Morgunblaðið - 23.12.2011, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.12.2011, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2011 Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. (Vilhjálmur Vilhjálmsson) Ég á ennþá bágt með að trúa því að pabbi sé farinn og að ég sjái hann aldrei aftur. Það var erfitt að vera svona langt í burtu frá fjölskyldunni þegar við heyrð- um í hvað stefndi, maður var al- veg hjálparlaus og fátt annað hægt að gera en að senda hlýjar hugsanir yfir hafið. Auðvitað vissu allir að hann gekk ekki heill til skógar, en það bar hann nú ekki utan á sér og leit alls ekki út fyrir að vera 74 ára gamall. Meira að segja héldu sumir vinnufélag- arnir á Jamaíka að hann væri eldri bróðir minn þegar við vor- um á ferðalagi um eyjuna einu sinni sem oftar. Þegar maður lætur hugann reika til baka er margt sem stendur manni ljóslif- andi fyrir sjónum. Pabbi var allt- af til í að reyna eitthvað nýtt og var hálfgerður dellukall. Ég man sérstaklega eftir því þegar ljós- myndadellan heltók hann. Hann átti alls kyns græjur og smellti af myndum í tíma og ótíma og var mamma nú ekki hrifin oft á tíð- um. Eitt sinn þegar við bjuggum uppi í Mosó og hún var að þrífa Skæringur Bjarnar Hauksson ✝ SkæringurBjarnar Hauks- son fæddist í Reykjavík 24. maí 1937. Hann lést 1. desember 2011. Foreldrar Skær- ings voru Haukur Jónsson og Bára Skæringsdóttir. Bróðir Skærings er Gunnar Hafsteinn, f. 1943. Skæringur var kvæntur Huldu Sigurjónsdóttur, f. 31. mars 1934. Þau eignuðust fjög- ur börn. Útför Skærings var gerð í kyrrþey. fyrir jólin var pabbi smellandi af mynd- um og ein myndin er tekin þegar hún, sótglóandi af illsku, er að búa sig undir að henda einhverju í hann. Held að þessi mynd sé til ennþá svei mér þá. Svo man ég eftir ægi- legu pukri í bíl- skúrnum þarna í Mosó og maður skildi ekkert í því hvað var verið að laumupokast með. Það liðu mörg ár þangað til ég fattaði að kallarnir voru að brugga þarna úti! Hann var mikill dýravinur og hélt mikið upp á hunda. Þegar þau mamma dvöldu hjá okkur á Jamaíka höfðu þau ómælt gaman af „stelpunum okkar“ sem ég veit að eru í góðum höndum hjá þér. Þau nutu þess að sitja í „útikoní- aksstofunni“ okkar þegar við vor- um í Kingston og svo voru þau búin að útbúa sér sérstakt horn þegar við vorum flutt á norður- ströndina. Elsku pabbi minn. Ég vildi óska þess að ég hefði náð að sjá þig einu sinni enn en svo varð ekki, en ég get ekki annað en von- að að þú hvílist nú og sért sáttur við það sem þú skildir eftir. Eins og góð vinkona mín sagði um daginn, þá trúir hún því að við förum öll yfir í aðrar víddir þegar við deyjum, því það hlýtur nú að vera einhver tilgangur með þess- ari dvöl á Hótel Jörð. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörð- in. Einir fara og aðrir koma í dag, því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Og til eru ýmsir, sem ferðalag þetta þrá, en þó eru margir, sem ferðalaginu kvíða. Og sumum liggur reiðinnar ósköp á, en aðrir setjast við hótelgluggann og bíða. Þá streymir sú hugsun um oss sem ískaldur foss, að allt verði loks upp í dvölina tekið frá oss, er dauðinn, sá mikli rukkari, réttir oss reikninginn yfir það sem var skrifað hjá oss. (Tómas Guðmundsson) Sigrún. Kveðja frá barnabörnum Eftirfarandi ljóð var birt í minningargrein um Hauk Jóns- son pípulagningameistara, föður Skærings. Það er stundum þungt að skilja, þegar vinur kvaddur er. Lýtur allt að einum vilja enginn veit hver næstur fer. Þeir, sem ganga bjartar brautir, bera gæfu öðrum meir. Dauðinn læknar lífsins þrautir lifir minning þess er deyr. Þú varst alltaf öllum góður oft er viðkvæm barnsins lund. Þú gast líka hlustað hljóður huggað okkur hverja stund. Okkur skildir öðrum betur alltaf til þín leitað var. Nú um alla æfi getur enst þær björtu minningar. Er barnsins helga hátíð kemur hljóð við störum ljósin á. Þú vilt eflaust öðru fremur enginn grátur væti brá. Þá við förum þreytt í bólin það vor hinsta kveðja er gefi sá er gaf oss jólin gleðilega hátíð þér. (NÞ) Fyrir hönd barnabarna, Daníel Ómar Viggósson. Hinn 1. des. sl. lést ástkær mágur minn. Því miður var ég stödd erlendis þegar hann lést, ég fékk þessar sorglegu fréttir strax og ég kveikti á símanum mínum eftir lendingu. Baddi eins og hann var alltaf kallaður var ekki bara mágur minn heldur var hann minn besti vinur og hélst sú vinátta í 50 ár og bar aldrei skugga á. Alltaf var gott að skreppa í Hafnarfjörð eða hringja til Badda og Huldu til að spjalla, þau hlustuðu og gáfu manni góð ráð ef ég leitaði til þeirra og mun ég gera það eftir sem áður því nú hlustar Hulda og gefur mér ráð en hann er vonandi líka að hlusta en bara frá öðrum stað. Ekki ætla ég að skrifa neina lofræðu um hann enda ekki það sem hann vildi. Nú er komið að leiðarlokum kæri mágur, ég þakka þér fyrir áratuga vináttu. Elsku Hulda og fjölskylda, innilegar samúðarkveðjur til ykkar. Blessuð sé minning þín elsku mágur, sakna þín. Þín mágkona, Sigríður. ✝ SteingrímurGuðjónsson fæddist 29. sept- ember 1924 í Reykjavík. Hann lést 26. nóvember 2011. Foreldrar hans voru Guðjón Guð- mundsson skip- stjóri, f. 27. sept- ember 1894 á Kirkjulandi í Rang- árvallasýslu, d. 2. desember 1941, og kona hans Steinþóra Grímsdóttir húsfreyja, f. 16. apríl 1897 á Nikhóli, Mýrdal í Vestur-Skaftafellssýslu, d. 17. maí 1987. Bræður Steingríms eru Eyjólfur Guðjónsson skip- vélvirkjameistara og sýninga- manns í kvikmyndahúsum, f. 30. desember 1898, d. 15. apríl 1977. Eftirlifandi börn þeirra eru Hrefna Sigríður og Krist- inn, f. 18. febrúar 1935. Steingrímur lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík lýðveldisárið 1944. Hann fór í Loftskeytaskólann og vann fyrstu árin við Lóranstöð- ina á Reynisfjalli í Mýrdal. Bjuggu þau Hrefna þá í Vík í Mýrdal. Þaðan fluttu þau til Reykjavíkur. Fyrst vann Stein- grímur við vélgæslu í Áburð- arverksmiðjunni í Gufunesi en síðar hóf hann störf í endur- skoðunardeild Reykjavík- urborgar. Þar vann hann þar til hann fór á eftirlaun. Hrefna og Steingrímur reistu sér einbýlis- hús í Stigahlíð 81 í Reykjavík og þar bjuggu þau í hálfa öld. Útför hans fór fram í kyrrþey 8. desember 2011 að ósk hins látna. stjóri, f. 17. júní 1926, d. 10. ágúst, 2011, og Guðjón Guðjónsson versl- unarstjóri, f. 10. ágúst 1932. Steingrímur kvæntist Hrefnu Sigríði