Morgunblaðið - 23.12.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.12.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2011 Meira í leiðinniWWW.N1.IS JÓLAGJÖF VEIÐIMANNSINS Veiðikortið fæst á N1 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Margir landsmenn teyga í sig angan af kæstri skötu í dag og sporðrenna góðgætinu með sælusvip meðan sumir aðrir fúlsa við kræsingunum. Lionsmenn á Ísafirði hafa um árabil kæst tindabikkju. Skötusalan er aðalfjáröflunarleið klúbbsins. Kári Þór Jóhannsson, Lionsmaður og fisksali á Ísafirði, er öllum hnút- um kunnugur í skötuverkuninni. „Ég tek til hendinni með Lions- félögunum í skötunni, þetta hefur gefið mjög vel af sér,“ sagði Kári. Hann sagði að skatan kæmi af bát- um á svæðinu og að HG-menn (Hraðfrystihúsið Gunnvör hf.) hefðu verið sérlega liðlegir. „Hann stjórnar alveg kæsingunni hann Sveinn Guðbjartsson útiverk- stjóri hjá HG,“ sagði Kári. Skatan kemur fersk í land af togurunum. Hún er síðan skorin og kæst í þrjár til fjórar vikur við vinnuhita. Með kæsingu er einfaldlega átt við að skötunni er hrúgað í kös þar sem hún er „látin ryðja sig“ eða verkast. Skatan er ekki söltuð. Eftir verk- unina er hún snyrt, roðrifin og henni pakkað. „Þetta er aðallega vest- firsk tindabikkja og hér fyrir vestan er hún langvinsælust,“ sagði Kári. „Það er unnið við þetta af alúð og Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað Landsvaka í vil í máli sem Hjartavernd höfðaði vegna peninga sem samtökin fólu Lands- vaka að ávaxta fyrir hrun. Hjarta- vernd krafðist þess að fá greiddar 82,7 milljónir króna. Að sögn Gunn- ars Sigurðssonar, stjórnarfor- manns Hjartaverndar, hefur ekki verið ákveðið hvort dóminum verð- ur áfrýjað. Þegar Landsbankinn féll í byrjun október 2008 fengu þeir sem áttu fjármuni í viðkomandi sjóði 68,8% af höfuðstól, Hjartavernd fékk því aðeins um 193 milljónir af 275,5. Hjartavernd höfðaði mál til að reyna að fá mismuninn end- urheimtan ásamt vöxtum. Hjartavernd sendi tölvupóst kl. 9:47 hinn 6. október 2008 og óskaði eftir innlausn á hlutdeildarskírtein- um sínum í fjárfestingarsjóðnum. Samkvæmt bráðabirgðakvittun Landsbankans er pöntunin skráð kl. 15:50. Sama morgun kunngerði Fjármálaeftirlitið þá ákvörðun sína að stöðva tímabundið viðskipti með alla fjármálagerninga sem gefnir höfðu verið út af helstu fjármála- fyrirtækjum landsins. Á stjórn- arfundi hjá Landsvaka sem hófst kl. 9:30 og lauk kl. 10 var ákveðið að loka fyrir viðskipti með hlutdeild- arskírteini sjóða sem áttu bréf á umrædd fjármálafyrirtæki. „Telja verður að þær sérstöku aðstæður hafi verið til staðar á fjár- málamarkaði hinn 6. október 2008 að stefnda hafi verið heimilt að fresta innlausn hlutdeildarskír- teina,“ segir m.a. í dómi héraðs- dóms. „Skiptir þá ekki máli hvenær dags beiðni stefnanda um innlausn barst enda liggur fyrir að ekki var opnað fyrir innlausnir hlutdeild- arskírteina hjá stefnda þann dag eða síðar.“ kjon@mbl.is Landsvaki þarf ekki að greiða vegna taps á sjóði  Óvíst hvort Hjartavernd áfrýjar nið- urstöðu héraðsdóms í málinu Morgunblaðið/Kristinn Dótturfélag Landsvaki er í eigu Landsbankans og rekur ýmsa sjóði. Lægð er vænt- anleg yfir landið á aðfangadags- morgun og er út- lit fyrir mikið hvassviðri á landinu öllu. Rokinu fylgir úr- koma sem gæti orðið ýmist í formi rigningar eða slyddu, en snjó- koma er líklegust NV-til. Ekki er útilokað að sumstaðar verði ófært vegna veðurs á aðfangadag. „Við mælum með því að fólk reyni frekar að ferðast á Þorláks- messu en á aðfangadag því það er mjög ótryggt með veðurútlit,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræð- ingur á Veðurstofu Íslands. Hvassviðri og úr- koma á aðfangadag Kristján Jónsson kjon@mbl.is Fram kemur í tímaritinu Heilbrigð- ismálum, sem kemur út í dag, að marktækar vísbendingar séu um tengsl á milli krabbameins og streitu. Rætt er við Unni A. Valdi- marsdóttur