Morgunblaðið - 23.12.2011, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.12.2011, Blaðsíða 18
BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Öll framvinda Helguvíkurverkefnis- ins var í hægagangi í hálft annað ár, á meðan gerðardómur var að fjalla um grundvallaratriði málsins enda hafði tiltrú á verkefninu minnkað mjög. Enn er eftir að hnýta marga lausa enda. Það kemur í ljós á næstu mán- uðum hvort úrskurður gerðardóms- ins verður til að hleypa fáknum á skeið á ný en ljóst er að fjöldi hindr- ana er í brautinni. Úrskurðurinn staðfestir að orku- sölusamningur HS Orku og Norður- áls vegna álvers í Helguvík er í fullu gildi og HS Orku ber að afhenda um- samda orku. Úrskurðurinn felur hins vegar ekki í sér að HS Orka sé skuld- bundin til að virkja orku og afhenda hana í áratugi án þess að hafa nokkuð út úr því. Ýmsir fyrirvarar voru í orkusölusamningum fyrirtækjanna, meðal annars um arðsemi, fjár- mögnun og nauðsynleg leyfi, sem ekki hafa verið uppfyllt. Báðir aðilar lýstu því yfir, þegar úr- skurður gerðardómsins var birtur, að þeir vildu vinna saman að því að ná niðurstöðu í málin og höfðu raunar gert það áður en úrskurðurinn lá fyrir. Athuga með aukningu hlutafjár HS Orku er tryggð lágmarks- arðsemi í upphaflegum samningum. Arðsemi virkjana er einnig forsenda fyrir því að fyrirtækinu takist að fjár- magna nauðsynlega orkuöflun. Þetta er ein keðja þar sem enginn hlekkur má bresta. Viðræður HS Orku og Norðuráls sem væntanlega hefjast í byrjun nýs árs snúast því væntanlega ekki aðeins um það hvenær HS Orku beri að af- henda orkuna heldur einnig hversu mikla og við hvaða verði. Gengishrunið 2008 fór illa með efnahagsreikning fyrirtækja sem skulduðu fé í erlendri mynt og voru orkufyrirtækin þar ekki undanþegin. Efast hefur verið um getu HS Orku til að fjármagna þær virkjanir sem ráðast þarf í. Fyrr á þessu ári keypti félag fjórtán lífeyrissjóða, Jarðvarmi, 25% hlut í HS Orku og á nú fyr- irtækið á móti dótturfélagi Alterra Power. Það hlýtur að auka tiltrú á fyrirtækinu að fá lífeyrissjóðina í bak- landið, sérstaklega í ljósi þess að fé- lag lífeyrissjóðanna eignaðist jafn- framt rétt til að leggja nýtt hlutafé inn í orkufyrirtækið og auka með því hlut sinn. Nýti það þennan kauprétt sem er að markaðsvirði tæplega 4,7 milljarðar króna, er séð fyrir eig- infjárhluta stækkunar Reykjanes- virkjunar, að minnsta kosti. Áætla má að 50 MW virkjun kosti eitthvað á annan tug milljarða. Erfitt er að afla erlends lánsfjár til fjárfestingarverk- efna, eins og alþjóðlegir fjár- málamarkaðir eru í dag, en gera má ráð fyrir að aukning hlutafjár með að- komu lífeyrissjóðanna auðveldi fjár- mögnun lánsfjárhlutans, hvort sem það verður á innlendum eða erlend- um markaði. Lífeyrissjóðirnir eru þessa dagana að fara yfir arðsemi og áhættu. Fegurð fjárfestingarinnar ræðst af niðurstöðu samninga HS Orku við Norðurál. Lífeyrissjóðirnir hafa frest fram í febrúar til að ákveða sig. Reykjanesvirkjun mikilvæg Norðurál vinnur að undirbúningi 270 þúsund tonna álvers í Helguvík, í þremur 90 þúsund tonna áföngum. Í þessari umferð er lögð áhersla á að tryggja orku í fyrstu tvo áfangana en sjá þó út yfir verkefnið í heild. Fjórði áfanginn með enn frekari stækkun er falinn lengra inni í framtíðinni og hlýtur að ráðast af orkuöflunarmögu- leikum. Fyrir hvern áfanga álvers þarf lið- lega 150 megavatta afl í raforku. Samningar gerðu ráð fyrir að 100 MW í fyrsta áfangann kæmu frá HS Orku og 50 MW frá Orkuveitu Reykjavíkur. OR hefur þegar byggt Sleggjuna við Hellisheiðarvirkjun og er tilbúin að af- henda orkuna til Helguvíkur þegar Norðurál óskar. Stækkun Reykjanes- virkjunar átti að vera uppistaðan í hlut HS Orku. Áform voru uppi um að stækka hana um 80 MW og hefur 50 MW hverfill beðið ónotaður í virkj- uninni um tíma. Langan tíma tók að fá virkjunarleyfi fyrir stækkun en það er komið þótt það dugi ekki fyrir þeirri framleiðslu