Morgunblaðið - 23.12.2011, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.12.2011, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2011 Minningargrein- ar um Karl Brynj- ólfsson eftir Sigurð Sigurðarson og Pál Hannesson sem birtar voru 21. desember runnu saman að hluta vegna mistaka við vinnslu. Eru þær birtar hér aftur um leið og höf- undar og hlutaðeigandi eru beðnir velvirðingar á mistökunum. Mig langar til að minnast vinar míns með nokkrum fátæklegum orðum. Mín fyrstu kynni af Kalla og Kiddu voru þegar Björn Rúnar sonur minn og Rósa voru að stinga saman nefjum fyrir allmörgum ár- um. Strax í upphafi var samgangur ekki mikill en með árunum þróaðist milli okkar hjóna góður vinskapur og traust vinátta. Við fráfall Kiddu var söknuður Kalla mikill og hafði hann oft um það orð við mig. Kalli var maður dálítið af gamla skólan- um, hafði sínar ákveðnu skoðanir á mönnum og málefnum en var sann- gjarn til orðs og æðis. Ég held að Kalli sé maður sem hægt er að minnast fyrir mikinn dugnað og hvatvísi í öllu sem hann tók sér fyr- ir hendur. Hann var laginn maður til allra verka, þegar hann byggði húsið sitt á Háabarði 10 byggði hann það nánast einn með eigin hendi, hlóð, steypti og múraði. Kalli var hagur á tré, smíðaði glugga og fleira í bílskúrnum sín- um fyrir vini og vandamenn. Þegar maður kom upp á Háa- barð, sem var oft, var Kalli nær alltaf í bílskúrnum eitthvað að dunda, smíða sveitabæi, kirkjur og líkan að sínu eigin húsi. Núna síð- ast í haust smíðaði hann sér nýtt gróðurhús á nokkrum dögum á grunni þess gamla. Allt sem hann tók sér fyrir hendur var gert á met- hraða, hann var snöggur að öllu sem var undir hverju sinni. Kalli var vinmargur, það sást Karl Brynjólfsson ✝ Karl Brynjólfs-son fæddist í Hafnarfirði 28. mars 1926. Hann lést á heimili sínu 11. desember 2011. Útför Karls fór fram frá Hafn- arfjarðarkirkju 21. desember 2011. best á því hvað marg- ir komu til hans í heimsókn, og alltaf var til heitt á könn- unni og boðið upp á nýbakaðar pönnu- kökur með rjóma, „á heimsmælikvarða“, já pönnukökurnar hans Kalla löðuðu að og eru búnar að renna ljúft ofan í margan gestinn. Margar eru ferðirnar sem ég hef farið gegnum árin til að fá smá og stór viðvik í söginni hans og hefl- inum og vart hef ég verið kominn heim með spýturnar er hann hefur hringt og spurt hvort ekki passaði það sem verið var að hefla, svona var umhyggjan hjá honum í minn garð. Kalli kom líka oft við hjá mér í skúrnum í Holtsbúðinni í morgun- spjall eftir að hafa haft viðkomu á bekknum niðri í Firði, en þar koma eldri og heldri menn bæjarins á morgnana í spjall um lífsins gagn og nauðsynjar. Eins og Kalla var von og vísa kvaddi hann okkur að sínum hætti. Nú fækkar ferðum á Háabarðið, minningin stendur eftir um góðan vin. Hvíl í friði, tryggi vinur. Innileg samúð til ykkar allra sem standið honum næst. Páll Hannesson. Síminn hringir, á línunni er Sverrir Gunnarsson, einn kaffi- félaganna í Firði. Hann segir: „Fallinn er hann Fjögurra manna maki.“ Hann Kalli okkar, Kalli Brynka, sem Gaflarar kalla svo. Kalli byrjaði ungur til sjós. Sigldi á gömlu síðutogurunum stríðsárin hættulegu. Lönduðu í Hull, Grimsby og Fleetwood. Það var ekki nema fyrir fullhuga að stunda þær siglingar. Svo hófust siglingar á Þýskaland eftir stríðið og var þar hið mesta hörmungarstand. Kalli var á Óla Garða, Marsinum og fleiri togurum. Þrátt fyrir allt var oft líf og fjör úti í Hamborg. Og Kalli gat sungið: „Manstu kvöldin okkar úti í Hamborg?