faraldsfræðing sem rannsakað hefur þessi tengsl og und- irbýr nú stóra hóprannsókn sem gæti varpað ljósi á málið. Unnur er forstöðumaður Mið- stöðvar í lýðheilsuvísindum hjá Há- skóla Íslands. Hún segir í viðtalinu að vegna góðra heilbrigðisskráa og möguleika á að tengja þær saman sé afar gott að stunda rannsóknir af þessu tagi á Norðurlöndunum. Unnur og samstarfsmenn hennar hafa einnig komist að því að karlar sem greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli eru líklegri til að fá hjartaáfall eða fyrirfara sér en gerist meðal annarra karla á sama aldri. „Áhættan er áberandi mest á fyrstu vikum og mánuðum eftir greininguna, jafnvel áður en nokk- urra áhrifa af meðferð gætir,“ segir Unnur. „Þessar niðurstöður ættu að leiða til þess að fylgst sé vel með andlegri líðan sjúklinganna og þeim sé veittur viðeigandi stuðningur strax eftir greiningu. Einnig þarf að vera vakandi fyrir einkennum frá hjarta hjá þeim sem eru nýgreindir.“ Lengi hafi verið vitað að skyndileg áföll, t.d. ástvinamissir, geti aukið hratt hættuna á dauðsföllum vegna hjartasjúkdóma. En nú sé búið að sýna fram á að krabbameinsgreining geti einnig haft slíkar afleiðingar. Streita ýtir undir krabba  Hærri tíðni sjálfsvíga og hjartaáfalla hjá körlum með blöðruhálskrabbamein en meðal annarra karla á sama aldri  Ný rannsókn kynnt í Heilbrigðismálum Áföll hafa áhrif » Í rannsókn í Svíþjóð, sem Unnur tók þátt í, komu í ljós marktæk tengsl milli sýkinga- tengdra krabbameina og þess að missa barn. » Vísbendingar eru um að áföll snemma í lífinu geti haft djúpstæðari áhrif en það sem gerist síðar á lífsleiðinni. Skötustappa var algengur matur á Þorláksmessu á árum áður fyrir vest- an og víða við Húnaflóa, að því er segir í Íslenskum sjávarháttum. Skötu- stappa er enn á borðum mestu skötuunnenda. Skatan í stöppuna varð að vera vel kæst því best þótti þegar þefinn lagði fram úr nefinu þegar skötunnar var neytt. Stór skata, eða lóða- skata, þótti best í stöppuna. Eftir suðu var brjóskið hreinsað úr skötunni og hún stöppuð í svo mikilli feiti, hamsatólg eða mörfloti, að hana mátti skera eins og kæfu þegar hún var orðin köld. Vestfirðingar borða gjarnan hnoðmör með skötunni. Mör- inn er geymdur eftir sláturtíð þar til hann er aðeins farinn að mygla eða „fleiðra“. Þá er hann brytjaður og hnoðaður í töfl- ur. Mörinn var svo bræddur og hafður sem viðbit með fiski, að því er segir í Íslenskri matarhefð eftir Hallgerði Gísladóttur. Skötustappa og hnoðmör SKATAN KÆST OG SÖLTUÐ Skata tilheyrir Þor- láksmessu. samviskusemi af sextán Lions- mönnum hér á Ísafirði.“ Engin brögð í tafli Kári var spurður hvort rétt væri að menn léttu á sér í skötubinginn til að hraða kæsingunni. „Þetta er orð- in svo eftirsótt vara að við höfum engin vafasöm orð um það,“ sagði Kári hlæjandi og neitaði því stað- fastlega að þessi brögð væru viðhöfð við verkunina nú til dags. „Ætli það hafi ekki gerst í gamla daga, þegar skatan lá úti við beitningaskúrana, að menn hafi tappað af sér í sama horninu?“ Kári sagði ekki gefið upp hvað þeir Lionsmenn verkuðu mikið af skötu, en sagði afraksturinn koma sér vel fyrir samfélagið. Skatan væri seld víða fyrir vestan og send suður í verslanir og til einstaklinga. Kári sagði að Vestfirðingar um allt land og erlendis líka fengju senda kæsta skötu fyrir Þorláksmessu. Kári kvaðst snæða vel kæsta skötu á Þorláksmessu á vetri með stórfjölskyldunni og á Þorláksmessu á sumri, 20. júlí, í Tjöruhúsinu á Ísa- firði þar sem haldin væri skötuveisla í fjáröflunarskyni. Svo vel vill til að það er einmitt afmælisdagur Kára. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Skötuangan Kári Þór Jóhannsson, Lionsmaður og fisksali á Ísafirði, drakk í sig ilminn af kæstri tindabikkjunni. Skötuilminn að vest- an leggur yfir landið  Kæst tindabikkja frá Ísafirði fer víða um heim

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.