Morgunblaðið - 05.12.2011, Side 15

Morgunblaðið - 05.12.2011, Side 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 2011 ...gjöriði svo vel www.ms.is Sumir líta á Hrísmjólkina sem sparimorgunmat, aðrir sem gómsætt millimál. En það er vel þekkt leyndarmál að Hrísmjólkin er líka glæsilegur eftirréttur í skál sem þú getur reitt fram hraðar en gestirnir ná að segja: „Takk fyrir mig.“ ...hvert er þitt eftirlæti? 11 -0 56 8 H V ÍT A H Ú SI Ð /S ÍA Ísraelskir ráðherrar brugðust illa við fréttum þarlendra fjölmiðla í gær þess efnis að utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, Hillary Clinton, væri uggandi um framtíð lýðræðis og réttindi kvenna í land- inu, að því er fram kemur á vef fréttaveitunnar AFP. Ummæli þess efnis mun Clinton hafa látið falla í fyrradag á umræðufundi Saban, miðstöðvar um málefni Mið- Austurlanda, í Washington. Dag- blaðið Yediot Aharonot greindi m.a. frá því að Clinton hefði lýst yf- ir áhyggjum sínum af andlýðræð- islegum lagafrumvörpum sem lögð hefðu verið fram á ísraelska þinginu og að það hefði fengið á hana að komast að því að konur væru aðskildar frá körlum í stræt- isvögnum í Jerúsalem. Ráðherrar í Ísrael segja Clinton fara með ýkjur og þeirra á meðal fjármálaráðherra landsins, Yuval Steinitz, sem segir lýðræði bæði frjálst og virkt í Ísr- ael. Þó verði að gæta réttar kvenna. Uggandi um lýðræði í Ísrael  Ráðherrar ósáttir við ummæli Clintons Reuters Eldfimt Ummæli Hillary Clinton lögðust illa í ísraelska ráðamenn. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Sýrlensk stjórnvöld hafa hunsað þær kröfur Arababandalagsins að hleypa alþjóðlegum eftirlitsmönnum inn í landið til að fylgjast með mót- mælum í landinu og hvernig stjórn- völd taka á þeim þar sem þau óttast að eftirlitið geti falið í sér erlent hernaðarinngrip í landinu. Blasir því við að refsiaðgerðum verði beitt af hálfu Arababandalagsins gegn Sýrlandi, náist ekki samkomulag, en þær fela m.a. í sér frystingu sýr- lenskra eigna, viðskiptabann og ferðabann á háttsetta sýrlenska embættismenn. Aðgerðirnar voru kynntar 27. nóvember sl. af forsæt- is- og utanríkisráðherra Katars, Jassim al-Thani. Bandalagið gaf Sýrlandsstjórn frest til að sam- þykkja kröfur um eftirlit sem rann út í gær, án svars frá stjórninni, en bandalagið bauð Sýrlendingum að koma til borgarinnar Doha í Katar og veita samþykki sitt. Sameinuðu þjóðirnar halda því fram að yfir 4.000 manns hafi látið lífið í mótmælum í Sýrlandi á árinu gegn forseta landsins, Bashar al-As- sad, og 44 nú yfir helgina, auk þess sem tugir þúsunda hafi verið fang- elsaðir. Litlar líkur eru taldar á því að Sýrlandsstjórn leyfi alþjóðlegt eftirlit í landinu. Refsiaðgerðir blasa við Reuters Mannfall Frá mótmælum í sýrlensku borginni Adlb á föstudaginn var.  Sýrlandsstjórn hefur ekki veitt samþykki sitt fyrir alþjóð- legu eftirliti í landinu  Frestur til samþykkis rann út í gær Faðir norska fjöldamorðingj- ans Anders Be- hrings Breiviks, Jens David Brei- vik, verður yfir- heyrður af norsku lögregl- unni á næstu dög- um. Verjendur fjöldamorðingj- ans vilja að frekara ljósi verði varp- að á æsku Breiviks og uppeldi en móðir hans, Wenche Behring, hefur verið yfirheyrð margoft sem og hálf- systir hans sem býr í Bandaríkj- unum, að því er fram kemur á vef norska dagblaðsins Aftenposten og mun framburður hennar hafa varp- að frekara ljósi á persónuleika Brei- viks. Þá býr fyrrverandi stjúpfaðir Breiviks í Taílandi en norska lög- reglan hefur ekki veitt upplýsingar um hvort til standi að yfirheyra hann einnig. Faðir Breiviks verður yfir- heyrður Anders Breivik

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.