Karlsdóttur verslunarmanni, f. 25. janúar 1930. Þeim varð ekki barna auðið. Hún var þriðja í röð níu barna for- eldra sinna, þeirra Margrétar Tómasdóttur ljósmóður frá Hró- arsholti í Villingaholtshreppi, f. 31. maí 1899, d. 5. nóvember 1982, og Karls Guðmundssonar frá Króki á Rauðasandi, raf- Ekki grunaði mig að Stein- grímur mágur, sem var vel á sig kominn og léttur á fæti, miðað við aldur, væri á förum yfir móð- una miklu. Hann var í sinni dag- legu heimsókn hjá konu sinni Hrefnu, sem er alzheimersjúk- lingur og dvelur nú á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni, hinn 1. nóv- ember sl., þegar hann féll í gólfið og lærbrotnaði illa. Þetta varð afdrífaríkt fall því eftir nokkrar aðgerðir á mjöðm og liðskipti andaðist hann 26. nóv- ember sl. Steingrímur og Hrefna höfðu yndi af ferðalögum, innan lands sem utan. Ég og konan mín heit- in, Kristín Stefánsdóttir, ferðuð- umst með þeim vítt og breitt um landið. Lengsta ferð okkar hjónanna var 1978, þegar við flugum til New York. Þar dvöld- um við í nokkra daga hjá Tóm- asi, bróður okkar Hrefnu, og Ásu konu hans, við gott atlæti. Við heimsóttum Sameinuðu þjóðirnar og skoðuðum helstu kennileiti á Manhattan. Frá New York var flogið til Hawvaii með viðkomu í San Francisco. Þetta var sérlega skemmtileg ferð og fræðandi. Við fórum í skoðunarferð um Pearl Harbour, fræddumst um árás Japana á bandaríska Kyrrahafsflotann og skoðuðum minjar um árásina. Annað sinn flugu Hrefna og Steingrímur til Kanada á slóðir Vestur-Íslendinga. Þá heimsóttu þau skyldmenni Steingríms, sem þar bjuggu. Nokkrar ferðir flugu Hrefna og Steingrímur til sólarlanda ásamt Guðjóni, bróð- ur Steingríms, og Auði konu hans. Um tíma fóru hjónin ár- lega til London og dvöldu þar í eina til tvær vikur í senn. Í einni slíkri ferð heimsóttu þau í Wales Ragnheiði Ólafsdóttur og henn- ar fjölskyldu, systurdóttur okkar Hrefnu. Ófáar veiðferðir fórum við saman í ár og vötn. Um ára- raðir vorum við veiðifélagar í Elliðaánum, enda báðir félagar í Stangveiðifélagi Reykjavíkur. Steingrímur var tryggur félagi og var kominn með númerið 28 þegar hann lést. Einnig vorum við veiðifélagar um árabil í Krossá á Skarðsströnd. Lax- veiðiferðir með dr. Kristni Guð- mundssyni, föðurbróður okkar Hrefnu, og Tómasi bróður okkar voru farnar í Vatnsdalsá, Norð- urá, Grímsá, Þverá og Laxá í Kjós. Steingrímur var lunkinn veiðimaður og fékk oft stærsta fiskinn í þessum ferðum. Úr Vatnsdalsá landaði hann í einni ferðinni tveimur 23 punda löxum og eitt sinn landaði hann 26 punda laxi úr Þverá! Síðustu ár- in sem við fórum saman til veiða var farið í Úlfljótsvatn. Þegar aldurinn færðist yfir þau hjónin fóru þau lítið af bæ og einangr- uðu sig allt of mikið. Þegar sjúk- dómseinkenni komu skýrar fram hjá Hrefnu lokuðu þau að mestu fyrir gestagang. Að lokum var undirritaður nánast sá eini sem fékk inngöngu á heimilið. Svo henti það að Hrefna datt heima hjá sér og lærbrotnaði. Það varð til þess að hún komst undir læknishendur og sjúkdómurinn varð ekki lengur falinn. Fyrst dvaldi Hrefna á Landakoti, með- an bein greru, síðan fékk hún inni á hjúkrunarheimilinu Sól- túni. Þar býr hún nú við gott