sem HS Orka ætlaði að afla. Norðurál hefur bent á að hægt væri að nýta orkuna á landsnetinu bet- ur þannig að ekki ætti að vera vanda- mál að tryggja orku til fyrsta áfanga álversins, ef áhugi væri á því hjá orku- Morgunblaðið/Golli Álver Bygging álvers hófst í Helguvík en hlé var gert á framkvæmdum þegar áætlanir röskuðust eftir bankahrun. Hægt er að ljúka verkefinu á tveimur til tveimur og hálfu ári. Fjöldi hindrana í brautinni  Stjórnendur Norðuráls og HS Orku hefja viðræður um uppfærslu orkusölusamnings vegna Helguvíkur  Lífeyrissjóðir athuga hlutafjáraukningu í HS Orku til að liðka fyrir fjármögnun virkjana  Sýna áhuga á Hverahlíðarvirkjun  Enn ákveðin óvissa í skipulags- og leyfismálum Úrvinnsluefni Orkuöflun Stækkun Reykjanesvirkjunar, nýjar virkjanir í Eldvörpum og Krísuvík.HSOrka. Hverahlíðarvirkjun, Gráumóar.Orkuveita Reykjavíkur. Staðfesting skipulags í Eldvörpum.Skipulagsstofn- un, umhverfisráðherra. Skipulag í Krísuvík og samningar um nýtingu lands og jarðhita.HSOrka,Hafnarfjarðarbær. Rannsóknir.HSOrka. Virkjanaleyfi.Orkustofnun. Önnur leyfi. Ýmar stofnanir. Fjármögnun virkjana. Eigendur orkufyrirtækja, lífeyrissjóðir, alþjóðlegur fjármálamarkaður. Öflun orku og virkjun. Rekstur. Orkuflutningur Skipulag.Hafnarfjarðarbær. Jarðstrengur? Sveitar- félagiðVogar, hagsmuna- aðilar,Alþingi. Samningar við landeigend- ur. Landsnet. Fjármögnun Suðurnesja- línu. Fjármálamarkaður. Lagning Suðurnesjalínu 2. Landsnet. Lagning Suðurnesjalínu 3 í stað gömlu línunnar. Landsnet. Álver Bygging álvers sett af stað á ný.Norðurál. Framkvæmdatími 2-2,5 ár frá því ákvörðun er tekin. Hafnarframkvæmdir. Reykjanesbær. Frumforsenda Samningar Norðuráls við HS Orku og Orkuveitu Reykjavíkur um framkvæmd orkusölusamninga og tímasetningar og eftir atvikun Landsvirkjun. 18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2011 Stjórnendur Norðuráls og orkufyr- irtækjanna eru í þeirri stöðu núna að þeir standa í deilum vegna skerðingar Norðuráls á núverandi orkukaupum Norðuráls á sama tíma og þeir þurfa að semja um orkukaup vegna álversins í Helgu- vík. Málið snertir einnig efni kom- andi viðræðna því orkufyrirtækin telja sig verða að fá hærra verð til að fóðra slíka áhættu í framtíðinni. Norðurál keypti fyrirfram tæp- lega 50 MW af nýrri virkjun Orku- veitu Reykjavíkur, Sleggjunni sem tekin var í notkun á Hellisheiði í haust, til að nota í Helguvík. Álverið hefur ekki verið byggt og því engin not fyrir orkuna þar. Hugmyndir voru uppi um að auka framleiðslu í verksmiðjunni á Grundartanga, meðal annars með straumhækkun, og þess vegna voru ákvæði í samn- ingum um að Norðurál gæti fengið orkuna afhenta þar. Framleiðslan hefur ekki verið aukin það mikið að not sé fyrir þessa viðbót. Í kjölfarið minnkaði Norðurál kaup á raforku til Grundartanga- versins frá Orkuveitu Reykjavíkur, Landsvirkjun og HS Orku. Ef farið hefur verið niður í lágmarks kaup- skyldu samkvæmt samningum, eins og heimildir eru fyrir, er fyr- irtækið að kaupa 85% af orkunni sem það hefur keypt samkvæmt samningum við orkufyrirtækin þrjú og greiðir því ekki fyrir rúmlega 40 MW. Samningar um orkuverð eru trúnaðarmál en miðað við upplýs- ingar sem áður hafa komið fram minnka tekjur orkufyrirtækjanna um mörg hundruð milljónir kr. á ársgrundvelli, jafnvel nokkuð á ann- an milljarð, en það fæst ekki stað- fest. Orkufyrirtækin eru mjög ósátt við þetta enda telja þau að ákvæði samninga sem Norðurál vísar til eigi ekki við. Þau hafi verið hugsuð til að veita ákveðið svigrúm ef ál- verið þyrfti að loka vegna tækni- legra eða markaðslegra áfalla. Fyrirtækin hafa öll verið að íhuga aðgerðir. HS Orka ríður á vaðið og hefur vísað deilunni til gerðardóms sem sænska viðskiptaráðið skipar. Aðilar deila um leið og þeir semja HS ORKA HEFUR VÍSAÐ DEILU VEGNA ORKUKAUPA TIL GRUNDARTANGA TIL GERÐARDÓMS Álver í Helguvík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.