“ Enda þá ungur strákur og fjörmikill. Þá hann hætti á togurunum fór hann meðal annars að vinna í Tré- smiðju Reykdals og varð góður smiður, þótt ekkert tæki hann prófið. Síðar vann Kalli í Álverinu í Straumsvík. Trillu átti hann lengi, enda sterkt í honum saltið. Kalli var ljúfmenni, greiðvikinn og gamansamur. Víkingur til vinnu, en ekki útrásarvíkingur! Við sátum saman, félagarnir, á morgnum við hringborðin í Firði, þó ekki með brynjur og sverð sem riddarar hringborðsins hjá Arth- uri konungi. Við vorum að skylm- ast með andans brandi í góðsemi! Stundum var Kalli að segja okkur sögur frá gamalli tíð og margt sem við ekki vissum. Þá sagði Kalli gjarnan: „Þið vitið ekkert, þetta unga fólk!“ Kalli hefir nú hlýtt kallinu, enda ekki til áfrýjunar. Hann ætlaði að fara að koma sér í skoðun, en Guð varð á undan og tók til sín sinn elskaða son. Kalli var sem sagt á sérsamningi. En þá við félagarnir verðum allir munum við hylla Kalla, kátan og reifan sem jafnan við hring- borðin: „Austan við sól og suður af mána, sýður á keipum himinlind.“ Við kveðjum kæran félaga með virðingu. Fyrir hönd kaffifélaganna í Firði, Sigurður Sigurðarson. Karl Brynjólfsson og kona hans Kristín Kristjánsdóttir voru vinir okkar hjóna (Önnu og Sveins) allt frá því um miðja síðustu öld og vorum við tíðir gestir á heimili hvors annars. Kalli, sem við kveðjum í dag, var ræðinn og rómfastur maður og sagði vel frá sínum sjóferðum svo eftir var tekið og notaði réttu orðin þegar það átti við. Hann var dugnaðarforkur og byggði sjálfur að mestu einbýlishús þeirra hjóna, Háabarð 10 í Hafnarfirði, þar sem þau bjuggu allan sinn búskap, en Kidda, eins og hún var ávallt köll- uð, lést fyrir nokkum árum. Þegar við Kalli vorum tveir einir eftir héldum við engu að síður okkar góðu vináttu við. Nú kveð ég Kalla hinsta sinni og sendi fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Guð varðveiti ykkur. Sveinn B. Ólafsson. ✝ BaldvinÁgústsson fæddist á Rifi á Melrakkasléttu 15. febrúar 1923. Hann lézt á Landspít- alanum í Fossvogi 10. nóvember 2011. Móðir hans var Kristbjörg Stefanía Jóhannsdóttir sem fæddist á Núpi í Öx- arfjarðarhr, N- Þing. 23. júlí 1897 og dó á Húsa- vík 14. desember 1976. Faðir hans var Guðberg Ágúst Magn- ússon sem fæddist í Reykjavík 28. ágúst 1895,og dó á Húsavík 5. október 1970. Þau Ágúst og Kristbjörg hófu búskap heima hjá foreldrum Kristbjargar á Núpi og þar fæddust elztu þrír synirnir, þeir Magnús, f. 1918, d. 2009, sjómaður á Raufarhöfn, Ívar, f. 1921, d. 1950, vörubíl- stjóri og sjómaður og Baldvin, f. 1923, d. 2011, sjómaður og bryti í Reykjavík og Vestmanna- eyjum. Um 1925 fluttu Ágúst og Kristbjörg til Raufarhafnar og Huldu Kristínu Þorvaldsdóttur, f. 1928, d. 2000. 