Morgunblaðið - 23.12.2011, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.12.2011, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2011 ✝ Málfríður ErlaKonráðsdóttir píanókennari, fædd 3. apríl 1941. Hún lést 7. nóv. 2011. Foreldrar: Kon- ráð Gíslason komp- ásasmiður, f. 10. okt. 1903, d. 26. ágúst 1999, og Guð- rún Svava Guð- mundsdóttir, f. 5. nóv. 1910, d. 13. nóv. 1993. Systkini Málfríðar eru: Guðlaug, f. 9. nóv. 1942, gift Ásgeiri Gunnarssyni, f. 12.11. 1941, d. 6.10. 1989. Dóttir þeirra er Guðrún Valgerður. Guð- mundur, f. 24. ágúst 1944. Kona hans er Guðmunda Andrésdóttir, f. 26.12. 1945. Börn þeirra eru Konráð, Svavar, Bryndís og Guð- laug. Auk þess átti Málfríður tvö hálfsystkini af fyrri hjónabönd- um foreldra sinna, þau Baldur og Berthu, sem bæði eru látin. Ung að árum hóf Málfríður nám í pí- anóleik, fyrst hjá Gunnari Sig- urgeirssyni og síð- an hjá Guðmundi Jónssyni í Tónlist- arskólanum í Reykjavík. Hún út- skrifaðist frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1961 og fljótlega eftir stúdentspróf fluttist hún til Parísar þar sem hún lagði stund á nám í pí- anóleik í nokkur ár. Eftir heim- komuna hóf hún störf við Tón- menntaskólann í Reykjavík en hún kenndi svo síðar við Tónlist- arskólann í Reykjavík og Tón- listarskóla Kópavogs. Samtals kenndi hún ungu fólki píanóleik í rúma fjóra áratugi. Auk þess lagði Málfríður stund á semb- alleik hjá Helgu heitinni Ingólfs- dóttur. Útför hennar fór fram í kyrr- þey hinn 12. desember 2011. Við frænkurnar vorum báðar svolítið stjórnsamar í eldhúsinu og vildum báðar vera yfirkokk- urinn. Ég byrjaði að fá að leggja á borðið, svo fékk ég að þurrka kálið og þeyta rjómann og loks fékk ég að gera heilu uppskrift- irnar. Það voru mikil læti í eld- húsinu og mikið um hlátur. Hún kenndi mér svo margt, allt frá því hversu mikilvægt það væri að setja hjartað sitt og sál í allt sem ég geri, í það að rækta innri frið og njóta augnabliksins. Hún sá heiminn með öðrum augum á svo yndislegan hátt sem ég fékk að læra um og nýta mér. Hún kenndi mér einnig mikið um hreinlæti og matseld og einn- ig kenndi hún mér hversu mik- ilvægt það væri að nota rétt hrá- efni við matseld. Hún var fyrirmyndin mín í eldhúsinu og ég er svo heppin að hafa fengið að læra hjá henni og bæta kunn- áttuna mína í eldhúsinu. Það var svo gott og gaman að vera með henni. Ég gat sagt henni allt. Allt frá strákamálum sem hún botnaði reyndar ekkert í, sem betur fer kannski, í það að tala hreinlega um daginn minn. Hún hafði svo fallega og góða sál og ég er svo heppin að hafa kynnst henni. Við Malla vorum búnar að plana að fara á Töfraflautuna í Hörpunni, fara á ballett, baka fyrir jólin, mála myndir, gera jólakort og spila á píanóið. En nú eru þessi plön þotin út um gluggann. En ég mun geyma þau í hjartanu mínu og þegar við hittumst næst munum við gera þetta allt saman tvær, vinkon- urnar. Mér finnst skrítið að sein- asta lagið okkar hafi verið spilað og það fyrir tveimur mánuðum. Ég man ekki hvert verkið var en ég man að hendur okkar bjuggu til svo fallega tóna og ég fæ tár í augun við að horfa á þessa minn- ingu um okkur sitjandi saman á einum litlum píanóstól. Ég gæfi allt til að koma til þín, borða góða matinn þinn, spjalla, spila á píanóið, mála myndir og læra fyrir jólaprófin mín. Þú varst þolinmóðasta mann- eskja sem ég hef kynnst og það var svo notalegt og friðsælt að vera heima hjá þér og ég var svo hamingjusöm þegar ég var hjá þér. Þú skildir mig svo vel og hugsaðir alltaf svo vel um mig. Og ég átti alltaf annað heimili hjá þér og ég veit að ég gæti allt- af leitað til þín, sama hvert vandamálið væri, þú myndir taka á móti mér opnum örmum og segja mér að allt yrði í lagi. Ég sakna þín svo mikið og mig lang- ar ekkert heitar en að fara heim til þín og heyra þig svara dyra- bjöllunni með glaðlegu röddinni þinni og hlaupa í faðm þinn og vera hjá þér eins lengi og ég gæti og halda utan um þig og segja þér hvað ég elska þig mik- ið. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig. Ég þurfti bara að hringja og þú varst komin til mín. Ég gat alltaf treyst á þig. Ég veit að þú ert skýið á himninum sem fylgist stöðugt með mér, öxlin sem ég græt á og tómið í hjartanu. En ég veit að þú verður hjá mér, sama hversu langt í burtu ég verð, því þú ert engillinn minn. Katrín Ísbjörg Aradóttir. Malla frænka mín er dáin. Ég sakna hennar mjög mikið. Einhvern tíma á ævinni hend- ir það okkur öll að missa kæran vin, ættingja eða annan sem við elskum. Í sögunum af því sem gerðist á páskadag kemur fram að Jesús lifði þó að hann væri dáinn og stundum er sagt að hann hafi sigrað dauðann. Krist- ið fólk trúir því að þeir sem deyja og hverfa haldi áfram að lifa hjá Guði. Því ætla ég að trúa. Ef við missum þá sem okkur þykir vænst um er gott að geta trúað því að Guð taki á móti þeim og gæti þeirra þangað til að við fáum seinna að sjá þá og knúsa aftur. Þetta ætlar mamma mín að minna mig á þegar ég hugsa um Möllu. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Þín Viktoría Georgsdóttir. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að fá að umgangast Möllu frænku mikið frá því að ég var nýfædd og þar sem hún eign- aðist sjálf aldrei barn var hún að sumu leyti eins og önnur mamma mín. Hún unni klass- ískri tónlist mikið og var píanó- kennari af lífi og sál í þau rúm fjörutíu ár sem hún starfaði sem slíkur. Það fór aldrei mikið fyrir henni, hún var að mörgu leyti einfari en fékk félagsskap af þeim mörgu einstaklingum sem hún kenndi og einnig samferða- fólki sínu. Hún var meistara- kokkur og allur matur hennar var eldaður af mikilli natni. Við mæðgur söknum þess að geta ekki komið til hennar í heimsókn og fengið heimsins bestu súpu en þær voru í miklu uppáhaldi hjá okkur og voru oft pantaðar fyrirfram. Milli okkar ríkti alltaf mikil væntumþykja og bý ég að henni alla ævi. Malla frænka mín lést á Indlandi á þeim stað sem færði henni virki- lega birtu og yl. Hún var búin að vera að leita að innri friði í nokk- ur ár og fann hann í gegnum hugleiðslu. Hún var líklega orðin veik áður en hún fór í Indlands- ferðina en var staðráðin í að fara engu að síður, en því miður veiktist hún heiftarlega þegar hún var nýkomin þangað. Ég fór út til hennar til að reyna að koma henni heim og til að láta hana finna hve mikið ég elskaði hana og er viss um að hún vissi af mér þó svo að hún hafi verið meðvitundarlaus þá viku er ég var hjá henni. Þó svo að þetta gengi ekki eins og ég vonaðist til gat ég fært henni all- ar góðu kveðjurnar frá Íslandi og sagt henni hve vænt okkur mægðum þætti um hana og þar sem ég bjó hjá henni á spítöl- unum gat ég verið meira og minna hjá henni og nýtti ég þann tíma til að tala við hana, lesa og syngja. Ég kveð þessa viðkvæmu og fallegu sál að þessu sinni en veit að við munum hittast seinna. Ég leita orða, leita nær og fjær, ljóð að flytja þér á mildum tónum, þér, sem skuggi dauðans fölva fær og fram á veginn horfir döprum sjónum. Handan við sorg og harmköld veðraský himinn er blár, svo tær og fagur. Sólin mun aftur brosa björt og