Morgunblaðið - 23.12.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.12.2011, Blaðsíða 20
Rauða torgið í Moskvu. ● Rússar hyggjast ráðast í útgáfu evru- skuldabréfa fyrir sjö milljarða Banda- ríkjadala, 855 milljarða króna, á næsta ári, að sögn fjármálaráðherra landsins, Antons Silúanovs. Er þetta í samræmi við áform rúss- neskra yfirvalda sem greint var frá ný- verið. Um nokkur skuldabréfaútboð verður að ræða, samkvæmt fréttum rússneskra fjölmiðla. Rússland gefur út evruskuldabréf 20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2011 Skrifstofur ríkisskattstjóra verða lokaðar eftir hádegi föstudaginn 23. desember (Þorláksmessu) Venjulegur opnunartími er milli jóla og nýárs Hörður Ægisson hordur@mbl.is Há arðsemiskrafa og áformaðar út- gjaldahækkanir á fjármálastofnanir gera það að verkum að viðskipta- bankarnir þrír munu í auknum mæli eiga í erfiðleikum með að standa undir viðunandi arðsemi af kjarna- rekstri. Að öðru óbreyttu bendir því margt til þess að lágmarki hafi verið náð í vaxtastigi útlána íslensku við- skiptabankanna. Þetta er mat grein- enda verðbréfafyrirtækisins Júpiter en þeir telja fyrirsjáanlegt að bank- arnir eigi engra annarra kosta völ en að velta kostnaðarhækkunum út í vaxtamuninn. Á það er bent í greiningu Júpiter að Bankasýslan gerir kröfu um 14,7% arðsemiskröfu á eigið fé þeirra fjármálastofnana þar sem ríkissjóður er meðal hluthafa. Eftir fyrstu sex mánuði þessa árs var eig- infjárhlutfall viðskiptabankanna þriggja – Íslandsbanka, Arion banka og Landsbanka – á bilinu 21% til 28% og samtals nam eigið fé bank- anna ríflega 453 milljörðum króna. Samkvæmt útreikningum Júpiter þurfa bankarnir því að skila 80-90 milljarða króna ávöxtun á eignir á ári til þess að standa undir annars vegar arðsemiskröfum Bankasýsl- unnar og hins vegar uppfylla lág- markskvaðir Fjármálaeftirlitsins um 12% eiginfjárgrunn. Sú upphæð samsvar um 5-5,5% af heildarútlán- um bankanna og ætti að gefa ágæt- isvísbendingu um þann vaxtamun sem bankarnir þurfa að viðhalda til að standast þá arðsemiskröfu sem til þeirra er gerð. Vaxtamunur hefur aukist Sigurður Hannesson, fram- kvæmdastjóri Júpiter, segir í sam- tali við Morgunblaðið að bankarnir standi frammi fyrir fáum valkostum til að bregðast við þessari stöðu – og engir þeirra séu góðir. „Annaðhvort verða bankarnir að skera enn frekar niður eða auka hjá sér vaxtamun- inn.“ Þótt bankarnir myndu ráðast í umfangsmiklar hagræðingaraðgerð- ir er ólíklegt að þær dygðu til að mæta auknum kostnaði sem áform- að er að leggja á fjármálafyrirtæki á næsta ári. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir því að fjármálafyrirtæki greiði ríflega 30 milljarða króna í opinber gjöld – sem er um 5 milljarða aukning á milli ára. Vaxtamunur viðskiptabankanna – mismunur inn- og útlánavaxta – hef- ur aukist á síðustu misserum og nam að meðaltali 3,4% í bönkunum þremur í lok annars fjórðungs þessa árs. Það er margfalt meiri vaxta- munur en þekkist í viðskiptabönkum okkar helstu nágrannalanda. Ekki bæði sleppt og haldið Sigurður bendir jafnframt á að rekstur bankanna síðustu misseri hafi einkennst mikið af óreglulegum liðum. Uppgjör bankanna hafa því oft á tíðum sýnt mun meiri hagnað en reyndin væri undir eðlilegri kringumstæðum. „Eftir þetta ár má reikna með því að bankarnir ljúki endurskipulagningu skulda hjá meginþorra einstaklinga og fyrir- tækja. Það ætti að þýða að afkoma bankanna mun ekki lengur verða undir áhrifum af virðisbreytingum útlána.“ Af þeim sökum gefur það auga leið að arðsemin af kjarnarekstrin- um þarf í meira mæli að standa und- ir rekstri bankanna. Að sögn Sigurðar er ljóst að ekki verður bæði sleppt og haldið í þess- um efnum: mjög há arðsemiskrafa og auknar álögur á bankana muni óhjákvæmilega leiða til þess að bankarnir þurfi að bregðast við með einhverjum hætti – líklega með hærri vaxtamun. „Niðurstaðan er í raun skattlagning á viðskiptavini bankanna. Fyrirtæki sem sækjast eftir láni hjá bönkunum þurfa að greiða hærri vexti en ella.