1950 giftist hann fyrri eig- inkonu sinni, Esther Áslaugu Laxdal, f. 1924, d. 2005. Þau eignuðust þrjá syni saman, Birgi, f. 1951, skipstjóra og stýrimann Akureyri, Jóhannes, f. 1952, fv. sjómann á Ísafirði og í Vest- manneyjum og iðnrekstrarfræð- ing í Reykjavík og Grétar Örn Mána, f. 1959, bónda á Valda- steinsstöðum í Bæjarhreppi. Einnig ættleiddi Baldvin tvo eldri syni Estherar. Helga, f. 1945, framkvæmdastjóra eigin fyr- irtækis í Noregi og Hauk, f. 1948, bónda og sjómann frá Tungu á Svalbarðsströnd. Baldvin og Est- her slitu samvistum 1962. Árið 1973 giftist Baldvin seinni konu sinni, Regínu Rós- mundsdóttur, f. 1923, d. 2009, frá Vestmanneyjum. Þau eignuðust ekki börn saman en fyrir átti Regína fjögur börn. Ívar, Betzý og Eyrúnu Ívarsbörn og yngsta soninn Guðna Ólason. Baldvin var lærður mat- reiðslumaður og vann lengst af við iðn sína bæði til lands og sjós. Útför Baldvins fór fram í kyrr- þey frá Lindakirkju í Kópavogi 21. nóvember 2011. bjuggu þar síðan til dauðadags. Ágúst sinnti ýmsum störf- um fyrir sig og sveitarfélagið. Hann var til dæmis verkamaður, hafn- sögumaður, útgerð- armaður og versl- unarmaður, sat í sveitarstjórn og sinnti félagsmálum. Á Raufarhöfn fæddust yngstu fimm börn þeirra hjóna. Karl Ágústsson, f. 1924, d. 1994, útgerðarmaður á Raufarhöfn, síðar fram- kvæmdastjóri í Reykjavík. Geir Ágústsson, f. 1926, sjómaður og smiður á Raufarhöfn og Reykja- vík. Guðný Ágústsdóttir, f. 1929, búsett í Reykjavík. Hilmar Ágústsson, f. 1931, sjómaður og smiður á Raufarhöfn. Gunnar Ágústsson, f. 1932, d. 1990, sím- virki í Reykjavík. Baldvin var tvíkvæntur en átti börn með þremur konum. Elsta soninn, Ársæl, f. 1948, fv. bílstjóra, eignaðist hann með Nú er afi fallinn frá, 88 ára gamall. Hann er búinn að vera sjúklingur í allnokkur ár og er ef- laust hvíldinni feginn. Eftir að amma dó árið 2009 fór heilsu hans að hraka og þá sérstaklega síðasta ár, og skiptum við fjölskyldan með okkur verkum og sáum til þess að honum væri sinnt á hverjum degi. Það þurfti að kaupa mat og nauð- synjar fyrir hann, sendast eftir lyfjum og fleira sem til féll. Við eigum yndislegar minningar um afa. Það var vægast sagt gaman að snúast í kringum gamla manninn. Hann var ákaflega sérvitur og ef maður keypti ekki nákvæmlega það sem hann vildi henti hann gjarnan vörunni. Bæði Jóhanna og Sigga fóru fyrir hann í versl- unina Guðstein til að kaupa buxur, og urðu þær að vera nákvæmlega eins og þær sem hann átti fyrir. Engar breytingar fyrir gamla manninn. Þarna kom sérviskan sterk inn. Ég hitti hann einu sinni í Nóa- túni og gekk upp að honum og heilsaði. Þá sagði hann. „Hver ert þú?“ Þá fattaði ég að hann var nánast orðinn blindur en hann hafði verið sjónskertur um all- langa hríð. Eftir þetta kynnti ég mig alltaf með orðunum: „Er þetta ekki afi minn, sjómaðurinn“, en hann var mest af sínu lífi kokk- ur á skipum, aðallega frá Vest- mannaeyjum. Afa þótti ákaflega vænt um langafabörnin sín, Andra, Andreu, Arnór Stein, Evu, Katrínu, Silju, Viktor, Baldvin og Betsýju Ástu. Hann vildi allt fyrir þessi börn gera. Þau komu til hans á jólunum og skreyttu fyrir hann jólatréð og nutu þess að vera í kringum hann. Ætli það hafi ekki verið í kring- um 1990 að afi kom í land og byrj- aði að vinna hjá ALP-bílaleigunni. Hann var staðsettur á BSÍ þar sem umboð leigunnar var til húsa. Hann var afskaplega góður og samviskusamur starfskraftur og naut sín mjög vel í þessu starfi. Þótt ekki skartaði hann enskukunnátt- unni var alveg ótrúlegt hvað hann gat gert sig skiljanlegan við útlend- inga. Árið 2003, þegar afi varð 80 ára, var það okkur mikill heiður að fá að halda móttöku fyrir hann á heimili okkar. Við fengum hann svo til að skreppa með okkur til Kanarí árið 2009 sem var hans síðasta ferð