgreining sé komin á barngerv- ingu. „En svo er alltaf spurning hversu langt þetta nær. Ef einstak- lingur kaupir barnafatnað og klæðir fullorðinn einstakling í þann fatnað er það sannarlega barngerving, er það ekki?“ Sá hinn sami sagði vanda- málið hins vegar vera framboðið á netinu og óheft flæði þess myndefn- is. Annar eigandi erótískrar verslun- ar sagði að þó svo að túlkunin yrði með strangasta móti og bannað að selja slíkt efni sem áður var nefnt hefði það lítil áhrif. „Í fyrsta lagi hef- ur sala á fullorðinsmyndum hrunið og er aðeins brot af því sem hún var og svo munu þeir sem hafa áhuga á svona efni bara nálgast það á netinu, sem þeir eru hvort eð er að gera núna.“ Hulda Elsa segist ekki vita hvern- ig tekið verði á málum sem þessum. „Þarna þurfum við kannski aðeins að feta okkur áfram og sjá hvað við get- um seilst langt. En ef það er vafi þá skýrum við hann sakborningi í hag.“ „Barngerving“ verði refsiverð Morgunblaðið/Kristinn Klám á netinu Eigendur erótískra verslana segja að sala myndefnis hafi hrunið og hún hafi nær öll færst á netið.  Í frumvarpi um breytingar á almennum hegningarlögum er að finna nýmæli sem lýtur að því að refsi- vert verður að skoða og hafa í vörslum sínum klámefni með lögráða leikkonum í hlutverkum ólögráða Frumvarpið » Frumvarp var samið af refsi- réttarnefnd að tilstuðlan inn- anríkisráðherra í tilefni af full- gildingu á samningi Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi. » Samningur Evrópuráðsins var samþykktur af ráðherra- nefnd 12. júlí 2007, undirrit- aður 25. október 2007 og af Ís- lands hálfu 4. febrúar 2008. » Meginmarkmið samningsins eru að koma í veg fyrir og berj- ast gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum, að vernda réttindi barna sem eru þolendur kyn- ferðislegs ofbeldis. » Einnig að efla samstarf um baráttuna gegn kynferðislegu ofbeldi á alþjóðavísu, en það má gera með því að samræma löggjöf. „Hver sem framleiðir, flytur inn, aflar sér eða öðrum eða hefur í vörslu sinni ljósmyndir, kvikmyndir eða sambærilega hluti sem sýna börn á kynferðislegan eða klám- fenginn hátt skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum ef brot er stórfellt. Sama gildir um ljósmyndir, kvik- myndir eða sambærilega hluti sem sýna einstaklinga 18 ára og eldri á kynferðislegan eða klámfenginn hátt, enda séu þeir í hlutverki barns, eða ef líkt er eftir barni í slíku efni þó að það sé ekki raun- verulegt, svo sem í teiknimyndum eða öðrum sýndarmyndum.“ Þann- ig hljóðar nýtt ákvæði í almennum hegningarlögum verði frumvarpið að lögum. Í greinargerð með frumvarpinu segir að þar sem slík „barngerv- ing“ í kynferðislegum eða klám- fengnum tilgangi geti verið til þess fallin að hvetja til brota gegn börnum þyki rétt að kveða sér- staklega á um refsinæmi slíkrar háttsemi jafnvel þótt brotið sem slíkt beinist í reynd ekki gegn barni. Bannað að líkja eftir barni 210. GR. A. ALMENNRA HEGNINGARLAGA - nýr auglýsingamiðill

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.