Morgunblaðið - 23.12.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.12.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2011 Í MIÐBORGINNI Á ÞORLÁKSMESSU til kl.23.00 Leiftrandi Jólabragur Því verður seint haldið fram aðgengið hafi verið hart að Össuri Skarphéðinssyni í viðtali Kastljóss- ins í fyrradag. Össur fékk þarna notalegt tækifæri til að reyna að endursemja söguna, sem er gott þeim sem hafa margt á samviskunni.    Hann var spurð-ur út í hvernig mundi ganga að klára stór mál á borð við fiskveiðistjórn- armálið og sagði þá að það hefðu verið miklir gallar á stóra fiskveiðistjórn- arfrumvarpinu og að framlagning þess hefði verið eins og að lenda í bílslysi.    Spurður að þvíhvort boðlegt væri að leggja fram slíkt frumvarp sagði Össur: „Mér finnst það nú ekki boðlegt, enda lagði ég það ekki fram.“    Nú vill svo til að Össur hefur réttfyrir sér um að frumvarpið var ekki boðlegt, en spyrillinn hefði að ósekju mátt minna hann á að frum- varpið var stjórnarfrumvarp og að svo vill til að Össur var í ríkisstjórn- inni.    Og það sem meira er, frumvarpiðvar afrakstur sérstaks vinnu- hóps fjögurra ráðherra; forsætisráð- herra, fjármálaráðherra, velferð- arráðherra og sjávarútvegs- ráðherra, auk þess sem fleiri þingmenn stjórnarflokkanna komu að því.    Hvað er Össur að segja með þvíað frumvarpið hafi ekki verið boðlegt enda hafi hann ekki lagt það fram?    Hvaða samráðherra eða samráð-herrum var ætluð sú kveðja? Össur Skarphéðinsson Kveðja Össurar STAKSTEINAR Jóhanna Sigurðardóttir Veður víða um heim 22.12., kl. 18.00 Reykjavík 2 skýjað Bolungarvík -1 skýjað Akureyri -1 alskýjað Kirkjubæjarkl. 2 skýjað Vestmannaeyjar 2 slydda Nuuk -3 snjóél Þórshöfn 10 súld Ósló -3 skýjað Kaupmannahöfn 5 skýjað Stokkhólmur 0 skýjað Helsinki -2 þoka Lúxemborg 8 skýjað Brussel 10 skýjað Dublin 12 skýjað Glasgow 11 alskýjað London 12 léttskýjað París 11 skýjað Amsterdam 8 skýjað Hamborg 7 súld Berlín 5 skýjað Vín 4 skýjað Moskva -1 snjókoma Algarve 17 heiðskírt Madríd 15 heiðskírt Barcelona 16 heiðskírt Mallorca 18 léttskýjað Róm 8 léttskýjað Aþena 10 skúrir Winnipeg -7 skýjað Montreal 1 léttskýjað New York 12 heiðskírt Chicago 3 alskýjað Orlando 23 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 23. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:23 15:31 ÍSAFJÖRÐUR 12:10 14:54 SIGLUFJÖRÐUR 11:55 14:35 DJÚPIVOGUR 11:02 14:51 Einar Olgeirsson, fyrr- verandi hótelstjóri, andaðist á sjúkrahús- inu í Volda í Noregi 21. desember sl., 77 ára að aldri. Einar fæddist í Reykjavík 2. desember 1934 og var sonur hjónanna Hólmfríðar Sigurðardóttur hús- móður og Olgeirs Sig- urðssonar húsasmíða- meistara. Hann útskrifaðist sem framreiðslumaður árið 1953 frá Iðnskól- anum í Reykjavík og sótti ótal nám- skeið og starfsþjálfun hérlendis og erlendis. Einar starfaði sem fram- reiðslumaður í ráðherrabústaðnum, Sjálfstæðishúsinu, Þórscafé, Breið- firðingabúð, Hótel Borg og ms. Gull- fossi á árunum 1953-1960. Hann var yfirframreiðslumaður á ms. Gull- fossi 1960-1962 og yfirfram- reiðslumaður í Veitingahúsinu Klúbbnum 1962-1965. Hann starfaði sem aðstoðarhótelstjóri á Hótel Sögu í 10 ár eða til 1975 þegar hann fluttist til Húsavíkur og starfaði sem hótelstjóri á Hótel Húsavík frá 1975- 1980. Hann starfaði sem starfs- mannastjóri á Hótel Sögu 1980-1981. Á árunum 