hlý, brátt fer að skína vonadagur. Þú, sem nú lifir þjáningu og neyð, þú, sem tregar ástvininn þinn kæra, gegnum sorg og harma löng er leið, ég leyfi mér að benda veginn færa: Þú átt í þínum huga helgidóm, himneska birtu Drottinn lífsins gefur. Krist hefur sent að tala tærum róm tjá mönnum kærleik þann er aldrei sefur. Íslenska þjóðin er við þína hlið. Einhuga biður: Miskunn til þín streymi. Þér veiti Drottinn líf og líkn og frið, ljós eilíft þeim sem deyja í þessum heimi. (Hjálmar Jónsson.) Guðrún Valgerður Ásgeirsdóttir. Hún Malla mín er búin að fá hvíld frá dauðastríði í framandi og fjarlægu landi. Hún háði þetta stríð þó ekki ein því nánir vinir hennar og samferðafélagar viku ekki frá henni. Í því var ekki svo lítil huggun fyrir okkur sem elskuðum hana. Við Malla kynntumst í Tón- listarskólanum í Reykjavík og urðum síðar bekkjarsystur í Menntaskólanum við Lækjar- götu. Báðar dvöldum við erlendis um árabil, vorum því fjarvistum hvor frá annarri um lengri eða skemmri tíma en aldrei slitnaði sá strengur sem tengdi okkur saman upphafi í gegnum tónlist- ina. Bernskuheimili Möllu er í huga mínum baðað friðsælum ljóma. Það var ekki bara að ég sækti félagsskap til Möllu heldur var öll fjölskylda hennar órjúf- anlegur hluti af þessum vináttu- samningi. Listmálarinn Svava, móðir hennar, há og spengileg með vindling í munnstykki á milli langra fingra, var vissulega flottari en aðrar mömmur. Konni, pabbi Möllu, gat aldrei gert nóg til að gleðja okkur stöll- urnar þegar við komum móðar og másandi heim úr göngutúrum okkar á Nesinu. Yngri systirin, Gulla, litli bróðirinn Bói, amman og veggklukkan sem sló: Allt var þetta hluti af upplifun minni af heimilinu. Á þessum kvöldum hlustuðum við á tónlist og spiluðum fjór- hent. Bestu minningarnar frá þessu húsi eru samt píanóleikur Möllu. Hún var framúrskarandi píanóleikari með sérstakan stíl, bæði músíkalskt og teknískt séð. Kennarar hennar leyfðu henni að halda sérstæðum áslætti, því aðeins og í tilfelli Glenn Gould hefði ekki verið farsælt að reyna að breyta honum. Hæverska og hlédrægni Möllu ollu því að henni féll illa að vera í sviðsljósinu sem einleikari. Hún kaus því að loknu píanó- námi í París að helga krafta sína píanókennslu, en síðar lauk hún námi í semballeik og kom fram sem semballeikari, í hlutverki einleikara og meðleikara. Malla erfði listræna hæfileika frá móður sinni, en ég á fallegar kortamyndir sem hún málaði á unglingsárum okkar. Í rauninni gerði Malla eitthvað fallegt úr öllu sem hún snerti. Malla var vinamörg. Það sá ég best þegar við fórum saman á opnunartónleika Hörpu þar sem hún var umföðmuð af vinum, samkennurum og nemendum. Einstaklega vönduð mann- eskja hefur nú kvatt. Hún sagði aldrei styggðaryrði um eða við nokkurn mann. Hlýja, mildi og trygglyndi voru henni eðlislæg, og rósemi hennar smitaði út frá sér. Ég á fallega mynd af henni frá máltíðum á Skólavörðustíg þar sem hún stóð upp frá borð- inu og kyssti föður minn blíðlega fyrir matinn. Malla gaf alltaf meira en hún þáði. Til merkis um það er eftirfarandi vitnis- burður: Ég hafði misst tvítuga dóttur mína í slysi í Kanada, en hún var jarðsett hér heima. Malla stóð við hlið mér þá viku sem við vorum á Íslandi, raun- verulegur þátttakandi í sorg minni. Það var ekki fyrr en síðar að ég komst að því að einmitt á þessum tíma var fjölskylda hennar að upplifa mjög alvarlegt áfall. Líf Möllu var ekki dans á rós- um en hún tókst á við allt mót- læti af æðruleysi. Á seinni árum fann hún þann farveg sem gaf henni nýja sýn á lífið og veitti henni ómælda gleði. Á kveðju- stund er það hughreysting harmi gegn. Rúrí Jónsdóttir. Málfríður Erla Konráðsdóttir ✝ Sigurður JónasJónasson fædd- ist í Flatey á Skjálf- anda 22. mars 1937. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 14. desember 2011. Foreldrar hans voru Guðríður Kristjánsdóttir, húsmóðir og kenn- ari frá Skeiði í Svarfaðardal, f. 1897, d. 1977, og Jónas Jón- asson, hreppstjóri og kennari frá Flatey á Skjálfanda, f. 1893, d. 1968. Systkini Sigurðar eru: Hjalti, f. 1927, Kristján, f. 1928, d. 1985, Guðmundur, f. 1929, d. 1962, Haraldur, f. 1930, d. 2001, Emelía, f. 1935 og Anna Sigrún, f. 1933, d. 1993. Sigurður var í sambúð með Magnhildi Magn- úsdóttur, f. 1940, þau slitu samvistir. Börn þeirra eru: 1) Íris Björk, f. 1962, gift Fróða Hjalta- syni, f. 1954, börn þeirra: Alexander, f. 1985, Ýmir Kal- man, f. 1991, Jón Styrmir, f. 1993. 2) Elfa Kristín, f. 1963, gift Björgvini Kristjánssyni, f. 1969, dóttir hennar: Ólöf Tara, f. 1985, dótt- ir þeirra er Þuríður Nótt, f. 1998. 3) Dóra Sigurðardóttir, f. 1964, gift Óskari Bragasyni, 1961, synir þeirra: Daníel Björn, f. 1992, Nikulás, f. 1995. Útför Sigurðar fór fram frá Fossvogskapellu 20. desember 2011. Hugsun frjó heimspeki, stjórnmál, saga og ljóð hugur harmsins hugsun í húminu hljóð. Söknuður sár stúlka í gulum sumarkjól tregans tár þagnar í beiskjunar glasi flótti í vökva lífsins skjól. Þökk sé þér að ég er það sem ég er og geng ekki veginn beina heldur kíki hvert afleggjarinn liggur og dvel þar um stund og leita aftur á veginn breiða. Að fara bakvegi, fjallvegi og stundum ótroðnar slóðir kenndi mér að meta lífið, skilja og sjá að ekki hafa allir þrek, vilja né getu til að vera hin stílfærða, fullkomna mannvera. Glingur, gull, status og æra er ekki allt heldur kærleikans leið, samkennd, víðsýni og njóta þess hvað fjölbreytileiki mannlífs- ins hefur að bjóða, að veita stuðn- ing og hlúa að þeim þjáðu er það sem alltaf mun skipta máli og er það eina sem skiptir máli. Ég vildi að ég hefði hlúð að þér betur. Hugurinn leitar til frásagna frá Flatey á Skjálfanda, ferðin í eyna sem aldrei var farin, allar sögurn- ar og bestu jólapakkarnir voru frá þér, það virtist endalaust koma upp úr kössunum og bækurnar valdar af sérstakri natni. Alltaf var byrjað í janúar að spá í næstu jólagjafir og allt árið varstu að leita að öllum þessu ótrúlegu og skemmtilegu gjöfum. Aldrei verða jólin eins. Það er huggun í harmi að loks- ins hefur þú fengið hvíld og frið. Alltaf og ætíð verður þú með mér því ég er þú og þú ert ég og þú hefur alltaf og munt alltaf búa í mér. Elfa. Sigurður Jónas Jónasson ✝ Björn Þorleifs-son smiður fæddist á Hóli á Upsaströnd 13. júlí 1922. Hann lést á Dalbæ, Dalvík 21. nóvember sl. Foreldrar hans voru Þorleifur Kristinn Þorleifs- son og Svanhildur Björnsdóttir, ábú- endur á Hóli. Systk- ini Björns eru: Guðrún Margrét, f. 1914, d. 1977, Þórgunnur Amalía, f. 1916, d. 1993, Dag- mann, f. 1920, d. 1951, Kristinn Stefán f. 1. nóvember 1953, bú- settur á Dalvík. Kvæntur Hrafn- hildi Hafdísi Sverrisdóttur, börn þeirra eru Sverrir Freyr, Jónína Björk og Stefán Hrafn. Barna- börn eru þrjú. 3) Björn, f. 8. jan- úar 1957, búsettur á Dalvík. Kvæntur Sigríði Guðmunds- dóttur, synir þeirra eru Davíð Már og Björn Már. Barnabörn eru tvö. 4) Árni, f. 19. janúar 1959, búsettur á Dalvík. Börn hans eru Jóhannes Egill, Sigrún Ósk og Sóley María. Björn ólst upp á Hóli við al- menn bústörf og sjávarútveg. Lengst af starfaði hann sjálf- stætt við húsa- og bátasmíðar á