utan. Undir það síðasta var orðið ljóst hvert stefndi og nutum við þess að fá að vera með honum síðasta spöl- inn í þessu jarðlífi. Megir þú hvíla í friði elsku afi. Páll (Palli) og Sigríður Rut (Sigga Rut). Elsku afi. Hugurinn leitar aftur í tímann og margs er að minnast svo sem sam- verustunda niðri á Umferðarmið- stöð þar sem þú stóðst vaktina á bílaleigunni í mörg ár. Bílar voru þitt áhugamál á seinni árum og hafðir þú sérstakan áhuga og metn- að fyrir að hafa bílinn þinn alltaf tandurhreinan og bónaðan. Gott er að minnast allra heim- sóknanna á Hringbrautina þar sem alltaf var boðið upp á brauð í hádeg- inu og gjarnan steiktan fisk á kvöld- in og svo var það steikin á sunnu- dögum með eplasalatinu. Alltaf frábær matur enda varst þú kokkur og það góður. Þú varst góður maður, skemmti- lega þrjóskur og sást kosti og galla í fólki. Þú hafðir skoðanir á mönnum og málefnum og áttir oft hnyttnar lýsingar á fólki og atburðum. Við eigum eftir að sakna þrjóskunnar sem okkur fannst alltaf svo skemmtileg og var umtöluð í fjöl- skyldunni. Við erum svo heppin að eiga lítið eintak af þér og þegar við sögðum þér að hann væri þrjóskur þá sagðir þú að það væri gott og það væri alveg nauðsynlegt að standa á sínu. Klassísk er sagan af þér þegar þú og amma fóruð norður í land í brúðkaup eða fermingu og liðu tveir tímar milli kirkju og veislu, þú neitaðir að bíða og ákvaðst að fara heim, hvað sem amma tautaði og raulaði. Eftir að við fluttum austur á Egilsstaði fækkaði sam- verustundunum en samt styrktist sambandið að vissu leyti þar sem mikið var hringt á milli og alltaf kíkt inn þegar við áttum leið í bæ- inn. Þú varst einstaklega hjarta- hlýr og góður og fylgdist alltaf með strákunum okkar og hvernig þeim leið. Þeir voru þér kærir og við fundum það og vitum að þið eigið eftir að vaka yfir þeim. Því miður gátum við ekki hitt þig eins oft og við hefðum viljað en hugs- uðum alltaf hlýtt til þín og vitum að nú líður þér betur kominn í faðm Regínu. Að lokum viljum við færa þakk- læti til mömmu, pabba, Palla, Siggu, Jóhönnu og Kela og allra krakkanna fyrir að hugsa vel um þig síðustu misserin. Hvíl í friði. Ágúst, María, Viktor og Baldvin. Elsku langafi okkar. Þú varst besti langafi í heim- inum og þú munt ávallt lifa í minn- ingum okkar. Við viljum þakka þér fyrir allar ánægjulegu stund- irnar okkar saman og allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) En nú ertu farinn og hvíldinni feginn, elsku langafi okkar. Hvíldu í friði. Andrea og Betsý Ásta. Baldvin Ágústsson Ástríður Oddbergs- dóttir ✝ ÁstríðurOddbergs- dóttir (Ásta) fæddist á Vest- urgötu 18 í Reykjavík 21. janúar 1915. Hún lést á Hjúkrunarheimili HSSA á Hornafirði 22. desember 2010. Útför Ástu fór fram frá Hafnarkirkju 29. desember 2010. Meira: mbl.is/minningar Það er svo ljúft og gott að minnast manns, er með oss jafnan vakti hlýja gleði, að hafa hlotið sess í samfylgd hans, er sínum vinum einatt hollráð léði. Sigurður Ólafsson ✝ Sigurður Ólafs-son fæddist í Reykjavík 10. des- ember 1964. Hann lést á heimili sínu 27. nóvember 2011. Útför Sigurðar var gerð frá Há- teigskirkju 8. des- ember 2011. Um samvist þína andar þýðum þey, þótt þræðir lífsins séu að skari brunnir. Þín minning verður geymd, en gleymist ei, þótt genginn sért til moldar, sem þú unnir. (E.G.) Með vinakveðju frá