1981-1987 starfaði Ein- ar sem hótelstjóri á Flugleiðahót- elunum, fyrst á Hótel Esju og seinna á Hótel Loftleiðum. Frá árinu 1987 starfaði hann sem hótelstjóri á Hótel Esju og Hótel Loftleiðum eða þangað til hann settist í helgan stein árið 1999. Einar gegndi fjöl- mörgum trún- aðarstörfum um ævina fyrir sín fagfélög og var bæði í stjórn og for- maður Sambands hót- ela og veitingahúsa. Hann var forseti Hótel- og veitingasambands Norðurlanda, formað- ur skólanefndar Hótel- og veitinga- skóla Íslands og í nefnd veitingahúsa frá árinu 1989. Einar hlaut fjölda viðurkenninga á sínum starfsferli, þar má nefna heið- ursmerki Margrétar Danadrottn- ingar árið 1973, gullmerki Ólafs V. Noregskonungs 1974, silfurorðu Karls Gústafs Svíakonungs 1987 og Lúxemborgarorðuna Chevalier de l’ordre de Mérite 1986. Hann fékk einnig viðurkenningarskjöl frá Ron- ald Reagan Bandaríkjaforseta, 1986, og George P. Shultz, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, 1987. Eftirlifandi eiginkona Einars er Emilía Sigurjónsdóttir. Börn þeirra eru Septína Selma, Rannveig Eir, Óskar og Sveinn Geir. Börn Einars frá fyrra hjónabandi eru Kristinn Maríus, Hólmfríður og Olgeir. Andlát Einar Olgeirsson Um 1.000 umsóknir hafa verið af- greiddar í jólaaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar nú í desember. Ætla má að um 2.800 einstaklingar um allt land njóti góðs af. Í frétt frá Hjálparstarfinu segir að markhópurinn hafi verið einstak- lingar og barnafjölskyldur um allt land nema í Reykjavík, þar sem fleiri hjálparsamtök starfa. Afhent voru ný inneignarkort í matvöruverslun- um og lagt inn á eldri kort og fór upphæð eftir fjölskyldustærð og fjárhagsstöðu. Jólaaðstoðin gekk mjög vel enda lögðu margir sjálfboðaliðar lið. Ein- staklingar, fyrirtæki og samtök hafa lagt fram fé til jólaaðstoðarinnar og vill Hjálparstarfið þakka þann góða stuðning. „Hjálparstarfið átti gott samstarf við Rauða krossinn í Reykjavík sem hefur lagt lið með fjármunum og sjálfboðaliðum. Einnig höfðu Hjálp- arstarfið, mæðrastyrksnefndir og Rauða kross-deildir í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ sameiginlega skráningu umsækjenda sem skipti miklu máli til að nýta aðstoðina sem best og ná til allra sem þurfa hjálp. Hjálpar- starfið og ofangreind samtök hafa þannig afgreitt um 1.400 jólaum- sóknir samtals,“ segir í fréttinni. Afgreiddu 1.000 umsóknir fyrir jólin  2.800 einstaklingar um allt land nutu góðs af jólaaðstoð Hjálparstarfsins Raftæki hafa selst vel fyrir þessi jól og er velta raftækjaverslana um 10% meiri það sem af er desember en á sama tímabili í fyrra. Rann- sóknasetur verslunarinnar gerði könnun á jólaverslun hjá nokkrum stórum smásöluverslunum. Matarinnkaup landsmanna fyrir þessi jól reyndust svipuð og í fyrra. Þótt neytendur hafi varið um 5% fleiri krónum til kaupa á mat og ann- arri dagvöru fyrsta 21 dag desember er samdráttur að magni til um 1% þegar leiðrétt hefur verið fyrir verð- hækkunum. Velta raftækja- verslana er um 10% meiri það sem af er mán- uðinum heldur en á sama tímabili í fyrra. Ef leiðrétt er fyrir verð- breytingum nem- ur raunaukning í raftækjaverslun um 14%. Velta fataverslana dróst hins veg- ar saman um 7% í krónum talið. kjon@mbl.is Selja meira af raftækjum Sala Þvottavélar eru vinsælar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.