“ Há arðsemiskrafa og meiri álögur munu auka vaxtamun  Líklegt að bankarnir bregðist við kostnaðarhækkunum með auknum vaxtamun Afleiðing Auknar álögur á banka þýðir hærri vexti fyrir viðskiptavini. STUTTAR FRÉTTIR ● Ekki hafa jafn fáir sótt um atvinnu- leysisbætur í Bandaríkjunum síðan í aprílmánuði 2008 og er ástandið betra en spáð hafði verið. Þykir þetta vera til marks um að vinnumarkaðurinn sé loks að rétta úr kútnum vestanhafs. Alls voru umsóknirnar 364 þúsund talsins. Atvinnuleysi mældist 8,6% í nóvember í Bandaríkjunum en var 9% í október. Enn dregur úr atvinnu- leysi vestanhafs ● Íslandsbanki hf. og Eykt ehf. hafa samþykkt nauða- samning fyrir fast- eignafélagið Höfðatorg ehf. Samningurinn felur í sér að Íslands- banki og Eykt eign- ast allt hlutafé í Höfðatorgi. Ís- landsbanki hefur nú eignast 72,5% hlutfjár. Eykt, sem átti kröfu á hendur Höfðatorgi vegna áfallins byggingarkostnaðar við verk- efnið, eignast 27,5% hlutafjár. Höfðatorg er fasteignafélag sem hef- ur til leigu um 47.000 fermetra af skrif- stofuhúsnæði á Höfðatorgsreit og í ná- lægum byggingum. Íslandsbanki og Eykt eignast Höfðatorg Fjármálaeftirlitið. Björn Þorri Viktorsson hrl. lýsti þeirri skoðun sinni við Morgunblaðið í gær að hægt væri að túlka lög númer 151 frá 2010 þannig að ef það hafi ekki fallið dómur í málum geti bankinn sjálfur að fimm árum liðnum ákveðið kjörvexti á lánið. En ef það hafi fallið dómur verði lánin til frambúðar með seðlabankavöxtum. Þess vegna sé Arion banki að forðast úrskurð hæstaréttar í lánasamningum. Þegar rætt er við menn hjá Arion banka segja þeir þetta rangt. Það ríki engin óvissa um lánasamninga með jafnvirðisorðalagi og bankinn sé ekki að láta reyna á lögmæti lána þegar hann viðurkennir þegar að það sé ólögmætt. Aftur á móti eru framundan þrjú prófmál þar sem bankinn mun láta reyna á það hvort hann geti reiknað vexti á lánum frá stofndegi, frá því lánið var tekið og til uppgjörs dagsins. Úr þeim málum verður skorið fyrir hæstarétti á næsta ári. borkur@mbl.is Vaxtamálin fyrir hæstarétt Lögmenn Lækjargötu hafa opnað nýja skrifstofu sína í Lækjargötu 2. Lögmannsstofan starfaði áður undir nafninu GHP Legal, en kennir sig nú við starfsstöð sína samkvæmt gamalli íslenskri hefð. Eigendur stofunnar eru þeir Birg- ir Tjörvi Pétursson héraðsdómslög- maður, Guðmundur H. Pétursson héraðsdómslögmaður, Ingvi Hrafn Óskarsson héraðsdómslögmaður, Sigurður Kári Kristjánsson héraðs- dómslögmaður og Reimar Pétursson hæstaréttarlögmaður. Aðspurður segist Birgir Tjörvi vera ánægður í nýju húsnæði stof- unnar. „Það má segja að við séum að færa okkur nær rótum lögmennsku á Íslandi þar sem fyrstu lögmanns- stofurnar voru einmitt hér í miðbæn- um,“ segir Birgir Tjörvi. „Næstelsta lögmannsstofa landsins var starf- rækt í Lækjargötu 4 og elsta lög- mannsstofan, sem Sveinn Björnsson forseti starfaði á, hún var í Aðal- strætinu.“ borkur@mbl.is Ræturnar í miðbænum Morgunblaðið/Ómar Frægð Miðbærinn á sér langa lögmannasögu og í nýja húsinu í Lækjargötu 2 eru lögmenn með aðsetur. Hrun varð á markaði með samruna og yf- irtökur á fjórða fjórðungi ársins sökum skulda- kreppunar á evrusvæðinu. Þóknanatekjur evrópskra fjár- festingabanka hafa ekki verið minni í meira en áratug, að því er fram kemur í Financial Times. Heildarverðmæti slíkra viðskipta á fjórðungnum nam 375,3 millj- örðum Bandaríkjdala og dróst saman um 32% frá því á þriðja árs- fjórðungi. Mestur var samdrátt- urinn í samrunum og yfirtökum í Evrópu, eða 41%. Að sögn sérfræðinga ríkir mikil óvissa um útlitið fyrir komandi ár – og mikið veltur á hvort stöð- ugleiki næst á evrópskum fjár- málamörkuðum. Náist hann ekki megi búast við frekari samdrætti í samrunum og yfirtökum á næstu misserum. Hrun í sam- runum og yfirtökum  32% samdráttur á fjórða ársfjórðungi Miðlari Útlitið á mörkuðum er dökkt.                                          !"# $% " &'( )* '$* +,,-., +/+-0 ++/-,/ ,+-12. ,3-44. +2-2,4 +.3-4/ +-4545 +00-1, +4/-51 +,,-5+ +/,-,2 ++/-51 ,+-4.5 ,3-5+1 +2-222 +.3-/4 +-423, +00-/0 +53-3/ ,+0-5/,2 +,,-/ +/,-21 ++/-// ,+-4// ,3-524 +2-0,/ +.+-.+ +-4210 +0/-41 +53-41 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.