Morgunblaðið - 23.12.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.12.2011, Blaðsíða 6
BAKSVIÐ Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Það eru ekki allir svo heppnir að geta setið prúðbúnir með fjölskyld- unni við matarborðið klukkan sex á aðfangadagskvöld og borðað indæl- is steik áður en skipst er á gjöfum. Hjálparstofnanir aðstoða þá sem eiga enga að eða eru í þeim aðstæð- um að geta ekki haldið jól heima. Konukot, næturathvarf fyrir heimilislausar konur, er opið allan sólarhringinn yfir jólahátíðina og áramótin. Ekki er vitað hversu margar konur munu dvelja þar en þær hafa verið þónokkrar undan- farin ár. „Það er reynt að skapa heimilislega hátíðarstemningu sem hefur tekist mjög vel. Sjálfboðaliði, sem er kokkur, eldar fyrir konurn- ar á aðfangadagskvöld og allar fá þær gjafir,“ segir Katla Þorsteins- dóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins í Reykjavík og bætir við að það séu velviljuð fyrirtæki og ein- staklingar sem gefi mat og gjafir til Konukots. Í aðdraganda jólanna hefur Rauði krossinn verið í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar um jólaút- hlutun. Þá verður hjálparsíminn 1717 opinn allan sólarhringinn eins og venjulega. „Yfir jólavikuna í fyrra voru 703 símtöl í hjálparsím- ann, eða nálægt 100 á dag. Eftir áramót er svo oftast enn meira hringt,“ segir Katla. Það er ein- mana fólk sem sumt á engan að sem hringir mikið í hjálparsímann og er afar þakklátt fyrir að geta rætt sín mál við einhvern. Vaktsími á Stígamótum Að minnsta kosti tvær konur dvelja í Kristínarhúsi, athvarfi Stígamóta, yfir jólahátíðina. Fleiri konur geta bæst í hópinn með litlum fyrirvara. Þar verða starfs- menn á vakt um jólin og elda og borða jólamatinn með konunum. Hluti af jólamatnum kemur frá Mæðrastyrksnefnd, annað sem til þarf kaupa Stígamót. Kristínarhús var opnað nú í haust og er sérstaklega ætlað fyrir konur á leið úr vændi og/eða mansali en hýsir líka fólk utan af landi sem vill sækja viðtöl til Stígamóta eða aðra sem eru að jafna sig eftir að hafa upplifað ofbeldi. Þar er hægt að dvelja til lengri eða skemmri tíma. Á Stígamótum er lokað á milli jóla og nýárs, það opnar aftur 2. janúar. Vaktsími er opinn allan sól- arhringinn og þar svara ráðgjafar símtölunum. Gistiskýlið fullskipað um jólin Starfsemi Samhjálpar er um- fangsmikil og verður hún að mestu hefðbundin yfir hátíðirnar á flest- um stöðum. Á Kaffistofu Samhjálp- ar í Borgartúni er opið á Þorláks- messu, aðfangadag, jóladag, gamlársdag og nýársdag frá klukk- an tíu til tvö, heitur matur er borinn fram í hádeginu. Að sögn Mörtu Hauksdóttur hjá Samhjálp verður jólamatur og jólakaffi á boðstóln- um. Um hundrað manns sækja Kaffistofu Samhjálpar að meðaltali á degi hverjum en um jólin er gesta- fjöldinn heldur minni. Gistiskýlið í Þingholtsstræti er fyrir heimilislausa karlmenn og þar er opið eins og venjulega alla hátíð- isdagana. Marta segir það yfirleitt fullskipað yfir jólin en þar eru 20 rúm. Þá er Samhjálp með opið í Hlaðgerðarkoti, á áfangaheimilun- um Brú og Sporinu og á stuðnings- býlinu á Miklubraut. „Allir þeir sem eru hjá okkur fá jólamat og pakka sem inniheldur einhvern lítilsháttar glaðning,“ segir Marta. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Jólaskreyting Allar konur í Konukoti, sem er næturathvarf fyrir heimilislausar konur, fá jólagjafir og þar er heimilisleg hátíðarstemning. Margir rétta hjálparhönd  Fjöldi nýtir sér starfsemi hjálparsamtaka yfir jól og áramót  Reynt að skapa heimilislega hátíðarstemningu  Búast við 100 símtölum á dag í 1717 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2011 Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is Fulltrúar Landhelgisgæslunnar eru nú staddir í Noregi til þess að skoða þyrlu sem Gæslunni stendur til boða að leigja frá ára- mótum en björg- unarþyrlan TF- LÍF fer í end- urbyggingu 9. janúar næstkom- andi og verður þar með ekki til taks í þrjá mán- uði. Þetta stað- festir Georg Kr. Lárusson, for- stjóri Landhelg- isgæslunnar, í samtali við Morg- unblaðið. Tvö tilboð bárust í útboði vegna leigu á annarri þyrlu í stað TF-LÍF en aðeins annað tilboðið, áðurnefnt tilboð frá Noregi, kemur í raun til greina meðal annars vegna þess að þyrlan í hinu tilboðinu er ekki af þeirri tegund sem óskað var eftir. Georg segir að nú eigi eftir að koma í ljós hvort samningar náist um leigu á þyrlunni og að vonir standi til þess að það liggi fyrir á milli jóla og ný- árs. Takmarkar möguleikana Aðspurður segist Georg telja að norska þyrlan geti uppfyllt þarfir Landhelgisgæslunnar þrátt fyrir að hana skorti bæði útbúnað til notk- unar á nætursjónaukum og sjálf- virkan búnað til þess að halda henni stöðugri í loftinu meðan á björg- unaraðgerðum stendur. Sú stað- reynd þýði vissulega að þyrlan sé háð meiri takmörkunum en þær þyrlur sem Gæslan ráði yfir eins og staðan sé í dag, þær geti til dæmis þýtt að ekki verði hægt að beita þyrlunni í björgunarstörfum við ákveðnar aðstæður, en það sé engu að síður ekki frágangssök. Norska þyrlan er heldur ekki búin spili til þess að sigmenn geti komið fólki til bjargar og híft það upp í hana. Georg segir að það komi þó ekki að sök þar sem Landhelg- isgæslan eigi spil sem hægt verði að setja um borð í þyrluna komi til þess að hún verði leigð. Aðspurður hvað gerist ef ekki nást samningar um leigu á norsku þyrlunni segir Georg að þá verði að- eins ein þyrla til staðar hér á landi á meðan TF-LÍF verður frá. Menn séu þó bjartsýnir á að sú staða muni ekki koma upp. Vonast eft- ir lendingu í tæka tíð  Óvíst hvort tekst að fá björgunarþyrlu Georg Kr. Lárusson Hjá Hjálpræðishernum í Reykja- vík verður hin hefðbundna jóla- veisla kl. 18 á aðfangadagskvöld. Þar verður boðið upp á lambalæri og ís með tilheyrandi og allir fá gjöf við heimferð, að sögn Marg- aret Saue Marti majór. Yfir 60 voru búnir að skrá sig í matinn í gær og ljóst að margir ættu eftir að bætast við. Í fyrra voru um 130 í matnum, gestir og sjálf- boðaliðar. Hjálpræðisherinn í Reykjanesbæ er líka með mat á aðfangadag og í hann voru yfir 80 skráðir í gær. Þannig að það gætu orðið yfir 200 manns sem Hjálpræðisherinn fæðir annað kvöld. „Á jóladag er hádeg- ismatur og samkoma og á nýárs- dag er samkoma og opið hús og matur í dagsetrinu á Eyjaslóð,“ segir Margaret. Allir geta skráð sig í matinn og segir Margaret fólk koma af ýmsum ástæðum. Með yfir 200 manns í jólamat HJÁLPRÆÐISHERINN Blóðgjafar höfðu síðasta tækifærið fyrir jól í gær til að mæta í Blóðbank- ann og meðal þeirra var Hurðarskellir, sem skellti sér á borðið hjá Ernu Björk Guðmundsdóttur, deildarstjóra blóðtöku. Næst verður bankinn op- inn nk. þriðjudag en helst vantar blóð í flokkunum O+, AB- og AB+. Hurðaskellir gaf blóð Morgunblaðið/Ómar Skannaðu kóðann til að sjá myndskeið úr Blóðbankanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.