Dalvík. Útför Björns fór fram frá Dal- víkurkirkju 2. desember 2011. Hartmann, f. 1924, búsettur á Dalvík, Karl Vernharð, f. 1926, d. 1982, Krist- ín, f. 1930, búsett á Dalvík. Björn kvæntist 30. maí 1952 á Völl- um í Svarfaðardal Jónínu Árnadóttur frá Dalvík, f. 7. ágúst 1924. Börn þeirra eru: 1) Leif- ur Dagmann, f. 27. júlí 1952, bú- settur á Dalvík. Sambýliskona hans er Krystyna Wietocha, dóttir Leifs er Steinunn Ósk. 2) Bjössi, eins og hann var oftast kallaður, var alinn upp á stóru heimili að Hóli á Upsaströnd. Hann ólst upp við myndarlegan stórbúskap. Í þá daga stunduðu foreldrar hans útgerð samhliða búskapnum. Fyrstu vélbátarnir streymdu til landsins á þessum árum og miklar breytingar urðu í búskaparháttum en ekki er að efa að þetta hefur allt mótað ungan sveitastrák. Hann stundaði hefð- bundið nám í barnaskólanum á Dalvík og byrjaði ungur að árum að stunda sjóinn með föður sín- um. Hann fór á vertíðar suður með sjó. Hann var oft landmaður við ýmsa báta fyrir sunnan og hér heima. Þó sjórinn yrði fyrsti starfs- vettvangur bóndasonarins frá Hóli stóð hugur hans alltaf til sveitastarfa líkt og forfeður hans höfðu gert um aldir en örlögin áttu eftir að haga málum þannig að hann fluttist á mölina og byggði sér síðar hús í Bárugötu á Dalvík. Bjössi er einn af þeim sem byggðu hús sitt með eigin höndum í orðsins fyllstu merk- ingu þar sem grunnurinn var handgrafinn og slegið var upp með handafli og steypan hand- lönguð í fötum. Bjössi átti eftir að láta til sín taka við húsbyggingar á Dalvík eftir að hann hætti að mestu störfum er tengdust sjón- um. Ekki höfum við tölu á hús- byggingum sem Bjössi kom að með einum eða öðrum hætti á Dal- vík og Svarfaðardal. Það má með sanni segja að Bjössi væri þúsundþjalasmiður og lék flest í höndunum á honum. Hann rak smíðaverkstæði ásamt félögum sínum og smíðaði þar inn- réttingar og það sem til þurfti hverju sinni. Hann smíðaði ára- báta og gerði upp trillur en sjálfur átti hann trillu sem hann hafði gert upp. Bjössi var dugnaðarforkur sem ekki lét sér allt fyrir brjósti brenna. Myndin af Bjössa er skýr í huga okkar þar sem hann gengur léttur á fæti frá smíðaverkstæðinu í Steðja upp lágina heim á leið í há- degismat. Það þurfti að leggja nokkuð á sig til að ná tali eða stoppa hann á þessari leið því það mátti enginn tími fara til spillis við verðmætasköpun. Það var helst að tala við hann á hlaupum því hann stikaði hratt. Það gafst því ekki mikill tími fyrir áhugamál hjá Bjössa. Áhugamálin voru vinnan. Hann hafði þó mikinn áhuga á fótbolta og fylgdist vel með á þeim vett- vangi og gaf hann sér stundum tíma til að mæta á völlinn sérstak- lega þegar Dalvíkingar öttu kappi við önnur lið. Björn var af þeirri kynslóð sem upplifði þær miklu þjóðfélags- breytingar sem urðu er fólk í sveitum tók að streyma á mölina og byggja upp útveg og iðnað. Hann var alinn upp við hvort tveggja, við útgerð og búskap ásamt því að vera innprentuð mik- il vinnusemi og mótaði það líf hans og starf allt. Bóndinn í Bjössa var sterkur og hélt hann lengstum kindur í fjárhúsum utan við á ásamt því að róa á trillunni og vera í fastri vinnu við smíðar. Það var ekkert gefið eftir. Segja má að starfsdagur Björns hafi verið langur. Hann var verklaginn og leysti vel úr þeim verkefnum sem lífið fól hon- um. Við sendum Jónu, Leif, Stebba, Bjössa, Árna og fjölskyld- um þeirra samúðarkveðjur. Megi Bjössi frændi eiga góða heim- komu. Svanhildur Árnadóttir, Kristján Vigfússon. Björn Þorleifsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.