at- læti og hlýju. Í minningunni um Steingrím er mikið um ferðalög og veiði- ferðir. En er lífið ekki bara ein löng veiðiferð? Farðu í friði, fé- lagi og mágur. Blessuð sé minn- ing Steingríms Guðjónssonar. Kristinn Karlsson. Steingrímur Guðjónsson ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ODDUR C.S. THORARENSEN fv. apótekari, Klapparstíg 3, Reykjavík, lést á Landspítala Fossvogi þriðjudaginn 20. desember. Jarðarför verður auglýst síðar. Unnur Long Thorarensen, Ragnheiður Katrín Thorarensen, Elín Thorarensen, Úlfar Örn Friðriksson, Unnur Alma Thorarensen, Sindri Sveinbjörnsson, Stefán Thorarensen, Ástríður Thorarensen, Baldvin Hafsteinn Thorarensen, Ásta Michaelsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, LEÓ MÁR JÓNSSON, lést á heimili sínu mánudaginn 19. desember. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtu- daginn 29. desember kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en bent á líknarstofnanir. Sigrún D. Jónsdóttir og fjölskylda. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ÞÓRUNN MARÍN ÞORSTEINSDÓTTIR, Ingimarsstöðum, Þórshöfn, sem lést á líknardeild Landspítalans föstu- daginn 16. desember, verður jarðsungin frá Þórshafnarkirkju þriðjudaginn 27. desember kl. 14.00. Árni Ingimar Helgason, Unnur Árnadóttir, Guðmundur Hólm Indriðason, Oddný F. Árnadóttir, Gunnar Páll Jóakimsson, Þuríður Árnadóttir, Sigurður Skúli Bergsson, Soffía Árnadóttir, Hafsteinn B. Sveinbjörnsson, Helgi Mar Árnason, Íris Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og sambýlismaður, KRISTJÁN SIGFÚSSON, Hálsvegi 5, Þórshöfn, lést á Dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn miðvikudaginn 21. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Helena Kristjánsdóttir, Sigurður Þórðarson, Sigfús Kristjánsson, Lilja Ólafsdóttir, Natalia Kravtchouk og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GRÉTA ÞORBJÖRG STEINÞÓRSDÓTTIR, Freyjugötu 30, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi miðviku- daginn 21. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ragnar Bragason, Þorsteinn Bragason, Ólöf Örnólfsdóttir, Kristín Bragadóttir, Karl Einarsson, Steinþór Bragason, Hildur Þorbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elsku móðir okkar, systir, amma og tengda- móðir, GÆFLAUG BJÖRNSDÓTTIR leikskólakennari, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánu- daginn 19. desember. Jarðarförin verður haldin frá Safnaðarheimilinu á Akranesi mánudaginn 2. janúar kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á LAUF - samtök áhugafólks um flogaveiki. Nína Margrét Andersen, Kristján Már Arnarson, Daníel Örn A. Kristjánsson, Katrín Gæfa A. Kristjánsdóttir, Björn Eiríkur Andersen, Íris Sigurðardóttir, Þórdís Alda Hákonardóttir, Gréta Rún Björnsdóttir, Auður Björnsdóttir, Valdimar Sæmundsson, Fríða Frank. ✝ Ástkær systir mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGUNN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR, Eyrarvegi 3, Flateyri, lést á Sjúkrhúsinu á Ísafirði fimmtudaginn 22. desember. Fyrir hönd fjölskyldu hennar, Svala Björnsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.