bekkjarfélögum í 6.M, út- skriftarárgangi MR 1984. Fyrir þeirra hönd, Þórunn Elva Guðjohnsen. Kæri vinur. Nú er aðventan gengin í garð, sá tími sem var okkur svo kær og þú farinn að huga að ferð inn á Skógarholt í Stöðvardal til að ná í skreytingarefni í aðventukrans- ana okkar Jónu. Tilgangurinn var að tína eini, berjalyng og hvað eina sem þér datt í hug að hægt væri að nota í jólaskraut. Síðan hringdir þú í vinkonu þína og spurðir: „Ætlar þú ekki að kíkja til okkar og gá hvort eitt- hvað sé í pokanum sem þú getur notað?“ Alltaf var skál á borðinu hjá mér alla aðventuna með skreytingu úr efni frá þér. Ég hef ætíð saknað þess sárt í veikindum þínum að eiga þess ekki kost að vinna með efni, sem safnað var af alúð og gefið af kærleik. Ég minnist þess að heyra ykk- ur Jónu koma upp tröppurnar í Heiðmörk 3 og síðan var knúið dyra og spurt: „Jæja er bara verið að baka?“ Hellt var upp á kaffi og borðaðar smákökur, meðan kann- Kjartan Guðjónsson ✝ Kjartan Guð-jónsson fæddist á Stöðvarfirði 22. maí 1931. Hann lést á Hjúkrunarheim- ilinu Eir í Reykja- vík 19. ágúst 2011. Kjartan var jarð- sunginn frá Stöðv- arfjarðarkirkju 27. ágúst 2011. að var með ástand silfurmuna og jóla- sería, sem þú hafðir mikla þolinmæði að fegra og laga. Mjög góður sam- gangur var á milli húsa hjá okkur, en ferðir tíðari á þess- um árstíma vegna þess að jólabörn áttu heima í þeim báðum. Því er ofarlega í minni hve notalegt var að kíkja inn til ykkar og sjá jólabæinn kominn á sinn stað með öllum jólasveinunum, sem Jóna bjó til og sjá, hve þú varst stoltur yfir fegurð þessa sanna jólaskrauts. Það er ljúft að eiga kærar minningar um þann góða vin, sem þú varst okkar fjölskyldu. Við hjónin munum ætíð skemmtilegar stundir, þegar við vorum að syngja saman og Jóna að spila á harmonikkuna og þú lifðir þig inn í lag og texta með gleðibros á vör. Það minnti okkur á árin, sem þú varst aðalflytjandi gamanvísna á árvissum samkomum Stöðfirð- inga sitt hvorum megin við ára- mótin. Kveðskapurinn varð ekki alltaf til með löngum fyrirvara, en þú lagðir metnað þinn í að æfa sem best. Stundum var mætt í bláa kaupfélagssloppnum milli anna í jólaversluninni eða reynt að taka æfingu eftir langan vinnu- dag. Textaframburður þinn var með afburðum góður og þér tókst ætíð að koma efninu vel til skila. Þú varst einn af stofnfélögum Karlakórs Stöðvarfjarðar og virk- ur alla tíð í starfi hans. Elsku vinur. Við hjónin kveðj- um þig með þakklæti fyrir allar þær fjölmörgu góðu stundir sem við áttum með ykkur Jónu á öllum tímum ársins, þau 30 ár, sem við náðum að búa saman hlið við hlið í sátt og samlyndi og sannri vin- áttu. Við vinkonu okkar Jónu og hennar fjölskyldu segjum við: Megi aðventan og jólin verða ykk- ur góð og okkur auðnast að hittast oft á komandi árum. Við viljum enda kveðju okkar með jólatexta: Í dimmum desember döpur stundum er. Há ei himinsól heldur kalt um ból. Ljós ef lifna sé á litlu grænu tré þá ég þúsund falt þakka honum allt, er bæði birt’ og yl barna færir til, lífgar laut og hól og lætur koma jól. Ég það játa nú jól og barnatrú bæta marga menn, mér hún reynist enn von í vetrartíð, verður ár og síð. Þá ég þúsund falt þakka honum allt, er lífgar laut og hól og lætur koma jól. (B.H.G.) Hlíf B. Herbjörnsdóttir og Björn Hafþór Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.